Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 28
32
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996
Sviðsljós
,Eg er enginn engill en ég er skárri en ég var,“ segir Leonardo DiCaprio.
Tvítugur og
með langan
feril að baki
Leonardo DiCaprio, sem kallaður
hefur verið hinn nýi James Dean,
hefur langan feril að baki þó hann
sé ekki nema tvítugur. Fyrsta hlut-
verkið fékk hann þegar hann var
fjórtán ára í myndinni Critters 3.
Hann sló í gegn í mynd Lasses
Hallströms, What’s Eating Gilbert
Grape og var útnefndur til Golden
Globe verðlaunanna og óskarsverð-
launa. Pilturinn hafði reyndar áður
staðið sig vel i myndinni This Boy’s
Life er hann lék á móti Robert De
Niro.
Á eftir Gilbert varð Leonardo
hálffullorðinn og féll fyrir Sharon
Stone í vestranum The Quick and
the Dead. Ástarsena sem þau léku
var þó klippt út úr myndinni. Auk
vestrans má nefna Total Ecplise,
Streets of New York og The Basket-
ball Diaries.
í nýrri mynd með Robert De Niro
og Diane Keaton leikur Leonardo
geðveikan pilt sem kveikir í húsi
móður sinnar.
Foreldrar Leonardos, sem eru
gamlir hippar, eru umboðsmenn
hans. Leonardo hefur að mestu búið
hjá Irmelin móður sinni sem er
þýsk. Faðir hans, George, er af
ítölskum ættum. Að sögn Leonardos
reyndi faðir hans að vekja áhuga
hans á teiknimyndaseríum frá sjö-
unda áratugnum, einkum Robert
Crump, en stráksi hafði víst lítinn
áhuga.
„Faðir minn hefur alltaf verið bó-
hem. Hann er síðhærður og með sítt
skegg. Hann er einn af vingjarnle-
gustu mönnum í heimi. Ég var alls
ekki svoleiðis þegar ég var lítill. Ég
er ekki orðinn neinn engill núna en
ég er orðinn skárri,” sagði Leon-
ardo meðal annars í nýlegu timarit-
sviðtali.
Oprah Winfrey.
Oprah Winfrey
leikur í
kvikmynd
Sjónvarpskonan Oprah Winfrey
getur gert ýmislegt annað en að fá
fólk til að þvo eigin og annarra
manna undirfót fyrir opnum tjöld-
um. Winfrey var reyndar einu sinni
leikkona og var fyrsta hlutverk
hennar í mynd Stevens Spielbergs
eftir sögu Alice Walker, Colour
Purple. Nú ætlar hún að leika í
mynd sem gerð verður eftir sögu
Toni Morrison, Beloved.
Winfrey og fyrirtæki hennar,
Harpo, hafa gert samning við Walt
Disney stúdíóin um að framleiða
mynd sem hún getur sjálf leikið
aðalhlutverkið í.
Nicolas Cage og Mira Sorvino hafa
ærna ástæðu til að brosa svona
breitt framan í heiminn. Þau voru
viðstödd verðlaunaafhendingu
kvikmyndagágnrýnenda í New York
þar sem þau fengu verðlaun fyrir
bestan leik, hann í Leaving Las Veg-
as og hún í Mighty Aphrodite.
Símamynd Reuter
Leikstjórinn Terry Gilliam og leikkonan Mercedes Ruehl gerðu að gamni sínu við Ijósmyndara þegar þau komu til
móttöku hjá kvikmyndagagnrýnendum í New York á sunnudagskvöld þar sem Terry fékk verðlaun fyrir myndina Tólf
apa sem hann leikstýrði. Sú mynd naut mestrar hylli áhorfenda vestanhafs um helgina. Símamynd Reuter
Gérard Depardieu á útsölunni hjá Harrods
Franski stórleikarinn Gérard
Depardieu kom, sá og sigraði þegar
hann opnaði hina frægu útsölu Har-
rods stórverslunarinnar í London í
síöustu viku. Eigendur verslunar-
innar hafa það fyrir sið að fá frægt
fólk til að laða að viðskiptavinina,
eins og þess gerðist nú þörf.
Hvað um það, Gérard var dreginn
úr einni deildini í aðra, af einni
hæðinni upp á þá næstu og svo nið-
ur aftur, með fríðan flokk frétta-
manna og ljósmyndara í eftirdragi.
Viðskiptavinirnir voru líka vel
vopnum búnir og smelltu myndum
af stjörnunni í gríð og erg.
„Mér finnst hann stórkostlegur,”
sagði Pip Watkins, námsmeyja við
háskólann í Cardiff, sem stóð bók-
staflega á öndinni þegar hún sá
átrúnaðargoðið.
Um tima leit út fyrir að Gérard
væri allt annað en ánægður með all-
an hamaganginn en heldur lyftist
nú á honum brúnin þegar komið
var í víndeildina og hann sá að hans
eigin framleiðsla var meðal hvítvín-
anna. Ekkert slor það. Allir fóru því
ánægðir heim.
Gérard Depardieu meðal bangsanna í stórversluninni Harrods í Lundúnum og bara ánægður á svipinn eftir vel
heppnaðan útsöludag.
Alveg er það nú makalaust
hvað sumir hafa heppnina með
sér, að minnsta kosti stundum.
Þannig er því farið um grínist-
ann Eddie Murphy. Kannski
ekki núna en allavega í upphafi
9. áratugarins þegar hann var að
hasla sér völl. Eddie varð fyrst
frægur þegar hann kom fram í
hinum vinsælu sjónvarpsþátt-
um Saturday Night Live en
tækifærið fékk hann þegar upp
komst að sá sem stjórnendurnir
ætluðu sér að fá, götugrínisti frá
New York, væri ólæs. Ekki hljóp
í skarðið og allir kunna fram-
haldiö.
Dennis Hopp-
er leikur flugu
Dennis Hopper hefur að und-
anfómu verið að leika í kvik-
mynd sem heitir því dásamlega
nafni Síðustu dagar Frankies
flugu, þar sem mótherjar hans
eru Kiefer Sutherland, Daryl
Hannah, Michael Madsen og
fleiri. Dennis leikur titilhlut-
verkið, smábófa sem finnur ást-
ina í líki eiturfíkils og klám-
leikkonu. Dennis og allir hinir
leikaramir voru svo hrifnir af
handritinu að þeir féllust á að
slá töluvert af kaupkröfum sín-
um.
Ekkert varð af
mynd um Paul
Paul McCartney hefur sjálf-
sagt verið ofarlega í hugum
margra ungra stúlkna þegar
Bítlarnir vom upp á sitt besta
og er kannski enn. Bandaríska
leikstýran Allison Apders hefur
skrifað handrit um slíka konu
en hætt hefur verið við að gera
mynd eftir því, í bili að minnsta
kosti, vegna þess að ekki tókst
að finna rétta leikara. Myndin
átti að heita Paul er dauður.
John Lithgow
í grínhlutverki
John Lithgow var farinn að
hafa áhyggjur af því að losna
aldrei úr hlutverki skúrksins í
bíómyndunum sem hann leikur
í. Hann var því ákaflega kátur
þegar honum var boðið aðalhlut-
verkið í gamanþáttaröð NBC
sjónvarpsstöðvarinnar. Þar leik-
ur hann leiðtoga geimvera sem
flytja til jarðar.