Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996
Snyrtifræði
í bæklingi um snyrtifræöi
segir að nám til sveinsprófs sé
tvíþætt. Annars vegar er
tveggja og hálfs árs nám við
Pjölbrauta-
skólann í
Breiðholti
og hins
vegar 10
mánaða
samn-
ingsbund-
in starfs-
þjálfun á
snyrtistofu. Snyrtifræðingur,
sem hefur unnið a.m.k. eitt ár
að loknu sveinsprófi, getur sótt
um heimild til að hefja nám í
meistaraskóla. Flestir snyrti-
fræðingar vinna á snyrtistofum
en þó vinna sumir við önnur
störf þar sem menntun þeirra
og færni nýtist vel, t.d. við
kynningar- og verslunarstörf.
Netagerð
Miklar framfarir hafa orðið á
undaníomum árum í veiðar-
færagerð og hefur fullkominni
tækni verið beitt til þess að
betrumbæta veiðarfæri. Hér
hafa komið við sögu tölvu-
tækni, neðansjávarmyndatækni
og ný og sterkari hráefni. Þrátt
fyrir alla tæknina reynir eftir
sem áður mikið á sjálfan neta-
gerðarmanninn, menntun hans
og færni. Hann þarf að vera
skipulegur, reikningsglöggur og
handlaginn því að veiðarfæra-
gerð er mikið handverk. Hrá-
efni tU veiðarfæragerðar er
aðallega hnýtt net sem sniðið er
eftir teikningum. Tillit verður
að taka tU ýmissa þátta við gerð
veiðarfæris, s.s. stærðar og
orkunotkunar veiðiskips.
- . .
nam
Nám rafeindavirkja tekur 4
ár eftir grunnskólapróf. Raf-
eindavirkjun skiptist í tvo
hiuta. Fyrri hluta lýkur með
samræmdu prófi í faglegum
áföngum og seinni hluta lýkur
með sveinsprófi.
í fyrri hluta námsins er
grunndeild rafiðna, allar al-
mennar greinar sem nemendur
eiga að kunna fyrir sveinspróf
og hluti af rafeindavirkjanámi
samkvæmt námskrá. í seinni
hiuta er eingöngu faglegt nám
og starfsþjálfun. Náminu lýkur
með sveinsprófi (sveinsbréf)
sem veitir þeim sem standast
það réttindi til að vinna við iðn
sína.
Málari
Málaraiðn er ein átta iðn-
greina innan byggingariðnaðar-
ins. Störf málara eru fjölbreytt.
Hann vinnur við málun allra
húsa, mannvirkja og skipa,
jafnt utan sem innan. Verksvið
málara nær yfir málun hvers
í verkahring málara er einnig
skiltamálun og auglýsingagerð
ásamt ýmiss konar skreyti-
vinnu. Verksvið málara er ný-
og endurmálun á öllum þessum
hlutum og spannar yfir alia
undirbúningsvinnu fyrir mál-
un. -sv
tilveran
Breyta viðhorfum til iðnnáms
Menn hafa haft af því áhyggjur aö iönnám hefur átt undir högg aö sækja á íslandi og því hefur átaki veriö hrundiö af staö til þess aö reynað aö breyta
viöhorfum nemenda til þess. Veturinn 1994—1995 var útbúin ,frœöslutaska“ um iönaöarstörf og ióngreinar. Þá var ákveöiö aö beinafrœðslu til nemenda í 9.
bekk. Menntamálaráðuneytiö styrkir iönfræösluverkefniö INN (Iönaöur — Nemendur — Nýsköpun) og nú er búió að gefa út frœðsluefni um iðngreinar fyrir
14 ára nemendur. Valdar voru þrettán iöngreinar úr sex iöngreinaflokkum til aö kynna og vekja áhuga nemenda á iönaöarstörfum. Hannaöir voru þrettán
bæklingar meö nauösynlegum upplýsingum um þessar ióngreinar og þá flokka sem þœr tilheyra. DV hitti þrjá iönnema aö máli og ekki var annaö á þeim aó
heyra en aö þeir vœru sœlir og ánœgóir meö hlutskipti sitt. -sv
Aðalsteinn Guðmundsson framreiðslunemi:
Það var nú eða
Hann er liðlega þrítugur og DV
hitti hann að máli þar sem hann var
að dekka borð á 5. hæðinni í
Perlunni. Aðalsteinn Guðmundsson
heitir hann og DV spurði af hverju
hann hefði drifið sig í þetta nám nú
þegar hann væri kominn yfir þrí-
tugt.
„Ég hugsaði með mér að það væri
nú eða aldrei fyrir mig. Ég fékk
mikinn áhuga á þessu á meðan ég
bjó í Noregi ásamt kærustunni. Hún
var í skóla og síðasta árið okkar úti
rak ég félagsheimili sem hét Ingi-
mundur. Það var krá á fóstudags-
kvöldum og boðið var upp á kaffi-
veitingar á sunnudögum.“
Fari allt að óskum í náminu hjá
Aðalsteini lýkur hann skólanum eft-
ir rúmt ár og þá á hann eftir að
vinna þrjá mánuði til þess að klára.
„Námið byggist upp á þremur
önnum í skólanum og 21 mánuði í
verknámi. Þetta skiptist yfirleitt
þannig að annað misserið á árinu er
skóli en hitt vinna. Þannig tekur
námið þrjú ár. Aðalsteinn segist
áður hafa verið í fjölbraut og Iðn-
skólanum en í þessu sem hann er nú
að gera finnur hann sig best.
„Þetta er mjög gefandi starf því
þú hittir svo mikið af fólki. Maður
fær strax viðbrögð frá fólki, jákvæð
eða neikvæð, og það gerir þetta af-
skaplega spennandi. Aðspurður
hvort Perlan sé ekki draumastaður
fyrir fólk í verknámi segir Aðal-
steinn engan vafa á því þar sem þar
kynnist neminn öllum hliðum
starfsins.
„Framtíðardraumar mínir snúa
helst að því að fara út til Seattle þar
sem ég vann á veitingastað í eitt ár.
Eigendur hans hafa sýnt því áhuga
að ég komi út aftur en ég veit ekki
hvað ég geri. Nú er fýrsta barnið á
leiðinni og það ræður vissulega
miklu um framhaldið," segir Aðal-
steinn. . -sv
DV-myndir BG
Nemi í prentiðn:
Aðbúnaðurog
kennsla á lágu plani
- segir Albert Elísson um Iðnskólann í Reykjavík
„Ég skrifaði undir samning um
mánaðamótin maí/júní á síðasta ári
og ég á víst að ljúka einhvern tím-
ann 1997. Ég skil þetta ekki alveg
þar sem námið er fjögur ár en það
skýrist væntanlega," segir Albert
Elísson, nemi í prentiðn, þegar DV
hitti hann að máli í Prentsmiðjunni
Odda fyrir helgina. Hann segist
byrja á verklegu, taka síðan ákveð-
inn tíma í bóklegu, síðan aftur verk-
legt og svona skiptist þetta á þar tU
yfir ljúki.
„Það er ekki nauðsynlegt að vera
kominn með samning áður en þú
byrjar í skólanum en þú getur ekki
klárað nema komast á samning. Ég
var svo heppinn að komast strax á
samning. Ég er búinn að vinna hér
sem sumarmaður síðan ég var smá-
polli og ætli það hafi ekki ráðið
mestu um að ég ákvað bara að
leggja þetta fyrir mig. Ég fæ þetta
reyndar að einhverju leyti í arf frá
fjölskyldunni," segir Albert. Hann
segist hafa farið í FléTísborg i Hafn-
arfirði að loknu grunnskólanámi og
þaðan hafi hann tekið stúdentspróf.
„Ég hugsa að ég hafi bara farið í
framhaldsskóla tU þess að fylgja fé-
lögunum frekar en að ég hefði að
einhverju sérstöku að stefna. Ég er
mjög sáttur við að fara þessa leið
sem nú er rétt hafin. Reyndar hefur
mér ekki litist nógu vel á mig í Iðn-
skólanum og finnst aðbúnaður þar
og kennsla á frekar lágu plani. Eftir
að hafa verið í Flensborg fékk ég
hálfgert menningarsjokk við að
koma í Iðnskólann. Þetta á ekki
bara við um mig heldur er þetta al-
talað i skólanum. Ætli menn sér að
efla verkmenntun þurfa þeir að
byrja að taka til hjá sér áður en far-
ið er að smala,“ segir Albert Elísson
sem stefnir að meistaragráðu í fag-
inu að Iðnskólanum loknum.
-sv
Gull- og silfursmíð:
Er alveg á réttri hil
„Ég er búin með skólann og er að
klára samninginn. Ég tek sveinspróf
nú í vor og síðan hyggst ég fara út
tU þess að læra meira," segir Andr-
ea Sigrún Hjálmsdóttir, 25 ára nemi
í guU- og silfursmíð. DV hitti hana
að máli á verkstæði verslunarinnar
Gullkúnstar en Andrea er jöfnum
höndum í Gullkúnst og GuUhöUinni
á samningstímanum.
„Mig hafði langað tU þess að prófa
þetta og fyrst ég komst inn og komst
á samning var um að gera að láta
reyna á hvað ég gæti. Það ér mjög
erfitt að komast á samning og hann
verðurðu að hafa til þess að komast
í Iðnskólann. Það eru engin inn-
tökupróf en eftir að þú ert farin að
starfa við þetta, á samningstíman-
um eða síðar, þá stendurðu og fellur
með því sem þú smíðar,“ segir
Andrea. Andrea Sigrún segir námið
vera fjögur ár og þar af séu þrjú á
verkstæði. Þrjár verklegar annir
séu í skólanum og vitaskuld eitt-
hvað bóklegt. Hún hafði áður tekið
stúdentspróf og naut þess varðandi
bóklegu greinarnar í Iðnskólanum.
Ætlaði aldrei í verknám
„Ég byrjaði strax frá fyrsta degi
að smíða og mér finnst skemmtUeg-
ast að gera sérpantanir, pantanir
þar sem aðeins um er að ræða eitt
eintak af viðkomandi hlut, hver svo
sem hann er. Þá er það ýmist að við-
skiptavinurinn hefur nákvæmar
hugmyndir um það hvernig gripur-
inn á að líta út eða að ég fæ að láta
hugmyndaflug mitt ráða. Ég geng að
jafnaði ekki með mikið af skartgrip-
um á mér en ef ég smíða eitthvað
fyrir mig sjálfa þá eru það yfirleitt
„kokkteilhlutir", eitthvað veglegt og
flott sem ég nota bara þegar ég
klæði mig upp,“ segir Andrea Sig-
rún.
Aðspurð hvernig verknámið
standi að hennar mati gagnvart bók-
náminu segir hún að þegar hún hafi
verið í framhaldsskóla hafi henni
ekki þótt verknámið spennandi.
„Verknám kom alls ekki til
greina þegar ég var 16 ára en nú eru
breyttir tímar og það er alveg ljóst
að ég er alveg á réttri hillu i því sem
ég er að gera,“ segir Andrea Sigrún.
-sv