Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 Fréttir Persónuafsláttur og sjómannaafsláttur ofreiknaður: Gæti kostað ríkissjóð tugi milljóna króna Ríkið gæti orðið af tugmilljóna- tekjum í skatta vegna mistaka sem gerð voru við útreikninga á per- sónuafslætti og sjómannaafslætti. Mistökin virðast felast í því að ný lög um breytingu á tekju- og eigna- skatti taka gildi ári fyrr en ætlað hafði verið. Það var endurskoðand- inn Ragnar Jóhann Jónsson hjá Endurskoöun Norðurlands sem varð var við þessi mistök við yfir- lestur nýju laganna. „í lögum, sem gefin eru út 28.12.1995, númer 145, sem er breyt- ing á lögum um tekju- og eignaskatt, segir að persónuafsláttur skuli vera 294.528 krónur á ársgrundvelli og sjómannaafsláttur 689 krónur á dag. Ef deilt er í persónuafslátt með 12, þá fæst út persónuafslátturinn sem gildir í dag á hverjum mánuði, 24.544 krónur. Þessi breyting komi til framkvæmda við álagningu tekju- og eignaskatts á árinu 1996 vegna tekna á árinu 1995 og vegna eigna í lok þessa árs. Samkvæmt orðanna hljóðan á að nota þennan persónuafslátt við álagningu á næsta ári. Afslátturinn er 600 krónum hærri en hann var á síðasta ári. Ríkið myndi þá snuða sjálft sig um 600 krónur fyrir hvern skattgreiðanda. Sama gildir um sjómannaafsláttinn, talan sem þarna er gefm upp er 3 krónum hærri á dag eða nálægt 100 krónum á mánuði," sagði Ragnar. Persónuafsiáttur hækkaður afturvirkt Ljóst er því að ríkið myndi tapa tugum milljóna ef hver einasti skattþegn landsins borgaði 600 krónum minna í skatta en honum bæri og hver einasti sjómaður fengi 3 krónum meiri sjómannaafslátt á dag en honum bæri. - gildistaka nýju laganna ári fyrr en reiknað var með Ríkið gæti orðið af tugmilljónatekjum í skatta vegna mistaka sem gerð voru við útreikninga á persónuafslætti og sjó- mannaafslætti. Mistökin viröast felast í því að ný lög um breytingu á tekju- og eignaskatti taka gildi ári fyrr en ætlað hafði verið. „Ég kannast við þetta mál. Það sem hefur gerst tengist gildistökuá- kvæöi laganna. Þessi breyting tekur gildi ári fyrr en menn hafa ætlað. Ef menn lesa greinargerð og athuga- semd með frumvarpinu þá var þetta breyting sem átti að koma frá og með áramótunum núna. Hún ætti því að koma til framkvæmda við álagningu árið 1997. Eins og gildistökuákvæðið er orð- að þá kemur þetta til framkvæmda á árinu 1996 vegna tekna á árinu 1995. Það væri mjög óvenjulegt vegna þess að menn eru búnir að borga staðgreiðslu miðað við ákveð- inn persónuafslátt. Menn væru því að hækka persónuafsláttinn aftur- virkt og ég held að það hafi aldrei gerst og verði ekki gert. Þetta eru því mistök sem ég tel að löggjafmn muni leiðrétta. Samkvæmt því sem ég hef heyrt frá fjármálaráðuneyt- inu, þá er talið líklegt að gerð verði tillaga um breytingu til að leiðrétta þetta. Ef þau væru ekki leiðrétt myndi þessi upphæð skipta tugum milljóna," sagði Snorri Olsen ríkis- skattstjóri. „Það er búið að gera fjármála- ráðuneytinu viðvart um þetta og það er því fjármálaráðherra og efna- hags- og viðskiptanefnd sem vænt- anlega munu skoða málið. Það ger- ist samt ekkert strax i þessu máli, þingið kemur ekki saman fyrr en 22. janúar. Þá verður þetta kynnt fyrir nefndinni og þá verður tekin ákvörðun um hvort flutt verður breytingarfrumvarp eða ekki. Ef- löggjafmn vill þá getur hann breytt þessu.“ Skattgreiöendur ættu pen- inga inni „Það var örugglega ekki meining- in að gera þessi mistök en þau stafa af því að persónuafsláttur hækkaði á miðju síöasta ári um 100 krónur. Meiningin með frumvarpinu var að verið var að festa persónuafsláttinn eins og hann var á seinni hluta árs- ins í fyrra. Þeir sem væru búnir að greiða staðgreiðslu ættu því 600 krónur inni. Sama máli gildir um mistökin við sjómannaafsláttinn, það er sama gildistökuákvæðið. Það sem gerist er einfaldlega það að sum ákvæði eru að öðlast gildi við álagningu í ár en önnur á næsta ári. Þetta ákvæði lendir bara vitlaus- um megin og verður sjálfsagt að skrifast á þá sem sömdu og yfirfóru frumvörpin. Löggjafinn hefur greinilega ekki heldur áttað sig að þetta var með þessum hætti,“ sagði Snorri. -ÍS Dagfari Ruddinn fram í Dagsljósið Það var ekki vonum seinna að Þjóðleikhúsið tæki af skarið og heimtaði að Jón Viðar yrði rekinn sem leiklistargagnrýnandi Dags- ljóss. Þetta er náttúrlega engin hemja hvemig maðurinn hefur lát- ið og tætt niður hverja sýninguna á fætur annarri. Það er eins og hann geri sér enga grein fýrir því að það kostar fé og fyrirhöfn að koma upp sýningum og þess vegna ríður á að menn kaupi miða og komi í leikhúsið. En það renna tvær grímur á fólk þegar það sér og heyrir Jón Viðar fussa og sveia í Dagsljósi yfir hverri sýningu sem hann sækir og lýsa því yfir að leik- ritið sé lélegt og leiðinlegt, músík- in ekkert annað en hávaði og leik- arar úti á þekju. Þá bætir það ekki úr skák aö Sigurður Valgeirsson liggur á því lúalagi að andmæla orðum gagnrýnandans sem vita- skuld hefur ekki aðrar afleiðingar en þær að hann espast upp og magnast allur i niðurrifinu. Jón Viðar tók frumsýningu á jólaleik- ritinu Don Juan svoleiðis í gegn að ekki stóö steinn yfir steini í þeirri sýningu. Þó rausnaðist hann tU að gefa stykkinu eina stjömu út á það eitt að leikaramir höfðu mætt í vinnuna á frumsýningarkvöldið. Þetta var kornið sem fyllti mæl- inn. Þjóðleikhússtjóri og formaður þjóðleikhúsráðs skrifuðu Dagsljósi bréf og heimtuðu að Jón Viðar fjaUaði ekki framar um leikverk á vegum leikhússins. Leikhússtjór- inn segir að gagnrýni Jóns sé orð- in atvinnuböl og leikarar veigri sér orðið við að taka þátt í sýningum af ótta við aftöku í beinni útsend- ingu hjá Jóni Viðari og Sigga Val- geirs. Enda sé gagnrýnandinn með dónalegar og ruddalegar aðfinnslur i garð ákveðinna einstaklinga og hann hafi uppi öfgakenndar full- yrðingar. Þetta eru skiljanleg við- brögð því manni getur nú sámað. Það er ekki hægt að líða það að Ríkissjónvarpið hafi öfgakenndan mdda á sínum snærum tU að fjalla um sýningar í sjálfu Þjóðleikhús- inu. TU þessa starfs þarf að veljast maður sem hefur næman skilning á því að „Þjóðleikhúsið er menn- ingar- og listastofnun sem tekur hlutverk sitt alvarlega“, eins og segir í bréfinu til Dagsljóss. Það er þetta skilningsleysi Jóns Viðars á eðli Þjóðleikhússins sem gerir hann óhæfan sem gagnrýnanda. Menningar- og listastofnun, sem tekur hlutverk sitt alvarlega, býð- ur auðvitað ekki upp á nema það besta. Sá sem ekki gerir sér grein fyrir þessu er ekki hæfur til að hafa uppi gagnrýni á verkefnaval eða sýningar Þjóðleikhússins. For- ráðamenn leikhússins em ekki að beiðast undan gagnrýni en þeir vilja vitaskuld ekki una neikvæðri gagnrýni um leikhús sem tekur hlutverk sitt alvarlega. Þeir sem gera sér ekki grein fyrir menning- unni og listinni í uppfærslum Þjóð- leikhússins hafa ekkert leyfi tU að segja sína skoðun opinberlega og allra síst i Dagsljósi allra lands- manna. TU slíkra starfa á að velja viðmótsþýtt fólk sem er ekki með dónalegar og ruddalegar athuga- semdir. Viðbrögð ritstjóra Dagsljóss valda óneitanlega nokkrum von- brigðum. Hann segist vera ánægð- ur með Jón Viðar sem gagnrýn- anda. Þetta er forkastanleg afstaða og maður fer að efast um þekkingu Sigurðar á menningu og listum. Ef hann ætlar að komast upp með að leyfa neikvæða gagnrýni á Þjóð- leikhúsið í sínum þætti verður að taka ráðningu hans tU endurskoð- unar. Og ekki bætir Jón Viðar úr skák þegar hann segir að Þjóðleik- húsráð ráði því ekki hverjir fjaUi um sýningar leikhússins. Og hann segist ekki vita um hvað ráðið sé að tala. Þetta sýnir hroka þeirra tvímenninga svo ekki verður um vUlst. Þeir virðast ekki skUja að neikvæð gagnrýni á sýningar Þjóð- leikhússins er ekkert annað en dónaleg og ruddaleg aðfor að menningunni. Dagsljósi væri nær að ráða eiginkonu leikhússtjórans sem gagnrýnanda svo aUs hlutieys- is væri gætt. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.