Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 Stuttar fréttir Utlönd DV Rússar skotnir Fréttir herma að þrír rúss- neskir hermenn hafi verið skotn- ir til bana við varðstöð i Grozní, höfuðborg Tsjetsjeníu. gegn Karadzic Bandarísk stjórnvöld til- kynntu í gær að þau væru að rannsaka frétt- ir þess efnis að Radovan Kara- dzic, leiðtogi Bosníu-Serba sem hefur ver- ið ákærður um stríðsglæpi, hafi sloppið í gegnum eftirlitsstöðvar NATO í Bosniu. Forseti rannsakaður Samper Kólumbiuforseti verð- ur rannsakaður fyrir að eyða meiru en leyfilegt var fyrir for- setakosningarnar 1994. Rætt um dreifingu Viðræður íraka og SÞ um olíu- sölu til að standa straum af mat- vælakaupum snerust í gær að mestu um dreifingu á aðstoð til nauðstaddra. Áfram með friðinn Bandarisk stjórnvöld sögðu að tilraunum til að koma á friði milli ísraela og Sýrlendinga yrði haldið áfram alla kosningabarátt- una sem fram undan er í ísrael. Vildi ekki tala við OJ Nicole Brown Simp- son, fyrrum eiginkona ruðningshetj- unnar O.J. Simpsons, neitaði að tala við hann í síma síðustu klukkustundirnar sem hún lifði, að því er vinkona hennar, Faye Resnick, sagði fyrir rétti í gær. Flóttamenn burt Stjórnvöld í Saír sendu her- menn sína að búðum fyrir flótta- menn frá Rúanda í morgun til að loka þeim og senda flóttamennina aftur til síns heima. Ofbeldi í Alsír Öryggissveitir í Alsír hafa drepið 22 skæruliða heittrúaðra múslíma á fimm dögum, að sögn alsírskrar fréttastofu. Sjö dánir í rútuslysi Sjö manns að minnsta kosti létu lífíð þegar rúta með hol- lenska skíðamenn fór út af vegin- um í Þýskalandi og ofan í á. Enn fastir Björgunarmönnum í Japan mistókst í morgun í þriðja sinn að ná til fólks sem hefur verið lokað inni i jarðgöngum frá því um helgina. Stöðugleikinn Borís Jeltsin Rússlandsfor- seti, sem hefur lofað að skýra frá því í þess- ari viku hvort hann býður sig fram til endur- kjörs í vor, sagði í gær að Rússland væri um það bil að ná þeim stöðugleika og hagvexti sem svo lengi hefði verið beðið eftir. Kóngur ræður Konungurinn í Sádi-Arabíu sat í forsæti ríkisstjórnarfundar í morgun í fyrsta sinn frá því hann veiktist í nóvember og er það til merkis um að hann sé kominn aftur til starfa. Kúkaði í vélinni Bandarískur bankamaður, sem var handtekinn fyrir óspektir í flugvél, þar á meðal fyrir að hafa kúkað á matarbakka, viður- kenndi sekt sína í gær. Reuter Enginn afgerandi sigurvegari í forvali repúblikana í Iowa-ríki: Bob Dole meö naumt forskot á Buchanan Öldungadeildarþingmaðurinn Bob Dole sigraði í forvali repúblikana í Iowa-ríki í gær, þar sem valdir eru kjörmenn á landsfund Repúblikana- flokksins sem haldinn verður í sum- ar. Þegar 98 prósent atkvæðanna höfðu verið talin hafði Dole hlotið 26 prósenta fylgi. Skammt á hæla hon- um kom hægrimaðurinn Pat Buchanan með 23 prósent atkvæð- anna. Sá árangur var mun betri en spáð hafði verið en þurfti ekki að koma á óvart þar sem hann naut stuðnings kristinna hægrimanna í Iowa sem eru um þriðjungur flokks- manna í ríkinu. Lamar Alexander, fyrrum ríkis- stjóri í Tennessee, naut óvænts fylg- is og hlaut 18 prósent atkvæðanna. Minni reisn var hins vegar yfir millj- arðamæringnum og útgefandanum Steve Forbes sem hlaut einungis 10 prósent atkvæðanna þrátt fyrir að hafa eytt miklu fé í kosningabarátt- una. Phil Gramm, öldungadeildar- þingmaður frá Texas, varð fimmti með 9 prósent atkvæðanna. Dole var sigurreifur í ræðustól að forvalinu loknu. Sagði hann að fyrsta skrefið hefði verið stigið í þá átt að koma íhaldssjónarmiðum inn í Hvíta húsið. Stjórnmálaskýrendum þótti sigur Doles hins vegar ekki mjög sannfærandi en almennt var búist við að hann hefði meira fylgi í Iowa. „Úrslitin sýna hve valtur Dole er í sessi. Hann er haltrandi forustu- sauður, er ekki á stökki," var haft eftir einum stjómmálaskýranda. Sig- ur í Iowa þykir engan veginn öruggt merki um velgengni í síðari forkosn- ingum. Frammistaða hægrimannsins Pats Buchanans þótti hrista upp í mönn- um en hann gekk til forvalsins með öflugra siðferði, fjölskyldugildi og Bob Dole sigraði með naumindum í forvali repúblikana í lowa. Símamynd Reuter efnahagslega þjóðernisstefnu að vopni. Þrátt fyrir heldur rýra frammi- stöðu i Iowa var Steve Forbes sæmi- lega sáttur við sinn hlut og sagðist hlakka til baráttunnar í New Hamps- hire, þar sem kosið verður næstkom- andi mánudag. Hann sagðist þess fullviss að hann ynni á þegar liði á forkosningarnar. Forbes hefur vakið athygli fyrir hugmyndir sínar um skattkerfið og er búist við að hug- mynd hans um flatan skatt falli í góðan jarðveg i New Hampshire. Á meðan repúblikanar börðust um fylgi í forvalinu bauð sig enginn fram gegn Bill Clinton forseta í Iowa. Hann er enn óskoraður sem forseta- efni demókrata og í skoðanakönnun- um hefur hann forskot á alla hugsan- lega keppinauta sína úr röðum repúblikana. Reuter Fjöldi kjörmanna í hverju fylki v ' Vf- ALASKA 19 WASHINGTON 36 OREGON 23 MONTANA 14 IDAHO 23 NEVADA 14 KALIFORNIA 165 UTAH 28 ARIZONA 39 WYOMING 20 COLORADO 27 NÝJA-MEXÍKÓ 18 NORÐUR- DAKÓTA 18 SUÐUR- DAKÓTA 18 NEBRASKA 24 KANSAS 31 OKLAHOMA 38 MINNESOP 33 WISCONSft 36 MICHIGAI IOWA 25 57 36 NEW HAMPSHIRE 16 VERMONT 12 NEWYORK 102 PENNSYLVANIA ohio \ 73 , 67 VESTUR- VIRGINIA 18 VIRGIt 53 HAWAII 14 TEXAS 125 INDIANA ILLINOIS co \ 69 MISSOURI KENTUCKY 26 : norður- TENNESSEE CAROLINA J* ARKANSAS 38 SUÐUR- 58 20 alabama carolina MISSIS- 40 GE0J!GIA 37 SIPPI 42 33 LOUISIANA MASSACHUSETTS 37 RHODE ISLAND 16 CONNECTICUT 27 MARYLAND 32 PUERTO RICO 14 FLÓRIDA 98 DISTRICT OF COLUMBIA 14 Þeir sem vonast eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikanaflokksins taka þátt í forkosningum eöa forvali í 50 rikjum á næstu fimm mánuðum. Til ab hljóta útnefningu á landsfundi repúblikana síösumars þarf frambjóðandi aö hafa tryggt sér a.m.k. 996 kjörmenn. Búister viö haröskeyttari baráttu um útnefningu en oft áöur. DV Leiðtogar Bretlands og írlands: Lofa að koma friðarumleitun um til bjargar Leiðtogar Bretlands og Irlands lofuðu því í gær að reyna að bjarga friðarum- leitununum á Norður-írlandi en ítrek- uðu að írski lýðveldisherinn (IRA) yrði að lýsa aftur yfir vopnahléinu sem hafði verið í gildi í 17 mánuði þegar sprengj- an sprakk í London á fóstudagskvöld og varö tveimur að bana. John Major, forsætisráðherra Bret- lands, sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðar- innar í gærkvöldi að Sinn Fein, pólitísk- ur armur IRA, yrði að afneita ofbeldis- verkum. „Ekki fyrr en þeir koma aftur á vopnahléi og lýsa yfir eindregnum frið- arvilja, geta þeir tekið þátt í að móta framtíð Norður-írlands," sagði Major. „IRA mun aldrei takast að sprengja sér leið að samningaborðinu. Breskir og írskir ráöherrar munu ekki hitta full- trúa Sinn Fein fyrr en ofbeldi þeirra lýkur.“ John Bruton, forsætisráðherra írlands, sem gagnrýndi Major um helg- ina fyrir að halda fast í þá skoðun sína að kosningar á Norður-írlandi væru besta leiðin fram á viö, var sama sinnis John Major. Símamynd Reuter um að mannvígum yrði að linna. „Við verðum ekki ánægðir fyrr en IRA lýsir því aftur yfir að ofbeldisað- gerðum hafi verið hætt. Það er brýnasta verkefni okkar,“ sagði Bruton í viðtali við Channel 4 sjónvarpsstööina. Reuter Noröur-Kórea: Fyrsta eiginkona Jong-ils stingur af Sung Hye-rim, fyrsta eiginkoná Kioms Jong-ils, leiðtoga Norður- Kóreu, hefur stungið af. Haft var eftir suður-kóreskum embættis- manni að ekki væri vitað hvar Sung væri niðurkomin en menn byggjust eins við að hún leitaði hælis sem pólitískur flóttamaður í Suður- Kóreu. Sung, 58 ára, er fyrsta eigin- kona Kim Jong-ils og móðir elsta sonar hans. Þau hafa ekki búíð saman í mörg ár en eru ekki formlega skilin. Þrjár manneskj- ur eru í för með Sung, eldri syst- ir hennar, frænka og aðstoðar- maður. Síðast sást til fjórmenn- inganna í einbýlishúsi í Sviss en Sung hafði dvalið í Moskvu frá 1983 þar sem hún var undir lækn- ishendi vegna sjúkdóms. Sung Hyerim er fyrrum leik- kona. Hún var gift þegar Kim Jong-il kynntist henni 1967 en hann neyddi hana til að skilja við eiginmann sinn. Vitað er til að Kim Jong-il hafi búið með tveim- ur konum eftir að Sung fór frá honum, ritara sínum og dansara. Sérfræðingar segja Kim Jong-il traustan á valdastóli í Norður- Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu. Nú hefur fyrsta eiginkona hans stungið af til vestursins. Kóreu þó enn eigi eftir að setja hann formlega inn í æðstu emb- ætti ríkisins, sem aðalritara kommúnistaflokksins og forseta ríkisins. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.