Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 16
i6 tilveran
Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir
hjá Blóðbankanum.
ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 JL^"V
bloð gera gagn
- segir Sveinn Guðmundsson yfirlæknir
Hve mikið?
Hver blóðgjafi gefur 450 ml
en það mun vera minna en 1/10
af blóðmagni líkamans.
Hve oft?
Karlar ættu ekki að koma oft-
ar en með þriggja mánaða milli-
bili en konum er ráðlegt að láta
fjóra mánuði líða á milli blóð-
gjafa.
Jýir blóðgjafar koma síð-
ím síðar og gefa blóð. Ef
er á lyfjameðferð, með
a önnur veikindi er gert
lið eða lengra hlé á blóð-
t blóð er síðan skimað
sinni við heimsókn
iafa, með öryggi blóð-
a að leiðarljósi.“
Það dugi handa
„Við söfnum 15 þúsund einingum
blóðs á ári og án þessa blóðs væri
ekki hægt að standa að nútíma
læknismeðferðum. Um 4.000 sjúk-
lingar þurfa árlega blóð og 8.500
virkir blóðgjafar eru undirstaða
þessarar meðferðar. Karlar mega
gefa fjórurn sinnum á ári og konur
allt að þrisvar sinnum. Við mynd-
um gjarna vilja fjölga blóðgjöfum
svo álagið á hvern og einn yrði
hæfllegra,“ segir Sveinn Guðmunds-
son, yfirlæknir hjá Blóðbankanum.
Tilveran brá sér í bankann til þess
að kynna sér lauslega hvað þar færi
fram.
Sveinn segir að þröngt sé um
Blóðbankann í núverandi húsnæði
en áhersla sé lögð á að gera allt sem
heimilislegast, að blóðgjafarnir
slaki vel á hjá þeim og gefi sér tíma
til þess að fá sér kaffi og meðlæti.
70 blóðgjafar á dag
Sveinn Guðmundsson segir Blóð-
bankann þurfa 70 einingar af blóði
alla daga ársins til þess að halda
starfseminni gangandi, eina einingu
frá hverjum blóðgjafa. Hann segir
fólk vera kallað inn með símtali eða
bréfi og þegar kallið komi þurfi
ástæðan ekki að vera sérstök slysat-
ilvik. Miklar sveiflur geti verið í
notkun blóðs.
„Það er mjög mikilvægt að fólk
geri sér grein fyrir því að allir sem
gefa blóð gera gagn. Enginn einn
blóðflokkur er mikilvægari en ann-
ar því sjaldgarfa blóðflokka þarf eðli
málsins sarr^raemt sjaldnar að
nota. Vegna árÖ|ursríkari en jafn-
framt kröftugri krabbameinsmeö-
„Þetta er nú bara í þriðja skiptið sem ég gef en mér fannst vera kominn tími á mig. Ég hef tekið þetta upp hjá sjálf-
um mér og finnst alveg sjálfsagt að gefa blóð. Hver veit nema ég þurfi sjálfur á þessu að halda einhvern tíma,“ seg-
ir Baldur Oli Sigurðsson. Hann var að gefa blóð þegar Tilveran ieit inn í Blóðbankann í liðinni vtku. DV-myndir BG
ferða og flóknari aðgerða hefur
blóðflokkanotkun aukist á íslandi á
undanförnum árum.“
Öruggt að þiggja blóð
Sveinn segir að lykilatrið sé að
blóðhlutar séu aldrei gefnir nema
að þeirra sé brýn þörf. Öryggi blóð-
hluta hafi farið vaxandi á síðustu 10
árum, fyrst með tilkomu skimunar
fyrir alnæmisveirunni og síðar með
tilkomu skimunar fyrir lifrarbólgu
C í blóðgjöfum.
„Með þess má segja að öryggi
sjúklinga sé betur tryggt en nokkru
sinni áður. Að auki er tíðni þessara
sýkinga lítil á íslandi og íslenskir
blóðþegar því öruggari en víðast
hvar í heiminum," segir Sveinn.
Hann segir að í erlendum rannsókn-
um hafi hættan á HlV-smiti sjúk-
lings með blóðhlutum verið áætluð
1:300.000 til 1:1.000.000 og ættu því að
geta orðið á Islandi á 20-60 ára
fresti. Lág tíðni lifrarbólgu og HIV
hér valdi þó því að áhættan sé lík-
lega enn minni.
-sv
i. Allir blóðþeg-
ir áður en þeim
áðatilvikum þar
tími til þess að
viðkomandi sé
efnt „O Rhesus-
Þórður B. Þóröarson.
DV-mynd ÆMK
i no. 1:
svo
hvítum
m
Finnst ég gera gagn
„Þetta hófst í Stýrimannaskólanum 1961. Þá var það reglan að
nemendur kæmu úr skólanum og gæfu blóð. Ég hef bara haldið
þessu við síðan og finnst afskaplega gott að gera þetta,“ segir Þórð-
ur B. Þórðarson en hann er sá blóðgjafi sem oftast hefur gefið blóð,
alls 115 sinnum. Þórður segir að sér líði alltaf mjög vel eftir að hafa
gefið blóð, bæði andlega og líkamlega.
„Móttökurnar í bankanum eru alltaf svo hlýlegar og mér finnst
ég vera að gera gagn. Ég gef alltaf fjórum sinnum á ári og vonast
til að geta gert það á meðan ég held heilsu.“ -sv
Blóðflokkar íslendinga
□ O (55.3%)
□ A (31,6%)
□ B (10,7%)
□ AB (2,4%)
Hve langan tíma?
Blóðgjöfin sjálf tekur ekki
langan tíma, eða 7-10 minútur.
Blóðbankinn býður fólki hins
vegar upp á djús fyrir blóðgjöf
og kaffi á eftir svo að best er að
reikna með 30-50 mínútum.
Verð ég þreytt(ur)?
Nei, eftir víku er aftur kom-
inn eðlilegur fjöldi blóðkorna í
blóðið.
íþróttir á eftir?
Þú mátt stunda allar íþróttir
eftir blóðgjöf en rétt er að forð-
ast þrekæfingar fyrstu klukku-
stundina á eftir. Ef þú stundar
keppni þarftu að hafa í huga að
þolið getur verið minna fyrstu
vikuna eftir blóðgjöf.
Er blóðið rannsakað?
Já, bæði þín vegna og þeirra
sem taka við blóðinu. Blóðið er
flokkað, mælt er magn blóð-
rauða og leitað að lifrarbólgu
og eyðni.
Á ég að gefa blóð?
Allir menn, konur og karlar,
á aldrinum 18-80 ára, mega gefa
blóð, svo fremi að þeir séu ekki
í sérstökum áhættuhópi með
tilliti til blóðsmits. Allt miðar
þetta að því að tryggja öryggi
blóðgjafans og blóðþegans.
Eigið mat
í spurningalista frá starfs-
fólki Blóðbankans er höfðað til
eigin mats einstaklingsins. T.d.
má enginn sem hefur sprautaö
sig með eiturlyfjum gefa blóð.
Verð ég blóðlítill?
Allir blógjafar eru athugaðir
með tilliti til blóðrauðamagns
viö hverja blóðgjöf. Að auki eru
járnbirgðir líkamans rannsak-
aðar með reglulegu millibili. í
beinmerg eru varabirgðir lík-
amans af járni og blóðgjafi
myndar nýjan blóðrauða og
blóðkorn af varabirgðunum.
Hvers vegna
Til ao viðhalda eðlilegum
varabirgðum járns þarf járn
með fæðunni. Við hverja blóð-
gjöf tapast 200-250 mg af járni.
Aðeins 10% járns í fæðunni
nýtast líkamanum. Mælt er
með járntöflum í 1-2 mánuði
eftir blóðgjöf.
-sv