Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 9 DV Útlönd Heimsóknir að leiði Mitter- rands valda áhyggjum Gifurlegur fólksfjöldi sem heimsækir gröf Mitt- errands, fyrr- um Frakk- landsforseta, hefur valdið bæjarsfjórn Jamac, heima- bæjar forsetans sáluga, veruleg- um áhyggjum. Hefur sérstök sið- ferðisneöid verið sett á laggirnar sem ganga á úr skugga um að verslun með minjagripi og slíkt ógni ekki sómatilflnningu fólks. Um 100 þúsund manns hafa heimsótt Jarnac sem hefur 4.800 íbúa. Heimsóknir fólks sem vill minnast Mitterrands hafa opnað markaö fyrir hvers kyns minja- gripi og kallað á stóraukið gisti- rými. Mikið umferðaröngþveiti er við bæinn um hverja helgi og kvartanir hafa borist um að troð- ið sé á leiðum við hliðina á leiöi Mitterrands. Hefur bæjarstjórinn heimsótt heimabæ Charles de Gaulle til að fá hugmyndir um hvemig standa eigi að móttöku fólksfjöldans. Karlmennskan verður körlum að fjörtjóni Dagblað á Nýja-Sjálandi greinir frá því að karlmennskuímyndin, sem karlmenn hafa flaggað kyn- slóð fram af kynslóð, geti orðið þeim að fjörtjóni. Vitnar blaðið í rannsókn á körlum þar sem fram kemur að karlmennskuímyndin sé ein meginástæða þess að karl- ar lifi að jafnaði skemur en kon- ur. Karlmennskan geri að verk- um að karlan hunsi einkenni um sjúkdóma og harki heldur af sér. Segir að ekki megi vanmeta þátt karlmennskunnar í þessu sam- bandi en hún sé meira áberandi á Nýja-Sjálandi en annars staðar. Rannsóknin hefur fengið heil- brigðisyfirvöld í Auckland til að beina sjónum i auknum mæli að sjúkdómum karlmanna. Arafat sór eið sem forseti Yasser Ara- fat, 66 ára, sór í gær eið sem fyrsti forseti Palestínu- manna. Hann lagði hægri hönd á Kóran- inn, hið helga rit múslima, og sór þess eið að vera trúr fóður- landi sínu, virða lög og reglur og gæta hagsmuna palestínsku þjóð- arinnar. Simon Peres, forsætis- ráðherra ísraels, óskaði Arafat til hamingju. 1 tilkynningu frá Peres var þess gætt að kalla Arafat ekki formann eins og áður heldur for- seta. Arafat sór eið þremur vikum eftir yflrburðasigur í kosningum sem gerðu hann að æðsta manni yfir ríkisstjórn og 88 manna full- trúaráði á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna. Mikið af fiski kafnar í Úkraínu Gríðarlegt magn af fiski hefur kafnað í ánni Dnieper í Úkrainu þar sem áin er ísi lögð og fiskarn- ir fá ekkert súrefni. Standa yfir- völd frammi fyrir því að fjarlægja hræin svo heilbrigði fólks og nátt- úru verði ekki stefnt í voða. Talið er að allt að eitt hundrað tonn af fiski hafi kafnað í ánni. Stjórn- völd hafa beðið sjómenn, veiði- menn og skólaböm úm að brjóta göt á íshelluna svo súrefni komist að fiskinum. Reuter Rokkarinn Mick Jagger kemur hér ásamt eiginkonu sinni, fyrirsætunni Jerry Hall, til verðlaunahátíðar bandarískra tískuhönnuða ■ New York í gærkvöldi. Símamynd Reuter Juppé leggur lóð sitt á vogarskálar Jeltsíns Alain Juppé, forsætisráðherra Frakklands, sem er væntanlegur í þriggja daga opinbera heim- sókn til Rússlands á morgun, dregur enga dul á það í viðtali við blaðið Izvestíu að hann vill að rússneska þjóðin kjósi Borís Jeltsín í forsetaembættið á ný í vor. „Það er mikilvægur pólitískur dagur fram undan í Rússlandi. Það verður rússnesku þjóðar- innar að velja. Ef ég má láta í ljós ósk þá er hún sú að umbæt- urnar sem Jeltsín forseti hratt i framkvæmd verði metnar að verðleikum í kosningabarátt- unni,“ sagði Juppé. í viðtalinu hvatti Juppé einnig til þess að Rússar og NATO gerðu með sér samning sem mundi fylgja stækkun bandalagsins. Þá lagði hann einnig til að Rússar leituðu að pólitískri lausn á deilunni í Tsjetsjeníu. Reuter Tveir serbneskir liðsforingjar fluttir til Hollands í gærkvöldi: Verða ákærðir fyrir stríðs- glæpi reynist sannanir nægar Tveir liðsforingjar úr her Bosníu- Serba voru fluttir með flugvél Atl- antshafsbandalagsins frá Sarajevo til Haag í Hollandi í gærkvöldi þar sem þeir eru nú í vörslu stríðs- glæpadómstóls SÞ. Þetta eru fyrstu mennirnir sem hafa verið framseld- ir frá fyrrum Júgóslavíu vegna gruns um aðild að stríðsglæpum. „Þeir liggja enn undir grun, þeir verða yfirheyrðir og mál þeirra er áfram í rannsókn," sagði Christian Chartier, talsmaður dómstólsins, í Haag. „Eftir því sem ég best veit, hafa þeir ekki verið ákærðir. Ef nægar sannanir eru gegn þeim verða þeir ákærðir." Aðeins einn annar maður er í vörslu stríðsglæpadómstólsins, serbneskur fangabúðavörður sem var handtekinn í Þýskalandi. Bosníu-Serbar lýstu handtöku liðsforingjanna tveggja sem ólög- legri aðgerð þar sem þeir hefðu ekki verið á lista dómstólsins yfir 52 menn sem hafa verið ákærðir fyrir stríðsglæpi. Ratko Mladic, yfirhers- höfðingi Bosníu-Serba, sem sjálfur er ákærður fyrir stríðsglæpi, fyrir- skipaði að öllum tengslum við gæslulið NATO yrði hætt vegna þessa. Richard Holbrooke, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, til- sem gert var í Dayton í fyrra, færi út um þúfur vegna máls liðsforingj- anna tveggja og vegna spennu milli múslíma og Króata í borginni Most- ar. Reuter Richard Holbrooke, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna. Símamynd Reuter kynnti í gær að nýjar reglur hefðu verið settar um leitina að grunuð- um stríðsglæpamönnum í Bosníu í þeirri von að draga mundi úr spennunni í landinu. Hann sagði að í framtíðinni mundi Bosníustjórn afhenda stríðsglæpadómstólnum lista yfir grunaða striðsglæpamenn. Aðeins yrði síðan hægt að handtaka þá sem dómstóllinn leyfði. Holbrooke var á öðrum degi heimsóknar sinnar til fyrrum Júgóslavíu til að reyna að koma í veg fyrir að friðarsamkomulagið, tgr. frá ÍR. 27.997,- Þvottamagn 4,5 kg. Kalt loft síðustu 10 mín. Snýr í báðar áttir Rofi fyrir viðkvæman þvott Með eða án barka Frí heimsending í Rvk. og nágrenni VISA - EURO - RAÐGREIÐSLUR Ara RAFVORUR ARMULI 5 • 108 RVK • SIMI 568 6411 Ungt par lætur gefa sig saman á Internetinu: Játast hvort öðru í sýndarveruleika „Hjónavígslur hafa oft verið fram- kvæmdar við óvenjulegar aöstæður, einkanlega á stríðstimum. Þetta er raunverulegt brúðkaup, lífstíðar- samband tveggja manneskja sem hafa hlotið blessun guðs. Hjúskapar- heit Josephs og Victoriu eru heilög og innileg jafnvel þótt athöfnin fari fram í sýndarkirkju," sagði séra R. John Perling í Beverly Hills í Kali- forníu sem á morgun, á degi heilags Valentínusar, dýrlings elskend- anna, mun gefa saman ungt par í tveimur mismunandi borgum með milligöngu tölvutækninnar. Brúðguminn tilvonandi, Joseph Perling, sonur prestsins, mun játast sinni heittelskuðu, Victoriu Vaug- hn, frá heimili sínu í Venice Beach í Kaliforníu en hún verður aftur á móti heima hjá sér í Hollywood. Það eru tölvunetsfyrirtækin CompuS- erve og Fujitsu Cultural Technologi- es sem annast tæknilegu hliðina á þessu „cyberspace“-brúðkaupi. Gestir verða í brúðkaupi þeirra Josephs og Victoriu, eins og öðrum brúðkaupum flestum, nema hvað að þessu sinni veröa þeir við tölvurnar sínar, tengdir inn á tölvunet Comp- uServe. Með boðskortunum í brúð- kaupið fylgdu geisladiskar með leið- beiningum um að tengjast CompuS- erve. Svaramenn verða hvor í sínu landshorninu, annar á austur- ströndinni en hinn í norðvestur- hluta Bandaríkjanna. Gail Whitcomb, taismaður Comp- uServe segir að fólk hafi áður iátið gefa sig saman í gegnum tölvu en það hafi þá setið hlið við hlið og slegið inn svör sín í tölvuna. Brúð- kaupið á morgun verður hins vegar hið fyrsta þar sem brúðurin og brúðguminn eru á tveimur mismun- andi stöðum. Aðrir hafa notað Internetið til að senda rafpóst til tilvonandi tengda- feðra sinna og biðja um hönd dætra þeirra. Athöfnin á morgun fer fram í sýndarheimi á tölvuneti CompuSer- ve sem hefur hlotið nafnið WorldsAway. Reuter HERRAR, munid Valentínusardaginn, 14 febrúar. Þú færð undirfötin hennar hjá okkur. ¥æ o íi hú Laugavegi 66 Sími 551-2211

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.