Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 22
26 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 Merining Tár úr steini besta myndin aö mati áhorfenda hátíðar í Gautaborg: Sló þögn á salinn er úrslitin voru kynnt - skemmtilegt, segir Hilmar Oddsson kvikmyndagerðarmaður „Ég kom til Gautaborgar þegar einn dagur var eftir af hátíðinni. Myndin mín var sýnd síðust i sínum flokki. Á hverjum degi var alltaf birt staða yflr einkunnir áhorfenda á myndunum. Sænska myndin Sommaren eftir Krist- ian Petri var búin að vera efst alia dag- ana. Svíamir voru þvi búnir að bóka sigur. Svo kem ég á síðustu stundu og ræni frá þeim sigrinum með afgerandi einkunn. Það var mjög skemmtilegt. Þegar úrslitin voru tilkynnt sló þögn á salinn. Þetta var eina myndin sem var verðlaunuð sem ekki var sænsk. Þegar ég hitti leikstjóra Sommaren að athöfn lokinni þá spurði hann hvort ég væri þessi „íslenski djöfull" sem hefði stolið frá sér sigrinum á síðustu stundu," sagði Hilmar Oddsson, kvikmyndar- gerðarmaður og framleiðandi og leik- stjóri myndarinnar Tár úr steini, í samtali við DV en áhorfendur kvik- myndahátíðarinnar í Gautaborg völdu myndina þá bestu um helgina. Hin aðalverðlaun hátíðarinnar fóru til sænsku heimildarmyndarinnar Atl- anten, sem einnig er eftir Kristian Petri og að hluta til tekin upp á íslandi. Sú mynd lenti í 8. sæti hjá áhorfendum. Hilmar sagði verðlaunin sériega keppni hátíðarinnar í Cannes. Hilmar sagði að það skýrðist í aprU hvort af því yrði. SkUyrði fyrir þátttöku þar er að myndin hafi ekki verið frumsýnd utan framleiðslulands. Tár úr steini er samstarfsverkefni íslendinga, Svía og Þjóðverja og er því ekki sýnd víðar fyrr en skýrist með Cannes. „Okkur langar tU að komast á eina stóra hátíð. Þess vegna höfum við ver- ið að afþakka hin og þessi tUboð frá því í haust. Hvort sem við komumst á •Cannes eða ekki þá mun baUið fyrst byrja eftir það,“ sagði Hilmar. Neitað um sýningar á Akureyri Tár úr steini er komin tU sýninga viða um land en Hilmar gat þess að for- ráðamenn kvikmyndahússins á Akur- eyri hefðu ekki vUjað fá hana norður. „Ég er margbúinn að bjóða þeim myndina en þeir virðast ekki vUja hana. Mér fmnst þetta sérkennUegt, að þeir sem reka bíó i höfuðstað Norður- lands vUji ekki sýna þá íslensku mynd sem hefur gengið hvað best að undan- fómu. Kannski að þeir telji að Akur- eyringar hafi öðmvísi smekk en aðrir,“ sagði Hilmar. -bjb Hilmar Oddsson við málverkið sem hann fékk á kvikmyndahátiðinni i Gauta- borg fyrir bestu myndina að mati áhorfenda. DV-mynd GS ánægjuleg í ljósi þess að þau komu frá áhorfendum en ekki gagnrýnendum. Viðbrögðin hefðu verið álíka sterk í Svíþjóð og þau hafa verið á íslandi. AUs hafa um 18 þúsund manns séð myndina hér á landi og kynnst ævi og störfum tónskáldsins Jóns Leifs. Um framhaldið sagði Hilmar að að- standendur myndarinnar ætluðu að hafa hægt um sig næstu tvo, þijá mán- uði. Eins og kom fram í DV í gær stend- ur tU að reyna að koma myndinni að á 14 milljónir til atvinnu- leikhópa Menntamálaráðuneytið hefur, að fengnum tiUögum frá fram- kvæmdastjóm Leiklistarráðs, úthlutað 14 milljónum króna tU nokkurra atvinnuleikhópa. AUs sóttu 33 leikhópar um verkefna- framlög og 8 hópar um starfs- styrk tU lengri tíma. Hæsta framlagið, 4 milljónir, er vegna starfssamnings við Hafnarfjarð- arleikhúsið Hermóður og Háð- vör. Aðrir sem fengu úthlutun vora Flugfélagið Loftur til upp- setningar á leikritinu Bein út- sending eftir Þorvald Þorsteins- son, 2 miUjónir; Möguleikhúsið tU uppsetningar á leikritinu Ekki svona eftir Aðalstein Ás- berg Sigurðsson og Pétur Eggerz, 2 mUljónir; Hvunndags- leikhúsið til uppsetningar á sýn- ingunni Trjóudætur og Jötun- inn eftir Evripides, 1,5 milljónir; Bandamenn til uppsetningar á leikritinu Amlóðasaga eftir Svein Einarsson, 1,5 milijónir; Svöluleikhúsið til að vinna dansverkið Konan og kötturinn, 750 þúsund; Augnablik til að semja og flytja leikverð um Tristan og ísold, 700 þúsund; Brynja Benediktsdóttir til upp- setningar á 4 einþáttungum á 4 tungumálum, 500 þúsund; Bene- dikt Erlingsson tU einleiks sem byggist á Gunnlaugs sögu orms- tungu, 300 þúsund; Annað svið tU undfl-búnings leikritsins Svanurinn eftir Egloff í þýðingu Áma Ibsen, 250 þúsund; KjaU- araleikhúið til undirbúnings uppsetningar á leikritmu Three tall women eftir Albee, í þýð- ingu Hallgríms Helgasonar, 250 þúsund, og Leikfélag íslands tU undirbúnings leikritsins Stone free eftir Jim Cartwright, i þýð- ingu Magnúsar Geirs Þórðar- sonar, 250 þúsund krónur. í framkvæmdastjórn Leiklist- arráðs sitja VUborg Valgarðs- dóttir, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra leikfélaga, Hlín Agnarsdóttír, leikmynda- hönnuður og leikstjóri, og Ólaf- ur Haukur Símonarson, leikrita- skáld. -bjb Stopp-leikhópurinn er þessa dagana á ferð milli grunnskóla Reykjavíkur með sýningar á samnefndu umferðarleik- riti fyrir 9 og 10 ára nemendur. Ahuginn og ánægjan leynir sér ekki á þessum andlitum nemenda í Breiðholtsskóla þegar ieikhópurinn var þar í heimsókn á dögunum. Alls verður leikritið sýnt í 30 grunnskólum í Reykjavík fram á vor. Til athugunar er að fara með verkið út á landsbyggðina. DV-mynd S Arkitektabækur á Kjarvalsstaði Stjóm Rannsóknarsjóðs íslenskra arkitekta hefur samið við Bygging- arlistadeUd Listasafns Reykjavíkur um varðveislu á bókasafni Arki- tektafélags íslands á Kjarvalsstöð- um. Samkomulagið var gert í kjöl- far sölu félagsins á Ásmundarsal við Freyjugötu i desember sl. Bóksafnið verður áfram formleg eign Rannsóknarsjóðs íslenskra arkitekta en er lánað ListasEifni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum tU ótilgreinds tíma. Uppistaðan í bóka- safninu era nokkur einkabókasöfn um byggingarlist sem aðstandendur arkitekta hafa gefið félaginu á und- anfomum árum að þeim látnum. Er þar m.a. að finna innlend og erlend fagrit sem áður voru í eigu merkra brautryðjenda í íslenskri húsagerð á þessari öld, þ. á m. Guðjóns Sam- úelssonar, Sigurðar Guðmundsson- ar, Gunnlaugs HaUdórssonar og Harðar Bjamasonar. Bókasafninu verður komið fyrir í Frá afhendingu bókasafns arkitekta til varðveislu og umsjár á Kjarvalsstöð- um sl. fimmtudag. Meðal viðstaddra voru Guðrún Jónsdóttir, formaður menningarmálanefndar Reykjavíkur, og Gunnar Kvaran, forstöðumaður Kjarvalsstaða. DV-mynd BG hliðarherbergi í beinum tengslum við Bókasafn Listasafns Reykjavík- ur í miðálmu Kjarvalsstaða og verð- ur það framvegis opið tvisvar í viku mUli kl. 13.30 og 16 á þriðjudögum og fimmtudögum. -bjb I>V Listrænn ráöu- nautur LR Bjarni Jóns- son hefur ver- ið ráðinn list- rænn ráðu- nautur hjá Leikfélagi Reykjavikur. Bjarni er fæddur árið 1966 á Akra- nesi. Að loknu stúdentsprófi nam ha,nn leikhúsfræði, nútíma- sögu og norræn fræði í Múnchen og lauk þaðan magist- ersprófi árið 1992. Bjarni starf- aði hjá Hahn-Produktion sumar- ið 1993 og vann við uppsetning- ar borgarleikhússins í Frank- furt og SchUler-leikhússins í Berlín á leikhúshátíðinni í Salz- burg. Hann starfaði við Þjóðleik- húsið leikárið 1994-1995 og haustið 1995 sem aðstoðarmaður leikstjóra og sýningarstjóri. Árið 1989 hlaut Bjarni verð- laun fyrir leikrit sitt Korkmann í leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavíkur og árið 1994 fram- sýndi Skagaleikflokkurinn leik- ritið Mark eftir Bjarna. Þá þýddi hann leikrit Tankred Dorst, Femando Krapp sendi mér bréf, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu undir nafninu Sannur karlmað- ur. Bjami er ritstjóri fréttabréfs Leiklistarsambands íslands. Norræn Ijóðlist á ensku Tímarit helgað kynningu nor- rænnar ljóðlistar i enskumæl- andi löndum hóf göngu sína í Bretlandi í lok síðasta árs. Tímaritið nefnist Journal of Contemporary Anglo-Scandinav- ian Poetry. í fyrsta heftinu era m.a. birt ljóð eftir Lindu VU- hjálmsdóttur og Sigurð A. Magn- ússonar, fjögur ljóð eftir hvort þeirra. Einnig eru ljóð eftir eU- efu önnur skáld af Norðurlönd- um í timaritinu. í dómi sem birtist í enska listatímaritinu Wire er aðeins minnst á einn hinna norræna höfunda. Þar segir gagnrýnand- inn m.a.: „Ljóð Sigurðar A. Magnússonar, Barn týnist, er dapurlegt en listilega samið verk, sem að mínu mati bar hæst í heftinu." Wagner-ferð til Bayreuth Vetrarstarf hins nýstofnaða Richard Wagner félags á íslandi hefst með fundi í kvöld á Hótel Holti. Þar verður sérstaklega tjallað um Richard Wagner há- tíðina sem árlega er haldin í Bayreuth í Þýskalandi. Félaginu hafa áskotnast 20 miöar á hátíð- ina í sumar en þess má geta að ríflega 30 íslendingar fóru tU Ba- yreuth í fyrrasumar. Heims- þekktir tónlistarmenn hafa jafn- an komið fram á þessari hátíð. Richard Wagner félagið á ís- landi var stofnað í byrjun des- ember sl. og era stofnfélagar þegar hátt á annað hundrað tals- ins. Fram tU 1. mars er unnt að skrá sig sem stofhfélaga í síma 551-7921. Formaður félagsins er Selma Guðmundsdóttir píanó- leikari. Myndlist hjá Kvennalist- anum Á skrifstofu Kvennalistans á 2. hæö á Laugavegi 17 hefur ver- ið tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða myndlistarkonum að setja upp verk eftir sig. Fyrst tU að sýna hjá Kvennalistanum er Guðrún Hjartardóttir. Guðrún er fædd árið 1966 og stundaði nám í MHÍ og framhaldsnám í Hollandi. Hún er nýlega flutt tU íslands frá HoUandi. Verkiö sem hún sýnir er frá árinu 1994. Það ber titdinn Hlæjandi fígúra og er mótað í mjúkan leir. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.