Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996
Fréttir
25
Flutningur hluta sælgætisgeröar Opals til Akureyrar:
Þetta er skripa-
leikur aldarinnar
- segir eigandi súkkulaöiverksmiðjunnar Lindu
DV, Akureyri:
Helgi Vilhjálmsson, eigandi Sæl-
gætisgerðarinnar Góu, sem keypti
Súkkulaðiverksmiðjuna Lindu á
Akureyri og rak hana þar um tíma,
segir það furðulegar reiknings-
kúnstir að verið sé að skapa 20 ný
störf í sælgætisiðnaði á Akureyri
með því að flytja þangað 20 störf á
vegum Sælgætisgerðarinnar Opals.
„Ég keypti hið rótgróna fyrirtæki
Lindu í ágúst árið 1993 og hafði því
rekið fyrirtækið á Akureyri í tæp-
lega tvö ár þegar slagurinn mikli
um viðskipti Útgerðarfélags Akur-
eyringa hófst. Ég hafði engin áform
uppi um að fara með starfsemina úr
bænum en það var alveg greinilegt
að þegar þetta mál kom upp var ég
fyrir áformum Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna og Akureyrar-
bæjar,“ segir Helgi.
Hann segir Jakob Björnsson bæj-
arstjóra eiga sök á því hvernig fór.
„Bæjarstjórinn er sökudólgur að
mínu mati. Hann á auðvitað að
hugsa bæði um hag fyrirtækjanna í
bænum og fólksins sem í þeim
starfar en sat aðgerðalaus hjá þegar
mér var gert að flytja starfsemi
Lindu úr Linduhúsinu gamla og
reyndi ekkert til að vernda þau 14
störf sem þá voru í Lindu.
Ef Opal fer með starfsemi norður
skapast því ekki nema 6 ný störf í
sælgætisiðnaði á Akureyri. Ég segi
ef því Opal hefur ekki hafið starf-
semi á Akureyri. Átti ekki Umbúða-
miðstöðin að fara í húsnæðið sem
Linda var i? Mér finnst það því vera
skrípaleikur aldarinnar að reka
eina sælgætisgerð í burtu til að fá
aðra til bæjarins. En ég var orðinn
fyrir þessum mönnum og því fór
þetta svona,“ segir Helgi.
-gk
Allir bílar Hópbíla eru með öryggisbelti í öllum sætum. Hér er Gísli Friðjónsson framkvæmdastjóri bundinn niður í
einum þeirra. DV-mynd GS
Fyrirtækið Hópbílar:
Bílbelti í öllum sætum
„Við leggjum okkur fram við að
þjóna farþegum okkar sem best.
Beltin voru sett í bílana í desember.
Það var eftir rútuslysið í Hrútafirð-
inum í haust sem við ákváðum
þetta," sagði Gísli Friðjónsson,
framkvæmdastjóri Hópbíla í Hafri-
arfirði.
Fyrirtækið Hópbilar, sem Hag-
vagnar eiga 80% hlut í, rekur þrjá
hópferðabíla, 34, 45 og 52 sæta. Það
sem er sérstakt við þá er að bílbelti
eru i öllum sætum.
Gísli sagði að farþegar tækju
þessu upp og ofan. Enginn væri
skyldaður til að nota belti en marg-
ir væru hrifnir af þessu. Kostnaður-
inn er, að sögn Gísla, rúmlega þrjú
þúsund krónur á hvert sæti. „Þetta
hefur kostað okkur á fjórða hund-
rað þúsund," sagði hann.
-ÞK
Sky-sj ónvarpsstöðvarnar:
Möguleiki á aö þær
hætti að nást á íslandi
DV, Akranesi:
Sendingar bresku sjónvarpsstöðv-
anna Sky nást hér á landi sem
kunnugt er og einnig annars staðar
á Norðurlöndum. íslendingar hafa
ekki rétt á að sjá þessar útsending-
ar. Hafa hins vegar keypt áskrift
gegnúm Englendinga og hafa for-
ráðamenn Sky miklar áhyggjur af
því hve margir Norðurlandabúar
hafa aðgang að Sky. Hafa meðal
annars sent mann hihgað til lands
og annarra norrænna landa til að
skoða þessi mál.
í samtali fréttaritara DV við forr-
áðamann Sky-stöðvanna kom fram
að þær kaupa allt sitt efni með það
fyrir augum að sýna það á Bret-
landseyjum og hafa seljendur efnis
þrýst á aðgerðir af hálfu Sky gagn-
vart þeim sem fá efnið eftir öðrum
leiðum. Forráðamaður Sky vildi
ekki útiloka þann möguleika að í
framtíðinni mundu útsendingar
Sky-stöðvanna aðeins sjást á Bret-
landseyjum.
„Við erum með öll þessi mál í
skoðun og ég vil ekki gefa upp hvað
við gerum. Það er alveg ljóst að við
verðum að grípa til aðgerða til að
vemda rétt handhafa myndefnis-
ins,“ sagði þessi forráðamaður Sky.
DÓ
^aegI
VAMPYR
léttar og með-
færilegar ryksugur
V á goðu verðiíy
Öko Vampyr 8251
• Sexföld ryksíun
• Stillanlegur sogkraftur
• Stillanlegt Sogrör /
• Fylgihlutageymsla /
• þrír auka sogstútar \
• inndraganleg snúra ^
• Rykpoki 5,5 lítrar
• 900vött ( Nýr Öko-mótór
skilar sama sogkrafti
og 1500 vatta mótor)
VerS : 18.936,-
stgr. 17.990,-
„ERGO-
GRIFF“
Nýtt handfang
fer betur í hendi.
Vampyr 6400
Sexföld ryksíun*
Ultra- filter (Skilar'útblósturs- •
lofti 99,97% hreinu)
Stillanlegur sogkraftur •
Stillanlegt Sogrör •
Fylgihlutageymsla •
Tveir auka sogstútar •
Inndraganleg snúra •
Rykpoki 4 lítrar •
1400 vött •
Þyngd 7 kg •
Verfc: 17,842,- stgr. 16.950,-
VERÐ STGR.
~ AEG ~
VAMPYR
Lausn á geymslu-
vanda. soqrörinu
er test vio botn
v ryksugunnar. y
Vampyr 61OO
• Fjórföld ryksíun
• Stillanlegur sogkraftur
• Fylgihlutageymsla
• Tveir auka sogstútar
• Inndraganleg snúra
• Rykpoki 4 lítrar
• 1300 vött É
• Þyngd 7 kg
Ver&: 15.409,- i
stgr. 14.639,-
•örinu fest j Vampyr5010 > ’
i enda / .... . . ,
jgunnar/ F|ortold ryksiun •
----^^Stillanlegur sogkraftur • jÆB
Tveirauka sogstútar • JBjBI
Inndraganleg snúra •
Rykpoki 4 lítrar • S
1300 vött • -
Þyngd 6 kg • ■■
Ver&: 13.674,-
stgr. 12.990,-...........
B R Æ Ð U R N I R
Lágmúia 8, Sími 553 8820
Reykjavík: Byggt og Búið Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi,
Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Guðni E.Hallgrímsson, Grundarfirði. VestflrðIr:.Rafverk,
Bolungarvík.Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík. Kf. Húnvetninga,
Blönduósi. Skagfiröingabúð.Sauðárkróki. KEA, byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.
KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson,
Egilsstööum. Stál, Seyðisfirði. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúösfirðinga,
Fáskrúðsfirði.KASK, Höfn Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn.
Jón Þorbergsson, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell,
Keflavík. Rafborg, Grindavík.
nýjungum!
Umbo&smenn um allt land