Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismenntjs. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. . Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Þjóðnýtt einkavæðing Einkavæðing á íslandi hefur hingað til fremur líkzt einkavinavæðingu og vekur engar vonir um, að rétt verði staðið að einkavæðingu Búnaðarbankans og Lands- bankans. Frægustu dæmin um rangsnúna einkavæðingu eru Bifreiðaskoðun íslands og Lyfjaverzlun íslands. Grunsamleg er kenning sumra, sem hafa hagnazt á fyrri einkavinavæðingu ríkisfyrirtækja, að bankarnir séu of litlir og þarfnist sameiningar. Þvert á móti eru bank- arnir svo fáir, að milli þeirra er afar lítil samkeppni um þjónustu. Bankarnir eru skólabókardæmi um fáokun. Augljóst er, að bankarnir eru svo stórar stofnanir, að afar fáir aðilar hafa ráð á að kaupa umtalsverðan hlut í þeim. Líklegast verða stórfyrirtæki og samtök að leggja saman í tilboðspakka. Það þýðir, að tilboðin verða ekki mörg, svo að eðlileg samkeppni tilboða næst ekki. Útboð á hlutafé mun leiða til of lágra tilboða, þannig að bankinn eða bankarnir munu seljast á lægra verði en eðlilegt má telja. Markaðurinn fyrir banka er einfaldlega of þröngur hér innanlands til þess að hægt sé að nýta við- urkennda kosti einkavæðingarstefnunnar. Hamla má á móti þessari fáokun með því að selja bankana á alþjóðlegum markaði. Ef útboðið er þannig úr garði gert, að útlendir aðilar megi bjóða og sjái sér fært að uppfylla skilmála, er hugsanlegt, að tilboðin verði svo mörg, að sanngjamt verð fáist fyrir bankana. Margir verða hins vegar ekki sáttir við, að bankarnir lendi í eigu erlendra aðila, þannig að alls er óvíst, að póli- tísk samstaða náist um þá lausn, sem gefur meira í aðra hönd. Einkavinavæðingin er umdeild, en þó ekki eins umdeild og útlendingavæðing mundi verða. Til er önnur leið úr þessum vanda. Hana hafa farið ríki, sem að mörgu leyti líkjast íslandi í miklum ríkisum- svifum, en hafa náð árangri í að steypa sér út í einka- væðingu. Þetta eru nokkur ríki í Austur-Evrópu, sem eru um það bil að verða vestrænni en við á þessu sviði. Þessi fáu ríki forðuðust rússnesku einkavinavæðing- una, sem felst í, að stórforstjórar ríkisfyrirtækja og sér- fræðingar kommúnistaflokksins í fjárhagslegum redd- ingum og millifærslum hafa eignazt mikinn hluta efna- hagslífs Rússlands fyrir lítinn sem engan pening. Aðferðin felst einfaldlega í, að kjósendum eru send hlutabréfin í pósti. Þeir eru hinir raunverulegu eigendur þess, sem ríkið er skráð fyrir. Með því að færa eignarhald- ið frá ríkinu yfir til kjósendanna er verið að einkavæða án þess að þurfa að meta, hvert verðgildi bréfanna sé. Með þessu vinnst margt. í fyrsta lagi raskar þessi að- ferð ekki fjármálum ríkisins, sem ella mundi nota and- virði bankanna til að búa til þarfir, sem ekki verður hægt að standa undir, þegar andvirðið er upp urið. Skyndileg og tímabundin aukning ríkistekna hefur skað- leg áhrif. í öðru lagi næst rekstrarbati einkavæðingar. Sem hlutafélög án ríkisábyrgðar verða bankarnir aðnjótandi flests þess, sem gerir einkarekstur hagkvæmari en ríkis- rekstur. Hagnaður þjóðarinnar felst einmitt í varanlegum rekstrarbata, en ekki í tímabundnum tekjuauka ríkis. í þriðja lagi fá kjósendur í hendur pappíra, sem þeir eiga og geta ráðskazt með. Margir þeirra munu telja sig neydda til að fara að kynna sér þessa hlutabréfaeign og fara að hugsa um fjármálamarkaðinn. Það mun leiða til aukins kapítalisma í hugarfari þjóðarinnar. Við erum farin að dragast aftur úr Austur-Evrópu og höfum því gott tækifæri til að læra af reynslunni, sem þar er bezt af einkavæðingu opinberra fyrirtækja. Jónas Kristjánsson Að gefa Blöndu þrisvar Man nokkur eftir umræðunni um tugmilljarða fjárfestingarmis- tök tveggja síðustu áratuga? Man nokkur eftir því að bankarnir hafi þurft að afskrifa tugi milljarða króna á undanfórnum árum? Eða að fyrirtækin og heimilin hafi þurft að greiða himinháa vexti vegna þessara mistaka? Nei, nei, þetta eru mistök fortíðarinnar. Við gerum ekki svona mistök. Við höfum lært af reynslunni og þeir sem báru ábyrgð á því hvemig fór þeir eru ekki hér, eða hvað? Ligg- ur þetta ef til vill í íslenskri þjóð- arsál, að láta slag standa, að hanna ekki til hliðar valkosti og hugsa sem svo að þetta reddist ein- hvern veginn. Átver Nú hafa náðst samningar um stækkun álversins í Straumsvík. Vel má líta svo á að þeir samning- ar séu viðunandi í ljósi þess að ekki hefur tekist að nýta um- framraforku frá Blönduvirkjun. í raun réttlæta fjárfestingarmistök- in við Blönduvirkjun hið lága raf- orkuverð til ÍSALS. En því miður er ekki hægt að gefa Blönduvirkj- un mörgum sinnum. Því er ljóst að það raforkuverð sem stendur Columbíu, járnblend- inu eða Alumax til boða verður að vera mun hærra en til ÍSALS. Einnig er vitað að jámblendiverk- smiðjan hefur ætíð verið rekin á niðurgreiddri raforku. Ódýr raforka Mikið hefur veriö hamrað á þvi hér á landi að við séum mjög ódýr- ir i raforkuframleiðslu miðað við aðrar þjóðir. Séum jafnvel sam- keppnishæfir við þjóðir á borð við Venesúela. Hvergi hef ég hins veg- ar séð röksemdir fyrir þessari full- Kjallarinn Jóhann Rúnar Björgvins- son hagfræðingur upp og hafa í raun verið að greiða yfirverð á raforkuna vegna niður- greiðslu á raforku til stóriðju þeg- ar tekið er tillit til ávinnings af hagstæðum lánum við uppbygg- ingu Búrfellsvirkjana. Hin ódýra raforkuframleiðsla hefur ekki skil- að sér í samkeppnisstöðu inn- lendra fyrirtækja. Samkeppni Eini skynsami valkosturinn, sem við höfum í dag, er að auka samkeppnina í orkugeiranum eins og talað er um. Með þeim hætti er hægt að koma í veg fyrir tugmillj- arða fjárfestingarmistök.- Ég hef enga trú á að menn hafi lært af fyrri mistökum. Það sem skiptir stjórnmála- menn máli fyrst og fremst er lýð- hylli og að halda völdum en ekki „Stæröarhagkvæmni í raforkuframleiöslu hefur aldrei verið til staöar. í raun held ég aö hin ódýra raforka, sem stendur stóriðju til boða, byggist fyrst og fremst á einokun- araöstööu Landsvirkjunar. Engin sam- keppni hefur veriö tÚ.“ yrðingu og í raun held ég að hér sé á ferðinni misskilningur eða sjálfsblekking. Stærðarhag- kvæmni í raforkuframleiðslu hef- ur aldrei verið til staðar. í raun held ég að hin ódýra raforka, sem stendur stóriðju til boða, byggist fyrst og fremst á einokunarað- stöðu Landsvirkjunar. Engin sam- keppni hefur verið til. Innlend fyr- irtæki og heimilin hafa tekið því veröi sem Landsvirkjun hefur sett hvort einhverjar fjárfestingar beri arð eða ekki í langri framtíð. Eig- endur fjármagns sjá best um þá hluti. Það ríður því á að taka þessi mál fóstum tökum. Að stjómmála- menn vinni sína heimavinnu og skapi þau réttu skilyrði fyrir heimilin og atvinnulifið að starfa í. Til þess hafa þeir verið kosnir. Jóhann Rúnar Björgvinsson Skoðanir annarra Skipting Landsvirkjunar „Vilja Reykvíkingar taka það stóra stökk að keppa við ríkisvaldið um orkuvinnslu? Það er spurning sem við Reykvíkingar verðum að svara ef við á ann- að borð viljum hefja eigin raforkuframleiðslu . . . Hugmyndir um skiptingu Landsvirkjunar á milli eigenda eru kannski óraunverulegar og eitt er víst að þær verða aldrei að veruleika nema um þær riki sátt -á milli eignaraðila . . . Ef ástandið verður óbreytt hljóta Reykvikingar hins vegar að gera auknar arðsemiskröfur til Landsvirkjunar í framtíð- inni.“ Gunnar Jóhann Birgisson í Mbl. 6. jan. Daufdumbur almenningur „Það sem er mikilvægast við breytingu á bönkun- um er að menn viti vegferðina til enda. Það leggja er- lendir ráðgjafar okkar þyngstu áherslu á ... Viðhöf- um nú heldur betur reynslu af einkavæðingu á ís- landi. Þar hafa skattpeningar borgaranna verið gefn- ir í stórum stíl og nægir þar að nefna stofnun ís- landsbanka, sölu SR-mjöls, Þormóðs ramma og Lyfjaverslunar. Almenningur er daufdumbur fyrir því að hákarlarnir eru að rífa undir sig peningana og skipta þeim á milli sín.“ Sverrir Hermannsson í Tímanum 6. jan. Vinnulöggjöfin „Endurskoðun vinnulöggjafar er löngu tímabær. Núverandi löggjöf á þessu sviði endurspeglar ekki lengur ríkjandi viðhorf og tíðaranda. Sumt af því, sem gerðar hafa verið athugasemdir við undanfarin ár, tengist ekki vinnulöggjöfinni sem slíkri heldur samningum á milli vinnuveitenda og verkalýðsfé- laga . . . Reynslan hefur sýnt að vinnuveitendur eru tilbúnir að ganga of langt í samningum við verka- lýðsfélögin um ýmsa þdftti, sem skerða frelsi ein- stakra launþega í því skyni að ná fram öðrum mark- miðum, sem þeim eru mikilvægari." Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 7. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.