Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996
11
DV
Niðurskurður á Sjúkrahúsi Reykjavíkur:
Viljum
tryggja okk-
ar fólki störf
- segir Kristín Á. Ólafsdóttir
„Við viljum reyna að halda.í okkar
starfsfólk og tryggja því áframhald-
andi störf frekar en ráða nýtt fólk,“
segir Kristín Á. Ólafsdóttir, formaður
stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur, í
samtali við DV um ályktun þá er
stjóm Starfsmannafélagsins Sóknar
sendi frá sér fyrir helgi.
Að mati Kristínar virðist gæta
misskilnings vegna ákvörðunar
Sjúkrahúss Reykjavíkur um að láta
framkvæmdastjóm sjá um allar
nýráðningar. Það segir Kristín vera
gert til þess að tryggja núverandi
starfsmönnum Sjúkrahúss Reykja-
víkur áframhaldandi störf.
„Það þýðir að fólk sem annars ætti
yfir höfði sér uppsögn vegna þess að
verið er að draga saman starfsemi út
af ákvörðun Alþingis gæti frekar
fengið störf sem losnuðu annars stað-
ar á sjúkrahúsinu heldur en fólk
utan úr bæ. Varðandi kröfu um
fækkun yfirmanna vil ég enn og aft-
ur benda á að enn þá er ekki búið að
segja neinum upp störfum hjá
Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Það er líka
misskilningur að ekki megi hrófla
við neinum yfirmönnum," segir
Kristín. -em
Breytingar á skaðabótalögum:
Allsherjarnefnd
leggur sennilega
fram frumvarp
Allsherjarnefnd Alþingis fjallar
nú um hugsanlegar breytingar á
skaðabótalögum sem gefln voru út
1993, eins og komið hefur fram í fjöl-
miðlum. Að sögn Árna Ragnars
Árnasonar alþingismanns, eins
nefndarmanna, er verið að vinna í
málinu en alls óvíst hvenær vinnu
við það lýkur í nefndinni þar sem
hún hefur fleiri mál til umfjöllunar.
„Við erum að viða að okkur upp-
lýsingum, þetta er dálítið flókið
mál. Þau álit sem við erum búin að
viða að okkur eru sum þess efnis að
við þurfum að spyrja menn spurn-
inga, við erum farin áð ræða við
suma þeirra. Álit lögfræðinganna
báðum við um vegna hæstaréttar-
dóms frá í mars í fyrra. Þar fjallaði
hæstiréttur um vaxtaprósentu í nú-
virðisreikningi. Sú vaxtaprósenta
var önnur en hæstiréttur hafði síð-
ast beitt í dómum um skaðabætur.
Það eitt og sér kallaði á sérstaka at-
hugum. Þetta er ný löggjöf, við höf-
um ekki haft löggjöf fyrr um skaða-
bótarétt, það er enn að safnast upp
reynsla af þeim.
Ég geri 'ráð fyrir að allsherjar-
nefnd leggi fram frumvarp, hvort
það verður nákvæmlega eins og lög-
menn lögðu til eða breytt veit ég
ekki,“ sagði Árni Ragnar.
-ÞK
Þorri blótað-
ur í Hollandi
Þorrablót Vinafélags íslands og
Hollands var haldið í Amsterdam
um helgina. Maturinn var eins og
undanfarin ár í umsjá hins vinsæla
Axels Jónssonar þorrablóts-mat-
reiðslumeistara og var hinn ljúf-
fengasti, enda sjaldgæfur og eftir-
sóttur matur í Hollandi. Engir
sviðahausar voru þetta árið heldur
sviðasulta og olli það nokkrum von-‘
brigðum hjá sumum sem vildu fá að
sjá með eigin augum þegar íslend-
ingarnir ætu hausinn og kynfærin.
Tæplega 200 manns sóttu blótið og
jafnt Hollendingar sem íslendingar.
í Hollandi er ekkert íslendingafélag
heldur vinafélag sem hefur að
markmiði að stuðla að góðum sam-
skiptum þjóðanna. Eftir fjöldasöng
undir stjórn Snorra Einarssonar
veislustjóra tók við Kvartettinn Út í
vorið og söng ættjarðarlögin og
kunna hollenska slagara.
Eyþór Eðvarðsson
Norðurá:
Veiddu 30 silunga
Dorgveiðimenn um allt land eru
flestir farnir að hugsa sér til hreyf-
ings og þeir sem hafa farið hafa
veitt vel af fiski. ísinn er reyndar
mistraustur en ef menn fara varlega
er engin hætta.
„Rúnar Marvinsson, Magnús Þór
Sigmundsson og fleiri voru á Norð-
urá fyrir skömmu og veiddu vel af
bleikju. Þeir fengu 30 fiska og marg-
ir þeirra voru fallegir," sagði dorg-
veiðimaður í Borgarfirði og bætti
við: „Veiðin hefur verið í lagi á
Norðuránni og sumir veitt vel. En
þessi veiðiskapur er dagskiptur
mjög, stimdum gott og svo dettur
botninn úr þessu. Einhverjir voru á
Grímsá fyrir skömmu en það var
eitthvað rólegt," sagði dorgveiði-
maðurinn í lokin.
Það er talað um að halda íslands-
mótið í dorgveiði á Laxárvatni í ná-
grenni Blönduóss einhverja næstu
helgi og verða án efa margir til að
mæta á staðinn. Áhugi fyrir dorg-
veiði eykst ár frá ári og fleiri og
fleiri renna fyrir fisk þegar vötnin
leggur. Margir bændur veiða líka í
net undir ísnum.
-G.Bender
Fréttir
Loðnusjómenn eru mjög óánægðir með það verð sem þeir fá fyrir ioðnu til frystingar. Menn eru þó ekki tilbúnir til
átaka vegna málsins enn sem komið er. Myndin er tekin um borð í loðnuskipinu Hábergi GK.
DV-mynd Þorsteinn Gunnar
Loönuverð til frystingar:
Bullandi óánægja hjá
sjómönnum með verðið
- segir Helgi Jóhannsson, stýrimaöur á Júpiter ÞH
„Það er bullandi óánægja hjá sjó-
mönnum með það verð sem verið er
að bjóða í loðnu til frystingar. Ég
veit ekki hvað verður, hvort menn
gera eitthvað ef ekkert breytist. Við
erum að vísu ekkert farnir að flokka
loðnu fyrir Japansmarkað. Það hefst
þó innan tíðar og okkur er sagt að
verðið verði það sama og í fyrra. Við
erum óáriægðir með það vegna þess
að einhver verðhækkun hefur orðið
á loðnunni og svo hefur japanska
jenið lækkað frá í fyrra. Hvort menn
fara út í einhverjar aðgeröir skal ég
ekki segja um. Það er þó heldur ólík-
legt meðan verðið fyrir loðnu til
bræðslu er eins gott og það er
núna,“ sagði Helgi Jóhannsson,
stýrimaður á Júpiter ÞH.
Hólmgeir Jónsson, framkvæmda-
stjóri Sjómannasambandsins, sagði
að nú væri verð á loðnu til frysting-
ar 20 prósent af afurðarverðinu. En
á meðan verðið var ákveðið af Verð-
lagsráði sjávarútvegsins var það æv-
inlega 34 til 37 prósent af afurða-
verði.
Helgi Jóhannsson sagði að
hrognafylling loðnunnar væri um
þessar mundir 12 prósent. Það dugar
ekki til frystingar fyrir Japansmark-
að en er aftur á móti nægjanleg
hrognafylling fyrir Taívanmarkað-
inn. Sjómenn fá 15 þúsund krónur
fyrir tonnið af loðnu á þennan mark-
að miðað við 50 til 55 stykki í kílóið
en 12 þúsund krónur fyrir tonnið ef
55 til 60 stykki fara í kílóið.
„Verð til bræðslu er aftur á móti
mjög gott eða 6 þúsund krónur fyrir
tonnið,“ sagði Helgi.
Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri
á Hólmaborg SU, sagöi að menn
væru mjög óánægðir með þetta verð
en aftur á móti væri nú verið að lofa
því að verð hækki þegar hrognafyll-
ingin eykst í loðnunni.
„Nei, ég á ekki von á því að sjó-
menn grípi til aðgerða. Ætli þeir
láta ekki tuðið nægja,“ sagði Þor-
steinn. -S.dór
Hverfjsgötu 105,2. hæð, ?ími 562 1166