Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 7 I>V Fréttir Filippseyskri konu vikiö skýringarlaust úr starfi hjá Kambi á Flateyri: Synjað um frí þrátt fyrir bólginn olnboga - kom aldrei neitt fram um veikindi konunnar, segir forstjóri Kambs „Þegar fólki er vikiö úr starfi fyr- ir ekki meiri sakir en þetta án nokkurra viðvarana eða athuga- semda við mætingar eða vinnu þá finnst mér þetta mjög harkalegar aðgerðir. Ég hef lesið vinnulöggjöf- ina og sé ekki að þetta sé réttlætan- legt á nokkum hátt heldur er þetta ólögleg uppsögn. Konan hefur starf- að þarna i þrjú ár. Á síðasta ári skil- aði hún yfir 2000 vinnustundum svoleiðis að hún hefur ekki verið mik'ð í því aö svíkjast undan en kannski gert þau mistök að hafa ekki farið til læknis til að fá læknis- vottorð um að hún væri óvinnu- fær,“ segir Guðmundur Björgvins- son á Flateyri. í byrjun janúar óskaði mágkona Guðmundar, kona frá Filippseyjum, eftir því að fá leyfi eftir hádegi hjá fiskvinnslufyrirtækinu Kambi á Flateyri til að geta jafnað sig í hægri handlegg eftir að hafa verið að stála hjá Kambi í tvo og hálfan dag frá klukkan fimm á morgnana. Konan var orðin dauðuppgefin í handleggnum og bólgin á úlnliðn- um. Henni var neitað um leyfið en fór samt. Á mánudagsmorgni mætti hún aftur til vinnu og var þá kölluð inn til verkstjóra. Þar var hún rek- in úr starfi. Guðmundur segir að engar skýr- ingar hafi komið frá atvinnurekand- anum þrátt fyrir að verkalýösfélag- ið hafi óskað eftir skriflegum skýr- ingum. Hún hafi hins vegar verið vænd um að hafa svikið sér út tveggja vikna frí í nóvember án þess að nokkurn tímann hafi verið gerð- ar athugasemdir við það leyfi áður í símtali stjórnarmanns í verkalýðs- félaginu og verkstjóra í byrjun jan- úar. Þá hafi verkstjórinn gefið þær skýringar að hann léti fólk ekki vaða yfir sig. Það séu einu svörin sem hafi borist. „Við sögðum henni upp vegna þess að hún mætti ekki til starfa. Hún óskaði eftir að fá frí frá störf- um eftir hádegi. Því var synjað. Hún mætti ekki og hafði áður sýnt af sér þannig framkomu að þetta þótti nóg ástæða til að láta hana fara. Það kom hvergi fram hjá henni neitt um heilsufarsástand eða veikindi," segir Hinrik Kristjáns- son, forstjóri Kambs. Hinrik segir að verkalýðsfélagið fái skriflegt svar um leið og hann hafi tíma til. Hingað til hafi sam- skipti við verkalýðsfélagið fariö fram munnlega en einhverra hluta vegna sé óskað eftir svari skriflega núna og það fái félagið eftir helgina. Samkvæmt heimildum DV hafa 50 starfsmenn af 70-80 hjá Kambi skrifað nafn sitt á undirskriftalista til stuðnings konunni. -GHS Útvarpsstöövar framtíðarinnar án geisladiska: Skýrr hf. þróar rafræna verslun - verkefniö styrkt af IMPACT-áætlun ESB Tónlist eftir þörfum (Music on Demand) er eitt af nýjustu verkefn- um Skýrr hf. á sviði margmiðlunar. MODE-verkefnið, eins og það er kallað, nýtur fjárstuðnings af hálfu IMPACT-áætlunar ESB og er sam- starfsverkefni átta aðila frá sjö lönd- um. „Meginmarkmiðið er að koma upp svokallaðri rafrænni tónlistar- verslun. Hugmyndin er að þróa beinlínuaðgang að tónlist og upplýs- ingum um hana yfir samnet (ISDN). Þannig öðlast notendur einmenn- ingstölva uppflettiaðgang að ýmiss konar tónlistarupplýsingum, t.d. á höfundum, flytjendum, útgefendum og heiti laga,“ segir Heiðar Jón Hannesson verkefnisstjóri. STEF-gjöld ekki í hættu „Einnig geta menn hlustað á valda tónlist en annars vegar verð- ur hægt að panta geisladiska og þeir afgreiddir í gegnum póst og hins vegar hægt að kaupa tónlist á tölvu- tæku formi. Með þessu móti væri hægt að reka útvarpsstöð án geisla- diska en kerfið héldi þó STEF-gjöld- um til haga og kæmi þeim til réttra aðila." Til þess að nýta sér MODE þurfa menn að hafa yfir að ráða einmenn- ingstölvum sem tengjast þjónust- unni, með innhringingu í gegnum samnet eða mótald. Skýrr hf. hefur þegar leitað tO Islenska útvarpsfé- lagsins um að það verði tilraunanot- andi og STEF hefur verið boðið að vera tilvísunaraðili. Kostnaður við verkefnið er áætl- aður um 110 milljónir króna og er hlutur Skýrr hf. tæpar 19 milljónir. Evrópusambandið styrkir verkefnið um 42 milljónir, þar af fær Skýrr 6,5 mOljónir til að vinna að almennri tæknihögun, velja búnað fyrir net- og gagnagrunna, skipuleggja gagna- söfn og uppsetningu á þjónustu sem verður byggð á veraldarvefstækni. Verið að horfa til framtíðar „Við byrjuðum á verkefninu í janúar síðastliðnum en norska fyr- irtækið Sygna leitaði til okkar ásamt öðrum um samstarf. Það fara tæp tvö ár í að fuRgera frumgerðina og síðan þarf að prófa ágæti hennar og athuga hvort hún verði markaðs- hæf. Það sem vakir fyrir ESB er að styrkja evrópsk fyrirtæki á þessu sviði og efla samkeppnisstöðu Útvarpsráðs vegna kæru Runólfs Oddssonar: Engin ástæða til aðgerða „Ég skrifaði honum bréf í siðustu viku þar sem ég greindi frá þeirri niðurstöðu útvarpsráðs að ekki væri nokkur ástæða til aðgerða af þess hálfu. Ég kynnti mér efni þessa viðtals við þennan mann og sá ekk- ert samhengi hlutanna í því,“ segir Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs. DV greindi frá þvi nýlega að Run- ólfur Oddsson, hundaeigandi í Reykjavík, hefði sent útvarpsráði kvörtunarbréf og sakað Þorfinn Ómarsson, dagskrárgerðarmann í Dagsljósi, um að hafa misnotað að- stöðu sína tO að fá viðtal við Ólaf Benediktsson, nágranna Runólfs, birt í sjónvarpi sama dag og mál Runólfs gegn borginni var tekið fyr- ir í héraðsdómi. Forsaga málsins er sú að borgin svipti Runólf leyfi til að halda hunda í fjölbýlishúsi við Álakvísl eftir að nágrannar hans mótmæltu hundahaldinu þar. -GHS Bæklingur um Sameinuðu þjóðirnar Nefnd utanríkisráðuneytisins vegna fimmtíu ára afmælis Samein- uðu þjóðanna og Félag Sameinuðu þjóðanna á íslandi hafa gefið út bækling um samtökin. Bæklingurin er sniðinn að þörfum skólafólks en gagnast einnig sem almennt upplýs- ingarit um Sameinuðu þjóðirnar. Jafnframt er fjallað um starf íslands innan samtakanna og mikilvægi þeirra fyrir íslenska hagsmuni. Bæklingnum verður dreift á öU almenningsbókasöfn, skólabóka- söfn, í félagsmiðstöðvar og til æsku- lýðssamtaka. Einnig verður hægt að fá hann í afgreiðslu utanrikisráðu- neytisins að Rauðarárstíg 25 í Reykjavík og hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á íslandi, Austurstræti 17. -ÞK þeirra gagnvart fyrirtækjum í Skýrr að taka þátt í MODE-verkefn- ræðir, verði allsráðandi í framtíð- Bandaríkjunum og Asíu. Það er inu því búast má við að viðskipta- inni,“ segir Heiðar Jón. óneitanlega stórt tækifæri fyrir þjónusta, af því tagi sem þar um -brh AEGDSaSBEEI Umbo ðsmenn Vcsturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Vestflrölr: Rafbúð Jónasar Þór.Pafreksfirði. Rafverk Bolungarvlk.Straumur.lsafirði. Norðurland: Kf. HUnvetninga, Blönduósi. SkagfirðingabUð, Sauðárkróki. KEA byggingavðrur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvfk. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Svelnn Guðmundsson, Egilsstððum. Stál, Seyðisfirði. Versiunin Vlk, Neskaupsstað. KASK, Höfn Suðurland: Árvirkinn, Selfossi, Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavlk. AEG þvottavélar eru á um það bil 27.000 íslenskum heimilum. AEG þvottavélar eru á tvöfalt fleiri heimilum. er næst algengasta þvottavélategundin. Yfir 85% þeirra sem eiga AEG þvottavél, mundu vilja kaupa AEG aftur. Hvað segir þetta þér um gæði AEG þvottavéla? Eða AEG yfirleitt? ÞRIGGJA ára ABYRGÐ A OLLUM ÞVOTTAVELUM Ef þú kaupir þvottavál. án þess að skoða AEG þvottavélar. AEG AEG Lavamat 6955 Lavamat 9200 ...er það eins og ferð til Egyptalands án þess að skoða l # # a Gerð sn.pr. mín. LAVAMÁT 508 800 sn. LAVAMAT 9200 700- 1000 sn. LAVAMAT 9451 LAVAMAT 6955 700- 1200 sn- 700- 1500 sn. Staðgr. 74.900, - 82.900, - 95.900, - 111.500,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.