Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 3 DV Kvennadeildin: Fæðingum hefur fækkað Fæðingum fækkaði talsvert í fyrra miðaö við árið á undan. Um 2.900 fæðingar áttu sér stað á Landspítalanum í fyrra en 3.100 börn fæddust á Landspítalanum árið 1993. Guðrún Björg Sveinbjörnsdótt- ir, yfirljósmóðir á Landspítalan- um, segir að tölur úr ómskoðun fyrstu fimm mánaða þessa árs gefi til kynna að fæðingum fari aftur fiölgandi á þessu ári. -GHS Loðnufrysting: Loðnuflutningur á opnum bílum bannaður „Þetta kemur í umræðuna nú þegar hrognafylling loðnunnar er orðin svo mikil að frysting hefst. Það eru skýr fyrirmæli í reglu- gerð um að fisk til manneldis má ekki flytja á opnum bílum eða vögnum. Þess vegna er bannað að flyfia loðnu, sem á að fara til frystingar, í þannig flutninga- tækjum. Aftur á móti má flytja loðnu til bræðslu á opnum bíl- um,“ sagði Þórður Friðgeirsson hjá Fiskistofu í samtali við DV. Mikið er flutt af loðnu milli staða nú þegar frysting er hafin. Menn keppast við að frysta sem mest þann tiltölulega stutta tíma sem hægt er að frysta loðnu og þess vegna er öll aðstaða til fryst- ingar, sem til er, notuð. -S.dór Stutt í Hval- fjarðarsamning DV Akranesi: Nú er unnið á fullu við að fín- pússa og ganga frá málum í sam- bandi við undirskrift samninga um Hvalfiarðargöng sem nokkuð lengi hefur verið beðið eftir. „Þetta verður ekki tilkynnt nema með stuttum fyrirvara hvenær verður skrifað undir. Verið er að vinna af miklum krafti á endasprettinum og ég tel að eftir svona viku geti ég sagt til um það hvenær skrifað verður undir,“ sagði Gylfi Þórðarson, stjórnarformaður Spalar, sem hefur með Hvalfiarðargöngin að gera, i samtali við DV í gær. -DÓ Formaður Þjóðvaka: Aðgerðir til að bæta stöðu skuldara Jóhanna Sigurðardóttir, for- maður Þjóðvaka, hefur lagt tram á Alþingi þingsályktunartillögu um víðtækar aðgerðir til að bæta stöðu skuldara. í fréttatilkynn- ingu segir að gjaldtaka og skatt- lagning á skuldir einstaklinga hafi keyrt úr hófi fram hjá hinu opinbera, fiármálastofnunum og mörgum lögfræðingum, sem eft- irlitslaust skammti sér laun og tekiur með ofurálagi á vanskil einstaklinga. Samkvæmt þingsályktunartil- lögunni vill Jóhanna draga úr gjaldtöku hins opinbera vegna fiárnáms, nauðungarsölu og virð- isaukaskatts á innheimtukostnað lögmanna, tryggja betur réttar- stöðu fólks vegna fiárnáms, upp- boðsaðgerða og gjaldþrotameð- ferðar, sem og stöðu ábyrgðar- manna fiárskuldbindinga. Jóhanna vill einnig setja lög- gjöf um ókeypis lögfræðiþjónustu og greiðsluaðlögun sem gæti að verulegu leyti komið í stað upp- boðsmeðferðar og gjaldþrota- skipta og setja opinbera gjald- skrá fyrir efnalítið fólk um inn- heimtu lögmanna og hámark á gjaldtöku fiármálastofnana. -GHS __________________________________________________________Fréttir Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri þingflokks Alþýðuflokksins: Formaður í Seðlabanka og útgáfufélagi Alþýðublaðsins Þröstur Ólafsson, framkvæmda- stjóri þingflokks Alþýðuflokksins og formaður bankaráðs Seðlabanka ís- lands, hefur tekið að sér stjórnarfor- mennsku í útgáfufélagi Alþýðu- blaðsins, Alprenti hf. Þröstur telur enga hagsmunaárekstra felast í því að gegna þessum störfum samtímis. Haustið 1994 settu þingmenn Al- þýðuflokksins sér siðareglur þar sem sagði að þeir myndu ekki sitja í stjórnum banka, sjóða eða annarra fiármálastofnana. Farið yrði að gild- andi reglum við val á einstaklingum til trúnaðarstarfa og kveðið á um hvernig varast bæri hagsmunaá- rekstra að því er varðaði embættis- færslur og ráðningar trúnaðar- manna með umboð frá Alþýðu- flokknum. „Það var talað um að þetta væru menn sem væru kjörnir til starfa eins og Alþingis sem hefði eitthvert löggjafarvald. Ég hef ekkert löggjaf- arvald og ekkert vald til að hafa áhrif á eitt eða neitt þannig að það sker ekki hvort annað. Það var það sem menn voru að tala um og það er alveg óbreytt," segir Þröstur. - Þú telur þetta þá ekki ósamrým- anlegt? „Nei, ég tel það ekki. Ég teldi það hins vegar ef ég væri alþingismað- ur, ráðherra eða slíkt, þá teldi ég að það snerti þetta," segir hann. -GHS á raftækjum og eldhúsáhöldum SVIMANDI AFSLATTUR ALLT AÐ 70%!! ,wum*km>wW5N' NOKKUR VERÐDÆMI: MKMABKAO MAGN! DAEWOO hljómtækjasamstæba Tilvalin fermingargjöf. AMI-230 2x30 watta. 16 bita CD spilari - fjarstýring. Rétt verö kr. 36.900. Útsöluverö kr. 24.900. Brauftristar 10 ger&ir. Kaffivélar, 8 qerbir. Verð frá:2.590 Verð frá 1.290. Handþeytari Fullt verö kr. 2.790. Útsöluverö kr. 1.990. Stálpottar. 30% afsláttur. Eldavélar HSC 613 eldavél með keramikhellum - blástur. Fullt verð kr. 89.900. Útsöluverð kr. 74.300. Uppþvottavélar 1 2 manna, 2 hitastig. Fullt verð kr. 79.900. Útsöluverð kr. 66.400. Aðrar gerðir frá kr. 49.900. Ávaxtapressur. Ver& frá kr. 2.690. Vöfflujárn. Verö frá kr. 2.990. Ath: Veittur er 3% staðgreiðsluafsláttur frá útsöluverði. Nú er um að gera að hafa hraðar hendur, því aðeins er um takmarkað magn af hverri vörutegund að ræða! Einar Farestveit & Co hf. Borgartúni 28 símar 562 2901 og 562 2900.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.