Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í
síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er
notað í DV, greiöast 3,000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn.
550 5555
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
550 5000
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996
Fjárhagsáætlun:
Skorið niður
um 7-8%
í Reykjavík
Verið er að leggja síðustu hönd á
fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar
árið 1996 og verður hún lögð fram
til fyrri umræðu á borgarstjórnar-
fundi 18. janúar. Samkvæmt áreið-
anlegum heimildum DV verður
skorið niður um 7-8% í borginni á
þessu ári og kemur sá niðurskurður
við flestar borgarstofnanir, minnst
þó í skólum og leikskólum. Stefnt er
að því að leggja fram tillögur um 500
miUjóna króna sparnað í borginni á
borgarráðsfundi í dag.
„Við erum að vinna í fjárhagsá-
ætluninni og hún verður lögð fram
18. janúar. Sú ákvörðun að fara ekki
í útsvarshækkun á þessu ári er
sársaukafull. Launakostnaður borg-
arinnar eykst á árinu vegna nýrra
kjarasamninga og við erum að
reyna að skera niður á móti,“ segir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri.
Hallinn á borgarsjóði nemur nú
tæpum 12 milljörðum króna og
stefnir í að hann verði 17 milljarðar
króna í lok kjörtímabilsins verði
ekkert að gert. Skuldir borgarinnar
nema nú 12,5 milljörðum og greiðir
borgarsjóður um 700 milljónir í
vexti á þessu ári. -GHS
Kirkjudeilur:
Prestar og
biskupar
funda
Prestar funduðu á höfuðborgar-
svæðinu 5. janúar og sendu frá sér
eftirfarandi:
„Fjölmennur fundur presta á höf-
uðborgarsvæðinu haldinn í Hall-
grímskirkju 5. janúar 1996 lýsir van-
þóknun sinni á yfirlýsingum for-
manns Prestafélags íslands um
. .Jrúnaðarbrest milli presta og bisk-
ups og lýsir trausti á biskupi ís-
lands sem hirði og leiðtoga kirkj-
unnar. Hvetjum við presta kirkj-
unnar og trúnaðarmenn að gæta
hófsemi og stillingar í orðum sínum
og þeirrar virðingar sem erindi
hennar særnir."
Enn fremur funduðu biskupar á
biskupsstofu í gær og sendu frá sér
eftirfarandi:
„Á biskupafundi, sem haldinn
var á biskupsstofu 8. janúar, voru
fundarmenn sammála um nauðsyn
þess að setja niður deilur þær í
kirkjunni sem hafa verið mikið til
umfjöllunar undanfarið.
Biskup íslands og vígslubiskupar
^leggja áherslu á samstöðu sína og
fagnkvæman stuðning við að leita
leiða í þessum málum og öðrum,
sem upp kunna að koma.“ -ÞK
L O K I
Ekkert heyrst í eftirlitsmönnunum:
Tökum ekki
við neinum
ferðamönnum
frá íslandi
segir Snorri Snorrason, skipstjóri á Dalborgu EA
„Við höfum bara ekkert heyrt í
þessum eftirlitsmönnum sem eiga
að vera um borð í einhverju
kanadísku varðskipi. Og í raun-
inni höfum við hér um borð engar
fréttir haft af þessu máli nema í
gegnum útvarpsstöðvar. Það hefur
nú verið venjan ef á að fara að
senda eftirlitsmenn um borð í skip
að hringja í útgerðarmann eða ski-
stjóra skipsins og tilkynna um að
eftirlitsmaður sé á leiðinni. Þaö
hefur enginn haft samband við
mig. Og það þýðir ekki fyrir eit-
hvert kanadískt strandgæsluskip
að koma með einhverja ferðamenn
frá íslandi um borð í skipið hjá
okkur. Við tökum ekki yið þeim,“
sagði Snorri Snorrason, skipstjóri
á Dalborgu EA, sem er við veiðar á
Flæmska hattinum.
Hann neitar að taka íslenskan
eftirlitsmann um borð til síns eins
og raunar aðrir íslenskir skipstjór-
ar á svæðinu.
Félag úthafsútgerða hefur sent
Þorsteini Pálssyni sjávarútvegs-
ráðherra bréf og mótmælt því að
eftirlitsmenn hafl verið sendir um
borð í togarana Klett SU og Otto
Wathne NS á fólskum forsendum.
Forsvarsmenn útgerðanna telji sig
hafa verið blekkta til að taka við
mönnunum og þeim sagt að sjávar-
útvegsráðuneytið myndi greiða
kostnaðinn. Segir í bréfinu að sjáv-
arútvegsráðuneytið verði krafið
greiðslu vegna þess kostnaðar sem
af eftirlitsmönnunum hlýst. Jafn-
framt er þess krafist að þeir verði
ijarlægöir frá borði þegar í stað.
-S.dór
Þó að skammdegið sé með mesta móti núna eru starfsmenn ræktunarstöðvar Reykjavíkurborgar í Laugardat á fullu
við að undirbúa sumarkomuna og er Kristján Árnason, formannsframbjóðandi B-listans í Dagsbrún, engin undan-
tekning í því. Kristján er hér að moka vikri í gróðurkassa en vikurinn er hafður sem undirlag undir sáningarbakka
sumarblómanna. Eftir vinnu snýr Kristján sér að öðrum málum en hann hefur, ásamt félögum sínum, boðið fram lista
til stjórnar í Dagsbrún gegn framboðslista núverandi stjórnar. DV-mynd GVA
Veöriö á morgun:
Skúrir eða
slydduél
Á morgun verður allhvöss
norðaustanátt og él á Vestfjörð-
um en suðaustlæg eða breytileg
átt annars staðar, yfirleitt kaldi
og skúrir eða slydduél.
Hiti 0 til 7 stig, hlýjast suð-
austanlands.
Veðrið í dag
er á bls. 36
Sjávarútvegsráðherra:
Byggtá
misskilningi
„Mér sýnist að þetta hljóti að
vera byggt á einhverjum misskiln-
ingi. Útgerðarmennirnir hafa haldið
fram að eftirlitsmennirnir feli í sér
mikinn kostnað fyrir útgerðina en
sannleikurinn er sá að enginn
kostnaður er lagður á útgerðirnar af
þessum sökum. Við munum skrifa
útgerðunum bréf og upplýsa þær
um stöðu málsins," segir Þorsteinn
Pálsson sjávarútvegsráðherra.
Skipstjórar að veiðum á Flæmska
hattinum og útgerðarmenn hafa
mótmælt því að fá eftirlitsmenn um
borð í skip og telja útgerðirnar
hljóta mikinn kostnað þar af. Sjáv-
arútvegsráðherra neitar því og seg-
ir ráðuneytið einungis vera að
framfylgja alþjóðlegum skuldbind-
ingum sínum hjá NAFO á sama hátt
og aðrar NAFO-þjóðir. -GHS
Félagsdómur:
Ógildir uppsógn
samninga
Félagsdómur hefur ógilt uppsögn
kjarasamninga Læknafélags íslands
og Starfsmannafélags ríkisstofnana.
Bæði félögin sögðu upp kjarasamn-
ingum sínum 30. nóvember síðast-
liðinn frá og með áramótum af þeim
ástæðum að forsendur þeirra væru
brostnar. Félagsdómur hafði uppi
sömu röksemdafærslu nú og gegn
verkalýðsfélögunum flmm á dögun-
um að forsendur samninga væru
ekki brostnar og uppsögn því ólög-
mæt. Samningar félaganna gilda því
út þetta ár. -S.dór
Kveikt í vinnu-
skúr og jólatrjám
Miklar skemmdir urðu á vinnu-
skúr í eigu skólagarða Reykjavíkur
í Elliðaárdal í gærkveldi. Kveikt var
í skúrnum.
Mikið var um íkveikjur í borg-
inni í gær og varð slökkviliðið hvað
eftir annað að fara á vettvang til að
slökkva í.
Mest bar á að eldur væri lagður
að jólatrjám sem biðu þess að kom-
ast á haugana. Þá varð eiru sinni að
fara og slökkva sinueld í Mosfells-
bæ. -GK
Lottóið:
Sá heppni
enn í leynum
Lottóvinningshafinn á Selfossi,
sem vann fimmfaldan vinning upp á
24,3 milljónir króna í laugar-
dagslottóinu, hefur ekki enn gefið
sig fram. Getgátur eru um að vinn-
ingshafinn vilji nafnleynd og ætli að
bíða þar til öldurnar lægir.
-GHS
brother
Litla
merkivélin
Loksins
með ÞogÐ
Nýbýlavegi 28-sími 554-4443