Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 30
34
ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996
Afmæli
Jóhannes Guðmundsson
Jóhannes Guðmundsson, fyrrv.
bóndi á Auðunarstöðum í Víðidal
í Vestur-Húnavatnssýslu, er átt-
ræður í dag.
Starfsferill
Jóhannes fæddist á Auðunar-
stöðum og ólst þar upp. Hann
lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri
1936.
Jóhannes starfaði hjá Sveini
Sigurðssyni, b. og útgerðarmanni
i Arnardal við ísafjarðardjúp, í
tvö sumur en var yfir vetrartím-
ann við verslunarstörf á Hvamms-
tanga.
Árið 1942 hófu Jóhannes og
kona hans sjálfstæðan búrekstur
á Auðunarstöðum í samvinnu við
foreldra hans sem hættu búskap
1945. Þá fengu Jóhannes og systir
hans jörðina til eignar og ábúðar
og hafa Jóhannes og kona hans
búið á háifri jörðinni síðan.
Jóhannes var formaður Ung-
mennafélagsins Víðis 1937-45, for-
maður Ungmennasambands Vest-
ur- Húnvetninga 1938-39, formað-
ur og gjaldkeri Sjúkrasamlags
Þorkelshólshrepps 1945-72, for-
maður bygginganefndar félags-
heimilisins Víðihlíðar um skeið,
sat í hreppsnefnd 1950-86 og odd-
viti síðustu tólf árin, formaður
skólanefndar 1950-58 og í skóla-
nefnd Laugarbakkaskóla 1972-74,
var formaður Búnaðarfélags Þor-
kelshólshrepps 1966-78 og sat í
stjórn Búnaðarsambands Vestur-
Húnvetninga, starfaði í áratugi í
félögum sjálfstæðimanna í Vestur-
Húnavatnssýslu og sat á Alþingi
sem varaþingmaður 1971.
Fjölskylda
Jóhannes kvæntist 14.10.1941
Ingibjörgu Ólafsdóttur, f. 5.8. 1917,
húsfreyju. Hún er dóttir Ólafs
Jónssonar og Margrétar Jóhann-
esdóttur, búenda á Stóru-Ásgeirsá
í Víðidal.
Börn Jóhannesar og Ingibjarg-
ar: Kristín, f. 9.3. 1942, húsfreyja í
Gröf á Vatnsnesi, gift Tryggva
Eggertssyni, hreppstjóra þar; Mar-
grét, f. 27.4. 1945, húsmóðir á
Hvammstanga, gift Guðmundi E.
Gíslasyni, verkstjóra; Guðmund-
ur, f. 29.1. 1953, starfsmaður hjá
Fiskistofu, búsettur í Kópavogi,
kvæntur Kristínu Guðmundsdótt-
ur húsmóður; Ólöf, f. 27.8. 1957,
húsmóðir á Hvammstanga, maður
hennar er Björn Ó. Þorvaldsson
bifreiðarstjóri.
Systkini Jóhannesar: Ingibjörg,
f. 16.4.1914, húsmóðir í Reykjavík;
Sophus Auðunn, f. 6.4. 1918, fyrrv.
skrifstofustjóri hjá Almenna bóka-
félaginu í Reykjavík; Kristín, f.
20.7. 1919, d. 29.9. 1944, húsmóðir á
Hvammstanga; Erla, f. 28.4.1921,
fyrrv. húsfreyja á Auðunarstöð-
um; Gunnar, f. 10.9.1923, rafverk-
taki og kaupmaður í Reykjavík;
Hálfdán, f. 24.7. 1927, viðskipta-
fræðingm- og nú starfsmaður við
Skattstofuna í Reykjavík.
Foreldrar Jóhannesar voru
Guðmundur Jóhannesson, f. 25.6.
1884, d. 26.4. 1966, b. á Auðunar-
stöðum, og k.h., Kristín Gunnars-
dóttir, f. 22.8. 1890, d. 11.8. 1969.
Ætt og frændgarður
Guðmundur var sonur Jóhann-
esar, b. á Auðunarstöðum, Guð-
mundssonar. Móðir Jóhannesar
var Dýrunn Þórarinsdóttir frá
Reykjum í Hrútafirði, systir Þur-
íðar, langömmu Halldórs E. Sig-
urðssonar, fv. ráðherra. Dýrunn
var einnig systir Helgu, ömmu dr.
Finns Guðmundssonar fuglafræð-
ings.
Móðir Guðmundar var Ingi-
björg Eysteinsdóttir frá Orrastöð-
um, systir Bjöms, b. í Gríms-
tungu, afa Þorbjörns Sigurgeirs-
sonar prófessors, Björns Þor-
steinssonar prófessors.
Kristín var dóttir Gunnars,
hreppstjóra í Valdarási í Víðidal,
Kristóferssonar, en hálfbróðir
Kristófers var Jóhannes, afi
Bjöms Líndals, lögmanns á Sval-
barði, afa Sigurðar Líndals laga-
prófessors, og Páls Líndals ráðu-
Jóhannes Guðmundsson.
neytisstjóra.
Móðir Kristínar í Valdarási var
Kristín Guðmundsdóttir, b. á
Neðri- Fitjum, Guðmundssonar.
Móðir Guðmundar á Neðri-Fitjum
var Unnur Jónsdóttir.
Móðir Kristínar Guðmundsdótt-
ur var Kristín, systir Ragnheiðar,
ömmu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.
Kristín var dóttir Bjarna, b. á
Bjargi í Miðfirði, Bjarnasonar,
prests á Mælifelli, Jónssonar, föð-
ur Guðrúnar, langömmu Ólafs á
Akri, fóður Ólafs landlæknis.
Jóhannes verður að heiman á
afmælisdaginn.
Guðmundur
Ásbjörnsson
Guðmundur Ásbjömsson verka-
maður, Álfhólsvegi 92, Kópavogi,
er fertugur í dag.
Starfsferill
Guðmundur fæddist í Reykja-
vík en ólst upp í Kópavoginum og
aö Hurðarbaki í Kjós. Við fæð-
ingu varð Guðmundur fyrir súr-
efnisskorti sem olli varanlegum
skaða fyrir andlegt atgervi hans
en hann hefur borið fótlun sína
með mikilli reisn.
Guðmundur gekk í Safamýrar-
skóla i þrjá vetur. Hann dvaldi
löngum hjá Herdisi ömmu sinni
að Hurðarbaki í Kjós þar sem
hann sinnti almennum sveita-
störfum, starfaði í sjö ár við loft-
pressu hjá Kópavogskaupstað,
vann önnur sjö ár við vörubirgðir
hjá Síldarútvegsnefnd, auk þess
sem hann hefur starfað í Straums-
vík og verið í ígripsvinnu hjá
ýmsum verktökum.
Þá hefur hann starfað hjá Átaki
sl. tvö sumur.
Guðmundur hefur ætíð búið hjá
móður sinni og lengst af einnig
hjá fósturfoður sem nú er látinn.
Fjölskylda
Bróðir Guðmundar er Jón Ás-
björnsson, f. 11.3.1958, er nú að
ljúka doktorsnámi í efnafræði,
kvæntur sænskri konu, Pierinu
Ligander og eru börn þeirra Ið-
unn, f. 7.1. 1991 og Haraldur
Hrafn, f. 9.7. 1993, auk þess sem
börn Jóns frá því áður eru Sig-
mar Örn, f. 28.11. 1979, og Hanna,
f. 5.11. 1986.
Hálfbræður Guðmundar, sam-
mæðra, eru Sigurjón Guðmunds-
son, f. 16.2.1965, iðnrekstrarfræð-
ingur, kvæntur Halldóru Gísla-
dóttur; Daníel Guðmundsson, f.
25.10. 1966, búfræðingur, kvæntur
Elínu Finnbogadóttur.
Foreldrar Guðmundar: Ásbjörn
Guðmundsson, f. 23.11. 1934, hús-
vörður, og Guðrún Jóna Sigur-
jónsdóttir, f. 2.3. 1938, fangavörð-
ur. Fósturfaðir Guðmundar var
Daníel Guðmundur Sveinbjörns-
son, f. 4.8. 1933, d. 24.8. 1979.
Ætt
Ásbjörn er sonur Guðmundar
Sigurðssonar, b. á Höfða í Eyja-
hreppi, og k.h., Málfríðar Jóseps-
dóttur af Þorbergsætt.
Guðrún Jóna er dóttir Sigur-
Guðmundur Ásbjörnsson.
jóns Gestssonar, bifreiðastjóra og
b. að Hurðarbaki í Kjós, og k.h.,
Herdísar Jónsdóttur af Sóleyjar-
bakkaætt og Hjarðarfellsætt.
Guðmundur er að heiman á af-
mælisdaginn.
Það komu margir í Tónabæ á föstudagskvöldið til þess að fyigjast með
og taka þátt í undankeppni frístæl- danskeppninnar. Þær Þórhildur Ósk,
Elsa Hrund, Rut og Sara tóku þátt í hópkeppninni, kölluðu sig Sópran og
stóðu sig með ágætum. DV-mynd Teitur
Hringiða
Hjartans þakkir til ykkar sem glödduð mig með
gjófum, skeytum og blómum á 1OO ára afnueli
mínu 29. janúar sl.
Blessun Guðs fylgi ykkur óllum.
Úlfar Karlsson
Til hamingju
með afmælið
13. febrúar
90 ára
Herdís Sigtryggsdóttir,
Hvammi, Húsavik.
85 ára
Regína Sigurgeirsdóttir,
Garðarsbraut 15 B, Húsavík.
Aðalheiður Tryggvadóttir,
Hlíf, Torfnesi, ísafirði.
Bjarni Kristjánsson,
Bleiksárhlíð 56, Eskifirði.
80 ára
Guðfinna Einarsdóttir,
Hátúni 8, Reykjavík.
Helga Steinsdóttir,
Smáratúni 17, Keflavík.
70 ára______________________
Jóhanna Ólafsdóttir,
Hestgerði, Borgarhafnarhreppi.
Óskar Guðjónsson,
Hringbraut 50, Reykjavík.
Elín Jóhannsdóttir,
Hörpulundi 1, Garðabæ.
Þórunn Egilsdóttir,
Þórsgötu 23, Reykjavík.
Bertha G. Waagfjörð,
Holtsbúð 16, Garðabæ.
60 ára
Edda Eliasdóttir,
Kirkjubraut 19, Akranesi.
Kolbrún Steingrímsdóttir,
Efstasimdi 37, Reykjavík.
50 ára
Eyjólfur Kol-
beins,
deildarstjóri,
Sæbólsbraut 45,
Kópavogi,
verður fimm-
tugur á morg-
un.
Kona hans er
Guðrún J. Kol-
beins.
Þau taka á móti gestum í Raf-
veituheimilinu á morgun kl.
18.00-20.00.
Edda G. Ólafsdóttir,
Tunguseli 10, Reykjavík.
Guðríður Aðalsteinsdóttir,
Stekkjarhvammi 19, Hafnarfirði.
Helgi Karlsson,
Smyrlabjörgum 2, Borgarhafnar-
hreppi.
Ólafía Guðnadóttir,
Miðtúni 6, Keflavík.
Bryndís Þórarinsdóttir,
Ægisgrund 7, Garðabæ.
Gunnlaug Arngrímsdóttir,
Kvennabrekku, Dalabyggð.
40 ára
Svanberg R. Gunnlaugsson,
Vallargötu 6, Þingeyri.
Guðný Þorvaldsdóttir,
Bræðraborgarstíg 15, Reykjavík.
Konráð Hjaltason,
Funafold 2, Reykjavík.
Pétur Berg Þráinsson,
Sunnubraut 6, Akranesi.
Amar Óskarsson,
Rjúpnahæð 1, Garðabæ.
Steirigrímur Hildimundarson,
Túngötu 4, Bessastaðahreppi.
Guðjón Kristinn Guðjónsson,
Þingási 49, Reykjavik.
Einar Ámason,
Nesvegi 9, Eyrarsveit.
Þóra Pétursdóttir,
Njörvasundi 5, Reykjavík.
Karl Nilson Guðbjartsson,
Klyfjaseli 23, Reykjavík.
Guðmundur Amar Kolbeins-
son,
Hofteigi 36, Reykjavík.
Rósa Björg Þorsteinsdóttir,
Holti, Mosvallahreppi.
Rebekka S. Hannibalsdóttir,
Kársnesbraut 81, Kópavogi.
Edda Sólrún Einarsdóttir,
Hátúni 37, Keflavík.