Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnariormaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjóm: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Major klúðraði málinu Upphafsins að hruni hins torsótta friðarferils á Norð- ur-írlandi er að leita hjá John Major, forsætisráðherra Bretlands. Hann hafnaði 30. janúar niðurstöðu alþjóð- legrar nefndar, sem 24. janúar síðastliðinn gaf út skýrslu um, hvernig mætti stíga næsta skref í friðarátt. Hin svonefnda Mitchell-nefnd hafði verið skipuð af málsaðilum deilunnar til að koma friðarferlinum úr sjálfheldu, sem hann var kominn í eftir nokkuð góðan ár- angur í upphafi viðræðna ríkisstjórna Bretlands og ír- lands. John Major átti sjálfur þátt í að skipa nefndina. Alþjóðlega Mitchell-nefndin lagði til, að hnúturinn yrði leystur með því að vinna tvö verk samhliða og sam- tímis. Afvopnun skæruliða færi fram í áföngum, um leið og viðræður héldu áfram um framtíð Norður-írlands. Þetta álit kom fram í skýrslunni frá 24. janúar. Með því að fara eftir niðurstöðu nefndarinnar gat John Major orðið eins konar höfundur að endanlegri af- greiðslu írlandsdeilunnar. í staðinn kom hann með til- lögu um kosningar á Norður-írlandi, sem mundu festa spennuna í sessi og framlengja pattstöðuna. Málið hrökk auðvitað í harðan hnút við þetta hliðar- skref Majors. Hann var harðlega fordæmdur af viðsemj- endum sínum írlandsmegin við samningaborðið og gagn- rýndur af öðrum ríkisstjórnum. Allt fór í bál og brand. Virðist nú sem óöld sé að hefjast á nýjan leik. Ástæðan fyrir skyndilegu og óvæntu hliðarskrefi Majors er slæm staða hans í brezka þinginu og hörmu- legar tölur í skoðanakönnunum. í hverjum aukakosning- unum á fætur öðrum saxast á nauman meirihluta hans í neðri deild þingsins, sem skiptir nú örfáum atkvæðum. Til þess að koma í veg fyrir missi meirihluta og nýjar kosningar í Bretlandi, sem Major vill fresta sem allra lengst, þarf hann að fá stuðning þingmanna sambands- sinna frá Norður-írlandi. Hann er orðinn gísl þeirra, af því að hann er skammtímamaður að eðlisfari. Við þetta bætist, að hann telur aukna hörku og óbil- girni í meðferð mála Norður-íríands munu færa sér auk- ið fylgi brezkra þjóðemissinna, þegar kosningar verða óumflýjanlegar. Þannig selur hann friðinn fyrir persónu- leg og flokkspólitísk skammtimasjónarmið sín. Allt er þetta í undirmáls- og skammtímastíl Majors, sem stingur mjög í stúf við fyrirrennarann, Margaret Thatcher. Hann hefúr alltaf verið lítill karl, sem hefur haft slæm áhrif á gang mála í Evrópu. Til dæmis á hann mikinn þátt í klúðri Vesturlanda í Bosníu. Major var leiðandi ríkisleiðtogi þeirrar evrópsku stefnu að fara fram með japli, jamli og fuðri í málum arfaríkja Júgóslavíu með þeim hryllilega árangri, sem öllum er nú ljós, þegar Bandaríkjamenn hafa tekið stjórnartaumana úr örvasa höndum leiðtoga Vestur-Evr- ópu. Svo forustulaus er þessi heimshluti orðinn, að varla kemur upp sú ófriðarhætta innan landamæra Evrópu, að Bandaríkin verði ekki að koma til skjalanna. Nýjasta dæmið eru væringar Grikkja og Tyrkja á Eyjahafi. Bandaríkin urðu líka að sinna írlandsdeilunni. Sú deila er ofjarl Majors forsætisráðherra. Hans verð- ur ekki minnzt í veraldarsögunni sem mannsins, sem leysti hana. Hans verður ekki einu sinni minnzt í verald- arsögunni sem mannsins, sem klúðraði lausn málsins. Hans verður alls ekki minnzt í veraldarsögunni. Major er skýrasta dæmið um pólitískt volæði Evrópu. Hann stjórnar ekki, heldur-rekst um ólgusjó skoðana- kannana með það eina markmið að tóra til næsta dags. Jónas Kristjánsson Þann 7. febr. sl. birtist grein í DV eftir Glúm Jón Björnsson, for- mann Heimdallar, þar sem hann reynir hann að gera hugmyndir okkar jafnaðarmanna um veiði- leyfagjald tortryggilegar. Það er rétt að þrátt fyrir marga andófsmenn úr röðum sjáifstæð- ismanna tókst að stýra afla- markskerfinu farsæliega í höfn. f hugum margra þeirra var afla- markskerfið „óþolandi takmörk- un á athafnafrelsi einstaklings- ins“ og „algjörlega í andstöðu við grundvallarskoðanir sjálfstæðis- manna“. Sú „bráðsnjalla" hugmynd að skipta veiðiréttinum upp á miiii allra landsmanna var ein sú allra varhugaverðasta og var þó úr ýmsu merkilegu að moða á þeim tíma. Hún hefði skapað sjávarút- veginum mikla óvissu. Árni Vil- hjálmsson, prófessor og stjómar- formaður Granda hf., sagði fyrir „Eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar er hugtakið frjálshyggja orðið jafn mik- ið skammaryrði hjá Sjálfstæðisfiokknum og í Alþýðubandalaginu." Veiðileyfagjaldið og aflamarkskerfið ári að sjávarútvegurinn gæti hugs- að sér að greiða fyrir aðgang að auðlindinni ef hann á móti fengi langtímasamning um nýtingarrétt því það væri forsenda skynsam- legrar áætlanagerðar. En svo er það þetta með eignar- réttinn. Þar er Glúmur svolítið óheppinn. „Eignarrétturinn" yfir aflahlutdeildum er ekki stjórnar- skrárvarinn og því annars konar en eignarréttur á verslunarhús- næði. „Eignarréttur" í aflamarks- kerfinu er takmarkaður við nýt- ingarrétt sem stjórnvöld geta aft- urkallað árlega eins og lögin eru nú. Frjálst framsal breytir ekki öllu hér um. Nýtingin fer eftir svipuðum lögmálum og nýting annarra verðmæta í einkaeign. Það er gott, því það skapar verð- mæti, sem önnur hagskipan gerir mun verr. En aðalatriðið er að eigendur að verslunarplássi í Kringlunni þurftu annaðhvort að greiða fyrir sitt pláss í upphafí eða greiða mánaðarlega leigu fyrir aðstöð- una. Þeir fengu ekkert ókeypis. Samlíkingin með marxistana og ríkiskrumluna er því útúrsnún- ingur. Sama gildir um upphaflega úthlutun aflahlutdeUda. Sú úthlut- un var síðan rækilega leiðrétt af stjórnvöldum, svo „dugmiklir" einstaklingar, sem ekki höfðu veiðirétt, kæmust í klúbbinn. Þeir fengu aUt sitt ókeypis. Öfugmæli sjálfstæðis- manna AUir flokkar eiga sína fortíð. Al- þýðuflokkurinn þarf ekkert að biðjast afsökunar á sinni. Á árun- um fyrir-og eftir stríð voru sjónar- mið takmarkaðs ríkisrekstrar víða í hávegum höfð. Það gUti ekkert síður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þar á bæ eru enn sterkir málsvar- ar sem halda fast um óbreytt ástand. Alþýðuflokkurinn velkist hins vegar ekki í vafa um þetta lengur. Sumir flokkar eldast ein- Kjallarinn Þröstur Ólafsson hagfræðingur flokksins, er í mikiUi andstöðu við ríkjandi landbúnaðarstefnu. Því miður hefur frjálslyndis- armi Sjálfstæðisflokksins verið drekkt í súrri sláturtunnu austur á Nesjum. Eftir þá aftöku hafa engar frjálslyndar skoðanir verið tU umræðu innan þess flokks eða átt þar upp á pallborðið - því er nú verr. Eftir myndun nýrrar ríkis- stjórnar er hugtakið frjálshyggja orðið jafn mikið skammaryrði hjá Sjálfstæðisflokknum og í Alþýðu- bandalaginu. Veiðileyfagjaldsígildi er komið Veiðileyfagjald er skynsamleg efnahagsleg aðgerð tU að vega upp á móti ójafnri samkeppnisaðstöðu *Það er satt að segja orðið stutt í öfugmæl in þegar Jóni Baldvin Hannibalssyni er núið um nasir að hann sé einhver forhert- ur ríkisrekstrarpostuli.“ faldlega betur en aðrir. Þeir standa ekki í stað heldur læra af reynslunni. Það er satt að segja orðið stutt í öfugmælin þegar Jóni Baldvin Hannibalssyni er núið um nasir að hann sé einhver forhertur rík- isrekstrarpostuli. Mörgu má nú reyna að klína á hann en þetta er nú það síðasta sem venjulegu fólki dytti í hug. Það er ekki langt síðan nafntogaður sjálfstæðismaður kaUaði hann frjálshyggjumann. Það er stutt öfganna á miUi. Að reyna að nudda Alþýðu- Uokknum upp úr landbúnaðar- sukkinu er nýjasta málsvöm sjálf- stæðismanna við vaxandi andúð eigin flokksmanna á þessu hrika- lega eyöslukerfi. Sæmilega frjáls- lynt og réttsýnt fólk víða í þjóðfé- laginu, einnig innan Sjálfstæðis- þeirra útflútningsgreina sem ekki byggja á ókeypis auðlindagrunni auk þess að vera réttlætismál. Andvirði gjaldsins mun vonandi ganga tU ríkissjóðs. Honum veitir ekki af. ' Ef ég vUdi vera eins ósvífinn í málflutningi og Glúmur hlyti ég að fuUyrða að Friðrik Sophusson hefði safnað meiri skuldum en aðrir fjármálaráðherrar. Hægt væri að reikna út mörg talnaleg, „glæsileg" met, þótt þó séu efnis- lega röng eða taki ekki tiUit til að- stæðna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þeg- ar samþykkt vísi að veiði- leyfagjaldi með samþykkt laga um þróunargjald sjávarútvegsins. Af þeirri braut verður ekki snúið. Menn geta hins vegar streist á móti og frestað næsta skrefi um Skoðanir annarra Ofurvald Davíðs „Vandræðagangur sjálfstæðismanna vegna mögu- legs forsetaframboðs Davíðs Oddssonar er að verða almennt aðhlátursefni. Nú liggur fyrir, að lands- fundi flokksins verður frestað fram á haust tU þess að Davíð Oddsson fái meira svigrúm vegna forseta- kosninganna. En þótt kjörtímabU núverandi forystu sé lengt um helming með þessum hætti þorir enginn að æmta eða skræmta: slíkt ofurvald hefur Davíð Oddsson á undirmönnum sínum í Sjálfstæðisflokkn- um.“ Úr forystugrein Alþýðublaðsins 9. febrúar. Rangar forsendur „Hvers vegna ætti Landlæknisembættið að blanda sér í „hápólitíska" umræðu um fjármál? Ástæðan er sú að ég tel forsendur niðurskurðar i heUbrigðis- þjónustu vera rangar, þ.e. að við rekum hér dýrt heUbrigðiskerfi. Niðurstöður koma iUa niður á fólki er þarfnast bráöaþjónustu og ekki síður á fólki sem ekki getur séð sér farborða vegna líkamlegrar og andlegrar veikiunar." Ólafur Ólafsson í Mbl. 9. febrúar. í handjárn „Stjórnarflokkarnir og atvinnurekendur vUja koma gerð kjarasamninga í miðstýrðan farveg og innleiða í lög hvemig félög launafólks megi stunda atkvæðagreiðslur um samninga og boða tU vinnu- deilna. Almennar viðræður um heppUeg vinnubrögð í kjaraviöræðum hafa snúist upp í tilraun stjórn- valda og atvinnurekenda tU að handjárna verkalýðs- hreyfinguna. Þarf frekar vitnanna við?“ Úr forystugrein Vikublaðsins 9. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.