Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 9 I>V Utlönd Frangois Mitterrand Frakklandsforseti lést í gærmorgun: Djúp virðing fyrir einstaklingnum - sagði Jacques Chirac Frakklandsforseti um fyrirrennara sinn ,„Líf Frangois Mitterrands er eins og bók. Hann var mikiil lestrarhest- ur og unni góðum bókum, það var honum jafn eðlilegt að skrifa og anda,“ sagði Jacques Chirac Frakk- landsforseti um fyrirrennara sinn, Frangois Mitterraríd, sem lést á heimili sínu í París í gærmorgun á áttugasta aldursárinu, eftir langa baráttu við krabbamein í blöðruhál- skirtli. „í stjórnmálum bar Frangois Mit- terrand umfram allt djúpa virðingu fyrir einstaklingnum og það er þess vegna sem hann ákvað að afríema dauðarefsinguna. Hann sýndi mannréttindum einnig mikla virð- ingu,“ sagði Chirac í hjartnæmu sjónvarpsávarpi þar sem hann bar mikið lof á forsetann látna. Chirac sagði að Mitterrands yrði minnst fyrir viðleitni hans til að koma á félagslegu réttlæti og sam- eina Evrópu. „Á þeim tveimur kjörtímabilum sem hann gegndi forsetaembættinu lagði hann sitt af mörkum til nú- tímavæðingar landsins, hann fram- fylgdi stefríu um stórríki Evrópu og hann sá til þess að leiðtogar þjóða heimsins heyrðu rödd Frakklands," sagði Lionel Jospin, leiðtogi sósi- alista sem tapaði fyrir Chirac í for- setakosningunum í fyrravor. Syrgjendur leggja blóm að dyrum hússins þar sem Mitterrand hafði bæði skrifstofur sínar og íbúð í París. Símamynd Reuter Bill Clinton Bandaríkjaforseti var meðal ijölmargra erlendra þjóðar- leiðtoga sem báru lof á Mitterrand og störf hans í þágu sameiningar Evrópu. Mitterrand verður jarðsettur í fjölskyldugrafreit í fæðingarbæ sín- um Jamac í suðvesturhluta Frakk- lands á fimmtudag. Á sama tima verður haldin minningarathöfn um hann í Vorrar frúar kirkju í París fyrir ahnenning. Chirac lýsti því yfir í gær að fimmtudagurinn yrðu dagur þjóðarsorgar í landinu. Til stendur að Parísarbúar safnist saman á Bastillutorgi annað kvöld en þar komu stuðningsmenn Mitter- rands saman þegar hann var fyrst kjörinn forseti árið 1981 og dönsuðu alla nóttina. Skoðanakannanir, sem gerðar voru eftir að Mitterand lét af emb- ætti, gáfu til kynna að hann væri sá forseti Frakklands sem landar hans virtu hvað mest, næst á eftir de Gaulle hershöfðingja. En aðdáun Frakka á honum var þó ekki óskipt því verk hans ollu mörgum von- brigðum eða reittu beinlínis til reiði. Mitterrand fékk mörg viðumefni uríi ævina, m.a. sfinxinn vegna þess hve erfitt var að átta sig á honum, Flórensmaðurínn vegna stjórn- kænsku hans og í vinsælum sjón- varpsþætti var hann einfaldlega kallaður guð. Reuter Frakklandsforsetí Francois Mitterrand, fyrsti þjóðarleiðtogi Frakklands úr röðum sósíalista og sá sem tiefur lengst verið forseti, lést í gær, 79 ára að aldri Mitterrand kom næstur á eftir Charles de Gaulle hershöfðingja sem helsti stjórn- málamaður eftirstríðsáranna í Frakklandi. Hann vildi láta minnast sín sem höfundar evrópskrar einingar sem hefði haldið uppi merki Frakklands í heiminum og stjórnað á tímum félagslegs stöðugleika FRANCOIS MITTERRAND 26. október 1916 Mars1986 Fæddist í Jarnac í Suðvestur-Frakklandi 4. áratugurinn Tók þátt í hreyfingum hægrimanna og starfaði með Vichy-stjórninni sem vann Hægrimenn sigra í þingkosningum. Gaullistinn Jacques Chirac verður forsætisráðherra í fyrstu tilraun til sambúðar forseta sósíalista og íhalds- með nasistum samrar ríkisstjómar Maí 1988 1943 Sigrar Chirac í forsetakosningum. Skipar Gekk til liðs við andspyrnuhreyfinguna sósíalistann Michel Rocard sem 1944 forsætisráðherra Kvæntist Danielle Gouze. Þau eignuðust Júní1988 tvo syni Sósíalistar sigra hægrimenn naumlega í 1947-58 almennum kosningum Snerist til sósíalisma og var ellefu sinnum Ágúst 1990 ráðherra Tekur þátt í samfylkingunni gegn (rak, undir forustu Bandaríkjamanna 10. maí 1981 September 1992 Fyrsti sósíalistinn sem kosinn er til for- setaembættisins beinni kosningu Veðjar á að haida þjóðaratkvæðagreiðslu um Maastricht-sáttmálann og sigrar 21. júní 1981 naumlega. Skýrir frá að hann sé með Sósíalistaflokkur Mitterrands fær hreinan meirihluta í þingkosningum krabbamein í blöðruhálskirtli Mars 1993 9. október 1981 Upphaf annars tímabils sambúðarstjórnar Þingið afnemur dauðarefáinguna með meirihlutastjórn hægrimanna undir 1982 Stjórnin þjóðnýtir nokkur stór iðnfyrirtæki, styttir vinnuvikuna og lengir sumarleyfi forustú Edouards Balladurs en völd hans hafa minnkað mjög Maí 1995 Lætur af embætti eftir 14 ár sem forseti HYUnoni ILADA $ G'reidslukjiir til tillt tid 36 mánada án útborgunar RENAULT GOÐIR NOTAÐIM. BILAR Huyndai Sonata 2000 ‘92, ssk., 4 d., brons., ek. 29 þús. km. Verð 1.280.000 Toyota Corolla Si 1600 ‘93, beinsk., 3 d., svartur, ek. 54 þús. km. Verð 1.080.000 Renault 19KT 1800 ‘93, ssk., 5 d., blár, ek. 70 þús. km. Verð 1.020.000 Nissan 100NX 1600 ‘91, beinsk., 3 d., hvítur, ek. 98 þús. km. Verð 990.000 BMW 520ÍA 2000 ‘91, ssk., 4 d., blár, ek. 87 þús. km. Verð 2.080.000 Nissan Urvan 2500 ‘89, beinsk., 4 d., blár, ek. 160 þús. km. .Verð 550.000 Toyota Corolla XL 1300 ‘91, ssk., 4 d., hvítur, ek. 68 þús. km. Verð 740.000 Renault 19 Charmade 1700 ‘92, beinsk., 4 d., Ijósb., ek. 73 þús. km. Verð 850.000 MMC Lancer 4x4 1800 ‘90, ssk., 5 d., hvítur, ek. 122 þús. km. Verð 750.000 Toyota Carina E 2000 ‘93, ssk., 4 d., hvítur, ek. 50 þús. km. Verð 1.450.000 Nissan Sunny SLX 1600 ‘92, ssk., 4 d., hvitur, ek. 57 þús. km. Verð 920.000 Hyundai Pony LS 1300 ‘93, beinsk., 4 d., blár, ek. 22 þús. Verð 720.000 Renault Express 1400 ‘90, beinsk., 4 d., hvítur, ek. 76 þús. km. Verð 520.000 Hyundai Pony GSi 1500 ‘93, beinsk., 3 d., blár, ek. 51 þús. km. Verð 730.000 BMW 735i 3500 ‘87, ssk., 4 d„ grár, ek. 185 þús. km. Verð 1.890.000 Opiö virku /»<# kl. 9 - tH, hiii^urihi^ii 10 14 NOTAÐIR BÍLAR SUÐURLANDSBRAUT 12, SlMI: 568 1200, BEINN SÍMI: 581 4060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.