Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 15
Tirfy ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 'lveran u pakkaö í samræmi við hvenær á að nota það. Ef til stendur að neyta kjötsins innan tveggja daga er því filmupakkaö en ef geyma á það lengur er það vacuumpakkað. Hægt er að velja bita sem hafa allt að þvi tveggja vikna geymslutíma í ís- skápnuin. „í Gallerí Kjöt, sem er sér- verslun með kjöt, erum við með svolítið afbrigðilegan af- greiðslutíma. Við opnum ekki fyrr en eftir hádegi og höfum opið til 18.30. Við notum fyrripart dagsins til að vinna fyrir búðina og veitingastað- ina,“ segir Jónas Þór. Jónas Þór er alkunnur kjötverk- andi og rómaður sælkeri. Tilvera kom að máli við hann um ráðlegg- ingar varðandi meðferð og mat- reiðslu á nautakjöti. Blaðamaður Tilveru bað Jónas að ráðleggja sér val á kjöti til matarboðs. „Ef þú ætlar að halda veislu hvet ég þig eindregið til þess að kaupa kjöt til heilsteikingar. Það er að- allega árstímans vegna því fólk eldar meira inni en úti núna. Sá sem eldar í heilu hagnast mikið á því,“ segir Jónas Þór kjöt- verkandi. Jónas er að tala iun 11- 11 steikingu á flfff annan máta en fólk hef- ur ástund- að I’ að þessu. Bitinn er brúnaður á pönnu, grilli eða í ofni við háan hita í eina mínútu á hvorri hlið. Síðan er full eldun á lágum hita í langan tíma. Gott er að elda kjötið í allt að flmm eða sex tíma. Kosturinn við að gera þetta svona er að safinn helst í kjötinu. Það verður mun safaríkara og bragðmeira," segir Jónas Þór. 200 grömmum og karlar í kringum 300 grömm. Ef eldað er á þennan máta við lágt hitastig í langan tíma breikkar vöðvaúrvalið í góða heilsteik. Kjötið verður mjög mjúkt sé það eldað í langan tíma. Það þýðir að vöðvar sem ekki eru neitt sérstaklega góðir á grill eða í sneiðar verða að topp- Myndarlegt naut sem eflaust hefur gefið af sér nokkrar gómsætar steikur. Oj, bara flta! Þessi upphróp- un á alls ekki við um nauta- kjöt því það er lang- best feitt. Þeir sem andstyggð - . hafa á fitu ./ • koma aldrei til með að /V&T' ^ - smakka al- vöru nautakjöt. v‘*' ” „Nautakjöt er tvímælalaust betra feitt. Framleiðsla á nán- ast allri matvöru byggist á því sem skepnan nærist á. Gott eldi framkallar fitu. Fita hefur úr- slitaáhrif á eiginleika kjöts eins og mýkt og bragð. Við erum þó ekki að kaupa fituna til þess að borða hana. Við mælum ein- dregið með því að fólk leyfi fit- unni að vera með þegar kjötið er eldað. Eftir það er allt í lagi að fjarlægja hana. Fitan sem er inni í kjötinu hefur úrslitaáhrif á hvort kjötið er gott. Því meiri innanfita, því betra hráefnin," segir Jónas Þór. „Fyrir matarboð er margt sem kemur til greina. Það verður aldrei frá lundinni tekið að hún verður alltaf mýksti bitinn. Á móti kemur að aðrir bitar úr læri eða framhrygg eru yfirleitt bragðmeiri heldur en hún. Þá komum við að matsatriði. Hvort er ofar mýktin eða bragðið? Fillet, T-beins steikur, sirloin, og framhryggur líka eru yfirleitt bragðmeira kjöt heldur en lundin,“ segir Jónas Þór. -em Entrecöte af mjög vænum grip. Þó mætti að sögn Jónasar Þórs sjást meiri innfita. hráefni ef þeir eru heilsteiktir. Hins vegar benti Jónas á að hægt væri að nálgast þessa löngu eldun á pönnu eða grilli líka. Þá eru steikurnar brúnaðar í eina mínútu á hvorri hlið á miklum hita. Síðan er hitinn lækkaður og fulleldað á grilli eða pönnu við lágan hita. gromm a par Til þess að vera með nóg í veisl- una ráðleggur Jónas Þór 500 grömm á par. Konur borða oft sem nemur Á morgum heim- ilum er slegist um puruna á sunnudags- steikinni sem oft er lamba- kjöt. Puran er í raun Á ekkert Jm annað Æ',. en fita. -t . Það eru ekki all- ir sem vita að hægt er að fá mjög góða puru úr nauta- kjötinu líka, sér- staklega með heil- steikingu. Carpaccio, ítalskur forrétt- Piparsteik með humri. T-beins steik. Hrátt nautakjöt með pestó á laufsalati Kjöthitamælir er skynsamleg fjárfesting þegar fólk ætlar að elda nautakjöt. Um er að ræða ódýrt og áreiðanlegt mælitæki ef miðað er við aö stórir vöðvar eru dýrir og óskemmtileg reynsla að eyðileggja þá. Pönnusteikur á að steikja við snarpan hita. Ekki er nauösyn- legt að nota mikla fitu á pönn- una, sérstaklega ef kjötið er al- mennilega innanfeitt. Betra bragð verður af matnum ef kjöt- ið er steikt í sinni eigin fitu. -em Ingvar Sigurðsson, matreiðslu- meistari á Argentínu steikhúsi, gefur lesendum DV upp forrétt úr nauta- kjöti. Rétturinn var á matseðli á Carpe Diem í nokkurn tíma og þótti mjög spennandi. 200 g nautakjöt úr lund eða fillet 2 msk. pestó fallegt salat, frisé salat - eikarlauf. Nautakjötið er skorið í örþunnar sneiðar og penslað með pestó- inu. Best er að skera kjötið hálffrosið. Kjötið er lagt á fal- iegan salatbeð sem dreift hefur verið á diskinn. e/vm/ujiu^ Ingvar Sigurðsson, \ matreiðslumeistari á Argentínu steikhúsi. DV-myndir BG UÓSMYNDASIOFA REYKlAVlKUR Hverfisgötu 105,2. h*3, sími 562 1166 Geymsla nautakjöts Það eru margir möguleikar á því að geyma nautakjötið. í Gallerí Kjöt, sem Jónas Þór rek- ur, kemur fólk utan af landi og ætlar kannski ekki að nota kjötið strax. Yfirleitt er kjötinu Vandað skal til veislu: Öiruvísi aðferð vii heil-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.