Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 DV tUveran Greiðsluvandi: Hverjir? „Það er I raun ekki hægt að gefa neina formúlu fyrir því hvaða fólk það er sem á í greiðsluerfíðleikum en yfirleitt snýst þetta einfaldlega um það fólk sem hefur mjög lág laun. Við sjáum dæmi um hitt líka, dæmi þar sem fólk er með það sem almennt yrði talið til góðra launa, en það ræður samt ekki við vandann," segir Kristján Einarsson, þjónustustjóri ís- landsbanka í Kringlunni, en í hverri viku ræðir hann við fólk sem á í greiðsluvanda af ein- hverju tagi. Kristján segir að hér sé bæði um að ræða hjón og einstaklinga. Hvers vegna? „Skýringarnar liggja ekki alltaf í augum uppi. Lág laun spila hér inn í þegar fólk er af veikum mætti að reyna að eign- ast þak yfir höfuðið. Hitt er svo líka til að fólk missi vinnuna eða að annað hjóna veikist. Yf- irleitt duga tekjur beggja rétt til þess að dæmið gangi upp og ef annað fellur frá, missir vinn- una eða veikist er voðinn vís,“ segir Kristján. Hann segir að inni á milli sé vissulega fólk sem fjárfesti og eyði um efni fram og komi sér í vanda þess vegna. Hvaða ráð? „Við höfum engar töfralausn- ir en köfum djúpt ofan í hlutina með viðkomandi, skoðum tekj- ur og gjöld og reynum að átta okkur á því hvort hægt er að skuldbreyta lánum og lækka þar með greiðslubyrðina. Því miður þarf oft að koma til þess að fólk þurfi að minnka við sig eignir og þótt það sé oft erfitt losnar fólk oftar en ekki undan þungum áhyggjum og getur far- ið að byggja upp að nýju,“ segir Kristján. Hann segir lykilatrið- ið vera að leita aö raunhæfri lausn og takast á við vandann. Oft leiti fólk aðstoðarinnar of seint. „Við erum að bjóða upp á greiðsluþjónustu þar sem við setjumst niður með fólki, spá- um í útgjöldin og skiptum þeim niður á jafnar greiðslur yfir árið. Þetta bjargar fólki ekki út úr greiðsluvanda en getur kom- ið í veg fyrir hann.“ -sv Heimilisbókhald: Mikilvægast fyrir þá sem hafa lægstu tekjurnar „Að mínu mati hefur heimilisbók- hald mest að segja fyrir þá sem hafa lægstu tekjurnar þótt mörgum kunni kannski að finnast þetta hljóta að vera þveröfugt. Fólk þarf að halda bókhald til þess að sjá stöðu sína, sjá í hvað peningarnir fara og átta sig á hver greiðslugetan er í raun og veru,“ segir Sigþór Karlsson viðskiptafræðingur en hann hefur kennt á námskeiðum sem Neytendasamtökin hafa staðið fyrir um heimilisbókhald. Sigþór segir að hjá mörgum séu ' tekjur sveiflukenndar og þess vegna geti verið nauðsynlegt að fylgjast vel með því sem fer í eyðslu. Hér áður fyrr hafi þetta verið minna vandamál því fólk hafi átt auðvelt með að bæta við sig vinnu ef út- gjöldin hafl aukist. Nú sé það ekki eins auðvelt. Auðveldara að spara „Þegar við horfum á skattamálin hér á landi þá sýnist mér sem það hljóti að vera auðveldara að spara einhvern tíuþúsundkall en að vinna sér hann inn. Þú þarft að hafa tæp- ar tuttugu þúsund krónur í laun til þess að halda eftir tí uþúsundum," segir Sigþór. Hann segir það algeng- an misskilning hjá fólki að telja að það hafi svo lág laun að það borgi sig ekki að vera að eyða tíma í bók- hald, það sé einfaldlega ekkert til skiptanna. „Það kemur fólki oft á óvart hversu mikið fer í smáa hluti sem fólk hugsar ekki einu sinni um. Einn hundraðkall á dag er ágætur áramótabónus ef maður sparar Það er mikill misskilningur hjá fólki að halda að heimilisbókhald sé bara fyrir þá sem hafa miklar tekjur. Smáu hlut- irnir, sem keyptir eru inn á heimilið, eru oft dýrari en fólk hyggur og þar er oft hægt að spara. Þótt fólk telji sig hafa svo lág laun að það sé ekkert til skiptanna kemur oftast í Ijós að einhvers staðar er hægt að klípa af og spara. DV-mynd GVA hann og borgar sér hann út einu sinni á ári.“ Eyðum í sparnað Sigþór Karlsson ráðleggur fólki að vera ekki bara að spara til þess að ná endum saman. Hann segir að fólk eigi líka að eyða í sparnað, eyða peningum í hluti sem skipta máli. Þá segir hann að ef okkur lægi ekki svona mikið á að eignast alla hluti myndum við geta sparað mikla pen- inga með því að safna fyrir hlutum í stað þess að kaupa þá með afborg- unum. í stað þess að fá staðgreiðslu- afslátt borgi fólk háar fjárhæðir í vexti og kostnað. -sv Segjum svo... Segjum líka svo... Segjum loks svo... ... að þú hafir vanið þig á það í vinn- unni að rölta út í sjoppu á hverjum degi að kaupa þér eina kók. Þetta er orðið að vana hjá þér og til þess að auðvelda reikningsdæmið gerum við ráð fyrir að þú látir ekki eftir þér nema þessa einu flösku á dag um helgar. Milli- stærð af kóki í gleri kostar, a.m.k. sums staðar, 85 krónur og ef við beitum fyrir okkur reikningskúnstinni frá því í gaggó kemur út að þessi ávani kostar á 365 dögum 31.025 krónur. Hver hefði trúað því? -sv ... að þú sogir að þér tjöru úr tuttugu sígarettum á degi hverjum, flestir sem reykja á annað borð láta sér ekki duga minna en einn pakka á dag. Algengasta verðið á pakka af þessum ófognuði er 267 krónur. Það er nú ekki svo mikið, eða hvað? Setjum málið í stærra samhengi, tök- um upp reiknistokkinn og reiknum það út að á einu ári kostar það mann, sem reykir einn pakka á dag, hvorki meira né minna en 97.455 krónur. 1 sum- um tilvik- um reykja bæði hjón. Sú fjöl- skylda kveikir í tæplega tvö hundruð þúsund krónum á ári. Það hlýtur að vera erfitt að réttlæta það fyrir börnunum að fjölskyldan komist ekki í ut- anlandsferð á hverju ári! -sv ... að þú sparir 1000 krónur á viku, jafn mikið og þaö kostan þig að kaupa tuttugu raðir í lottói á hverjum laugardegi. Miðað við enga verðbólgu og 5,25% vexti verður höfuðstóllinn af slíkum sparnaði orðinn 336 þúsund krónur eftir sex ár. Ef þú sparar 2000 krónur á viku eftir þessi sömu sex ár verður höfuðstóllinn 673 þúsund krónur. í stað þess að fá aldrei vinning í lottóinu og í stað þess að belgja sig út af gosdrykkjum er hægt að láta bankann sinn taka þessar fjárhæðir út af tékkareikn- ingnum sínum emu sinni í mánuði. Maður finnur aldrei fyrir því. -sv DV-mynd BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.