Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 36
 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALÐREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555, Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 Alþingi: Þrjú frum- vörp um sama efniö Sú skrýtna staða er nú uppi á Al- þingi að verið er að ræða þrjú frum- vörp um sama efnið en það er eign- araðild útlendinga í íslenskum sjáv- arútvegi. í fyrsta lagi er frumvarp frá rikis- stjórninni en þar er gert ráð fyrir að eignaraðild útlendinga megi hæst verða 33 prósent. I öðru lagi frumvarp frá tveimur þingmönnum Þjóðvaka um að út- iendingar megi eiga allt að 20 pró- senta hlut í sjávarútvegsfyrirtækj- um. Loks er frumvarp frá fjórum þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins um að útlendingar megi eiga allt að 49 pró- senta hlut í íslenskum sjávarútvegs- fyrirtækjum. Frumvarp þingmanna Sjálfstæð- isflokksins er flutt í blóra við þing- menn Framsóknarflokksins og án vitundar ráðherra þeirra og hefur vakið upp nokkra úlfúð á stjórnar- heimilinu. -S.dór Tugur manna í biðröð eftir flugmiðum hjá Samvinnuferðum-Landsýn: Ætla að biða a annan sólarhring „Við komum klukkan níu í gær- kvöldi og ætlum að bíða til morg- uns en erum með vaktaskipti þannig að það er ekkert mál. Við erum að bíða eftir miðum til Benidorm í tvær vikur og ætlum að fara 1. júlí,“ segja Breiðhylting- arnir Nína Haraldsdóttir, 13 ára, og Áslaug Eggertsdóttir, 18 ára, þar sem þær sátu í biðröð við dyr söluskrifstofu Samvinnuferða- Landsýnar í Austurstræti um klukkan hálfníu í morgun. Þær sögðust vera nestislausar en drekka kók til að hafa ofan af fyr- ir sér. Um tugur manna var í biðröð við ferðaskrifstofuna og má búast við að hratt bætist í röðina i dag en þegar DV var í Austurstræti í morgun hafði síðast bæst viö fólk um eitt í nótt og sex í veðurblíð- unni í morgun. Allir í röðinni voru staðráðnir í að biða tU morg- uns og hafa vaktaskipti við vini og kunningja eftir því sem á daginn liði en þeir sem þurftu að mæta til vinnu í dag voru famir. Samvinnuferðir-Landsýn byrja í fyrramálið að selja 200 flugmiða á tilboði ársins til borga í Evrópu á 9.500-14.900 krónur. Miðamir skiptast á fimm borgir, Lundúni, Ósló, Kaupmannahöfn, Frankfurt og Benidorm. „Mér þykii- með ólíkindum að fólk skuli vera sest hérna því að salan hefst á morgun," segir Helgi Pétursson hjá Samvinnuferðum- Landsýn. -GHS .-Srænlensku börnin fimm, sem veriö hafa til meöferöar á Landspítalanum vegna lungnasýkingar, eru á góðum bata- vegi og er búist við að þau fyrstu geti farið heim nú í vikunni. DV-mynd GVA Grænlensku ungbörnin: Meöferöin gengur vel „Ástandið á börnunum fer batn- andi. Meðferðin hefur gengið vel og við vonum að það liði ekki á löngu áður en þau komast heim,“ segir Pétur Ludvigsson, barnalæknir hjá Barnaspitala Hringsins. Ekki er þó enn ljóst hvenær börnin og foreldr- ar þeirra komast heim aftur. Fimm börn, frá tveggja vikna upp í sex mánaða gömul, voru sótt með sjúkraflugi til Grænlands í síðustu viku þar sem fullnægjandi læknis- aðstaða var ekki tiltæk í Ammassalik á Grænlandi. Börnin þjáðust af svokallaðri RS-veiru en hún hefur valdið faraldri á Græn- landi að undanfórnu og lagst þyngst á litil börn. Pétur segir að ekki hafi verið að- staða til að sinna börnunum í Grænlandi. Einungis sé lítið sjúkra- skýli á svæðinu sem börnin koma frá •& austurströnd Grænlands og heilbrigðisstarfsfólkið sé fátt. Næsta sjúkrahús sé í Nuuk á vesturströnd- inni og þar sé líka mikið af veikum ungbörnum. „Þetta er svipað og ef svona far- aldur kæmi upp á Hólmavík. Það er ekki aðstaða á staðnum og þá liggur beinast við að senda þau hingað," segir hann. -GHS Loðna upp úr öllum lestum „Þetta var ágæt veiði í nótt, við fylltum bátinn í sex köstum út af Hornafirði. Hér er fullt upp úr öll- um lestum," sagði Kristgeir Frið- geirsson, stýrimaður á Hólmaborg SU, við DV í morgun. Hólmaborgin var þá að koma td Eskifjarðar með um 1600 tonn. Góð veiði var á miðunum og loðnan á hraðri göngu vestur með landinu. Fengu mörg skip góðan afla út af Hornafirði fyrri part nætur en þeg- ar líða tók á nóttina dreifði loðnan sér. -GK L O K I Veðrið á morgun: Slydda eða snjókoma Fram eftir morgundeginum verður allhvöss sunnanátt og rigning austanlands en annars verður vestan stinningskaldi með skúrum eða slydduéljum sunnanlands eir norðan- og norðvestankaldi með slyddu eða snjókomu á norðanverðu landinu. Norðanlands frystir síðdegis á morgun en syðra verður 1 til 6 stiga hiti. Veðrið í dag er á bls. 36 rafverktukar r a f k ó p samvirki Skemmuveýi 30 - 200 Kóp. Simi 5544566 2 pizzur fyrir 1 Þriðjudagar eru bíódagar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.