Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 13 Schengen og eiturlyfin Schengen er smábær í Lúx- emborg en hefur hlotnast sú upp- hefð svipað og Maastricht í Hollandi að við hann er kenndur samningur sem fyrst var fitjað upp á í formi yfirlýsingar árið 1985. Schengensáttmálinn, sem tók gildi í núverandi gerð í mars 1995, felur í sér að aðilar að honum leggja niður landamæravörslu, þar með talda vegabréfaskyldu. Það var gamli kjarninn í Evr- ópusambandinu, Benelúxlöndin, Frakkland og Þýskaland, sem á sínum tíma tóku sig saman um að ganga lengra varðandi afnám landamæraeftirlits en önnur ríki þáverandi Evrópubandalags. Nú eru aðildarríki Schengen 10 talsins og Danmörk, Svíþjóð og Finnland stefna þar að aðild. Schengensáttmálinn gengur lengra en núverandi ákvæði Evr- ópusambandsins þótt innan þess sé stefnt að sama markmiði. Það hefur hins vegar strandað á and- stöðu Englands sem vill viðhalda rétti til vegabréfaskoðunar og til að móta sjálfstæða stefnu varð- andi innflytjendur og flóttamenn. Árekstur við norræna vegabréfasamstarfið Ákvæði Schengensáttmálans rekast á stefnu norræna vega- bréfasambandsins (Nordisk pa- sunion) sem komið var á milli Norðurlanda á sjötta áratugnum. Þótt innihaldið sé að nokkru sama eðlis, þ.e. að skoða ekki vegabréf manna á landamærum innan svæðisins, er gengið mun lengra í Schengen sem m.a. heimilar ekki að teknar séu stikkprufur eða leit- að sé á fólki við landamæri nema um sé að ræða rökstuddan grun um misferli. Til mótvægis er gert ráð fyrir hertri skoðun við ytri landamæri Schengen, samræmdri tölvuskrán- ingu um tortryggilega einstak- linga (SIS) og heimild fyrir lög- reglu að elta menn uppi inn á yfir- ráðasvæði annars ríkis. Jafnframt gerir Schengen ráð fyrir sam- ræmdri stefnu gagnvart flótta- mönnum og þriðju ríkjum að því er snertir vegabréfaáritanir (vís- umskyldu). Kjallarinn Hjörleifur Guttormsson alþinglsmaður ísland sem landamæra- vörður fyrir ESB? Forsætisráðherrar Norðurlanda lýstu því sameiginlega yfir fyrir einu ári að norræna vegabré- fasambandinu yrði ekki fórnað fyrir Schengen nema unnt væri að tryggja áfram hliðstæða skipan mála og nú er milli Norðurland- anna innbyrðis. Þessu yrði reynt að ná með því að semja um tengsl Noregs og íslands við Schengen- svæðið en þessi tvö lönd standa utan ESB og geta því ekki orðið formlegir aðilar að Schengensátt- málanum. í reynd myndi þetta þýða að Noregur og fsland yfirtækju flest ákvæði sáttmálans án þess að geta haft ákvarðandi áhrif á útfærslu hans og þróun. Þannig þyrftu Norðmenn og íslendingar að taka að sér ytri landamæravörslu fyrir hönd Evrópusambandsins og allir sem inn á ESB- svæðið kæmu ann- ars staðar gætu ferðast til íslands og Noregs án vegabréfaskoðunar og þess eftirlits sem henni fylgir. Greiðari gata fyrir fíkniefni Annars staðar á Norðurlöndum er mikil umræða um hvaða áhrif Schengenaðild og tengsl við Schengen muni hafa á baráttuna gegn ólöglegri dreifingu flkniefna. í Mið- og Suður-Evrópu er. allt önnur og vægari stefna ríkjandi gagnvart flkniefnum en annars staðar á Norðurlöndum. í reynd er það ekki meðhöndlað sem refsi- vert athæfi að hafa flkniefni undir höndum „til persónulegra nota“ og menn hafa í raun hætt að berjast gegn svonefndum götumarkaði með flkniefni. Innan Schengen- svæðisins eru sterk öfl að verki sem slaka vilja á hindrunum gegn dreifingu fikniefna og jafnvel af- nema þær. Það er undarlegt hversu-hljótt hefur verið um þann þátt Schengen-tengsla sem varðar flkniefni og nauðsynlegt að vönd- uð úttekt færustu aðila fari fram á því máli áður en lengra er haldið. Hjörleifur Guttormsson „Menn hafa í raun hætt að berjast gegn svonefndum götumarkaði með fíkniefni,“ segir m.a. í grein Hjörleifs. „Innan Schengen-svæðisins eru sterk öfl að verki sem slaka vilja á hindrunum gegn dreifingu fikniefna og jafnvel afnema þær. Það er undarlegt hversu hljótt hefur verið um þann þátt Schengen-tengsla sem varðar fikniefni.. Ég er Drottinn, gyðjan þín ... Undanfarið hefur borið nokkuð á umræðu í fjölmiðlum um það hvort tala eigi um Guð sem hann eða hana. Kvenprestar innan þjóð- kirkjunnar hafa verið duglegir að koma hugmyndum sínum um al- mættið á framfæri í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Þær eru greinilega alfarið á móti því að guðshugtakið sé karlkennt eins og tíðkast hefur frá upphafi. Einnig hafa þær hannað glænýja tegund guðfræði, svokallaða kvennaguð- fræði. Biblían er gömul bók sem rituð er á þeim tímum þegar femínismi var jafníjarlægur vitund manna og það að geta ferðast um að vild í tíma og rúmi í dag. Þrátt fyrir þetta ber Biblían vott um ótrúlega þroskaðan skilning höfunda sinna á eðli mannsins, hvaða ástandi sem hann er í, á hverjum tíma. Móðir jörð, faðir jörð? Af einhverjum ástæðum er talað um það í Nýja-Testamentinu að konur eigi ekki að kenna sem hægt væri að útfæra á þann veg að þær eigi að halda sig frá þvi að stunda trúarprédikanir eða hvers- kyns heimspekilegar vangaveltur um lífið og tilveruna, í það minnsta opinberlega. Þetta hljóm- ar vissulega kaldranalega og er ef- laust hægt að túlka á marga vegu. Ekki er hjá því komist að detta sitthvað í húg þegar fylgst er með þeirri umræðu sem á sér stað í Kjallarinn Einar B. Guðmundsson nemi hópi kvennaguðfræðinga um það hvort Guð sé karl eða kona. Bara það eitt að standa í þeirri trú að Hann sé annað hvort sýnir hversu barnalegur skilningur þessa ágæt- isfólks er á því sem það gefur sig út fyrir að boða. Þetta minnir á heilabrot suiinu- dagaskólabarna um Jesúm. Og það er jafnvel hægt að sjá fyrir sér Bakkabræður eða í þessu tilviki öllu heldur Bakkasystur vera að rifast um það hvort sólin sem fyr- irbæri sé karlkyns eða kvenkyns. Líklega myndi það vekja al- menna kátínu ef heimilisfeður færu að þyrpast í fjölmiðla til að mótmæla því að talað er um móð- ur jörð en ekki fóður jörð og héldu því fram að það gæti haft slæm áhrif á karlmennskuímynd sona þeirra að vísað sé til moldarinnar undir fótum þeirra i kvenkyni en ekki karlkyni. Hommaguðfræði Karp kvenpresta um nýja skil- greiningu á almættinu er dæmi um þá hugmyndafræðilegu flækju sem þjóðkirkjan er komin í. Hvað kemur næst? Prestar sem hneigj- ast að sama kyni og fara að standa á því fastara en fótunum að Frels- arinn hafi verið hommi vegna þess að hann var aldrei við kven- mann kenndur og stóð í einhverju undarlegu ástarsambandi við læri- sveina sína sem allir voru karl- menn? Og upp úr því fara að koma með nýjar kenningar um hommaguð- fræði? Kynhneigð er ekki hér til umræðu þó ég leyfi mér að taka þetta sem dæmi. Öll þessi skilgreiningarárátta kvennaguðfræðinga innan þjóð- kirkjunnar er að verða einn alls- herjar feminískur brandari og þess vegna ekki hægt að taka hana alvarlega. Umræðan fer brátt að komast á ákveðið saumaklúbbs- stig þar sem blaðrað er út í eitt svo að af hlýst einhver hrærigrautur skoðana sem hvorki eiga sér upp- haf né endi. Það er aldrei hægt að komast að einhverri niðurstöðu um kynferði Guðs því að öllum likindum hefur Guð ekki farið í mútur né haft tíð- ir og eru þess vegna allar spekúla- sjónir í þá átt út í hött. Þetta er einhver hugarleikfimi þar sem ár- angurinn er ekki fólginn í tak- markinu sjálfu heldur spriklinu sem slíku. Einar S. Guðmundsson „Það er aldrei hægt að komast að ein- hverri niðurstöðu um kynferði Guðs, og eru því allar vangaveltur í þá átt út í hött. Þetta er einhver hugarleikfimi þar sem árangurinn er ekki fólginn í tak- markinu sjálfu heldur spriklinu sem slíku.“ Með og á móti Trúnaðarbrestur milli biskups íslands og presta Aðeins í þessu þrönga samhengi sem ég talaði um trúnaöar- brest „Þegar fram kom að biskup Islands kvaðst ætla að óska eftir nefndar- skipan af hálfu kirkju- málaráðuneyt- isins til þess að ljúka Lang- holtsdeilunni vegna þess að ráðherra skip- aði presta og gæti einn sett þá frá taldi ég þessa yfirlýsingu mjög alvarlega. Ég taldi i þessari aðgerð fólg- inn trúnaðarbrest gagnvart prestum. Það var aðeins í þessu þrönga samhengi sem ég talaði um trún- aðarbrest af hálfu biskups gagn- vart prestum. Þetta eru mín orð sem ég ber einn ábyrgð á. Það er óleyfilegt að nota þau í öðru og víðara samhengi en þessu einu.“ Geir Waage, for- maður Prestafélags Islands. Má skilja eins og það sé öli prestastéttin „I fyrsta lagi vil ég harma að svona mál- efni séu til um- fjöllunar í fjöl- miðlum. En þar sem for- maður Presta- félags íslands hefur tjáð sig um ofangreint málefni vil ég Vigfús Þór Árna- son, sóknarprestur í Grafarvogi. að eftirfarandi komi fram. Formaður Prestafé- lags íslands er formaður í stétt- arfélagi og ber að standa vörð um réttindi og skyldur presta sem og launakjör. Hann er ekki kjörinn hirðir prestanna og því er mjög alvarlegt ef hann lýsir yfir trúnaðarbresti milli biskups Islands og prestanna sem má skOja eins og það sé öll presta- stéttin sem stendur þar að baki. Slík mál, sem vonandi koma ekki til umfjöllunar, ættu að vera tekin fyrir á prestastefnu ef tU kæmu. Mjög óæskUegt er að koma fram með slíka yfirlýsingu, að ekki sé talað um þegar enginn fundur hefur verið haldinn um málefnið. Það yrði reyndar ekki gert nema mjög alvarleg málefni væru til umfjöllunar. Eins og kom fram á fjölmenn- um fundi presta í HaUgríms- kirkju sem haldinn var fimmta janúar síðastliðinn á vegum Reykjavíkurprófastsdæma, kannast þeir prestar sem þar voru, sem og reyndar aðrir sem hafa haft samband við prófasta sína, ekki við slíkan trúnaðar- brest mUli biskups og presta. Formaður Prestafélags íslands gat mótmælt málsmeðferð bisk- ups íslands sem einstaklingur en ekki gegnum fjölmiðla og alls ekki fyrr en stjórn Prestafélags íslands hefði tekið málið tU um- fjöllunar en það hefur hún ekki gert enn.“ -ÞK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.