Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996
Spurningin
Hvað hræðist þú mest?
bókavörður: Ég er hrædd við nátt-
úruhamfarir.
Matt Green kerfisfræðingur:
Heimsenda.
Hákon Kristinsson framkvæmda-
stjóri: Sjálfan mig.
Jóhannes H. Jónsson, verkstjóri
og fyrrverandi sjómaður: Eftir að
ég kom í land eftir að hafa lent í
skiptapa og tundurduflum á sjó
hræðist ég ekki neitt.
María Kristmannsdóttir sölu-
kona: Náttúruhamfarir.
Lesendur____________
Samræmt verð I
stöðumæla?
Ákveðið hefur verið að breyta miðamælum og greiðsluvélum í bflahúsum
fyrir hina nýju mynt, segir m.a. í bréfinu.
Stefán Haraldsson, frkvstj. Bíla-
stæðasjóðs, skrifar:
DV birti lesendabréf þ. 2. jan. sl.
um það sem höfundurinn kallaði
„stöðumælarugl". Sýndist mér þar
vera fjallaö um nokkra stöðumæla í
Austurstræti og Pósthússtræti er
settir voru upp árið 1992 í því skyni
að bæta aðstöðu þeirra sem þurfa
að sinna sérstaklega stuttum erind-
um á viðkomandi svæði. Mun mikil
umferð í tengslum við áfengisútsöl-
una í Austurstræti og Pósthússtræti
hafa ráðið úrslitum um það, að há-
marksstöðutími var ákveðinn 15
mínútur á 12 bílastæðum við fyrr-
nefndar götur, og gjaldið skyldi
vera 10 krónur fyrir hverjar 15 min-
útur. Upplýsingar um tímagjald, há-
marksstöðutíma og hvaða mynt á að
nota í mælana eru letraðar greini-
lega á þá, hvem fyrir sig, og til enn
frekari aðgreiningar eru 15 mín-
útna mælarnir hafðir rauðir á lit.
Aðrir stöðumælar í Reykjavík
nota eingöngu 50 króna mynt og er
hámarkstíminn ýmist 60 mínútur
eða 120, breytilegt eftir aðstæðum.
Deila má um réttmæti þessarar við-
leitni til að laga ákvæði um há-
marksstöðutíma að aðstæðum með
þessum hætti og vissulega heyrast
annað slagið óánægjuraddir í sam-
bandi við 15 mínútna mælana en
það er líka til fólk sem hefur komist
upp á lag með að nota þá eins og til
var ætlast og líkar vel. Því má eins
spyrja hvort ekki væri rétt að fjölga
slíkum mælum þar sem aðstæður
eru svipaðar og gefa fólki þannig
kost á að greiða aðeins 10-30 krónur
í stað 50 þar sem því verður við
komið.
Nýi 100 króna peningurinn verð-
ur mun algengari í vösum okkar,
umfram 50 króna myntina, en breyt-
ingar á gömlu stöðumælunum
vegna nýrrar myntar eru kostnað-
arsamar og er harla lítið fé aflögu
til að ráðast í þær nema til komi
breytingar á tímagjaldi í stöðumæl-
um sem hefur staðið í stað meðan
verðlag hefur hækkað eitthvað
nærri 75% síðustu 8 árin. Að sinni
eru þó engar áætlanir uppi um
breytingar á tímagjaldi eða ákvæð-
um um hámarksstöðutíma á stöðu-
mælastæðum og verður því einhver
bið á að hundraðkallinn gangi í
gömlu mælana.
Á hinn bóginn hefur verið ákveð-
ið að breyta miðamælum og
greiðsluvélum í bílahúsum, alls 38
tækjum, fyrir hina nýju mynt. Von-
andi getur bréfritari orðið mér sam-
mála um að það horfi til framfara
þó einhver bið verði á því að gömlu
stöðumælunum, nærri 950 talsins,
verði breytt fyrir 100 króna mynt-
ina.
Innanlandsflugið til Keflavlkur
Kristinn Guðmundsson skrifar:
Farið er að bera á nokkrum titringi
hjá þeim sem vilja fyrir alla muni
halda innanlandsfluginu hér í
Reykjavík í stað þess að flytja það
til Keflavíkurflugvallar eins og
æskilegt er og í raun fjárhagslega
bráðnauðsynlegt. Allir hljóta að sjá
að viðgerðarkostnaður á flugbraut-
um í Vatnsmýrinni væri enn eitt
glappaskotið f verklegum fram-
kyæmdum hins opinbera. - Svona
álíka og að ráðast í Hvalfjarðargöng
í stað þess að efla eða endurnýja
ferjusamgöngur yfir Hvalfjörðinn
eða gera athugun á hversu miklu
brúarsmíði er hagkvæmari en jarð-
gangagerð. Nú virðast sem sé augu
manna vera að opnast fyrir þeirri
hagkvæmni sem fylgir því að leggja
innanlandsflug í Reykjavík niður að
fullu. Sá kostnaður sem felst í
rekstri Keflavíkurflugvallar nú
myndi ekkert hækka þótt völlurinn
yrði betur nýttur. Að ógleymdri
flugstöðinni sjálfri. Við sjáum nú
fram á meiri þátttöku okkar íslend-
inga í rekstri Keflavíkurflugvallar
og því er enn meiri nauðsyn að nýt-
ingin verði sem allra best á þessum
eina alþjóða og fullkomna flugvelli
hér á landi.
Fer goðærið til almennings?
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Samkvæmt spá, sem gerð var fyr-
ir árið 1996, er gert ráð fyrir að 4%
hagvöxtur verði í landinu. Vissu-
lega ánægjuleg tíðindi það, gangi
það eftir. Niðursveiflan í samfélag-
inu hefur verið viðloðandi hér um
nokkurra ára skeið og því orðið
tímabært að heyra um breytingu til
batnaðar fyrir land og lýð. Þetta
tímabil, sem kennt er við „niður á
við“, hefur þó í raun ekki verið svo
afleitt. Hið neikvæða er að atvinnu-
leysið jókst úr engu upp í að fara
yfir 4%. En fólk án vinnu er nokk-
uð sem íslendingar hafa ekki þurft
að glíma svo mjög við um áratuga-
skeið. Hins vegar er það orðið stað-
reynd nú.
Ef bati er framundan hlýtur
spurningin vitaskuld að vera sú á
hvern hátt menn hyggist brúka
LͧH[Í®Æ\ þjónusta
allan sólarhringin" ^
Aðeins 39,90 minútan
sima
O 5000
illi kl. 14 og 16
Þótt verðlag hafi verið nokkuð stöðugt um skeið er ekki sjálfgefið að það taki
aldrei breytingum, segir hér m.a.
hann. Mun þjóðinni til dæmis
takast að spenna bogann svo á ný að
verðbólgan, þetta nútíma þjóðar-
mein, fari aftur á stjá með þeim
slæmu afleiðingum að allir útreikn-
ingar og öll fjárhagsleg plön er
menn gera gildi einungis fyrir líð-
andi stund? Það gerist einmitt í gós-
entíð verðbólgunnar. Málið er ein-
faldlega að þótt verðlag hafi verið
nokkuð stöðugt á um 5 ára tímabili
er ekki sjálfgefið að það taki aldrei
breytingum.
Fjárhagslegur bati er verulega
góður fyrir heilt þjóðfélag sem og
þegnana. Sú staða getur þó farið á
annan veg og snúist upp í and-
hverfu sina láti menn skynsemina
ekki ráða. Og óskynsamlegt er að
láta batann villa sér sýn. Jafn mik-
ilvægt er hins vegar, og sanngjarnt,
að almenningur fari senn að njóta
góðs af góðærinu. Með hvaða hætti
sem það annars verður.
Skattaafsláttur
og hlutabréfa-
kaup
Lárus skrifar:
Ég fagna frumkvæði fjármála-
ráðherra sem vill endurskoða
skattafrádrátt vegna hlutabréfa-
kaupa með það fyrir augum að
hann nýtist þeim sem kaupa
bréfin betur en nú er. Ég tel að
t.d. ætti að breyta því ákvæði að
menn þurfi að eiga bréfm í þrjú
ár svo að þeim nýtist skattaaf-
slátturinn að fullu. - Selji menn
bréfin innan þess tíma er skatta-
afslátturinn endurkræfur af
hinu opinbera. Það veitir ekki af
veltunni í íslenskum verðbréfa-
viðskiptum og því ættu menn að
geta selt og keypt bréf án tak-
markana á skattaafslættinum.
Vonbrigði
frá Færeyjum
Alfreð hringdi:
Við hverju öðru en vonbrigð-
um bjuggust menn við frá fundi
sjávarútvegsráðherra íslands
með Færeyingum? Enn ein bón-
arferðin að Norðmönnum? Þetta
máttu allir vita. Og síðan enn
ein vonbrigðin til viðbótar.
Lýsandi íslensk stjórnmál.
Forseta-
framboðið
- á aö bíöa fram á vor?
Björn Sigurðsson skrifar:
Tíminn fræðir okkur á því að
landsfundar sjálfstæðismanna,
sem haldinn verður um sumar-
mál, trúlega seint i apríl (sam-
kvæmt heimildum Tímans), sé
beðið með óþreyju. Ekki bara af
sjálfstæðismönnum heldur líka
þeim sem hafa hug á að fara í
framboð til forseta og stuðnings-
mönnum þeirra. En á þá lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins að
gefa markandi stefnu um for-
setaframboð? Á að bíða fram í
maímánuð? Vilji forsætisráð-
herra hætta á framboð og tapa
sinni sterku stöðu sem stjóm-
málamaður þá hann um það.
Þær vangaveltur eiga ekki að
stöðva alla aðra hugsanlega
frambjóðendur.
Skilningslítill
sóknar-
nefndarformaður
Ólafur Guðmundsson skrifar:
Mikið gengur á í Langholtinu
þessa dagana. Þarna hlýtur að
vera barist um peninga. Svona
hatrammar deilur verða vart hér
af öðru tilefni. En einkennileg
fundust mér ummæli formanns
sóknarnefndar Langholtssóknar
sem segist ekki skilja orð sr.
Flóka Kristinssonar, sóknar-
prestsins, um að ákjósanlegt sé
að Eiríkur Tómasson' fari ofan í
fjánnál safnaðarins síðustu tíu
árin. Skilur formaður sóknar-
nefndar ekki þessa setningu?
Hún er einföld og á fullgildri ís-
lensku. Að „fara ofan í fjármál“
er algengt orðalag hér. Þetta
skilja allir nema þeir sem ekki
vilja skilja.
Kaupmáttar-
skeröing í gildi
Ragnar Sigurðsson hringdi:
Það er alveg ljóst að hér á
landi er í gildi kaupmáttarskerð-
ing og hún stöðug. En það eru
aðeins hærri launuðu stéttirnar,
eins og þingmenn, embættis-
menn af ýmsu tagi og forstjórar
opinberra stofnana, sem eru í að-
stöðu til að krefjast hækkunar.
Hinum ýmsu „dómurn" eða
„nefndum" (Kjaradómur og
kjaranefnd, eða hvað þetta nú
heitir) er svo fyrirskipað að úr-
skurða um launahækkun. Er nú
óeðlilegt þótt við sem búum við
hina svonefndu almennu kjara-
samninga snúumst til varnar?
En hvað meina stjórnvöld með
hugtakinu „stöðugleiki"?