Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 23 I íþróttir Iþróttir Ulfar leikur með HK-ingum Úlfar Óttars- son, sem hefur leikið meö Breiða- bliki í knatt- spyrn- unni undanfarin fjögur ár, gekk til liðs við 3. deildarlið HK um helgina. Úlfar er 28 ára gamall varn- armaður og hann lék með ÍK áður en hann gekk til liðs við Breiðablik fyrir fjórum árum. Úlfar átti fast sæti í Breiða- bliksliðinu síðasta sumar og lék 16 af 18 leikjum liðsins í 1. deildinni. -VS Overmars er úr leik Marc Overmars, útherjinn snjalli hjá Ajax og hollenska landsliðinu í knattspyrnu gengst undir aðgerð á hné síð- ar í þessum mánuði en hann meiddist illa í leik með Ajax í deildarkeppninni á dögunum. Þetta þýðir að Overmars verð- ur frá í 6-8 mánuði og leikur því ekki með Hollendingum í úrslitum Evrópukeppninnar á Englandi í sumar. Donadoni til Bandaríkjanna Roberto Donadoni, fyrrum landsliðsmaður ítala í knatt- spyrnu og leikmaður með AC Milan, hefur ákveðið að leika í hinni nýju atvinnumannadeild sem stofnuð verður í Banda- rikjunum á þessu ári. Dona- doni hefur gert samning við New York New Jersey Master- stars. — Mark O’Meara fagnaði sigri Mark O’Meara frá Banda- ríkjunum sigraði á Mecedes meistaramótinu í golfi sem lauk í Kaliforníu á sunnudags- kvöldið. Hann lék á 17 höggum undir pari og kom inn á 271 höggi samtals. Jafnir í öðru sæti urðu Bandaríkjamaður- inn Scott Hoch og Bretinn Nick Faldo en þeir léku báðir á 274 höggum. Fyrir sigurinn fékk Mark O’Meara rúmar 12 milljónir króna í sinn hlut. Skíði: Theodóra varð þriðja í Noregi Theodóra Mathiesen, KR, lenti í 3ja sæti á FlS-móti í stórsvigi sem haldið var í Þrándheimi í Noregi um helg- ina. Theodóra fékk 52,28 FIS- punkta fyrir þetta mót og er að bæta stöðu sína á heimslistan- um. Egill Birgisson, KR, gerði 73 punkta og Jóhann Haukur Haf- stein, Ármanni, 61 punkt á FlS-móti um helgina. Þeir eru báðir að bæta stöðu sína á heimslistanum. -SK Góður útisigur hjá Aberdeen Aberdeen vann mikilvægan útisigur á Hibernian, 1-2, í skosku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Liðin berj- ast um þriðja sætið og Hibern- ian er tveimur stigum yfir en Aberdeen á tvo leiki til góða. íslensk lið með eintóma útlendinga? - heimilt samkvæmt Bosman-úrskurðinum Allt bendir til þess að íslensk knattspyrnulið geti frá og með næsta sumri veriö eingöngu skipuð útlendingum, svo framarlega sem þeir koma frá löndum innan Evr- ópusambandsins eða Evrópska efna- hagssvæðisins. Það er dómurinn í Bosman-mál- inu umtalaða sem hefur þessi áhrif en samkvæmt honum er löndum innan ES og ESS óheimilt að setja kvóta á fjölda erlendra leikmanna sem koma frá aðildarlöndunum. Þar með gætu til dæmis Vals- menn stillt upp liði sem væri ein- göngu skipað Bretum, Þjóðverjum, Svíum, Dönum, Finnum, Frökkum, og frá fleiri ríkjum innan ES og ESS. Sé ekki að við getum annað gert „Það hefur ekki verið fundað sér- staklega um þetta hjá okkur en mál- ið verður tekið fyrir á stjórnarfundi fljótlega. Ég get ekki séð að við get- um annað gert en að fara eftir því sem fyrir okkur er lagt í þessu máli,“ sagði Snorri Finnlaugsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnu- sambands íslands, við DV í gær. Hingað til hefur straumur er- lendra knattspyrnumanna til ís- lands að mestu einskorðast við Austur-Evrópu og þá fyrst og fremst við fyrrverandi og núverandi Júgóslavíu. Þau ríki standa öll utan ES, og þar með er kvóti á fjölda leik- manna þaðan eins og áöur. Á síðasta ári léku 15 erlendir leik- menn í 1. deildinni hér á landi, en 14 þeirra komu frá löndum utan ES og ESS. Aðeins einn, Stuart Beards hjá Val, myndi ekki teljast til útlend- inga samkvæmt nýju reglunum. Það eru því ekki horfur á að þess- ar breytingar muni hafa mikil áhrif í íslenskri knattspyrnu, nema straumurinn fari skyndilega að liggja frá öðrum löndum en hingað Glæsileg þrenna í höfn: Weah bestur í heiminum - knattspyrnumaður ársins hjá FIFA Líberíski leikmaðurinn hjá AC Milan, George Weah, var í gær kjör- inn knattspyrnumaður árins 1995 í sérstöku hófi sem haldið var í Mílanó. Það er alþjóða knattspyrnu- sambandið (FIFA) sem stendur að þessu árlega kjöri. Árið 1995 rennur George Weah örugglega seint úr minni en auk þessarar eftirsóttu viðurkenningar í gær var áður búið að útnefna hann í þriðja sinn knatt- spyrnumann ársins í Afríku og núna skömmu fyrir jól knattspyrnu- mann ársins í Evrópu. Weah er fyrsti Afríkubúinn sem áskotnast þessi mikli heiður og er Georges Weah fékk enn eina skraut- fjöður í hattinn í gær. því kominn í hóp ekki óþekktari leikmanna en Lothars Matthaus, Marcos Van Basten, Robertos Baggio og Brasilímannsins Rom- ario. George Weah kom til AC Mil- an fyrir yfirstandandi tímabil frá franska liðinu Paris Saint Germain og hefur sannað sig heldur betur í Mílanó. Weah hlaut yfirburðakosn- ingu í kjörinu í gær, hlaut alls 170 atkvæði en næstur í kjörinu var samherji hans í Milan, Paolo Mald- ini, með 80 atkvæði. í þriðja sæti varð Þjóðverjinn Júrgen Klinsmann hjá Bayern Múnchen, áður Totten- ham, með 58 atkvæði. I fjórða sæti með 50 atkvæði varð Romario, sem nú leikur með Flamengo, í fimmta sætinu kom Roberto Baggio hjá AC Milan með 49 atkvæði. Atkvæðisrétt í kjörinu höfðu 100 landsliðsþjálfarar víðs vegar um heiminn. Brasilía var við sama tæk- ifæri kjörið lið ársins og kemur það víst fáum á óvart. Jamaíka hlaut sérstök verðlaun fyrir mestu fram- farirnar. ítalska blaðið Gazetta dello Sport heiðraði sérstaklega Franco Baresi sem leikið hefur í samfleytt 19 ár með AC Milan. Blaðið taldi Al- essandro Del Piero hjá Juventus mesta efnið. Óvíst hvenær Grissom getur farið að leika - hefur átt við þrálát meiðsli að stríða í hné DV, Suðurnesjum: Davíð Grissom, körfuknattleiks- maðurinn snjalli sem leikur með Keflvíkingum, hefur ekkert getað leikið með liði sínu frá því 23. nóv- ember en hann hefur átt við þrálát meiðsli að stríða í hné. í samtali við DVI gær sagðist hann vera óviss hvenær hann gæti byrjað að spila að nýju. Ekki hefur verið hægt að greina meiðslin nægilega vel og læknar hafa ekki gefið honum nein svör. Grissom sagðist ekki finna til í hnénu þegar hann gengi en um leið og hann þyrfti að hlaupa kæmu verkir. Keflvíkingar hafa sárt sakn- að Grissoms enda er hann liðinu ák- aflega mikilvægur í sókn sem vörn. - ÆMK • Karl Malone aðstoöar félaga sinn í Utah, John Stockton, við að brjótast í gegnum vörn mótherjanna. Þeir mættu Miami í nótt og unnu nauman sigur þar sem Malone og Stockton voru í aðalhlutverkum hjá Utah. NBA í nótt: John Stockton bjargaði Utah Tveir leikir fóru fram í NBA í nótt en fresta varð leik Orlando og Phila- delphia vegna veðurs. Cleveland lagði Washington, 109-91, og Utah vann sigur á Miami, 94-92. John Stockton var hetja Utah. Hann skoraði sigurkörfuna um leið og leik- tíminn rann út en hann hafði áður jafn- að metin með þriggja stiga körfu þegar 16 sekúndur voru eftir. Karl Malone skoraði 32 stig fyrir Utah og John Stockton 27. Alonzo Mourning var með 22 stig fyrir Miami og Bimbo Coles 18. Bobby Phills skoraði 25 stig fyrir Cleveland og Chris Mills 23 í góðum sigri á Washington en Juwan Howard 23 fyrir Washington. Langþráður sigur hjá Dallas Liði Dallas tókst loks að leggja Bos- ton að velli á útivelli í fyrrinótt en lið- in höfðu mæst 15 sinnum í Boston Gar- den og hafði Boston farið með sigur af hólmi í öllum leikjunum. Hinu forn- fræga liði Boston hefur gengið illa og tapleikurinn gegn Dallas var sá áttundi í síðustu 10 leikjum. Denver gerði út um leikinn gegn Los Angeles Lakers í blálokin. LaPhonso Ellis jafnaði metin þegar mínúta var eftir og Dale Ellis og Bryan Stith tryggðu Denver góðan útisigur með því að skora úr vítaskotum. Mahmoud Abdul-Rauf átti stórleik, skoraði 33 stig og þar af sjö 3ja stiga körfur. Clifford Robinson setti persónulegt stigamet; þegar hann skoraði 41 stig fyrir Portland í sigrinum gegn Min- nesota var sigurinn sá 24. í síðustu 26 viðureignum liðanna. Úrslitin í fyrr- inótt; Vancouver - LA Clippers 93-101 Anthony 25 - Sealy 25, Murray 20. Boston - Dallas 96-117 Radja 28 - Jackson 30, Kidd 29. LA Lakers - Denver 93-96 Abdul-Rauf 33. Portland - Minnesotall3-97 Robinson 41 - Laettner 19. • Leikjum New Jersey og Atlanta og New York gegn Seattle varð að fresta vegna veðurs. -GH Boeingþota Orlando teppt vegna snjóa Lið Orlando Magic var í gær veður- teppt í Pennsylvaníu en Boeing 737 þota, sem er í eigu félagsins, gat ekki lent um síðustu helgi á flugvellinum í Fíladelfiu og því varð ekkert af leik Or- lando og 76ers í NBA-deildinni í gær. Gífurleg snjókoma í sumum fylkjum Bandaríkjanna hefur orðið til þess að fresta hefur orðið leikjum í deildinni. Snjórinn á flugvellinum í Fíladelfíu var í gær orðinn 76 cm á dýpt og enn snjóaði. „Við eigum fyrir höndum heimaleik í deildinni og ég veit ekki hvort af hon- um verður. Ég veit ekki hvenær liðiö kemst heim eða hvernig," sagði Tom Howard, talsmaður Orlando Magic, í gær. Urskurðar UEFA um mál Birkis? - mikið ber á milli hjá Fram og Brann Fram og norska félagið Brann hafa enn ekki komist að sam- komulagi um félagaskipti Birkis Kristinssonar, landsliðsmarkvarð- ar í knattspymu. Birkir er kom- inn til Noregs og byrjaður að æfa meö Brann en mikið ber í milli hjá félögunum hvað varðar kaup- verðið. Svo kann að fara að Knatt- spyrnusamband Evrópu, UEFA, þurfi að skera úr um hve mikið Brann eigi að greiða Fram. Framarar hafa fengið staðfest frá KSÍ að þeir eigi fullan rétt á greiðslu fyrir Birki, enda þótt samningur hans við Fram hafi runnið út um áramót. Málið fór af stað fyrir 15. desember, daginn sem dómur féll í Bosman-málinu fræga, en samkvæmt honum er ekki heimilt að krefjast greiðslu fyrir leikmann sem er með út- runninn samning. Einu sinni heyrt frá Brann „Við höfum aðeins einu sinni heyrt frá Brann, þeir sendu okkur tilboð rétt fyrir jól, við svöruðum því 27. desember og höfum síðan ekkert heyrt eða séð frá Norð- mönnunum," sagði Jóhann G. Kristinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Fram, við DV í gærkvöldi. Jóhann vildi ekki nefna neinar tölur varðandi kaupverðið. Sam- kvæmt heimildum DV var tilboð Brann mjög lágt, nánast hlægilegt að mati Framara. Brann vill ekki greiða meira en 2,5 milljónir DV ræddi í gær við Norðmann, tengdan Brann, sem sagði að Brann vildi ekki greiða meira en 2,5 milljónir íslenkra króna fyrir Birki. Sennilega hefur tilboð fé- lagsins því hljóðað uppá 1 til 1,5 milljónir króna. Sigurður Jónsson yar á dögunum seldur frá ÍAtil Örebro fyrir 10 milljónir og eflaust vilja Framarar fá upphæð í þá átt- ina, enda er Birkir með svipaðan landsleikjáfjölda á bakinu og Sig- urður og þó Sigurður sé tveimur árum yngri er „liftími" mark- varða í knattspyrnunni yfirleitt lengri en hjá útispilurum. Ekki enn verið beðið um félagaskiptin Brann hefur enn ekki óskað eft- ir félagaskiptum fyrir Birki og beðið er eftir viöbrögðum frá fé- laginu við gagntilboði Fram. Óski Brann eftir skiptum, án þess að fé- lögin hafi komist að samkomulagi um kaupverðið, fá þau 28 daga til að koma málinu á hreint. Takist það ekki, fer málið fyrir dómstól UEFA, sem sker úr um kaupverð- ið. Búast má við því að slíkur dómur yrði Fram í hag, og því er ekki ólíklegt að Brann gefi eitt- hvað eftir og greiði meira fyrir Birki en upphaflega stóð til. -VS Páll er hættur við að fara til Noregs - Örgryte sýnir Leiftursmanninum áhuga Páll Guðmundsson, einn besti leikmaður Leifturs í 1. deildinni í knattspyrnu síðasta sumar, er hætt- ur við að fara til Noregs og leika þar með 2. deildarliðinu Raufoss. Flest bendir til þess að hann spili áfram með Ólafsfirðingum, en þó er það ekki öruggt, því sænska úrvals- deildarliðið Örgryte hefur sýnt áhuga á að fá Pál til sín. „Ég hugsaði mín mál vel yfir jól- in og komst að þeirri niðurstöðu að það væri meira spennandi að spila með Leiftri en að fara til Noregs. Liðið er komið með mjög sterkan mannskap og á möguleika á að ná góðum árangri í sumar. Ég hef líka mikinn metnað fyrir því að vinna mér landsliðssæti og ég ætti enga möguleika á þvi með þvi að spila í Noregi,“ sagði Páll við DV í gær- kvöldi. Leiftur eða Örgryte Talsmaður Örgryte ræddu við Pál í gær, en hann hefur vitað af áhuga þeirra í nokkurn tíma. „Báðir þjálf- arar liðsins og framkvæmdastjór- inn vilja fá mig til reynslu, en þó byggist það á því hvað verður um leikmann sem þeir eru að reyna að kaupa frá Frölunda. Það mál er í hnút því Frölunda vill ekki selja leikmanninn. Það liggur þvi ekki ljóst fyrir ennþá hvað úr verður, ég er vissulega spenntur fyrir því að fara í sænsku úrvalsdeildina, en verði ekkert af því er ljóst að ég spila með Leiftri næsta sumar,“ sagði Páll. Hann hefur leikið með Leiftri undanfarin fjögur ár í 2. og 1. deild og verið lykilmaður á miðjunni hjá Ólafsfjarðarliðinu. Páll varð marka- hæsti leikmaður liðsins í 1. deild- inni í sumar með 6 mörk og það er ljóst að Ólafsfirðingar munu hrósa happi yfir því að halda honum í sín- um röðum. -VS Akveðinn að standa mig - segir Sigurður „Þegar öllu er á botninn hvolft er ég mjög ánægður með að þessi fé- lagaskipti eru komin í höfn. Ég æfi núna uppi á Skaga tvisvar á dag til að koma mér í gott form áður en ég held utan til Svíþjóðar. Ég veit ekki hvenær verður af því en á næstu dögum verður fjölgun í fjölskyld- unni og ef allt gengur að óskum stefni ég að því að verða kominn til Örebro fyrir næstu mánaðamót," sagði Sigurður Jónsson, landsliðs- maður í knattspymu, sem gekk á dögunum frá tveggja ára samningi við Örebro. Þessi félagaskipti höfðu nokkurn aðdraganda eins og flest- um er kunnugt en um síðir sættust aðilar. Jónsson sem er á Liðið ætlar sér stóra hluti Sigurður sagði að fljótlega eftir að hann kæmi út myndi liðið fara í æfingabúðir til Miðjarðarhafsins til undirbúnings fyrir tímabilið sem hæfist í apríl. „Ég er ákveðinn í að standa mig þama úti með Örebro. Liðið ætlar sér hluti á næsta tíma- bili og hafa auk mín verið keyptir tveir leikmenn til viðbótar. Þeir eru víst ekki alveg hættir og líklega munu fleiri nýir bætast í hópinn. Liðið er metnaðarfuUt og stefnan verður sett á Evrópusæti sem liðið var hársbreidd frá að tryggja sér á síðustu sparktíð. Ég hlakka til að leika með Arnóri Guðjohnsen og Hlyn Birgissyni," sagði Sigurður förum til Örebro Jónsson í spjallínu við DV. Það er því ljóst að að minnsta kosti fjórir íslendingar leika með liðum í sænsku úrvalsdeildinni en auk þremenninga hjá Örebro leikur Rúnar Kristinsson með Örgryte eins og hann gerði á síðasta sumri. Svo er aldrei að vita nema fleiri bætist í þennan hóp því sænskum liðum hef- ur þótt það álitlegur kostur að líta til íslands í leit sinni að leikmönn- um og eins og fram kemur hér að ofan hefur Örgryte einmitt sýnt Páli Guðmundssyni áhuga. -JKS Breiðablik sigraði á Gróttumótinu Lið Breiðabliks sigraði á Nýárs- móti Gróttu í innanhússknatt- spyrnu sem fram fór um síðustu helgi. í undanúrslitum sigraði Breiða-' blik lið Stjörnunnar, 6-1, og ÍBV sigraði Leiftur með fjórum mörkum gegn tveimur eftir framlengdan leik. í leiknum um þriðja sætið á mót- inu sigraði Stjarnan lið Leifturs með þremur mörkum gegn tveimur. I úrslitaleik mótsins unnu Blikar síðan stórsigur á Eyjamönnum, 7-1. Sextán lið tóku þátt í mótinu og leikið var samkvæmt reglum KSÍ um innanhússknattspyrnu. Leik- tími var 2x10 mínútur. -SK Borðtennis: Enn einn sigurinn hjá Guðmundi Guðmundur E. Stephensen úr Víkingi krækti sér í enn einn sigurinn í borðtennis þegar hann sigraði á Lýsismótinu sem fram fór um helgina. Guðmundur sigraði Kristján Viðar Haraldsson, KR, í úrslitum í meistaraflokki karla, 21-10 og 21-15. Kristján Jónasson, Vík- ingi, varð í þriðja sæti. Knattspyrna: Útlendinga- hatarar ógna Herthu Berlín Ákvörðun þýska liðsins Hert- hu Berlín um að fá til sín Ghana- búann Sebastian Barnes hefur mælst misjafnlega fyrir í Þýska- landi. 30 bréf hafa borist stjórn félagsins frá útlendingahöturum í landinu þar sem hótað er öllu iUu ef hún gerir samning við Barnes. Stjórnin tekur þessar hótanir ekki alvarlega og ætlar að ganga til samninga við Ghanabúann. Ajax býður stórfé í Bergkamp HoUenska stórliðið hefur boð- ið 900 mUljónir króna í Dennis Bergkamp en frétt um þetta var í hoUenskum fjölmiðlum um helg- ina. Talið er fullvíst að Arsenal hafni tUboðinu. Bergkamp kann hugsanlega að vera hrifinn af því að fara tU HoUands en samt sem áður líkar honum ágætlega vistin á Hig- hbury. Atkinson verður að borga Dublin meira kaup Ron Atkinson, framkvæmda- stjóri Coventry, verður að hækka launin hjá Dion Dublin vegna ágangs annarra enskra fé- laga að fá hann keyptan. Leeds og Middlesbrough hafa meðal annars verið á höttunum eftir Dublin. Atkinson gerir sér alveg ljóst að ætli hann sér að halda Dublin verði hann að hækka launin verulega hjá hon- um. Leeds virðist eiga nóg af seðlum Svo virðist sem Leeds eigi nóg af peningum af marka má eld- móð liðsins i að krækja sér I sterka leikmenn. Liðið hefur ný- lega keypt Thomas Brolin og núna fyrir helgina kom fyrir- spurn frá liðinu um John Barnes hjá Liverpool. . Spurningin er bara hvort Liverpool vill láta Barnes fara en það er samt ekki taUð ólíklegt. Francis setti nýtt met hjá Tottenham Gerry Francis framkvæmda- stjóri setti nýtt met innan félags- ins en í 50 leikjum sem hann hef- ur stýrt liðinu hefur það aðeins tapað tiu leikjum. Fyrra metið átti Arthur Rowe sem stjórnaði Tottenham tímabilið 1948-49. Á meðal forráðamanna ríkir almenn ánægja með störf Franc- is, ekki nema eðlilegt því liðið hefur leikið glimrandi vel á þessu tímabili.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.