Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996
5
pv____________________________________________Fréttir
Framtíöarskipulag Landsvirkjunar:
Full sátt í borgarstjórn
- segir Árni Sigfússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
„Ég vona að það sé full sátt um að
kanna þá möguleika sem Reykjavík-
urborg á í stöðunni og þá meðal
annars gagnvart Landsvirkjun. Mér
skilst að það hafl komið bréf frá iðn-
aðarráðherra þar sem hann boðar
til nefndar sem fjalli um leiðir til að
auka skilvirkni og samkeppni í
orkumálum. Þar er Reykjavikur-
borg boðið til þátttöku og mér finnst
alveg sjálfsagt að við tökum slíku
boði,“ segir Árni Sigfússon, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
DV hefur greint frá því að Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri hefur lagt til að viðræður hefj-
ist við eigendur Landsvirkjunar,
fulltrúa ríkisins og Akureyrar, um
framtíðarskipulag Landsvirkjunar
en áður höfðu fulltrúar Akureyrar
og Reykjavíkur óskað eftir viðræð-
um um sölu á sínum hlut í Lands-
virkjun. Einnig hefur komið til um-
ræðu að Landsvirkjun verði skipt
upp milli eignaraðilanna og Reykja-
víkurborg fari í virkjunarfram-
kvæmdir á Nesjavöllum.
„Borgarstjóri virðist hafa dregið í
land með að hægt sé að draga út
peningahlut borgarinnar í Lands-
virkjun. Nú ræða menn möguleika
á því að auka samkeppni í greininni
með því að borgin taki til sín hluta
af þessari starfsemi eða leita ann-
arra leiða. Ég held að það sé mjög
mikilvægt að Landsvirkjun haldi
styrk sínum út á viö, til dæmis
gagnvart alþjóðafyrirtækjum," segir
Ámi.
Fjallað verður um tillögu borgar-
stjóra á borgarráðsfundi í dag,
þriðjudag.
-GHS
VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN @(31, 6.1.1996
»)lif ) @)
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1.5 al 5 1 24.358.950
O 4 af 5 ^■Plús ^ 218.780
3. 4 ot5 334 9.030
4. 3af 5 11.766 590
Heildarvinningsupphæð: 36.067.150
M \ BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
Keflavíkurflugvöllur:
Veruleg aukn-
1995
Alls komu og fóru 342.245 farþeg-
ar til og frá íslandi 1995 gegnum
Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Kefla-
víkurflugvelfi. Það er töluverð
aukning frá 1994 en þá voru farþeg-
ar 309.762.
Mest var aukningin hvað íslend-
inga snertir en alls fóru 161.427 ís-
lendingar til útlanda gegnum flug-
stöðina í fyrra. Það eru 20 þúsund-
um fleiri en árið á undan. Þjóðverj-
ar voru í öðru sæti hvað farþega
snertir í Leifsstöð. Þeir voru 34.228.
Fjölgaði um rúmlega þrjú þúsund
milli ára.
Af öðrum þjóðum má nefnda
Brasilíumenn - þeir voru 126 sem
komu til landsins. Helmingsaukn-
ing frá 1994. Hlutfallslega var þó
mest aukning hvað Kúveitum við-
kemur. Hingað komu 45 en voru
tveir 1994. Þama spilar HM í hand-
boltanum inn í. Tyrkjum fjölgaði
einnig mjög - voru 230 í fyrra en 71
árið 1994. Það er auðvitað mest
vegna Evrópuleiks íslands og Tyrk-
lands í Laugardalnum.
Alls vinna 29 tollverðir hjá Toll-
gæslunni á Keflavíkurflugvelli og
þeir sinna fleiri störfum en toll-
gæslu í stöðinni. Auk tollgæslu sjá
þeir um fraktgeymslu og frí-lagera
hjá Flugleiöum og Atlanta, vöru-
geymslu fríhafnarinnar, þjónustu-
hlið við flugstöðina og sinna störf-
um á tollskrifstofunni í Grænási.
-ÆMK
Náttúrufræðahúsið:
Skóflustunga
tekin í
Vatnsmýri
Bjöm Bjamason menntamálaráð-
herra hefur tekið fyrstu
skóflustungu að byggingu nýja Nátt-
úrufræðahússins í Vatnsmýrinni og
fara því framkvæmdir í fullan gang
á næstunni.
í Náttúrufræðahúsinu munu fara
fram rannsóknir og kennsla í líf-
fræði, jarðvísindum og landafræði á
vegum Háskóla íslands, auk þess
sem Norræna eldfjallastöðin verður
þar til húsa.
-GHS
Tölvu- og rekstrartæknar:
33 útskrifuðust
á síðasta ári
í fyrra útskrifuðust 33 einstak-
lingar sem tölvu- og rekstrartæknar
frá hinum nýsameinuðu Viðskipta-
skóla og Rafiðnaðarskóla, þar af út-
skrifaðist þriðjungur, alls 11 ein-
staklingar, um miðjan desember.
Viðskiptaskólinn og Rafiðnaðar-
skólinn bjóða upp á sérhannað
tölvu- og rekstramám sem er 260
klukkustunda skipulagt starfsnám.
Markmiðið er að útskrifa nemendur
með hagnýta þekkingu á tölvunotk-
un í fyrirtækjum, bókhaldi og
rekstri.
Goldstor CB-20A-80X 20' ^jónvorp með
ísl. texrovorpi, Blods Motnx-skjo o.m.fl.
05.900,-
33.900 F>.
Telefunken O Studio-1 er ferðotaeki með
oeislospiloro, útv., kossettu, fjorst. o.fl.
25.100,
23.900,-
rhljóðnemQ til oð synqiQ með
■Sh
4.900,-j
4.900,
3.490 r>-
Skipholti 19
Sími: 552 9800
-GHS