Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 16
>6 ittlveran
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 JjV
„Hattar eru tvímælalaust í tísku
núna en um tíma var þaö sjónarmið
ráöandi hér á landi að það væri
kerlingarlegt að ganga með hatt.
Áður fyrr gengu einungis gamlar
konur með hatta, forsetinn og flnar
frúr á frumsýningum," segir Val-
gerður Jónsdóttir kennari eða Vala
eins og hún er kölluð. Vala er á öðru
ári í uppeldis- og menntunarfræði
við Háskóla íslands og saumar hatta
í frístundum sínum. I vinnuher-
bergi hennar á Holtsgötunni gefur
að líta hatta af öllum stærðum og
gerðum og litavalið er ótrúlegt.
„Ég varð snemma áhugasöm um
hatta en það var ekki til siðs í sveit-
inni að setja á sig annað höfuðfat en
fjósaklútinn. Ég greip feg-
inshendi
Vala slappar af
við saumavél-
ina.
DV-myndir GS
ur með hatt en hin ekki, þá horfir
maður frekar á konuna með hatt-
inn.“
Vala vonar að hatta- og húfutísk-
an sé komin til að vera en undanfar-
in ár hafa Paddingtonhattarnir ver-
ið ráðandi. Völu frnnst sjálfsagt að
breyta örlítið út frá því sniði svo all-
ir verði ekki eins. Hún segir að
bestu hugmyndirnar verði oft til
óvart.
„Mér finnst hattatískan bjóða
konum upp á frumlegheit og að vera
öðruvísi en aðrir. Margar konur
ganga með þann leynda draum að
ganga með hatt, sumar láta verða af
því en aðrar eru ennþá að bíða eftir
því að verða nógu hugrakkar til að
setja upp hattinn."
-em
Vala með al-
gengan Padd-
ingtonhatt,
Sigþrúður
Gunnarsdóttir,
tengdadóttir
Völu, með hatt
með loðfóðri og
barnabarn Völu
og nafna, Val-
gerður Jóns-
dóttir,
með
barna-
hatt
með
rós.
tækifærið þegar ég vissi að hattar
voru orðnir vinsælir erlendis og
saumaði mér nokkra og reyndi að
koma sem flestum vinkonum mín-
um til hins sama. Það spurðist síðan
út,“ segir Vala.
Hlýir í kuldanum
Vala bendir á notagildi linu hatt-
anna í köldu og votviðrasömu landi.
Þeir eru hlýir og vemda hárið fyrir
slyddu og hagli.
„Yngri konurnar eru framfærnari
og fá styrk hver hjá annarri. Marg-
ar konur hafa sagt mér að þær hafi
átt sér draum um að ganga með hatt
en þori það ekki. Sumar segjast ekki
þora að ganga
með hatta
vegna
hræðslu við augnatillit annarra.
Mér finnst það skrítið því ég hélt að
konum þætti gaman að vera fínar og
nytu þess að láta horfa á sig. Þær
mega ekki gleyma því að kannski
eru þessi augnatillit full aðdáunar.
Býður upp á frumleika
Hugaðar konur ganga með hatta
eins og eiginmaður einnar konu
sem ég þekki sagði
við konuna sína.
Falleg kona er
náttúrulega
alltaf falleg
alveg sama
hverju hún
klæðist. Ef
tvær fal-
legar konur
standa hlið
við hlið,
önn-
eitthvað sem ég vildi leggja fyrir
mig. Mér finnst gardínusaumur
mjög einfaldur og alls ekki erfiður.
Ég byrjaði líka að smíða lítil tréhús
fyrir vini mína þegar lítið var að
gera í vinnunni. Ég gef þau yfirleitt
frá mér,“ segir Björn.
-em
Björn sýnir stoltur gardinurnar og tréhúsið sem hann smíðaði.
Saumandi karlmenn eru ekki á
hverju strái og fáir feta í fótspor
Björns Benediktssonar, 24 ára raf-
virkja, í þeim efnum. Björn lærði á
saumavél móður sinnar fyrir mörg-
um árum og hefur notað kunnátt-
una til þess að fegra heimili sitt og
sambýliskonu sinnar.
„Ég lærði sjálfi’ að sauma fyrir
mörgum árum en hef ekki sótt nein
námskeið. Ég dundaði mér við að
sauma gardínur heima hjá mér og
einnig utan um sófann. Til stendur
að ég saumi utan um sófasettið okk-
ar síðar meir. Ég hef engan sérstak-
an áhuga á þessu en þetta var bara
eitthvað sem þurfti að gera. Mér
finnst allt í lagi að sauma en ekki
Björn skipti um áklæði á sófanum og saumaði utan um hann.
DV-myndir GS