Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 Fréttir DV Rekstur Norræna skólasetursins tekur nýja stefnu: Nánast fullbókað til áramóta „Það hefur verið mjög mikið að gera frá áramótum og alveg stans- laust verið bókað. Við höfum lagt okkur fram um að kynna norræna skólasetrið bæði hér heima og er- lendis og það virðist nú vera að skila sér því útlitið er að minnsta kosti bjart fyrir okkur sem störfum að þessu,“ segir Sigurlín Svein- bjarnardóttir, forstöðumaður Nor- ræna skólasetursins á Hvalfjarðar- strönd. Eftir erfiða byrjun virðist rekstur Norræna skólasetursins á Hval- fjarðarströnd nú hafa tekið við sér en það var opnað fyrir einu og hálfu ári. Síðan í mars í fyrra hefur verið nóg að gera og straumur fólks lagt þangað leið sína, einkum erlendir gestir. Þar hefur verið boðið upp á fyr- irlestra og fræðslu af ýmsu tagi en fyrirmynd að skólasetrinu er sótt til annarra Norðurlanda og byggð á Fyrsta flokks aðstaða Þegar DV heimsótti skólasetrið stóð yfir ráðstefna á vegum End- urmenntunardeildar Háskóla Is- lands „Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað á Norræna skólasetr- ið og ég verð að segja að ég er yfír mig hrifinn af þeirri aðstöðu sem hér er boðið upp á. Hér er einnig frábært útsýni yfir Hvalfjörðinn þannig að það skemmir ekki fyr- ir. En það er fyrst og fremst að- staðan innanhúss sem stendur upp úr. Hún hentar einkar vel til fyrirlestra- og ráðstefnuhalds. Hér geta menn einbeitt sér að við- fangsefninu og unnið þétt saman. Þetta er eins og vera á lítilli heimavist og því er stemningin skemmtileg. Og svo 'er þetta nú ekki nema örstutt frá Reykjavík," segir Jón Otti Sigurðsson tækni- fræðingur sem tók þátt í ráðstefn- unni. -brh Jón Otti Sigurðsson tæknifræðingur er hæstánægður með aðstöðuna á Norræna skólasetrinu. DV-mynd BG Sigurlín Sveinbjarnardóttir forstöðumaður fyrir framan skólasetrið en meginkostina við staðsetningu hússins segir hún vera fallega náttúru, náiægð við höfuðborgina og jarðhita. DV-mynd BG framtíðarhugmyndum manna um samstarf landanna á milli. Fullorðnir í meirihluta „Ástæðan er fyrst og fremst sú að yfirvöld hér á landi styrkja ekki ís- lensk ungmenni til dvalar á Nor- ræna skólasetrinu þar sem það er rekið af einkaaðilum. Hið gagn- stæða er hins vegar uppi á teningn- um á öðrum Norðurlöndum. Nem- endur þaðan hafa orðið fyrir von- brigðum með að hitta ekki íslenska jafnaldra sína og því hefur dregið verulega úr heimsóknum þeirra. Þetta gæti þó breyst í framtiðinni með hugsanlegri tilfærslu skólakerf- isins til sveitarfélaganna en vonir standa til að því fylgi að stærri sveitarfélög styrki nemendur til skólabúðadvalar," segir Sigurlín. Hún segir langt kennaraverkfall á síðasta ári hafa haft slæm áhrif á starfsemina en hún sé þó loksins farin að rétta úr kútnum. Rúmlega 1000 gestir á hálfu ári „Eftir að við breyttum áherslum í markaðssetningu fóru viðbrögð fram úr björtustu vonum okkar. Frá mars til september í fyrra komu um 780 gestir, flestir frá Danmörku og Noregi, til lengri eða skemmri dval- ar á Norræna skólasetrinu. Rúm- lega 200 innlendir gestir voru þar í sama tilgangi, auk fjölda fólks sem kom í stuttar dagsheimsóknir. Það er mikið búið að bóka hjá okkur fyr- ir vorið og sumarið lofar einnig góðu. Við sjáum oftast um það að skipuleggja þá dagskrá sem í boði er hverju sinni og fáum til liðs við okkur bæði kennara og fyrirlesara," segir Sigurlín Sveinbjarnardóttir en kynning á skólasetrinu fer aðallega fram í gegnum Norrænu félögin og kennarasamtök, auk greina í tíma- rit og fréttabréf. Umhverfisátak styrkt Á þessu ári verður ráðist í sér- stakt átak í umhverfisfræðslu og hefur skólasetrið fengið til þess um 2 milljónir króna í styrk frá Nor- rænu ráðherranefndinni. Þar verð- ur spjótum beint að íslensku skóla- fólki en verkefnið, sem felst í dags- námskeiðum, fer af stað í mars og er ætlað að auka skilnings unga fólksins á stöðu umhverfismála. I desember verður um sérstaka kynn- ingu á jólasiðum að ræða en til þess hefur einnig fengist styrkur. Fastir starfsmenn á setrinu eru nú flmm en í sumar er gert ráð fyrir að þeir verði um átta. „Við sem störfum að Norræna skólasetrinu erum sannfærð um að það sé komið til að vera. Það hefur langtimaþýðingu sem afl í ferða- þjónustu þar sem áhersla er lögð á markhóp sem ekki hefur verið náð til áður. Þetta skilar sér þegar fram líða stundir í aukinni ferða- mennsku og jákvæðum samskiptum landa á milli,“ segir Sigurlín. Hluthafar í skólasetrinu eru 96 en meðal þeirra eru norrænu félögin á Norðurlöndum og sveitarfélög, auk fyrirtækja og einstaklinga í Reykja- vík og á Vesturlandi. Gestur Ólafs- son arkitekt hannaði húsið sem er um 1200 fermetrar og stendur í Saurbæjarhlíð í Hvalfirði, skammt frá Ferstiklu eða í brekkunni í átt að Vatnaskógi. Húsið er tvær álm- ur, samtals 22 herbergi, þar af 2 sér- hönnuð með aðstöðu fyrir fatlaða. Þegar mest er geta 90 manns gist í skólasetrinu, í nálægð við höfuð- borgina og fallega náttúru. -brh Dagfari DV greindi frá þvi að gestir í af- mælisveislu hefðu orðið rosalega svekktir morguninn eftir veisluna þegar þeir uppgötvuðu að þeir fundu ekki til timburmanna. Þetta þótti gestunum ekki einleikið og þóttust illa sviknir. Fyrst datt mönnum vitaskuld í hug að gest- gjafinn hefði verið nískur á afmæl- ismjöðinn og haft blönduna svona þunna. En þegar gestirnir fóru að bera saman bækur sínar kom í ljós að enginn þeirra hafði fundið neitt á sér í partíinu. Þó höfðu sumir tæmt hvert glasið á fætur öðru í von um að komast í stuð en ekki fundið neina breytingu. Var nú haft samband við afmælisbamið sem sagði að það hefði vissulega ekki farið fram hjá sér að gestir hefðu verið eitthvað dauflr í dálk- inn kvöldið áður. Þó hefði verið út- búin bolla eftir kúnstarinnar regl- um úr vínum úr ríkinu og þess gætt að hafa blönduna vel sterka. Gestgjafinn varð miður sín út af þessum misheppnaða gleðigjafa sem ekki hafði einu sinni skilið eft- ir langþráða timburmenn. Hann fór því að bragða á þeirri lögg sem eftir var í flöskunum og komst að því sér til skelfingar að um var að Víni breytt í vatn ræða venjulegt vatn. 1 framhaldinu var svo haft samband við ríkis- stjórann sem kom alveg af fjöllum og sagði það af og frá að ríkið seldi mönnum blávatn á flöskum. Þeir sem ætluðu að vera svo nánasar- legir að bjóða upp á vatn í afmæl- um yrðu að snúa sér eitthvað ann- að. í ríkinu væru bara seldir drykkir sem kættu fólk að kveldi og framkölluðu timburmenn að morgni. Nú er það svo að ríkið er hætt allri bruggun áfengis og það verk- efni komið í hendur einkaaðilum í þeim tUgangi að efla hag lands og þjóðar. Hins vegar sér ríkið um að koma framleiðslunni á markað til að íþyngja ekki einkaframtakinu um of auk þess sem engum nema rikisstarfsmönnum er treystandi tU að afgreiða áfengi út úr búð. Bruggarar einkaframtaksins urðu alveg bit þegar þeir voru krafðir skýringa á því tiltæki að selja vatn fyrir vín. Töldu þeir það af og frá að farið hefði verið kranaviUt í átöppun en vildu að öðru leyti ekki ræða málið sem er allt hið dular- fyllsta. Þær staðreyndir liggja þó fyrir að maður einn ákvað að halda upp á afmælið sitt. Hann bauð tU sín gestum og fór í ríkið eftir birgð- um áfengis og gaf gestum sínum. Um þetta mun ekki vera deilt. Þá telst það fullvíst að engum gest- anna fannst gaman í veislunni. Ennfremur mun það fuUsannað samkvæmt framburði fjölda vitna að enginn sem drakk afmælisvínið fann til timburmanna daginn eftir. Að öllu samanlögðu er ljóst að þarna hefur því verið maðkur í mysunni og einhvers staðar á leið- inni frá bruggstöð í glös afmælis- gestanna breyttist vín í vatn. Samt virðist mannshöndin hvergi hafa komið þar nálægt. Ef til vill eru það einhver efnahvörf sem valda því að svona fór og málið kallar á itarlega rannsókn. Þetta er það flókin og viðamikil gáta að draga verður í efa að Rannsóknarlögregl- an geti ráðið hana hjálparlaust. Ekki nægir að setja leifar úr flösk- unum í DNA rannsókn hér á landi heldur er rétt að senda sýni til Nor- egs og Bandaríkjanna til saman- burðar. Það er líka spurning hvort ekki sé rétt að óska eftir aðstoð Sál- arrannsóknarfélagsins og kanna hvort menn þar á bæ kannist við yfirskilvitlega atburði af þessu tagi. AUir þekkja frásögnina af því þegar Jesú breytti vatni í vín við brúðkaupið forðum og margur drykkjumaðurinn hefur beðið þess að slíkt kraftaverk endurtæki sig. En það að breyta víni úr ríkinu í vatn hlýtur vitaskuld að flokkast undir hermdarverk af einhverju tagi og má einskis láta ófreistað til að komast að hinu sanna í málinu. Að öðrum kosti má búast við að landasalan rjúki upp úr öllu valdi því menn verða að geta treyst á timburmennina. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.