Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996
5
I>V
Fréttir
Jón Loftsson skarst mjög illa á höfði í slysinu og tapaði um tveimur lítrum
af blóði. Hann er nú á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og þangað hefur fjölskyldan
komið að heimsækja hann. Hér er hann með sonunum Haraldi og Andrési
og sonardætrunum Hörpu Hlín og Guðmundínu Arndísi Haraldsdætrum. .
DV-mynd GVA
Jón Loftsson slasaöist lífshættulega í dráttarvélarslysi:
Valt með vél og
vagni fram af tólf
metra bakka
- ég á enn eftir aö þakka konunni sem kom mér til hjálpar
„Mér fannst ekki líða langur tími
þar til konan kom og hjálpaði mér
út úr dráttarvélinni. Ég veit það þó
ekki fyrir víst því ég tapaði minni
við veltuna,“ segir Jón Loftsson,
fyrrum bóndi, á Hólmavík en hann
slapp lifandi frá alvarlegu dráttar-
vélarslysi þar heima í síðustu viku.
Jón er 68 ára gamall og vinnur hjá
sláturhúsinu á Hólmavík.
Jón var að flytja úrgang úr slátur-
húsinu á öskuhauga staðarins.
Hann hafði til þess dráttarvél með
húsi og tengivagn. Svell var á vegin-
um og bratt upp á haugana. Á leiö-
inni upp varð Jón að skipta um gír
og fór vélin þá að renna stjórnlaust
aftur á bak. Skipti engum togum að
hún steyptist fram af 12 metra
háum bakka og fór heila veltu með
tengivagninn aftan í.
Jón skarst mikið á höfði við velt-
una en allar rúður í húsi dráttarvél-
arinnar brotnuðu. Einnig hefur
hann slegist við járnstoðir í húsinu.
Húsið, sem er með öryggisgrind, gaf
sig þó ekki. Annars hefði ekki þurft
að sökum að spyrja.
Sennilega hafði Jón ekki legið
lengi í vélinni þegar Hólmfríður
Sigurðardóttir kom á staðinn og
flutti hann á sjúkrahús.
„Ég rankaði við mér þegar Hólm-
fríður kom og gat gengið með stuðn-
ingi hennar inn í bílinn. Ég veit
ekki hvaö hefði orðið um mig ef
hún hefði ekki komið. Ef ég kemst
heim aftur á ég eftir að þakka
henni,“ segir Jón.
Hann tapaði tveimur lítrum af
blóði vð slysið enda eru skurðirnir
á höfði hans stórir. Hann segist ekki
hafa talið hve saumsporin eru
mörg. Þau eru þó að minnsta kosti
þrjátíu.
Jón var fluttur með sjúkraflugi á
Sjúkrahús Reykjavíkur þar sem
hann var í gjörgæslu fyrstu dagana.
Núna er hann orðinn rólfær en á
samt í eftirköstum slyssins og verð-
ur á sjúkrahúsnu fyrst um sinn.
„Ég get svo sem giskað á ýmis-
legt. Kannski er það einhver góður
sem hjálpar manni," segir Jón um
það lán að hann slapp þó lifandi frá
slysinu og óbrotinn.
-GK
ÓlafsQöröur:
Skuldir lækkaðar um 25 milljónir
DV, Ólaísfirði:
Fjárhagsáætlun Ólafsfjarðarbæjar
hefur verið lögð fram. Gert er ráð fyr-
ir að greiða niöur skuldir bæjarins um
25 millj. króna á árinu en á síðasta ári
voru skuldir lækkaðar um 10 millj.
króna. Þorsteinn Ásgeirsson, forseti
bæjarstjórnar, segir að sparað verði í
rekstri og eignir seldar til að lækka
skuldirnar.
Skatttekjur bæjarins verða 168,5
millj. króna en almenn rekstrargjöld
175,7 milljónir, tekjur málaflokka 49,8
milljónir. Ákveðið hefur verið að út-
svarsprósentan verði sú sama áfram
eða 9,2%.
Framkvæmdir verða í lágmarki í ár
og að mestu í formi viöhalds og endur-
nýjunar á fasteignum. Helsta fjárfest-
ing ársins er tölvukerfi á bæjarstjórn-
arskrifstofunum sem kosta að minnsta
kosti 3,5 milljónir.
-HJ
> HYunoni
$
ILADA
Greiðslukjör til allt að 36 mánaða án úthorgunar
RENAULT
GOÐIR NOTAmm BILAR
BMW 525 iA 2500 192, ssk., 5 d.,
vínr., ek. 53 þús. km.
Verð 2.700.000
BMW 750 iA 12 cyl. I88.
ssk. 4 d., Ijblár. ek. 89 þús. km.
Verð 2.300.000
Toyota Corolla 1300 '87,
beinsk., 5 d., gullsans., ek. 115
þús.km. Verð 350.000
MMC Lancer 1500 I89,
5 g., 4 d., hvítur, ek. 130 þús. km.
Verð 560.000
BMW 525 iA 2500 I88, ssk., 4 d.,
grænsans, ek. 90 þús. km. Turbo,
interc., álfel,. 240 hö, Verð: Tilboð
Honda Civic ESi 1600 I92,
ssk., 4 d., grár, ek. 48 þús. km.
Verð 1.230.000
VW Golf 1600 I93,
beinsk. 5 d., grár, ek. 52 þús. km.
Verð 930.000
Renault 19 TXE 1700 I92,
5 g., 4 d., grár, ek. 71 þús. km.
Verð 850.000
Mitsubishi Pajero V6 3000 191,
5 g., 4 d., vínr., ek. 75 þús. km.
Krómf., skíðab. Verð 1.950.000
Hyundai Elantra 1800 I96,
ssk. 4 d., grænn, ek. 3 þús. km.
Verð 1.490.000
Hyundai Scoupe 1500 I92,
ssk.. 2 d„ svartur, ek. 42 þús. km.
Verð 830.000
Lada Samara 1500 I89,
5 g„ 5 d„ hvítur, ek. 52 þús. km.
Verð 230.000
BMW 520ÍA 2000 I94,
ssk„ 4 d„ gráblár, ek. 8 þús. km. Álf„
rafm. í öllu, 4 höfuðþ. Verð 2.800.000
Honda Civic 1400 I90,
þeinsk. 3 d„ grár. ek. 50 þús. km.
Verð 730.000
Renault 19 RN 1400 I94,
beinsk. 4 d„ rauður, ek. 9 þús. km.
Verð 1.060.000
Opid virkn ilaga frá kl. 9 - 18,
laugardaga 10-14
V/SA
NOTAÐIR BILAR
SUÐURLANDSBRAUT 12, SÍMI: 568 1200, BEINN SÍMI: 581 4060