Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 31 I>V Fréttir Ölfusbændunum Engllbert Hannessynl á Bakka og Gunnari Konráðssynl á Grímslæk fannst taðan sem stóðhestunum er boðin í fínasta lagi. DV-mynd E.J. Kópavogur: Skóla- og menningarmál sameinuð á einn stað Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa ákveðið að stækka verulega skóla- skrifstofu bæjarins og fjölga starfs- fólkinu til að sjá um rekstur sjö grunnskóla í bænum eftir yfirtöku sveitarfélaga á grunnskólanum í sumar. Skólaskrifstofan mun heyra undir fræðslu- og menningarsvið ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa og verður hún undir stjórn fræðslu- stjóra. Skrifstofan verður til húsa á í félagsheimili Kópavogs og er stefnt að flutningi í byrjun sumars. Starfsmenn Kópavogsbæjar í grunnskólum verða um 50 talsins eftir yfirtökuna og nemendur um 2.800. Búist er við að kostnaður bæj- arins vegna grunnskólans nemi tæpum 500 milljónum króna á árs- grundvelli. Ekki er gert ráð fyrir kostnaði vegna yfirtökunnar í fjár- hagsáætlun bæjarins fyrir þetta ár enda verður áætlunin endurskoðuð strax og kostnaður liggur fyrir, að sögn Braga. „Sveitarfélögin eru almennt að bíða eftir ákvörðun ríkisvaldsins ■ um peningamál. Þar er svolítill ágreiningur um það hversu há pró- senta þarf að flytjast frá ríkinu til sveitarfélaga. Skólabyggingakostn- aður á höfuðborgarsvæðinu á eftir að margfaldast á næstu árum ef á að ná einsetningaráformum," segir Bragi Michaelsson, formaður skóla- nefndar í Kópavogi. Á næstunni verður auglýst eftir fræðslustjóra, rekstrarstjóra, tveim- ur kennsluráðgjöfum og fleira starfsfólki en öll sálfræðiþjónusta verður aðkeypt. Bragi segir að ekki sé ætlunin að segja upp núverandi starfsfólki skólaskrifstofu. -GHS Stóðhestar sendir heim ef þeir standa sig ekki Á annað hundrað manns kom í stóðhestastöðina í Gunnarsholti að skoða. stóðhesta í gær er þar var haldinn opinn dagur. Mikill áhugi hefur verið á stóð- hestastöðinni. „Hér eru nú 37 stóð- hestar og átta til tíu á biðlista," seg- ir Páll Bjarki Pálsson yfirtamninga- maður en hann hefur ásamt Sigurði Vigni Matthiassyni hugsað um hest- ana í vetur. „Hrossaræktaráðunautarnir Þor- kell Bjarnason og Jón Vilmundar- son koma hér mánaðarlega og gera úttekt á hestunum. Við metum svo hverjir séu líklegir til afreka í kyn- bótaræktuninni en fjórtán hestar hafa verið sendir heim. Við leggjum áherslu á að hafa að- stöðuna sem vandaðasta. Halldór Árni Pálsson hefur hjálpað til við hirðinguna og Páll Stefánsson dýra- læknir kemur mánaðarlega og skoð- ar alla hestana," segir Páll enn fremur. Hrafnkell Karlsson, formaður stjórnar Stóðhestastöðvarinnar, og Þorkell Bjarnason hrossaræktar- ráðunautur kynntu stöðina. í máli Hrafnkels kom fram að óljóst væri með framtíð stöðvarinn- ar en á búnaðarþingi í mars yrðu málin rædd. Þorkell sagði að flestir stóðhes- tanna væru undan Hirti frá Tjörn og Stormi frá Stórhóli, fjórir undan hvorum, þrír undan Hrafni frá Holtsmúla og Stíganda frá Sauðár- króki. Flestir stóðhestanna eru fimm vetra, eða tuttugu og einn. Fimmtán verða fjögurra vetra í vor. Næsta sýning verður 24. mars og má þá búast við kepppni í tölti og skeiði stóðhesta. Oft er suðurhiminninn fallegur í birtingu á Norðurlandi en menn muna þó vart aðra eins dýrðarsýn og blasti við einn morgun fyrir skömmu. Þá sigldu glitský sem himins fley um geiminn. Glitský sjást ekki oft á himni hér nyrðra. Það tók þau um hálftíma að renna sér yfir flötinn áður en þau dóu út í blámóðu fjarskans. DV-mynd ÞÁ, Sauðárkróki Höfðabakkabrú: Vitni óskast að ákeyrslu á skiltabrú Rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík lýsir eftir vitnum að ákeyrslu á stórt vegaskilti (skilta- brú) við Höfðabakkabrúna á Vest- urlandsvegi. Ákeyrslan átti sér stað á tímabilinu frá 14.00-16.30 á fimmtudag. Þeir sem geta gefíð upplýsingar um málið snúi sér til lögreglunn- ar S Reykjavík. Brotajárnsmót- taka í Eyjafirði Nú þurfa Eyfirðingar ekki að vera í vandræðum með það brota- járn sem til fellur á svæðinu. Sor- peyðing Eyjafjarðar opnaði brota- járnsmóttöku í Krossanesborgum sl. miðvikudag. Fólk getur komið með brotajárn þangað á miðvikudögum og laugardögum hér eftir. Notaðar verða pressur til að pressa járnið saman. Síðan flytur Eimskip það með gámum til Hringrásar í Reykjavík. -ÞK Víöa úðað á veggi Vegna fréttar í DV þriðjudag- inn 6. febrúar um skemmdir á húsum við Sólvallagötu í Reykja- vík hafa blaðinu borist ábending- ar um slíkar skemmdir viðar um borgina. Við Bergstaðastræti, Baldurs- götu og Hafnarstræti er svipað upp á teningnum. Virðist sem sami eða sömu aðilar hafi verið að verki á öllum stöðunum. aukabla5 um CWCV morgun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.