Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 Fréttir Hjónin sem ekki fengu fæðingarorlof Fá aðstoð við umsókn í Svíþjóð - segir lögfræðingur Tryggmgastofnunar „Við ætlum að aðstoða hjónin til þess að sækja um fæðingargreiðslur frá Svíþjóð. Við höfum spurst fyrir um réttindi þeirra og munum skrifa aftur fyrir þeirra hönd. Ef þau fá synjun munu þau væntanlega áfrýja því þar. Þau voru búsett í Svíþjóð þegar barnið fæddist og falla því undir sænsk almannatryggingalög," segir Hildur Sverrisdóttir, lögfræð- ingur Alþjóðadeildar Trygginga- stofnunar, í samtali við DV. DV greindi frá hjónum í gær sem segjast hvorki fá fæðingarstyrk né orlof frá Sviþjóð né íslandi þar sem þau bjuggu tímabundið í Svíþjóð. Barn þeirra fæddist í Svíþjóð en til þess að fá fæðingarorlof á íslandi er nauðsynlegt að hafa búið hér í eitt ár og fæða barnið hér á landi. Hjón- in sóttu ekki um fæðingargreiðslur í Svíþjóð áður en þau fóru þar sem þau væntu þess að fá fæðingar- greiðslur á íslandi. „Ríkisborgararéttur skiptir engu máli í þessu sambandi. Allir sem eru búsettir hér og/eða hafa starfað hér í meira en sex mánuði eru sjúkratryggðir hér á landi,“ segir Hildur. -em Arkitektar mótmæla: Starfsmenn saka yfirvöld um stefnuleysi „Síðastliðin ár hefur embætti Húsameistara tekið að sér. ákveð- in þjónustuhlutverk fyrir ráðu- neytin og ýmsar stofnanir þeirra. Menntun og störf arkitekta miða að því að þeir hafi yfirsýn yfir alla helstu þætti hönnunar og framkvæmda við byggingar. Arki- tektar eru menntaðir til að sinna störfum á sviði forhönnunar. Arkitektafélag íslands hefur lýst yfir stuðningi við þetta breytta hlutverk embættis Húsameistara ríkisins, eins og stefnt hefur verið að af ríkisvaldinu undanfarin 2-3 ár,“ segir í yfirlýsingu frá starfs- mönnum húsameistara. Skref aftur á bak Þar kemur jafnframt fram að samkvæmt byggingarreglugerð sé arkitekt skylt að annast heildar- samræmingu allra hönnuöa sem að verki koma og að starfssvið hans krefjist innsæis á öðrum verksviðum. í ljósi ákvörðunar forsætisráðherra hins vegar um að auka ekki þetta þjónustu- hluverk húsameistara hafa starfs- menn embættisins áhyggjur af því hvernig hin einstöku ráðu- neyti muni taka á þessum málum í framtíðinni. Þeir telja ástæðu til að ætla að ekki verði staðið fag- lega að undirbúningi bygginga- framkvæmda hjá hinu opinbera. Með því að fækka starfandi arki- tektum hjá ríkinu um nærri helming sé því verið að stíga stórt skref aftur á bak. Vilja ekki leggja niður heldur breyta Arkitektafélag íslands lýsir einnig yfir þungum áhyggjum vegna málsins en félagið er þeirr- ar skoðunar að ekki eigi að leggja embætti húsameistara niður sem slíkt. „Þvert á móti bæri að efla og leggja áherslu á þá þætti í starfi stofnunarinnar er lytu að heildar- yfirsýn, stefnumörkun, áætlana- gerð, undirbúningi og stjórnun hönnunarmála, með svipuðum hætti og raunin hefur orðið hjá embætti Skipulagsstjóra ríkis- ins,“ segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Félagið telur skipulag bygging- armála ríkisins óskýrt og heildar- sýn og markvissa stefnumótun vanta. Það er þeirrar skoðunar að taka verði byggingarmál ríkisins til ítarlegrar endurskoðunar. -brh Seyðisfjörður: Krafa um um- hverfismat DV, Seyðisfirði: Hópur manna á Seyðisfirði hefur sent skipulagsstjóra ríkisins, Stefáni Thors, bréf og vakið athygli hans á að vinna og framkvæmdir viö lagningu raflínu yfir Fjarðarheiði sé ekki sam- kvæmt úrskurði hans frá 15. júní 1995. Hópurinn bendir á að úrskurður segi ótvírætt að linan skuli lögð í jörð frá Ytri-Hádegisá til aðveitustöðvarinnar við Garðarsveg. RARIK hafði hinn 22.12. 1995 sent bæjarráði bréf og beðið þar um að fyr- irtækinu yrði hlíft við að leggja þenn- an hluta strengsins i jörð þar sem kostnaður við það sé hátt í fjórar milljónir króna. Hópurinn telur að bæjarráð hafí „séð aurnur" á RARIK og heimilað fyrir sitt leyti að leggja loftlínu alla leið til aðveitustöðvarinn- ar. Samþykktin var skilyrt þannig að RARIK skuli grafa strenginn i jörð, þyrfti kaupstaðurinn að nýta landið. Þetta erindi var hvorki sent skipu- lagsnefnd né umhverfisnefnd til um- sagnar. Þessi hluti rafstrengsins liggur á byggingarreit aðalskipulags kaupstað- arins og inn i íbúðarhúsahverfi. Hóp- urinn harmar að mál skuli hafa þró- ast á þennan veg og telur framkvæmd- ina bæði óásættanlega og óviðunandi og biður um annað umhverfismat byggt á þessum breyttu forsendum. -JJ DV DV-mynd GVA Reykjanesskóli við ísafjarðardjúp. Nú eru uppi hugmyndir um að loka skólanum alveg. Sveitarfélögin yfirtaka grunnskólana Hugmyndir um að loka Reykjanesskóla -sveitarfélaginu þykir reksturinn of dýr Hreppsnefnd Hólmavíkur hefur sent skólastjórnendum Reykjanes- skóla og foreldrum barna í skólan- um bréf þess efnis að skólanum verði hugsanlega lokað í lok þessa skólaárs þar sem reksturinn á skól- anum verði of dýr þegar sveitarfé- lagið verður búið að yfirtaka rekst- ur grunnskólans í haust. Rekstur Reykjanesskóla er til um- fjöllunar hjá Súðavíkurhreppi, ísa- firði og Hólmavíkurhreppi og segir Salvar Baldursson, formaður skól- anefndar, að engin ákvörðun hafi verið tekin. Hann bíði rólegur þang- að til. Um tíu börn á aldrinum 7-14 ára, þar af nokkur úr þeim hluta hins sameinaða sveitarfélags sem áður var Nauteyrarhreppur, hafa sótt Reykjanesskóla í vetur. Verði Reykjanesskóla lokað verða börnin að fara í heimvist á Hólma- vík næsta vetur. Samkvæmt heim- ildum DV telja nokkrir bændur börnin of ung til að fara í heimavist á Hólmavík og því er hætta á að þeir bregði búi. „Ég get náttúrlega ekki svarað fyrir aðra en maður hefur heyrt þetta. Byggðin hérna stendur ekkert mjög sterkt. Ef skólinn fer þá er það langt í frá að vera gott mál en það er ekki búið að finna neina aðra leið til að leysa þetta,“ segir Salvar. -GHS Flugferðir með Flugleiðum milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar: Dýrara fyrir Islendinga að kaupa flugfar j Kaup- mannahöfn en á íslandi - segir Pétur Stefánsson, Islendingur búsettur í Svíþióð „Við erum mjög óánægðir með það, íslendingarnir í Svíþjóð, að þurfa að borga um 37 þúsund krón- ur fyrir að fara heim frá Kaup- mannahöfn og til baka. Fyrir þá sem búa á íslandi og eru í verka- lýðsfélagi kostar um 20 þúsund fram og til baka sömu leið,“ segir Pétur Stefánsson, íslendingur sem býr í Svíþjóð. „Við erum mjög óhressir með hvernig Flugleiðir koma fram við okkur. íslendingar hafa haft smáaf- slátt en ekkert meira. Flugleiðir eru að bjóða ferðir frá Kaupmannahöfn til Bandaríkjanna fyrir um 2000 krónur íslenskar meira en kostar að fara til íslands og í þessu verði er innifalin gisting eina nótt í Reykja- vík. Þetta er skömm og óskipulag. Ég vinn hjá ferjufyrirtæki og hitti marga og veit að fólk vill gjarnan fara til íslands en gerir það ekki vegna þess að það er svo dýrt. Við, íslendingarnir sem búum hér, fær- um líka heim einu sinni á ári ef þetta væri ekki svona. Það eru um 6000 íslendingar í Sví- þjóð. Okkur er sama með hvaða flugfélagi við íljúgum en ég veit að þegar SAS byrjaði að fljúga fékk það ekki leyfið nema bjóða sama verð og Flugleiðir. Flugleiðir eru verndað félag. Við forum héðan frá Svíþjóð til Spánar á verði sem er um 20 þúsund krónur íslenskar. Svo er verið að tala um að íslendingar vilji fá ferða- menn, það er bara ekki rétt. Einok- unin hjá Flugleiðum stoppar það. Fólk fer frekar í mánuð til Rúmeníu eða eitthvað annað heldur en að fara til íslands," sagði Pétur. Mikið magn sæta Einar Sigurðsson, upplýsingafull- trúi Flugleiða, sagði að skýringin á þessu lága verði verkalýðsfélaganna héðan að heiman til Kaupmanna- hafnar og til baka væri sú að verka- lýðsfélögin keyptu mikið magn sæta, á þeim grundvelli væri hægt að ná verðinu niður. Þetta væri sértilboð sem Samvinnuferðir-Land- sýn seldu með flugvélum Flugleiða og takmarkað framboð sæta. íslend- ingafélögin erlendis hefðu samið við Flugleiðir og fengju afslátt en hann væri ekki svona mikill. Þá sagði Einar að almenn fargjöld milli Kaupmannahafnar og Kefla- víkur væru á svipuðu verði hvort sem þau væru keypt hér heima eða í Kaupmannahöfn. Lægsta fargjald sem hægt væri að kaupa frá Kaup- mannahöfn til Keflavíkur og til baka í sumar með því að vera í mánuð í ferðinni og kaupa farið núna er um 28.000 krónur, að sögn Einars. Hann sagði að hægt vegar að kaupa far á 37.000 krónur. Af- sláttarfargjald verkalýðsfélaganna gegnum Samvinnuferðir-Landsýn væri 20.600 krónur en yröi 24.800 krónur eftir 1. mars. -ÞK Stefán Hilmarsson meö Milljónamæringunum „Þaö er rétt, ég verð gestur með þeim nokkur skipti en það er ekk- ert ákveðið enn um framhaldið. Þeir hafa áður verið með gesta- söngvara. Við byrjum í Ingólfs- kaffi á laugardaginn. Mér líst ágætlega á þetta, ég var á æfingu með þeim,“ sagði Stefán Hilmars- son poppari þegar hann var spurð- ur um samstarf sitt viö Milljóna- mæringana. Eins og kunnugt er er hljóm- sveitin Sálin hans Jóns míns kom- in í frí. Stefán sagðist vera að vinna að sólóplötu og væri stefnt að því aö hún kæmi út í haust. -ÞK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.