Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 Fréttir Fiskverkafólk á Flateyri: Borgar fyrir afnot af vegavinnuskúrum - hef ekki heyrt neinar óánægjuraddir, segir framkvæmdastjóri Kambs DV, Akureyri: Fiskverkafólki sem starfar hjá Fiskvinnslu Kambs hf. á Flateyri er gert að greiða eitt þúsund krónur á viku fyrir afnot af vegavinnuskúr- um sem eru í eigu Landsvirkjunar. Talsverð ólga mun vera meðal þeirra sem búa í þessum vegavinnu- skúrum, enda hafi Flateyrarhrepp- ur fengið skúrana endurgjaldslaust frá Landsvirkjun. Landsvirkjun lánaði vegavinnus- kúrana til Flateyrar í kjölfar hörm- ungaratburðanna þar í haust, en sveitarstjómin á Flateyri lét Kamb hf. siðan hafa skúrana endurgjalds- laust, og fiskverkafólkinu finnst það skrýtið að þurfa að borga fyrir að fá að sofa í skúrunum. „Það þarf að bera kostnað af þess- um húsum, m.a. þarf að hita þau upp og þess vegna er þessi leigu- kostnaður til kominn. Fyrirtækið er ekki að græða neitt á þessu því raf- Fiskverkafólki Kambs á Flateyri er gert að greiða 1000 krónur á viku fyrir afnot af vegavinnuskúrum í eigu Landsvirkjunar. DV-mynd Guðmundur magnið er ekki ókeypis hérna og fólk þarf að borga húsaleigu hvort sem það býr í heimahúsnæði eða í öðru húsnæði," segir Magnea Guð- mundsdóttir, oddviti á Flateyri. Hinrik Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Kambs, segir það í hæsta máta eðlilegt að fólk greiði fyrir afnot af vegavinnuskúrunum, enda sé búið að leggja í kostnað við að gera þar vistlegt. „Ég hef ekki heyrt óánægjuraddir minna starfs- manna vegna þessa fyrirkomulags. Við erum með fimm önnur hús þar sem fólk býr og tökum þúsund krón- ur í leigu á viku. Þama höfum við komið upp eldhús- og hreinlætisað- stöðu, setustofu með sjónvarpi og við leggjum til öll áhöld í þessar vinnubúðir. Ég sé ekki hvernig það er framkvæmanlegt að fólk sem þama býr greiði ekki fyrir það eins og gert er í öðrum verbúðum okk- ar,“ segir Hinrik. -gk Hægt aö taka upp á tuttugu kassettur í einu: Bannað að mynda hljóðverið í Lang- holtskirkju „Þetta er bara venjulegt hljóðver en ég leyfi ekki að það sé myndað,“ sagði Guðmundur E. Pálsson, for- maður sóknarnefndar í Langholts- sókn, við DV í gær eftir að ljós- myndari blaðsins kom' að læstum dyrum í Langholtskirkju í gær er hann hugðist mynda hljóðverið. Starfsmaður kirkjunnar bannaði einnig myndatökur en vísaði á for- mann sóknamefndar, hann einn gæti leyft slíkt. í Langholtskirkju er hljóðkerfi sem Stefán Guðjohnsen hljóðtækni- fræðingur hannaði og digitalhljóð- ver þar sem hægt er að taka upp á 20 kassettur i einu. Ríkisútvsfrpið keypti kerfi af sömu tegund síðar. Stefán seldi einnig hluta af tækja- búnaði til kirkjunnar á sínum tima. Hann hefur hannað hljóðkerfi í margar kirkjur, einnig Perluna, Leifsstöð og fleiri staði. Stefán Guðjohnsen er í stjórn orgelsöfnun- arnefndar Langholtskirkju ásamt Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og Jóni Stefánssyni. Jón Stefánsson telur að hljóðver- ið hafi borgað sig upp. Af því komi tekjur og einnig af útleigu sala kirkjunnar. -ÞK Guðmundur E. Pálsson, formaður sóknarnefndar Langholtssóknar. Hann bannar að hljóðverið í kirkj- unni sé myndað. DV-mynd GS Fær Björk Grammy- verðlaunin? Hin árlegu Grammy-verðlaun fyrir tónlistarflutning verða af- hent þann 28. febrúar í Shrine Auditorium í Los Angeles. Meðal þeirra sem tilnefnd er til Grammy- verðlauna er Björk Guðmunds- dóttir. Það er fyrir flutning henn- ar á plötunni Post og er hún í flokki tónlistarmanna sem feta ekki troðnar slóðir. Björk mun þar eija kappi við Foo Fighters, Pj Harwey, Nirvana og The Presidents of the United States of America. Þeir tónlistarmenn sem tilnefndir eru til flestra verð- launa eru Mariah Carey og Alains Morisette. Carey meðal annars fyr- ir bestu plötuna og bestu söngkon- una en Morisette fyrir besta nýja tónlistarmanninn. DÓ íslensk ígulker og SH: Ætla aö sækja inn á markaöinn meö fullunna rækju DV, Suðurnesjum: „Við munum eingöngu vera með vinnslu á rækju til að byrja meö. Viö reiknum með aö fúll- vinna tvö tonn á dag í neytenda- pakkningar sem fara síðan beint í verslanir og veitingahús í Japan,“ sagöi Ellert Vigfússon, annar eig- enda íslenskra ígulkera í Njarð- vík, í samtali við DV. íslensk ígulker hafa átt sam- starf við Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna við undirbúning og stofn- un rækjuvinnslu. Þetta er sam- starfsverkefni þeirra og SH. Eigendur íslenskra ígulkera hafa ákveðið að rækjuvinnslan verði í sama húsnæði og ígulkera- vinnslan. Nýttur verður annar af tveimur vinnslusölum fyrirtækis- ins undir rækjuvinnsluna. Hann er 600 m2 aö stærð og hefur salur- inn staðið ónotaður um skeið. Stefnt er að því að hefja rækju- vinnsluna þegar ígulkeravertíð lýkur í byrjun maí: Þeir 30-40 starfsmenn sem vinna við ígulker- in fá vinnu áfram við rækjuna. Þegar ígulkeravertíöinni lauk áður voru starfsmenn atvinnu- lausir frá maí til september en þá hefst ígulkeravertíðin aftur. Ellert telur að 70-100 manns fái vinnu við rækjuvinnsluna þegar hún er komin á fullt skrið. „Rækjan hefur verið flutt óunn- in úr landi í talvert miklu magni. Við ætlum að sækja inn á markað- inn með fullunna rækju,“ sagði Ellert Vigfússon sem segir að ýms- ir aðilar hafi áhuga að gerast hlut- hafar í rækjuvinnslunni. Ofbeit vegna hrossa: Erfitt aö fá hross til slátrunar á vorin „Frá aprílbyrjun til júlíloka und- anfarin tvö ár hefur verið erfitt að fá hross til útflutnings,“ segir Aron Reynisson, markaðsstjóri Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna. Mikið hefur verið rætt um ofbeit á íslandi og að hrossin í landinu séu að ganga endanlega frá því. Fækka þarf hrossum um helming að margra áliti en framboð er afar lítið til út- flutnings á hrossakjöti frá apríl til júli. Ástæðuna fyrir því að erfitt reyn- ist að fá hross til útflutnings segir Aron vera að hrossin gangi úti nán- ast allt árið og séu orðin horuð á vorin. Bændur þurfa að halda hrossunum á góðum fóðrum til þess að þau henti til sölu. „Á vorin eru mörg hrossanna orðin mögur og þess vegna viija bændur ekki senda þau í sláturhús. Að vísu er þeim gefið úti en það er mjög takmarkað sem menn eiga af heyjum og stundum verða bændur uppiskroppa. Hrossin verða út und- an ef hey eru lítil og horast þvi nið- ur fyrr en ella. Hrossin eru i svo lé- legu ásigkomulagi að bændur treysta sér ekki með þau í sláturhús á þessum tíma. Þeir fá minna fyrir hrossin ef þau eru horuð en allt snýst þetta líka um markaðsverðið. Bændur eru fyrst og fremst að rækta reiðhesta og verðið, sem er greitt fyrir hesta í sláturhúsi, stend- ur ekki undir kostnaðinum af því að fóðra hrossin," segir Aron. -em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.