Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 22
26 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 Menning________________________________________________________________pv Undirbúningur hafinn að Menningarverðlaunum DV Verðlaunin afhent með viðhöfn í átjánda sinn - langlífustu menningarverðlaunin hér á landi Menningarverölaun DV verða af- hent í 18. sinn í lok febrúar næst- komandi. Fer afhendingin fram yfir hádegisverði í veitingasalnum Þing- holti, Hótel Holti. Menningarverðlaun DV eru lang- lífustu menningarverðlaun sem stofnað hefur verið til hér á landi. Reyndar hétu þau Menningarverð- laun Dagblaðsins áður en Dagblaðið og Vísir sameinuðust og voru fyrst afhent árið 1979. í fyrstu voru veitt verðlaun í fimm listgreinum: bók- menntum, leiklist, myndlist, tónlist og byggingarlist. Verðlaun fyrir kvikmyndir komu til sögunnar 1981 og verðlaun fyrir listhönnun 1988. Alls eru því veitt verðlaun í sjö list- greinum. í hverri listgrein vinnur þriggja manna dómnefnd að vali verðlauna- hafa. Nefndimar eru skipaðar gagn- listhönnuður í Gallerí Greip, sem býr til verðlaunagripina. Tinna er langt komin með vinnslu þeirra og verða þeir kynntir á næstunni á síð- um blaðsins. Nýstárlegir sjávarréttir Eins og ávallt við afhendingu Menningarverðlauna DV er gestum boðið upp á sjávarfang úr nýstár- legu eða framandi hráefni þar sem nýstárlegum aðferðum er beitt við matreiðslu. í fyrra lögðu gestir sér þannig til munns kúfskel í ravíólí og steikta skrápflúru. Þar áður voru á matseðlinum kryddlegin svil, há- meri og eldisþorskur sem hafði ver- ið alinn á rækju í heilt ár. Handhafar Menningarverðlauna DV eru orðnir fjölmargir. Yfirleitt hefur verið úthlutað til einstaklinga en hópar og stofnanir hafa einnig Handhafar Menningarverðlauna DV 1995 með verðlaunagripi sína. í efri röð frá vinstri eru Ari Kristinsson, verðlaunahafi í kvikmyndum, Andrea Davids- son, dóttir Jans Davidsson sem hlaut verðlaun í listhönnun, og dr. Maggi Jónsson, verðlaunahafi í byggingarlist. í neðri röð frá vinstri eru Ragnheið- ur Jónsdóttir, verðlaunahafi í myndlist, Viðar Eggertsson, verðlaunahafi í leiklist, Sjón, verðlaunahafi í bókmenntum, og Guðni Franzson, einn með- lima Caput-hópsins sem hlaut verðlaun í tónlist. DV-mynd GVA rýnendum DV í hverri listgrein, fulltrúum listamanna og áhugafólki um listir. Nefndirnar eru að hefja störf þessa dagana og verða kynntar á næstunni. Innan tíðar mun hver nefnd senda frá sér fimm tilnefning- ar til Menningarverðlauna DV. Verður þá gerð ítarleg grein fyrir þeim í blaðinu. Menningarverðlaunin sjálf eru í formi sérsmíðaðra skúlptúra eða listmuna. Hefur valinn listamaður séð um gerð gripanna hvert ár. Hef- ur blaðið fylgst með vinnslu grip- anna og kynnt listamennina sem að gripunum standa. í ár er það Tinna Gunnarsdóttir, hlotið verðlaun. Eru dæmi um að einstakir listamenn hafi fengið verðlaunin tvisvar. Svo dæmi séu tekin þá fékk Thor Vilhjálmsson verðlaunin í bókmenntum 1984 og 1987. Ingimundur Sveinsson fékk verðlaunin í byggingarlist 1990 og 1992. Helga Ingólfsdóttir fékk verð- launin ásamt Manuelu Wiesler 1980 og síðan 1994. Friðrik Þór Friðriks- son fékk verðlaun DV í kvikmynd- um 1988 en kvikmyndin Böm nátt- úrunnar var verðlaunuð árið 1992. Hér á síðunni er listi yfir þá sem hlotið hafa Menningarverðlaun DV frá upphafi. -bjb Menningar- verðlauna- hafarDV Leiklist 1979: Stefán Baldursson. 1980: Kjartan Ragnarsson. 1981: Oddur Björnsson. 1982: Hjalti Rögnvaldsson. 1983: Bríet Héðinsdóttir. 1984: Stúdentaleikhúsið. 1985: Alþýðuleikhúsið. 1986: Guðrún Gísladóttir. 1987: íslenski dansflokkurinn. 1988: Arnar Jónsson. 1989: Róbert Arnfinnsson. 1990: Gretar Reynisson. 1991: Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir. 1992: Guöjón Pedersen/ Hafliði Arngrímsson/Gretar Reynisson. 1993: Ólafur Haukur Símonarson. 1994: Þjóðleikhúsið. 1995: Viðar Eggertsson. Tónlist 1979: Þorgerður Ingólfsdóttir. 1980: Helga Ingólfsdóttir/ Manuela Wiesler. 1981: Jón Ásgeirsson. 1982: Árni Kristjánsson. 1983: Guðmundur Jónsson. 1984: Jón Nordal. 1985: Einar Jóhannesson. 1986: Hafliði Hallgrímsson. 1987: Sinfóníuhljómsveit æskunnar. 1988: Paul Zukofsky. 1989: Rut Ingólfsdóttir. 1990: Hörður Áskelsson. 1991: Guðný Guðmundsdóttir. 1992: Blásarakvintett Reykjavíkur. 1993: Petri Sakari. 1994: Helga Ingólfsdóttir. 1995: Caput-hópurinn. Bókmenntir 1979: Ás§ Sólveig. 1980: Sigurður A. Magnússon. 1981: Þorsteinn frá Hamri. 1982: Vilborg Dagbjartsdóttir. 1983: Guðbergur Bergsson. 1984: Thor Vilhjálmsson. 1985: Álfrún Gunnlaugsdóttir. 1986: Einar Kárason. 1987: Thor Vilhjálmsson. 1988: Ingibjörg Haraldsdóttir. 1989: Björn Th. Björnsson. 1990: Vigdís Grímsdóttir. 1991: Fríða Á. Sigurðardóttir. 1992: Guðmundur Andri Thorsson. 1993: Linda Vilhjálmsdóttir. 1994: Einar Már Guðmundsson. 1995: Sjón. Myndlist 1979: Gallerí Suðurgata 7. 1980: Ríkharður Valtingojer. 1981: Sigurjón Ólafsson. 1982: Ásgerður Búadóttir. 1983: Helgi Þorgils Friðjónsson. 1984: Jóhann Briem. 1985: Jón Gunnar Árnason. 1986: Magnús Kjartansson. 1987: Gunnar Örn Gunnarsson. 1988: Georg Guðni Hansson. 1989: Sigurður Örlygsson. 1990: Kristján Guðmundsson. 1991: Kristinn E. Hrafnsson. 1992: Kristinn G. Harðarson. 1993: Pétur Arason. 1994: Finnbogi Pétursson. 1995: Ragnheiður Jónsdóttir. Byggingarlist 1979: Gunnar Hansson. 1980: Manfreð Vilhjálmsson/ Þorvaldur S. Þorvaldsson. 1981: Gunnar Guðnason/Hákon Hertervig. 1982: Birna Björnsdóttir. 1983: Pétur Ingólfsson. 1984: Valdimar Harðarson. 1985: Stefán Örn Stefánsson/ Grétar Markússon/ Einar Sæmundsson. 1986: Finnur Birgisson/ Hjörleifur Stefánsson. 1987: Hróbjartur Hróbjartsson/ Sigurður Björgúlfsson. 1988: Manfreö Vilhjálmsson. 1989: Leifur Blumenstein/ Þorsteinn Gunnarsson. 1990: Ingimundur Sveinsson. 1991: Guðmundur Jónsson. 1992: Ingimundur Sveinsson. 1993: Margrét Haröardóttir/ Steve Christer. 1994: Högna Sigurðardóttir. 1995: Dr. Maggi Jónsson. Kvikmyndir 1981: Sigurður Sverrir Pálsson. 1982: Útlaginn. 1983: Erlendur Sveinsson. 1984: Egill Eðvarðsson. 1985: Hrafn Gunnlaugsson. 1986: Karl Óskarsson. 1987: Óskar Gíslason. 1988: Friðrik Þór Friöriksson. 1989: Viðar Víkingsson. 1990: Þráinn Bertelsson. 1991: Lárus Ýmir Óskarsson. 1992: Börn náttúrunnar. 1993: Snorri Þórisson. 1994: Þorfinnur Guðnason. 1995: Ari Kristinsson. Listhönnun 1988: Sigrún Einarsdóttir/Sören Larsen. 1989: Valgerður Torfadóttir. 1990: Kristín ísleifsdóttir. 1991: Guðrún Gunnarsdóttir. 1992: Þröstur Magnússon. 1993: Kolbrún Björgólfsdóttir. 1994: Leifur Þorsteinsson. 1995: Jan Davidsson. OVI Geislaplata frá Kirkjukór Siglufjarðar DV, Fljótum: Skömmu fyrir jól kom út geislaplata sem ber nafnið Hátíðin bjarta. Þar syngur Kirkjukór Siglufjarðar nokkra jólasálma. Kórnum til aðstoðar eru Birna Kristín Eiríks- dóttir, 11 ára siglfirsk stúlka, og hinn góð- kunni söngvari.Jóhann Már Jóhannsson frá Keflavik í Skagafirði. Sigurður Hlöðversson leikur á trompet og kórstjórinn, Antonia He- vesi, leikur á orgel. Upptökur á efni voru undir stjóm Elísasar Þorvaldssonar og fóru fram sl. haust í Hóla- kirkju og Tónlistarskóla Siglufjarðar. Það er Siglufjarðarkirkja sem gefur geisla- plötuna út til styrktar orgelsjóði kirkjunnar. Fjölmargir komu að útgáfunni með ýmsum hætti og gáfu þeir allir vinnu sína við þetta verkefni. Þess má geta að lokum að nýtt orgel fyrir Siglufjarðarkirkju er i smíðum erlendis og er það væntanlegt til landsins í maí i vor. -ÖÞ Siglufjarðarkirkja. Björk enn á uppleið Plata Bjarkar Guðmundsdótt- ur, Post, er enn á hraðri uppleið á breska vinsældalistanum sem oirtur var um helgina. Fyrir áramót var Post i 40. sæti en á sunnudag var hún komin í 23. sæti. Lagiö It's oh so Quiet er aðeins að dala. Það var í fjórða sæti fyrir áramót en fór í það ní- unda á sunnudag. Lagið er í 7. sæti á írlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.