Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 17
J3V ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996
*®jílveran n
Hvað ræður því hvað fer í innkaupakörfurnar?
Máttur auglýsinganna
meirí en fólk heldur
- segir Guðbrandur Árni ísberg auglýsingafræðingur
„Dæmigeröur kaupandi nennir
ekki að að eyða tíma og orku í að
gera upp við sig hvaða vöru hann
eigi að kaupa, hvort Bragakaffi eða
Gevalia sé í raun og veru betra.
Hann gerir upp hug sinn mjög fljótt
og það sem ræður mestu um hvort
merkið hann kaupir er annaðhvort
verð eða hvor tegundin kemur fyrr
upp í hugann," segir Guðbrandur
Árni tsberg auglýsingafræðingur en
Tilveran er að velta því fyrir sér
hvað ráði því hvað fólk setji í inn-
kaupakörfurnar.
Guðbrandur segir þetta oft ráðast
af þvi hversu oft kaupandinn hafi
heyrt, séð eða lesið um vöruna og
hversu jákvæðar tilfinningar séu
tengdar vörunni. Hér ráði auglýs-
ingar miklu.
Kók eða pepsí
„Til þess að skýra þetta get ég
nefnt að gæðalega séð er hverfandi
munur á milli kóladrykkjanna kók
og pepsí. Bragðmunurinn er einnig
það lítill að fæstir finna „sinn“
drykk ef þeir fá nokkur ómerkt glös
með mismunandi kóladrykkjum.
Þetta hljómar kannski ótrúlega en
hver getur prófað fyrir sig,“ segir
Guðbrandur. Hann segir það sama
eiga við um sígarettur.
Guðbrandur segir kók vera með
yfirgnæfandi markaðshlutdeild á
markaðnum yfir kóladrykki hér á
landi en í Bandaríkjunum sé hún
jöfn. Skýringin sé einföld. Kók aug-
lýsi mun meira og fái mun meira
pláss í verslunum hér.
Hjálpartæki við
kaupákvarðanir
„Þetta segir okkur að þegar um er
að ræða vörur sem skipta fólk til-
tölulega litlu máli notar fólk ýmis
hjálpartæki við að ákvarða kaupin.
Þau geta verið verð, hvaða merki
kemur fyrst upp í hugann og hversu
auðvelt er að nálgast vöruna. Rann-
Freistingarnar eru víða í verslununum og sælgætið við kassana er til þess ætlað að fólk falli fyrir því. Eins og fram
kemur á síðunni ræður staðsetning vörunnar miklu um það hvað fólk kaupir . DV-myndir GS
sóknir sýna að um 85% ákvarðana
um kaup eru teknar í stórmörkuð-
unum sjálfum en ekki áður en lagt
er af stað.“ -
Auglýsingar engin áhrif!
Það skemmtilega við þetta segir
Guðbrandur vera að fólk í stór-
mörkuðum segir þá vöru sem það
velji í körfurnar yfirleitt vera þá
langbestu og þess vegna verði hún
fyrir valinu. Það neiti því svo yfir-
leitt hvort auglýsingar hafi haft ein-
hver áhrif á valið.
„Fólk gerir sér almennt ekki
grein fyrir því að auglýsingar hafa í
fyrsta lagi meiri áhrif á það en það
heldur, sérstaklega varðandi megn-
ið af þeim vörum sem til sölu eru í
stórmörkuðum, og það eru auglýs-
ingarnar sem koma þeirri hugmynd
að hjá fólki að tegund A sé svo
miklu betri en B og C þótt það geti
síðan ekki greint muninn þegar á
reynir,“ segir Guðbrandur Árni ís-
berg auglýsingafræðingur. -sv
Endarnir eru
alltaf bestir
- segir Jón Þ. Jónsson, verslunarstjóri í Nóatúni
„Samkeppni heildsalanna hefur
færst mjög mikið inn á gólfiö í
verslununum, vissar heildsölur
fylla sjálfar á sínar vörur og reyna
að stilla sínum vörum vel fram. Það
sem er í góðri framstillingu hjá okk-
ur eru góðar og þekktar vörur," seg-
Flestir fara mjög reglulega í stór-
markað en fæstir velta því líklega
fyrir sér af hverju þessi kextegund
sé hér í þessum rekka eða af hverju
þessi vörutegundin eða hin sé hér
en ekki einhvers staðar annars stað-
ar. Tilveran hitti mann að máli sem
ir Jón Þ. Jónsson verslunarstjóri.
Aðspurður hvort einhverjir stað-
ir séu líklegri en aðrir til þess selja
vörur segir Jón það vera endarnir á
rekkunum. Hann segir fjöldann all-
an aldrei fara inn í básana og taka
bara það sem er á endunum.
vann um nokkurt skeið í stórum
stórmarkað hér á höfuðborgarsvæð-
inu. Hann sagði það nánst lygilegt
hversu auðvelt væri að stjórna því
hvað fólk gripi með sér í körfuna.
Sumir rekkar í búðinni væru hrein-
lega til þess fallnir að selja eitthvað
„Reyndar er það svo að við setj-
um ekkert á enda nema þær vörur
sem ganga tiltölulega hratt. Sumir
eru líka rosalega íhaldssamir og
kaupa alltaf það sama,“ segir Jón.
„Eitt sinn Ora grænar baunir, alltaf
Ora grænar baunir." -sv
sem einhverra hluta vegna hefði
orðið afgangs. Það væri því eitthvað
annað en bara járnharður vilji
kaupandans sem réði því hvað seld-
ist.
-sv
Helga Bjarnadóttir:
Tilboðin
ráða miklu
„Vaninn ræður oft miklu um
hvaða tegund ég vel og ég hef
tossamiða sem oftast með mér. Ég
reyni að ákveða sem mest heima hjá
mér áður en ég fer af stað en síðan
ráða tilboðin miklu um það sem eft-
ir verður. Ég nýti mér yfirleitt þau
tilboð sem eru í versluninni og þá
kaupi ég oft meira en ég þarf bara
til næstu viku. Vitaskuld lætur
maður glepjast af einhverju freist-
andi í hiUunum en ég reyni að
halda því í lágmarki,“ segir Helga
Bjarnadóttir. -sv
Þeir stjórna því hvað við kaupum
„Árstíminn ræður mestu um það
hvað ég set í körfuna og nú er ég í
gamla tímanum, sem sagt
þorramatnum. Ég ákveð heima
hvort ég ætla t.d. að kaupa kjöt eða
fisk og hvað tegundirnar varðar þá
ræður hefðin, það sem ég hef prófað
áður. Ég læt ekki hfllur eða gyUiboð
glepja enda borða ég ekki afslátt.
Mér leiðast verslunarferðirnar enda
hef ég það að leiðarljósi að maður
borði tfl þess að lifa en lifi ekki til
þess að borða,“ segir Andrés Andr-
ésson. -sv
Sigríður Vilhjálmsdóttir:
Leikfimin
og línurnar
„Það er engin spurning að leik-
fimin og línurnar ráða mestu um
hvað fer í innkaupakörfuna hjá
mér. Ég er að taka mig á og kaupi
bara það sem er hollt og fitu- og
kaloríusnautt. Ég er yfírleitt búin
ákveða fyrir fram hvað ég kaupi og
reikna með að það sé hagkvæmara.
Ég er íhaldssöm en vitaskuld prófa
ég aUtaf eitthvað nýtt. Frumskilyrð-
ið nú er samt hoUustan. Ég hef
aldrei átt erfitt með freistingar í
búðunum og læt sælgætið yfirleitt
vera,“ segir Sigrún Vilhjálmsdóttir
sem var að káupa inn ásamt Hildi
Helgu. -sv
Heimilistœki
Hreinlœtistœki
Sturtuklefar
Blöndunartœki
Eldhús stálvaskar
Sturtubúnaður
Rafmagnsverkfœri
Handverkfœri
Vinnufatnaður
Skór og stígvél
>$•
l9angi