Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 31 PV_____________________________________________________________________________________Fréttir Sandgerði: Akveðið að byggja tvö stór fisk- vinnsluhús á hafnarsvæðinu DV, Suðurnesjum: Fiskmarkaður Suðurnesja ætlar að byggja 1500 m2 hús á hafnarsvæð- inu í Sandgerði undir starfsemi sína. Aðrir aðilar, sem eru í tengsl- um við erlenda seljendur í sjávarút- vegi, ætla að byggja hús að svipaðri stærð fyrir útflutning á ferskum fiskflökum og þeir stefna einnig á fullvinnslu ýmissa sjávarafurða. „Þetta eru fyrstu húsin í tengsl- um við sjávarútveg sem verða byggð upp frá grunni í langan tíma í Sandgerði. Það er nýbúið að deiliskipuleggja hafnarsvæðið og þessum aðilum sem ætla að byggja hefur verið úthlutað tveimur lóð- um. Það hefur verið mikil eftir- spum eftir þessum lóðum. Það eru fjórar lóðir á hafnarsvæðinu sem á eftir að úthluta en alls eru sex lóðir þar,“ sagði Sigurður Valur Ásbjarn- arson, bæjarstjóri í Sandgerði, í samtali við DV og segist vona að meira góðæri verði í sjávarútvegs- málum í Sandgerðisbæ með þessum framkvæmdum. -ÆMK > Sandgerði: Ahyggjuefni að fólki fækkar „Við erum að fara yfir íbúaskrána og höfum ákveðinn tíma til að leið- rétta hana. Við höfum fundið fyrir mikilli fækkun íbúa hér á síðasta ári og það er áhyggjuefni," sagði Sigurð- ur Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði, í samtali við DV um bráðabirgðatölur Hagstofu íslands sem birtust nýlega. Þær sýna að Sandgerðingum fækkaði um 67 eða 4,9% á síðasta ári frá 1994. Það var mesta fólksfækkun á Suðurnesjum á síðasta ári. Fjórar gölskyldur fluttu til Danmerkur frá Sandgerði til að vinna þar í fiski en önnur fækkun á sér aðrar skýringar. Fólki fjölgaði talsvert í Sandgerði á árunum 1992-1994 og þá var íbúa- fjölgunin í Sandgerði með því mesta hér á landi. Sigurður Valur segir að þegar harðnar í ári flykkist fólk til Sandgerðis því þar hefur verið gott atvinnuástand. Nú, þegar atvinna hefur aukist í öðrum sveitarfélögum, hugsar fólk sér til hreyfmgs. „Þessi fækkun í Sandgerði nú kemur okkur þó á óvart. Þjónustu- stigið er gott og við erum komnir lengst í leikskóla- og skólamálum á Suðurnesjum. Við erum fyrstir með einsetningu skóla og erum með gott kennara- og leikskólalið. Bærinn hef- ur verið með mikið átak í umhverf- is- og íþróttamálum. Við erum með góða höfn og mjög góða hafnarað- stöðu. Ég hef enga trú á öðru en íbú- um eigi eftir að fjölga aftur í Sand- gerði,“ sagði Sigurður Valur. -ÆMK Framhaldsskólinn í Eyjum: Haustönn lokið og 22 nemendur útskrifaðir Útskriftarnemendur ásamt Ólafi H. Sigurjónssyni skólameistara. DV-mynd Ómar DV, Vestmaimaeyjum: Á haustönn útskrifuðust 22 nem- endur úr Framhaldsskólanum hér í Vestmannaeyjum; 13 stúdentar, 3 vélaverðir, 5 vélsmiðir og einn húsasmiður. Skólanum var slitið 16. desember við athöfn í Bæjarleikhús- inu. . 283 nemendur hófu nám við skól- ann i haust og hafa aðeins einu sinni verið fleiri. Á náttúrufræði- braut voru 74 nemendur, 72 á félags- fræði- og uppeldisbrautum, 48 á hag- fræði- og viðskiptabraut, 46 á iðn- brautum, 13 á vélstjórabraut, 24 á sjúkraliðabraut og sex í almennu námi. -ÓG Akranes: Sýsluskrifstofan í stjórnsýsluhúsið Sýsluskrifstofan á Akranesi er nýflutt I nýtt og glæsilegt húsnæði í stjórnsýsluhúsinu við Stillholt 16-18 á Akranesi. Þrjár stofnanir eru þeg- ar komnar í húsið, - auk sýsluskrif- stofunnar, bæjarskrifstofan og Skattstofa Vesturlands. Mikið lif er að færast í neðri hæð stjómsýsluhússins því á næstunni verður þar opnað nýtt bakarí og af- greiðsla Landsbanka íslands. DÓ Sigurður Valur bæjarstjóri, bæjarstjóri í Sandgerði. DV-mynd ÆMK Verður haun A skA Alla miðvikudaga fyrir kl. 17:00. imm Til mikils að vinna!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.