Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 Fréttir DV Tvö pitsufyrirtæki dæmd til aö greiða pilti hærri laun: „Jafnaðarlaun" pitsu- sendla eru óheimil - kjarasamningur ógildur þó svo að launþeginn hafi gengið að honum í byrjun Héraösdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvö pitsufyrirtæki í Reykjavík til að greiða pilti sem hjá þeim starf- aði við heimsendingarþjónustu vel á annað hundrað þúsund krónur og á þriðja hundrað þúsund í máls- kostnað, fyrir vinnu hans og afnot af bíl sem hann lagði fram. í síðari dóminum, sem kveðinn var upp í vikunni, kemur skýrt í ljós að pitsu- fyrirtæki, jafnt sem aðrir vinnuveit- endur, mega ekki greiða fólki sínu svokölluð jafnaðarlaun, eins og hef- ur tíðkast, séu þau lægri en almenn- ir kjarasamningar ákveða. Umræddur piltur var að sendast með pitsur bæði hjá T-67 við Tryggvagötu og íslensku framtaki hf. í Nethyl. Þegar hann hóf störf í nóvember árið 1993, þá 17 ára, sagði vinnuveitandinn honum að hann fengi jafnáðarkaup upp á 376,69 krónur á tímann og 13 kr. á hvern kílómetra sem hann legði bil sinn fram. Pilturinn starfaði síðan við pitsuheimsendingarþjónustu fram í aprU 1994. PUturinn vann ávallt utan hefö- bundins vinnutíma, það er frá klukkan 17 á virkum dögum og hann vann einnig um helgar. Þegar hann hætti leitaði hann til Félags starfsfólks í veitingahúsum vegna útreiknings á launum sínum. I kjölfarið var pitsufyrirtækjun- um stefnt tU greiðslu á mismun þeirra launa sem pilturinn fékk og þvi sem kveður á um í kjarasamn- ingum. Einnig var þess krafist að pilturinn fengi 32,55 krónur fyrir hvern kUómetra sem hann notaði bíl sinn í stað 13 krónanna. Þar var byggt á matsreglu ríkisskattstjóra á endurgreiddum bifreiðakostnaði til launamanns vegna afnota launa- greiðanda af bifreið launamanns. Talsmenn fyrirtækjanna, sem stefnt var í málinu, sögðust hafa greitt piltinum umsamin laun - hann hefði tekið við þeim án nokk- urs fyrirvara og ekki gert kröfu um fekari greiðslu fyrr en hann var hættur störfum. í báðum dómsmálunum var faUist á kröfur pUtsins. í niðurstöðum í dómi Páis Þorsteinssonar héraðs- dómara kemur m.a. fram að í lögum um starfskjör launafólks og skyldu- tryggingu segi að: „Samningur einstakra launa- manna og atvinnurekenda um lak- ari kjör en hinir almennu kjara- samningar ákveða skiUu ógUdir.“ Samkvæmt þessu bar stefndu að greiða pUtinum 489,08 krónur á tím- ann, það er yfirvinnutaxta fyrir við- eigandi aldur, og 32,55 krónur fyrir hvern kUómetra. T-67 var dæmt tU að greiða pUtinum 32'þúsund krón- ur vegna launa og kUómetragjalds en íslenskt framtak á að greiða hon- um 128 þúsund krónur. Fyrirtækin voru síðan dæmd til að greiða pUt- inum samtals 227 þúsund krónur í málskostnað. -Ótt Sigurjón Jónsson pitsusendill er að vonum ánægður með að vera búinn að vinna mál sitt fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur. DV-mynd GS Guðbjörn Jónsson hjá Félagi starfsfólks í veitingahúsum: Ekki ólíklegt aö skriða mála komi í kjölfarið - afskaplega ánægður, segir Sigurjón Jónsson pitsusendill Keflavík: Auglýsir þá sem greiða ásættanleg laun DV, Suðurnesjum: „Með þessari auglýsingu erum við aö beina fólki á þá staði þar sem það fær ásættanleg laun í loðnu- vinnslunni. Það eru ekki öll fyrir- tækin sem vilja semja við okkur og eru með einhverjar hugmyndir um að ráða fólk á lægri launum," sagði Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannaféiags Kefla- víkur, í samtali við DV í gær. Félagið auglýsti í staðarblaði þá launataxta sem það hefur gert fyrir félagsmenn i loðnufrystingu. Fimm fyrirtæki í Reykjanesbær hafa gert skriflegan samning við féiagið um kaupgreiðslur. Óvanur starfsmaður fær 480,17 krónur í dagvinnu - 728,33 krónur í yfirvinnu. Vanur starfs- maður fær 508,47 kr. og 771,56 kr. Fé- lagið hefur gert sams konar samn- inga við vinnuveitendur tvö síðustu árin en þetta er í fyrsta sinn sem launataxtinn er auglýstur. Kristján telur að erfitt verði að fá fólk í öll störfin við loðnufrystinguna. „Það kann að fara svo að skóla- fólk verði að koma í loðnuna. Talað hefur veriö við skólayfirvöld um frí- daga. Það er þroskandi fyrir krakk- ana að vinna í fiski,“ sagði Kristján. Hjá atvinnumiðlun Reykjanes- bæjar voru 250 á atvinnuleysisskrá í siðustu viku en um 100 manns eru að láta skrá sig í loðnufrystingu. Á atvinnuleysisskránni er fólk sem ekki getur unnið slíka vinnu. __________-ÆMK Meiri þorskafli Þorskaflinn var orðinn rúm 73 þúsund tonn eftir fyrstu 5 mánuði kvótaársins, samkvæmt aflatölum Fiskistofu. Þetta er aukning frá síð- asta fiskveiðiári þegar aflinn var á sama tímabili tæp 65 þúsund tonn. „Ég var plataður með launin, þeir sögðust borga eins og taxtinn var en þegar ég fékk útborgað var það ailtaf miklu lægra. Þeir sögðust alltaf ætla að breyta í hverjum mán- uði en gerðu það ekki. Ég vann þarna frá því í september fram í maí, eða einn vetur, vann alla nótt- ina, tólf tíma. Vinur minn er í sams konar máli en niðurstaða er ekki komin þar, ég var fyrstur. Núna er ég að vinna á Blásteini og þeir borga eftir reglum," sagði Sigurjón Jónsson. Hann sagðist afskaplega ánægður með að vera búinn að vinna þetta mál sem skipti marga miklu máli. Mjög stórt mál „Þetta er mjög stórt mál fyrir pitsusendla. Þetta starf hefur ekki verið skilgreint sem starfsgrein. Það hefur nú verið staðfest með dómi að það á að greiða fullt verð fyrir það sem þeir eru að gera. Nú er kannski kominn möguleiki á að gera samninga og gera þetta að al- vörustarfi," sagði Guðbjörn Jóns- son, starfsmaður Félags starfsfólks í veitingahúsum. „Það sem er kannski alvarlegast er að vegna þessarar óreglu, sem verið hefur kringum þetta, sinna pitsusendlarnir ekki almennilega að halda akstursdagbók og fá þess vegna ekki eðlilega frádráttarliði í skatti. Þeir hafa greitt skatt af þess- um lágu launum og þá hefur lítið verið eftir í vasann. Mér þætti ekki ólíklegt að skriða mála kæmi í kjöl- farið, ég var að fara með eitt mál áðan og er með annað á borðinu hjá mér. Við höfum verið að sýna fram á að þar er verið að greiða óheiðar- lega, ég kalla það óheiðarlega. Það er skýrt í samningum og lögum hve lágt má greiða. Þetta er fyrir neðan alla taxta, bæði fyrir eigin vinnu og vinnu fyrir bila. Ég held að sé betra fyrir þá sem reka þessi fyrirtæki að í staðinn fyrir að vera að borga málskostnað og vesen að greiða al- mennileg laun strax. Þeir halda að þeir geti farið eins og þeir vilja með þetta unga fólk. Ég vona að menn fari að reka fyrirtækin í eðlilegu umhverfi á eðliiegum forsendum," sagði Guðbjörn Jónsson. -ÞK Stuttar fréttir Ráðherra vissi ekki Viðskiptaráðherra vissi ekki að fjórir stjórnarliðar ætluðu að leggja fram frumvarp um eign- araðild útlendinga í sjávarút- vegi. Það gengur þvert á stjórn- arfrumvarp um sama mál, skv. Útvarpi. Bann af öryggisástæðum Loftferðaeftirlitið hefur bann- að flug frá erlendu flugfélagi af öryggisástæðum, að sögn RÚV. Hafnarhúsið keypt? I dag verður lagt tO í borgar- ráði að Hafnarhúsið verði keypt á 110 miiljónir fyrir Listasafn Reykjavíkur og Errósafn, skv. Mogga. Börn fá amfetamínefni Um 70 íslensk börn fá amfet- amínefni við ofvirkni, skv. Stöð 2. Minni niðurskurður Ekki verður jafnmikill niður- skurður í fjárframlögúm til flug- vallarmála eins og ráðgert var, að sögn Útvarps. Rammi um samskipti? Formenn ASÍ leggja til að gerður verði rammasamningur um samskiptareglur á vinnu- markaði og vinnubrögð við gerð kjarasamninga. RÚV sagði frá. Deilurnar eru um orgelið Sóknarpresturinn í Lang- holtskirkju segir deilur sínar og organistans snúast um útlit og staðsetningu orgelsins. Sjón- varpið greindi frá. Jafnræði tryggt Varaforseti Hæstaréttar segir að .með aðstoð hæstaréttarlög- manns við hugsanlega endur- upptekningu Geirfinnsmálsins sé jafnræði aöila tryggt, skv. RÚV. Verðbólgan er 1,7% Verðbólga telst 1,7% miðaö við hækkun neysluverðs undan- farið ár og er því álíka og í helstu viðskiptalöndum, að sögn RÚV. Vill vaxtalækkun Viðskiptaráðherra telur for- sendur tU aö lækka skammtíma- vexti og ætlar aö ræða við Seðla- bankann um það, skv. RÚV. Bátarall tekiö upp Bátarall tU rannsóknar á þorskstofninum verður tekið upp, að sögn Mogga. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.