Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 26
30 Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 Hvernig á að svara auglýsingu í svarþjónustu >f Þú hringir í síma 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess aö svara smáauglýsingu. >f Þú slærö inh tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. ^ ÞS heyrir þú skilaboö auglýsandans ef þau eru fýrir hendi. Þú leggur inn skilaboö aö loknu hljóömerki ogýtir á ferhyrninginn aö upptöku lokinni. >f Þá færð þú aö heyra skilaboðin sem þú last inn. Ef þú ert ánægö/ur með skilaboöin geymir þú þau, ef ekki getur þú talaö þau inn aftur. Hvernig á að svara atvinnu- auglýsingu í svarþjónustu >f Þú hringir í síma 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess aö svara atvinnuauglýsingu. >f Þú slærö'inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. >f Nú færö þú aö heyra skilaboö auglýsandans. yf Ef þú vilt halda áfram ýtir þú á 1 og heyrir þá sþurningar auglýsandans. ^ Þú leggur inn skilaboö aö loknu hljóömerki og ýtir á ferhyrninginn aö upptöku lokinni. Þá færö þú aö heyra skilaboöin sem þú last inn. Ef þú ert ánægð/ur meö skilaboöin geymir þú þau, ef ekki getur þú talaö þau inn aftur. yf Þegar skilaboðin hafa verið geymd færö þú uþpgefiö leyninúmer sem þú notar til þess aö hlusta á svar auglýsandans. Mikilvægt er aö skrifa númeriö hjá sér því þú ein(n) veist leyninúmeriö. >f Auglýsandinn hefur ákveöinn tíma til þess aö hlusta á og flokka svörin. Þú getur hringt aftur í síma 903-5670 og valið 2 til þess aö hlusta á svar auglýsandans. Þú slærö inn leyninúmer þitt og færö þá svar auglýsandans ef það er fyrir hendi. Allir í stafræna kerfinu með tónvalssíma geta nýtt sér þessa þjónustu. 903 • 5670 Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn. DV Tvöfaldar öryggiö að hringja beint í okkur - segir Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri DV, Akureyri: „Ég vil bara árétta það sem ég sagði í DV fyrir helgina, að það er mun betra fyrir okkur að fá neyðar- hringingar beint inn á okkar núm- er, 462 2222, en að þær fari í gegnum neyðarnúmerið 112,“ segir Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri. Tómas Búi sagði í DV að helsti ókostur þess að neyðarsímtöl fari í gegnum neyðarnúmerið 112 væri sá að aliar upplýsingar þyrfti að tví- taka, og Tómas Búi bætir við eftir að framkvæmdastjóri Neyðarlín- unnar hefur mótmælt orðum hans: „Þegar hringt er beint til okkar fáum við strax upp á tölvuskjá upp- lýsingar um hvaðan hring er og þetta notum við mikið. Fleiri en sá sem tekur við símtalinu sjá þessar upplýsingar og geta farið af stað áður en símtalinu er lokið. Ef menn bæði heyra upplýsingar í símanum og fá þær á tölvuskjáinn fá þeir bæði sjón- og heyrnarminni gagn- vart útkallinu og það tvöfaldar ör- yggið. Það minnkar gríðarlega hættu á misskilningi, eins og t.d. að menn rugli saman götunum Löngu- hlíð og Löngumýri hér á Akureyri svo ég nefni dæmi. Ég vil ítreka þá skoðun mína að ég tel mun betra að ef fólk man okk- ar númer hringi það milliliðalaust í okkur, það eykur öryggið. Og núm- erið okkar mun verða í notkun svo lengi sem slökkvistöðin verður starfrækt. Það eru hlutir sem snúa að Neyðarlínunni sem mér finnast ekki vera í lagi, eins og t.d. það að fyrst þegar línan hefur verið starf- rækt í einhverjar vikur eigi að fara að kynna af alvöru þá starfsemi, sú kynning hefði auðvitað átt að hefj- ast fyrir hálfu ári,“ segir Tómas Búi. -gk Getan synd Mikill fjöldi bíla er á bílasölum landsins. Menn gera ýmislegt til þess aö vekja athygli á bílum sínum. Eigandi þessa risajeppa brá á það ráð að aka yfir Skóda til þess að sýna mátt torfærutröllsins. Ekki fylgdi það sögunni hvort Skódinn fengist í kaupbæti. DV-mynd GVA Loönuveiöin: Smákropp í flottrollin DV, Akureyri: Fjögur loðnuskip voru með flottroli á miðunum út af Austur- landi í nótt og voru að fá á bilinu 100 til 200 tonn í hali. Jóhann Kristjánsson, stýrimaður á Hólmaborg SU, sagði í morgun að afraksturinn eftir nóttina væri tæp- lega 200 tonn en þann afla fékk skip- ið á Rauða Torginu. Alls eru 4 loðnuskip á miðunum með flottroll; Hólmaborg, Þorsteinn EA, Beitir NK og Bergur VE, og voru að fá á bilinu 100-200 tonn í nótt en dregið er í 6-7 klukkustundir. Engar almennilegar „lóðningar" hafa fengist á miðunum, aðeins „rendur", eins og Jóhann orðaði það. Hann segir að einungis eitt skip hafi verið á miðunum með loðnunót, Súlan frá Akureyri, en það litla sem hafi fundist af loðnu hafi verið allt of djúpt til að hægt væri að taka það í nót. -gk Reykhólahreppur: Vantraust borið upp „Ef framkoma hreppsnefndar- manna helst óbreytt þá mun ég bera upp vantrauststillögu á hreppsnefnd. Hreppsnefndin heldur upplýsingum leyndum fyrir íbúunum og það er nei- kvætt," segir Sólrún Gestsdóttir, íbúi í Reykhólahreppi. Hreppsnefnd • Reykhólahrepps heldur að öllum likindum al- mennan borgarafund um miðjan janúar í framhaldi af undirskrift- um 111 íbúa þar sem óskað er eft- ir fundi um sölu á Hitaveitu Reykhólahrepps. Sólrún hyggst bera vantrauststillöguna upp á fundinum. Stefán Magnússon oddviti seg- ir að viðræður eigi sér stað við forráðamenn Orkubús Vestfjaröa um kaup á Hitaveitunni og verði borgarafundur haldinn þegar við- ræöurnar hefðu skýrst. Búast megi við því um miðjan mánuð. Vonast er til að Orkubúið kaupi hitaveituna fyrir a.m.k. 50 milljónir króna og fara þeir pen- ingar þá upp í að rétta við slæma fjárhagsstööu hreppsins. Verið er að semja við ráðuneyti og ríkis- stofnanir um skuldir sveitarfé- lagsins. -GHS Guðmundur Þorvaldsson bankamaður fékk nýlega „gullprjóna ársins 1995“ frá Garnbúðinni Tinnu fyrir skírnarkjól sem hann prjónaði á son sinn, Þor- vald Arnar. Auður Kristinsdóttir afhendir hér gullprjónana. DV-mynd Hugi Hreiðarsson Bankamaður frá Akranesi fékk gullprjóna Garnbúðin Tinna í Hafnarfirði veitti nýlega Guðmundi Þorvalds- syni, bankamanni frá Akranesi, við- urkenninguna „gullprjóna ársins 1995“ en hann prjónaði síðasta vor gullfallegan skírnarkjól á son sinn, Þorvald Arnar. Viðurkenningin, sem Guðmund- ur hlaut, kemur frá þýska prjóna- framleiðandanum ADDI og er hún innrammaðir 24 karata gullprjónar. Guðmundur Þorvaldsson er þekktur prjónamaður á Akranesi en hann hefur prjónað frá sjö ára aldri. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.