Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996
37
Meðal þeirra sem koma fram á
tónleikunum er Sigrún
Hjálmtýsdóttir.
Kórar og
einsöngvar-
ar á Kópa-
vogstón-
leikum
í kvöld kl. 20.30 efnir Kópa-
vogskaupstaður til hátiðartón-'
leika í Hjallakirkju. Flutt verða
verk eftir Hándel, Scheidt, Britt-
en og Nyberg. Auk þess verður
flutt Messa fyrir barnakór,
blandaðan kór, einsöngvara og
málmblásara eftir Martiel Nar-
deau undir stjórn höfundar.
Fram koma á tónleikum þess-
Tónleikar
um: Samkór Kópavogs, undir
stjórn Stefáns Guðmundssonar,
Bamakór Kársnesskóla, undir
stjórn Þórunnar Björnsdóttur,
Hljómskálakvintettinn, sem
skipaður er Ásgeiri Steingrims-
syni, trompetleikara, Sveini
Birgissyni, trompetleikara,
Oddi Björnssyni, básúnuleikara,
Þorkeli Jónssyni, hornleikara,
og Bjama Guðmundssyni, túbu-
leikara, og einsöngvaramir eru
Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran,
og Anita Nardeau, messósópran.
Kynning á
kántrídönsum
í kvöld kl. 20.30 verður
ókeypis kynningartími í kán-
trídönsum (linedancing) í Dans-
smiðju Hermanns Ragnars,
Engjateigi 1.
Samkomur
ITC-deildin Harpa
Fundur verður í dag kl. 20.00
að Sigtúni 9. Fundurinn er öll-
um opinn.
ITC-deildin Irpa
Fundur verður haldinn í safn-
aðarheimili Grafarvogskirkju í
kvöld kl. 20.30, öllum er heimil
þátttaka.
Tvímenningur
Briddsfélag eldri borgara í
Kópavogi efnir til tvímennings í
kvöld kl. 19.00 að Fannborg 8,
Gjábakka.
•vs
ár W
K\m
-leikur að Itera!
Vinningstölur 8. janúar 1996
5*6.7*18*21 »22*29
Eldri úrslit á símsvara 568 1511
Strandganga
í Hvalfirði
Veður hefur aldeilis leikið við þá
að undanfömu sem hafa gaman af
gönguferðum og hafa margir not-
fært sér góðar gönguleiðir í Reykja-
vík og nágrenni. Fyrir þá sem vilja
fara aðeins lengra er upplagt að
keyra í Hvalfjörðinn og ganga með
ströndinni þar. Ströndin fyrir neð-
Umhverfi
an Saurbæ er þægileg leið, sem
hvorki er erfið yflrferðar né stór-
brotin, en fjallahringurinn um
Hvalfjörðinn er tilkomumikill og
nýtur sín vel frá Saurbæ.
Aðalatriðið við skoðun Saurbæjar
og nágrennis er þó sögufrægð stað-
arins og tengslin við Hallgrím Pét-
ursson, sem var þar 1650 til 1657, er
hann flutti til Eyjólfs sonar síns,
fyrst að Kalastöðum og svo að Fer-
stiklu, þar sem hann andaðist 1674.
Upplagt er að geyma bílinn við Fer-
stikluskálann og ganga þaðan að
Saurbæ og niður á strönd og fara
Til
Akraness
Saurbæjar-
háls
íj \\.....r~
II ’v****'
mrh'nr **
Saurbær
Saurb*jarvík
HVALFJÖRÐUR
Heimild: Gönguleiðir á íslandi eftir Einar Þ. Guðjohnsen.
síðan upp á veg fyrir austan Fer- hringganga, um 5 km löng. Ætla
stiklu. Með þessu fæst sæmileg þarf til hennar 2 til 3 tíma.
Arnaldur Arnarson í íslensku óperunni:
íslensk og erlend gítartónlist
Gítarleikarinn góðkunni Amaldur Arnarson
heldur tónleika á vegum styrktarfélags íslensku
óperunnar í kvöld kl. 20.30. Amaldur er nú
staddur á íslandi en hann hefur búið í
Barcelona síðan 1984 og kennir þar gítarleik við
Luthier tónlistarskólann.
Amaldur hefur meðal annars numið hjá John
Williams í Englandi og unnið til fjölmargra
verðlauna á ferli sínum. Hann hefur haldið tón-
leika í Bandaríkjunum, Argentínu, Kólumbíu,'
Englandi, Sviss, á Spáni og flestum ríkjum
Norðurlanda. Arnaldur hefur margoft komið
Skemmtanir
fram á íslandi og árið 1990 flutti hann Aranjuez-
konsert Rodrigos ásamt Sinfóníuhljómsveit ís-
lands undir stjórn Karstens Andersens við góð-
ar viðtökur. Enn fremur hélt hann einleikstón-
leika á Listahátíð 1992.
Á efnisskránni á tónleikum Arnalds í ís-
lensku óperunni í kvöld eru meðal annars svíta
eftir J.S. Bach, toccata eftir Þorstein Hauksson
og verk eftir Isaac Albéniz og Manuel Maria
Ponce.
Arnaldur Arnarson ásamt eiginkonu sinni, Alicia Alcalay.
Víða hálka á
vegum
Helstu þjóðyegir landsins eru
færir en hálka er nokkur, einkum á
Vestfjörðum/'Norðurlandi og Aust-
urlandi. Snjór er á nokkrum leið-
um. Má þar nefna Holtavörðuheiði
Færð á vegum
og Öxnadalsheiði á leiðinni Reykja-
vík - Akureyri. Á Eyrarfjalli fyrir
vestan er aðeins fært fyrir jeppa,
það sama má segja um Fljótsheiði á
Norðausturlandi. Hrafnseyrarheiði
á Vestfjörðum er þungfær en þar
var snjókoma. Einstaka leiðir sem
liggja hátt eru ófærar, má nefna
Vopnafjarðarheiði, Lágheiði, Öxar-
fjarðarheiöi, Hellisheiði eystri og
Mjóafjarðarheiði.
O Hálka og snjór E Vegavinna-aðgát 0 Öxulþungatakmarkanir
Q-) LokaörSt°ÖU ® ÞunSfært © Fært íiallabílurT1
Ástand vega
Sonur Rannveigar
og Valdimars
Á myndinni er lítill og myndar-
legur drengur, sem fæddist á fæð-
ingardeild Landspítalans 3. janúar
Barn dagsins
klukkan 21.53. Hann var við fæð-
ingu 3.800 grömm og 55 sentímetra
langur. Foreldrar hans eru Hildur
Kristinsdóttir og Valdimar Gunnar
Sigurðsson og er hann fyrsta barn
þeirra.
One (Ron Perlman) leitar hugg-
unar á bar.
Borg týndu
barnanna
Ein kvikmyndanna sem Regn-
boginn sýnir um þessar mundir
er Borg týndu barnanna en það
eru hinir frumlegu Frakkar, Jeu-
net og Caro, sem gera hana og
eru þeir jafnfrumlegir og í hinni
rómuðu mynd, Delicatessen.
Borg týndu barnanna gerist að
stórum hluta á hafi úti þar sem
Krank býr í sérbyggðri flotborg
ásamt móður sinni, Miss Bis-
muth, Irvin, sem er heili sem
flýtur um í grænleitum vökva,
talar í gegnum grammófónhorn
og sér í gegnum gamla ljós-
myndalinsu, og hópi einstak-
linga sem komnir eru af einu
foreldri við kynlausa æxlun og
hafa allir sömu arfgerð. Krank
eldist hraðar en aðrir og kennir
Kvikmyndir
hann því um að hann njóti ekki
drauma í svefni. Hann tekur því
til sinna ráða og rænir litlum
börnum í næstu hafnarborg og
hyggst dreyma í gegnum þau.
Sá sem hannar búninga í
myndinni er hinn frægi tísku-
hönnuður Jean Paul Gaultier og
tónlistin er eftir Angelo Badala-
menti sem hefur mikið starfað
með David Lynch.
Nýjar myndir
Háskólabíó: Presturinn
Laugarásbíó: Agnes
Saga-bíó: Algjör jólasveinn
Bíóhöllin: Pocahontas
Bíóborgin: Ace Ventura
Regnboginn: Borg týndu barn-
anna
Stjörnubíó: Indíáninn í skápn-
um
Gengið
Almenn gengisskráning U nr. 6.
09. janúar 1996 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 65,340 65,680 65,260
Pund 101,260 101,780 101,500
Kan. dollar 47,920 48,210 48,060
Dönsk kr. 11,7160 11,7790 11,7700
Norsk kr. 10,2850 10,3420 10.3250
Sænsk kr. 9,8830 9,9370 9,8030
Fi. mark 14,9860 15,0740 14,0963
Fra. franki 13,2220 13,2980 13,3270
Belg. franki 2,2028 2,2160 2,2179
Sviss. franki 56,0100 56,3100 56,6000
Holl. gyllini 40,4500 40,6900 40.7000
Þýskt mark 45,3200 45,5500 45,5500
it. líra 0,04154 0,04180 0,04122
Aust. sch. 6,4370 6,4770 6,4770
Port. escudo 0,4360 0,4388 0,4362
Spá. peseti 0.5387 0,5421 0,5385
Jap. yen 0,62030 0,62400 0,63580
irskt pund 104,320 104,970 104,790
SDR 96,40000 96,98000 97,14000
ECU 84,2000 84,7100 83,6100
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270.
Krossgátan
7 T~ r~ T- r n
Ö ?ö~' „1 r
l t j
>1 ls W~ Lj r *
Iz j W
Lárétt: 1 andlit, 8 fuglinn, 9 kista, 10
megnaði, 11 beitu, 12 eðlisfar, 14 sting,
15 gljúfri, 17 hratt, 18 komast, 20 ugg-
ur, 22 svar, 23 högg.
Lóðrétt: 1 málmur, 2 eyddi, 3 garði, 14
ofna, 5 hornmyndun, 6 fugls, 7 spjald-
ið, 10 duga, 13 hóps, 16 lesandi, 17
fljótt, 19 utan, 21tvíhljóði.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 orðskár, 7 póll, 9 áma, 10 æsa,
11 afls, 13 stundi, 15 tugguna, 16 urtu,
18 guð, 19 mjó, 20 rami.
Lóðrétt: 1 op, 2 róstur, 3 slangur, 4
káf, 5 ám, 6 raskaði, 10 æstum, 12 lin-
um, 14 duga, 17 tó.