Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 14
i4 tilveran ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 3 hHH Gleðin skein úr rjóðum andlitum litlu barnanna í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi þegar blaða- mann og ljósmyndara DV bar að garði. Pínulitlir stubbar klifruðu í rimlum, príluðu yfir planka og fóru kollhnís einbeittir á svip. Við vor- um stödd í leikfimisal þar sem þriggja til sex ára börn stunduðu sitt „eróbikk". Þessi börn áttu ekki í neinum vandræðum með að ganga á jafnvægisslá og undir prik auk ýmissa annarra þrauta sem lagðar voru fyrir þau. Þau tilheyra ekki þeim hópi barna sem hafa þarf áhyggjur af vegna hreyfingarleysis, eins og oft hefur verið talað um. Leikfimin í Smáranum er fram- tak Antons Bjarnasonar, lektors í íþróttafræðum, og ekki var annað að sjá en hann skemmti sér jafn vel og börnin. Útileikir liðin tíð „Börn á leikskólaaldri hreyfa sig allt of lítið því þau eru borin út í bíl og aldrei látin ganga eða hlaupa. Útileikir eru líka liðin tíð. Vin sældir leikfim innar hafa farið fram úr öllum Leikurinn i „Leikurinn er í fyrirrúmi og við reynum ekki að kenna þeim að gera réttan kollhnís. Þau gera æfing- arnar eins og þau vilja. í Sum barnanna gátu Æ varla hreyft sig og Æ voru lokuð og feimin Æl þegar þau komu hingað fyrst. Núna Æ hefur þeim aukist a| kjarkur og þor og H þau eru til í allt. Meirihluti þess- ÆB ■Hk ara barna er Æ Mé ekki byrjaður í @ V grunnskólan- björtustu vonum hjá okkur og foreldrar eru ekki síður ánægð ir en börnin. Þau hamast þang- að til þau fara og eru orðin kófsveitt," segir Anton. Leikfimi barnanna er tvisvar í viku, á miðvikudög- um og laugardögum. Þau börn sem stunda leikfimina eru að nálgast eitt hundrað og að sögn foreldra eru þau farin að bíða spennt eft- ir leikfim- inni. um en þar fá börnin bara tvo tíma í viku í leik- fimi. Það er svo margt sem breyt- ist hjá þeim við að hreyfa sig. Þau þora kannski ekki að vera með til að byrja með en verða frjáls og ófeimin við að taka þátt. Fram- for barn- anna er augljós og hreyfi- geta þeirra eykst mikið,“ segir Ant- Anton Bjarnason er frumkvöðull að leikfimitfmum barna undir grunnskólaaldri. DV-myndir BG Þetta er rosalega gaman „Þetta er rosalega gaman,“ sögðu þau Fanney Benjamínsdóttir, fimm ára, og Kristján Hafþórsson við blaðamann en máttu svo ekkert vera að því að tala því þau ætluðu í kollhnís. Kristján rúllaði út af dýn- unni í öllum ákafanuin og jánkaði því þegar hann var spurður hvort pabbi kæmi alltaf með. honum. Fanney sagðist fara í leikfimi tvisvar í viku og hún sýndi sömu- leiðis mikla færni í kollhnísnum. Þau skildu hvorugt hvað þessi blaðamaður var að trufla þau í miðj- um leiknum og voru ólm í að halda áfram. „Komdu, pabbi, drífum okk- ur,“ sagði Kristján og var þar með rokinn upp á jafnvægisplanka. -em Foreldrar eru ánægðir: Börnin fá útrás og príla minna heima wmss: íslensk börn: Feit, stirð og úthaldslaus Hvað skyldi reka foreldrana með börnin til þess að taka þátt í þessari nýjung. Margar ástæður liggja að- baki en algengast er að foreldrarnir séu að huga að hreyfingu barnanna. „Sonur minn er þriggja og hálfs árs og hann hefur mjög gaman af þessu. Hann byrjaði í leikfiminni fyrir jól og er strax byrjaður að breytast. Hann fær mikla hreyfingu og aukna orku út úr þessu. Mér finnst hann líka tileinka sér það sem hann lærir hér í leik sínum fyrir utan leikfimisalinn. Ásamt vinkonu sinni setur hann upp brautir heima eins og gert er hér,“ segir Soffía Guðmundsdóttir. Linda Káradóttir segir að fimm ára dóttir sín hafi líka verið í leik- fimi í fyrra og líkað vel. „Mér finnst þetta mjög gott framtak. Dóttir mín fær að vera ein i þessu, hún vill ekki að ég labbi með sér hringinn. Þetta eykur sjálfstæði hennar og eykur jafnvægið. Þor hennar hefur aukist þar sem hún þorir nú að stökkva og labba yfir plankana," „Að mínu mati er nauðsynlegt að fara með börnin í leikflmi til að þau fái hreyfingu og útrás. Ég á þriggja, og fjögurra og hálfs árs gömul börn. Þau voru alltaf að príla i sófanum heima og láta öllum illum látum. Nú fá þau útrás hér og príla minna heima,“ segir Ingveldur Sæv- arsdóttir. Flestar rannsóknir sýna að ís- lensk börn eru orðin of feit, stirð og úthaldslaus. Mikið er talað um að þau hangi alla daga yfir sjónvarp- inu og fái ekki nægilegt súrefni í formi útileikja. Sjónvarpið er svo sem góð barnapía hluta úr degi en öllu má ofgera. Hver man ekki eftir endalausum útileikjum í skólanum og á kvöldin? í frímínútum var farið í ýmiss kon- ar hópleiki á borð við yfir, snú-snú á sumrin, parís, fótbolta eða eitt- hvað annað. Þessir tímar eru liðnir og ný kynslóð barna hefur aldrei heyrt á þessa leiki minnst og börn eru nánast hætt að leika sér úti í Reykjavík. Börn úti á landi leika sér enn þá úti og blaðamaður hefur heimildir fyrir því að sums staðar á Hvalfjarðarströnd sjáist bömin ekki inni í húsi nema þegar þau þurfa að fara afsíðis eða fylla magann. Þessi börn hafa hreyfigetu á borð við þá sem við höfðum þegar við vorum lít- il. -em -em - segir Anton Bjarnason lektor Stubbaleikfimi í Kópavoginum: Eykur kjark og þor

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.