Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 Útlönd Norðaustanverð Bandaríkin: Samgöngur lamaðar vegna mikils fannfergis Bandarískar ríkisstofnanir voru lokaðar annan daginn í röð í dag vegna fannfergis á norðaustur- strönd Bandaríkjanna. Flugvellir voru lokaðir og raskaðist því flug víða um Bandaríkin. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í átta ríkjum. í Fíladelflu sló snjókoman öll met þar sem 75 sentímetra nýfallinn snjór var í gær. í Central Park í New York var snjódýptin yfir hálfur metri. Sums staðar í borginni var snjórinn enn dýpri og að sögn Giuli- anis borgarstjóra er snjókoman nú sú mesta í sögu borgarinnar. Lestar- samgöngur í New York og samgöng- ur strætisvagna lágu nánast niðri í New York. Margir borgarbúa renndu sér á gönguskíðum til að komast leiðar sinnar. Skólar voru lokaðir og því freistuðu sleðaferðir margra í Central Park. Alls hafa 38 manns látist af völd- um veðrahamsins. Margir létust í bílslysum eða fengu hjartaáfall við snjómokstur. Fimm ára drengur í New York er í lífshættu eftir að hafa orðið fyrir snjóplóg sem faðir hans ók. Foreldrar átta ára drengs, sem bjargað var í New York frá meint- um mannræningja, voru stranda- glópar í St. Louis vegna veðursins og varð því ekki strax af endur- fundi. Lögreglan hafði fundið dreng- inn eftir að auglýst hafði verið eftir honum í sjónvarpsþætti. Á meðan New York-búar og aðrir á norðausturströndinni skulfu úr urhluta Kaliforníu. Þar var hitinn þessum árstíma í þrjá áratugi. kulda svitnuðu landar þeirra í suð- 30 stig og hefur ekki verið hærri á Reuter New York-búar spenntu á sig skíði til að komast leiðar sinnar. Símamynd Reuter Flugslysiö í Zaire: Talið að rússneska flug- vélin hafi verið ofhlaðin Trúr þremur konum Fram til síðustu stundar var Mitterrand trúr þremur konum, eiginkonunni Danielle, lagskon- unni Anne Pingeot og dóttur þeirra Mazarine sem er tvítug. Mitterrand eyddi jólunum í Aswan í Egyptalandi með Anne og Mazarine. . Forsetinn fyrrverandi fagnaði hins vegar nýju ári með eigin- konunni og sonum þeirra Gil- bert og Jean-Christophe og öðr- um nánum ættingjum í Latche í suðvesturhluta Frakklands. Mitterrand lést í íbúð í eigu stjórnvalda sem var við hlið skrifstofu hans nálægt Eiffel- turninum. Eiginkona Mitt- errands hélt heimili í íbúð þeirra í Latínuhverfinu. Reuter Rannsókn er nú hafin á flugslys- inu í Zaire er rússnesk flutningavél hrapaði á fjölfarinn markað i Kins- hasa, höfuðborg landsins. Að minnsta kosti 250 manns fórust er vélin hrapaði á markaðinn. Flest fórnarlambanna voru konur og böm. Vélin plægði jörðina um 100 metra eftir markaðnum áður en hún stöðvaðist. Brak úr vélinni dreifðist um allt svæðið og fólk - 250 manns fórust hljóp um skelfingu lostið og leitaði í örvæntingu að ættingjum og vinum. Vélin var á leið frá Ndola-flugvell- inum sem er skammt frá markaðn- um og komst aðeins í nokkra metra hæð. Samgöngumálaráðherra Zaire kvaðst þeirrar skoðunar að flugvél- in hefði verið ofhlaðin. Ofursti í flughernum í Zaire, sem var á flug- vellinum er slysið átti sér stað, sagði að svo hefði virst sem.vélin hefði verið ofhlaðin og þess vegna ekki náð hæð. Fjórir flugliðar lifðu slysið af en tveggja er saknað. Ofsareiðir borg- arbúar kröfðust hefnda og reyndi hópur fólks að komast inn í sjúkra- hús þar sem gert var að sárum flug- liðanna. Flugliðarnir voru fluttir á lög- reglustöð og að sögn ríkissaksókn- ara var það gert til þess að stofna ekki öryggi þeirra í hættu. Reuter Frangois Mitterrand: Arkitekt evrópskrar einingar Franpois Mitterrand, fyrrverandi Frakklandsforseti, sem lést í gær- morgun af völdum krabbameins, hafði verið forseti í fjórtán ár er hann lét af embætti á síðasta ári. Hafði hann því setið í Elysée-höll- inni lengur en nokkur annar forseti lýðveldisins. Ári áður en Mitterrand lét af embætti lét hann þessi orð falla: „Hugsið ykkur. Ungt fólk á aldrin- um 15 til 20 ára hefur ekki séð ann- an forseta. í þess sporum væri ég orðinn ansi þreyttur." Mitterrand fæddist í Cognachér- aði 1916. Hann var fimmti í röðinni af átta börnum stöðvarstjóra. Mitt- errand lagði stund á laganám og stjórnmálavísindi í París. Hann barðist í síðari heimsstyrjöldinni og var tekinn til fanga af Þjóðverjum. Hann flúði fangabúðirnar og leitaði athvarfs í Vichy þar sem leppstjórn Þjóðverja var með aðsetur. í bók sem rituð var 1994 kemur fram að Mitterrand var vinur illræmds lög- Mitterrand Frakklandsforseti lést af völdum krabbameins sem greindist fyrir tveimur árum. Símamynd Reuter reglustjóra í Vichy og þótti ýmsum sem miður fögur mynd hefði verið dregin upp af forsetanum. Stjórnmálaferill Mitterrands spannaði hálfa öld. í upphafi ferils- ins var hann á hægri væng stjórn- málanna en varð síðar fyrsti sósí- alistinn sem náði kjöri sem forseti. Á árunum 1947 til 1958 gegndi Mitterrand ellefu sinnum embætti ráðherra. Hann vann lengi að sameiningu vinstri manna og stofn- aði Sósíalistaflokkinn árið 1971. Tíu árum seinna sigraði Mitterrand Va- léry Giscard d’Estaing í forseta- kosningum og vinstri menn döns- uðu á götum úti. Mitterrand hafði boðað þjóðfé- lagsbreytingar og sósíalisma. Fyrir- tæki voru þjóðnýtt, útgjöld til fé- lagslegra málefna stóraukin, sumar- leyfi lengt og vinnuvikan stytt, lág- markslaun hækkuð og eftirlauna- aldur lækkaður. Dauðarefsing var afnumin og dregið úr áhrifum ríkis- ins á fjölmiðlun. En verðbólga jókst og fjárlaga- hallinn varð erfiður. Atvinnuleysi varð talsvert og þrisvar varð að fella gengi frankans á tveimur árum. Mitterrand breytti um stefnu og einbeitti sér að ströngum aðhalds- aðgerðum. Kommúnistar yfirgáfu stjórnina þegar Mitterrand skipaði Laurent Fabius forsætisráðherra. Sósíalistar misstu þingmeirihluta 1986 og Mitterrand varð að sætta sig við að deila völdum með hægrist- jórn undir forystu Jacques Chiracs. Eftir að hafa sigrað Chirac i forseta- kosningum 1988 boðaði Mitterrand til kosninga á ný og sósíalistar sigr- uðu. Þeir héldu völdum til 1993. Mitterrand lagði mikla áherslu á samstarfið við Þýskaland og mótaði ásamt Kohl kanslara framtíð Evr- ópusambandsins. Aðspurður vildi Mitterrand láta minnast sín sem arkitekts evrópskrar sameiningar og manns sem hélt uppi merki Frakklands á alþjóðavettvangi. Mitterrand ákvað að hætta kjarn- orkutilraunum Frakka 1992. í eina skiptið sem hann gaf út pólitíska yfirlýsingu eftir að hann lét af emb- ætti var það til að gagnrýna Chirac fyrir að hefja tilraunir að nýju. Reuter Stuttar fréttir i>v Skattl frestað Franska ríkisstjórnin ætlar að fresta um mánuð gildistöku nýs skatts sem á að eyða hallan- um á velferðarkerfi landsins. Dini fastur fyrir Lamberto Dini, forsætisráð- herra Ítalíu, lét að því liggja í gær. að hann ætlaði ekki að láta af embætti nema þingið bolaði honum burt. Ræða saman á ný Bill Clint- on Banda- ríkjaforseti og leiðtogar repúblikana á þingi láta óveðrið á austurströnd Bandaríkj- anna ekkert á sig fá og ræddu um leiðir tfl að koma böndum á fjárlagahallann fyrir árið 2002 og varð nokkuð ágengt. Óveður í Portúgal Að minnsta kosti tveir týndu lífi í úrhellisrigningu og roki í Portúgal í gær. Játar misgjörðir Forseti Suöur-Kóreu hefur játað á sig misgjörðir vegna fjár- hagsstuðnings sem hann fékk áður en hann tók við embætti árið 1992. Þrýstingur í Grikklandi Sósíalistaflokkurinn í Grikk- landi er undir þrýstingi frá stjórnarandstöðunni um að velja nýjan leiðtoga í stað Pap- andreous forsætisráðherra sem er fársjúkur. Aftur í slippinn Lech Wal- esa, fyrrum forseti Pól- lands, íhugar nú hvort hann eigi að taka aftur upp fyrri störf í skipa- smíðastöðinni í Gdansk þar sem hann var rafvirki áður en hann hóf afskipti af verkalýðsbaráttu og stofnaði Samstöðu. Króatar snupraöir Öryggisráð SÞ snupraði Króata fyrir mannréttindabrot gegn óbreyttum borgurum Serba. Hóta fjöldaflótta Leið'togar Bosníu-Serba hafa hótað að efna tO göldaflutninga óbreyttra borgara ef ekki verður orðið við kröfum þeirra um að fresta afhendingu Serbahverfa í Sarajevo. í loftbelg Bandaríkjamaður lagði af stað umhverfis jörðina í loftbelg í gær. Loforð í Búrúndí Sendimaöur SÞ segir að stjórnvöld í Búrúndí hafi lofað að veita starfsmönnum hjálpar- stofhana vemd. Afsögn í ísrael Yfirmaður ísraelsku leyni- þjónustunnar Shin Bet sagði af sér í gær, þremur dögum eftir að eftirlýstur palestínskur sprengjumaður var drepinn. Ofsótti Madonnu Maður, sem ofsótti poppstjörn- una Madonnu og hótaði að skera hana á háls ef hún gengi ekki að eiga hann, var fundinn sekur í gær og á hann yfir höfði sér aUt að tíu ára fangelsi. Sigur í Gvatemala Kaupsýslumaðurinn Alvaro Arzu sigraði naumlega í forseta- kosningunum í Gvatemala og fékk rétt rúmt 51 prósent at- kvæða. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.