Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 32
36
ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996
Er Þjóðleikhússtjóra í nöp við
gagnrýnendur?
Áttavilltur
leikhússtjóri
„Hlutverk leikhúsfólks er ekki
að standa í stælum við gagnrýn-
endur, hvað þá að leggja stein í
götu þeirra, eins og sá áttavillti
maður, sem nú situr í embætti
þjóðleikhússtjóra, heldur greini-
lega.“
Jón Viðar Jónsson í DV.
önn
Ummæli
Poppstjörnubíll
„Ég ætla að fara á þriðjudag-
inn og kaupa mér einhvern æðis-
legan blásanseraðan popp-
stjörnubíl."
Páll Óskar Hjálmtysson, í DV.
Flokkar með sögu
„Flokkar eins og Alþýðu-
bandalagið og Alþýðuflokkurinn
með sögu og stofnanir geta ekki
lagt sig niður rétt sisvona."
Margrét Frímannsdóttir í Tíman-
Fæðing í fjósi
„Þetta var erfið fæðing í fjós-
inu.“
Tómas Holton körfuboltaþjálfari,
eftir sigur, í DV.
j r
Línudansarar hafa ákaflega gam-
an af að arka á milli mannvirkja.
Þessi er að fara yfir ána Thames
í London.
Línudansarar
Margir linudansarar hafa gert
nöfn sín ódauðleg með því að
þreyta einhverja dirfsku sem
engum öðrum dytti í hug að
gera. Mesti línudansari, sem
Blessuð veröldin
uppi var á nítjándu öld, Frakki
sem kallaði sig Charles Blondin,
gekk yfir Niagarafossana árið
1859 á 335 metra línu í 48 metra
hæð yfir fossinum. Hann endur-
tók þetta ári síðar og þá með um-
boðsmann sinn á bakinu. Annar
línudansari, sem uppi var stuttu
síðar, William Ivy Baldwin, hélt
upp á 82 ára afmæli sitt 31. júlí
1948 meö því að fara yfir South
Boulder gljúfrið í Colorado á 97,5
metra langri línu í rúmlega 38
metra hæð.
Svaf á línunni
Þótt ótrúlegt megi virðast
tókst Henri Rochetain frá Frakk-
landi að vera á línu í 185 daga
frá 28. mars til 29. september
1973. Hann gerði þetta á 120
metra línu sem strengd var í 25
metra hæð yfir stórverslun í St.
Etienne í Frakklandi. Læknar
hafa enga skýringu geta gefið á
þeim hæflleika hans að geta sof-
ið á línunni.
Hvassviðri og rigning
Þykknar upp með vaxandi suð-
austanátt. Stinningskaldi og slydd-
uél sunnan- og vestanlands þegar
líður á daginn. Sunnan hvassviðri
og rigning síðdegis. Upp úr mið-
nætti gengur í allhvassa suðvestan-
Veðrið í dag
átt með hvössum skúrum og slydd-
uéljum síðdegis á Suður- og Vestur-
landi en norðan- og austanlands
léttir þá heldur til. Hlýnandi veður
í bili. Sunnan- og vestanlands verð-
ur hiti 2 til 6 stig en heldur svalara
í öðrum landshlutum. Á höfuðborg-
arsvæðinu verður suðaustankaldi
og smáslydda í fyrstu. Vaxandi suð-
austanátt þegar líður á daginn.
Sunnan hvassviðri og rigning síð-
degis en suðvestan og vestan stinn-
ingskaldi með allhvössum skúrum í
nótt. Hiti 2 til 5 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 17.53.
Sólarupprás á morgun: 9.28.
Síðdegisflóð í Reykjavík: 12.45.
Árdegisflóð á morgun: 1.35.
Heimild: Almanak Háskólans.
Veöriö kl. 6 í morgun:
Akureyri alskýjað 0
Akurnes hálfskýjað -1
Bergsstaðir alskýjaó 3
Bolungarvík skýjað 4
Egilsstaöir léttskýjað -2
Keflavíkurflugv. alskýjað 3
Kirkjubkl. skýjaö 1
Raufarhöfn léttskýjaö -5
Reykjavik alskýjað 3
Stórhöfði úrk. í gr. 5
Helsinki snjókoma -11
Kaupmannah. þokumóóa 0
Ósló snjókoma -9
Stokkhólmur snjókoma -8
Þórshöfn léttskýjað 0
Amsterdam þokumóða 0
Barcelona léttskýjaó 12
Chicago heiðskirt -7
Frankfurt slydda 2
Glasgow léttskýjað 2
Hamborg slydda 0
London rigning 5
Los Angeles úrk. í gr. 20
Lúxemborg skýjað 0
París rigning 5
Róm rigning 12
Mallorca léttskýjað 13
New York léttskýjað -9
Nice léttskýjað 11
Nuuk alskýjað -1
Orlando heiðskírt 9
Vín snjók. á s. klst. -2
Washington snjóél á s. klst. -6
Winnipeg skýjað -10
Óli J. Blöndal, bókavörður á Siglufirði.
Hef verið innan um
bækur í fimmtíu ár
DV, Siglufirði:
„Ég kom til starfa við Bókasafn-
ið í lok október 1975, þá var ég
ekki alveg ókunnugur bókum því
ég hafði starfað við bókaverslun í
þrjátíu ár og er því vera mín inn-
an um bækur orðin fimmtíu ár. í
starfi mínu verður mér árið 1984
minnisstæðast en þá voru Héraðs-
skjalasafnið og Bjarnarstofa opn-
uð,“ segir Óli J. Blöndal sem um
síðustu áramót lét af störfum sem
forstöðumaður Bókasafns Siglu-
fjarðar.
Maður dagsins
„Forgöngumaður að stofnun
bókasafnsins var sr. Bjarni Þor-
steinsson. Hann lagði tU árið 1911
að komið yrði á fót bókasafni,
lestrarfélagi og lestrarsal. Þetta
var samþykkt og strax hafíst
handa. En húsnæðisvandræði
safnsins urðu ein sorgarsaga, eilíf-
ir flutningar stað úr stað þar til
loks fékkst inni í núverandi hús-
næði á neðstu hæð í ráðhúsi bæj-
Óli J. Blöndal.
arins árið 1964. Bókakosturinn óx
jafnt og þétt en húsnæðið ekki að
sama skapi. Það var því megin-
markmið bókasafnsstjómar að fá
stærra húsnæði og því var leitað
til bæjarstjórnar um að fá helming
húsnæðis á miðhæð ráðhússins
sem hafði verið óinnréttað allt frá
byggingu hússins 1964. Þessari
málaleitan var vel tekið og var
hafist handa við að innrétta húsið
1978 undir umsjón Helga Hafliða-
sonar arkitekts. Hluti miðhæðar-
innar var síðan tekin undir
Skjalasafhið og málverkageymslu
og þar er einnig fundarsalur bæj-
arstjórnar sem jafnframt er notað-
ur til sýninga á málverkum."
ÓIi segir að i Bjarnarstofu séu
ýmsir munir sr. Bjama, svo sem
orgel, skrifborð og fleira, geymt.
' „Við hliðina á Bjarnarstofu er tón-
listardeUd þar sem notendur
safnsins geta hlustað á músík sem
er vel við hæfi því sr. Bjarni var
tónskáld eins og alkunna er. Var
vissulega tími tU kominn að þessa
merka manns væri minnst áþreif-
anlega.“
Óli sagðist vilja koma á fram-
færi þökkum tU bæjaryflrvalda.
„Bókasafnsstjórn og aðstoðar-
manni mínum þakka ég samstarf-
ið í gegnum árin og eftirmanni
mínum óska ég velfarnaðar í
starfi.“ Eiginkona Óla er Margrét
Björnsdóttir Blöndal og eiga þau
fimm börn.
-ÖÞ
DV
Verk eftir Baltasar á sýningu
hans.
Málverk
Baltasars
Um helgina var opnuð sýning
í útibúi Sparisjóðs Reykjavíkur
og nágrennis við Álfabakka 14 í
Sýningar
Mjódd. Sýnd verða verk eftir
Baltasar Samper. Baltasar er
katalónskur málari, grafíklista-
maður, myndhöggvari og fresku-
málari og er fyrir löngu orðinn
þjóðkunnur listamaður á íslandi
þar sem hann hefur búið og
starfað frá 1963. Hann fæddist í
Barcelóna á Spáni 9. janúar 1938.
Baltasar stundaði nám bæði á
Spáni og í Bandaríkjunum og á
árunum 1982 til 1984 fór hann í
námsferðir til Mexíkó vegna
rannsókna á mexíkóskri fresku-
tækni. Sýning Baltasar mun
standa tU 17. maí.
Bridge
Eric Rodwell var sagnhafi í
þremur gröndum í þessu spili í
MacaUan boðsmótinu í tvímenningi
eftir þessar sagnir. Austur gjafari
og a-v á hættu:
4 ÁD9872
W G3
♦ 6
« D983
* G3
•* Á10984
D105
* 1052
* K
* KD2
* ÁK943
* K764
Austur Suður
pass 1*
pass 2*
pass 3 g
Vestur Norður
pass 14
pass 3*
p/h
ÚtspU vesturs var hjartaáttan og
Rodwell drap á gosa í blindum.
Hann hefði unnið spilið ef hann
hefði nú spUað laufí að kóngnum
heima, en þess í stað spilaði hann
spaða á kóng og lagði síðan niður
laufkóng. Austur drap á ás og spil-
aði hjarta sem RodweU fékk að eiga
á kóng. RodweU spilaði sig nú út á
hjarta og vestur tók á ás og tíu og
staðan var nú þessi:
* ÁD9
--
♦ 6
4 D98
4 G
* 9
* D105
* 105
* --
N
V A
S
* 1065
♦ G87
* G
♦ ÁK943
* 76
í síðasta hjartað henti RodweU
laufi í blindum. Ef austur hefði hent
tígli hefði vörnin hnekkt spilinu
með þvi að spUa þeim lit. En austur
gerði þau mistök að henda laufi.
Vestur spilaði nú laufafimmunni og
jafnvel þó að RodweU svínaði ekki
laufmu vann hann sitt spil. Lauf-
drottningin þvingaði austur tU að
henda tígli og háslagirnir í spaða
sáu um að þvinga vestur í láglitun-
um.
Eftir er sporður þó af sé höfuð
Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði
ísak Örn Sigurðsson