Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 26
30 ÞRIÐJUDAGUR 13/FEBRÚAR 1996 Fréttir Nýtt fræðsluefni um slysavarnir barna Heilbrigðisráðherra var nýlega afhent nýútkomin Handbók fyrir heilsugæslustöðvar - forvarnir gegn slysum. Handbókin er samvinnuverkefni Rauða kross íslands, Slysavarnafé- lags íslands og Barnaheilla og er gefin út undir kjörorðinu Vörn fyr- ir börn. í henni er að fmna fræðsluefni um öryggi og forvarnir gegn slysum á börnum, bæði fyrir starfsfólk heilsugæslustöðvanna og foreldra. Meðal annars eru í handbókinni fjórir myndskreyttir bæklingar sem ætlaðir eru foreldrum barna að sjö ára aldri. Öllum heilsugæslustöðvum á landinu hefur nú verið fært að gjöf eitt eintak af handbókinni ásamt bæklingunum. -ÞK Fulltrúar útgefendanna færöu Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigöisráöherra fyrsta eintak handbókarinnar. Frá vinstri Svanhildur Þengilsdóttir, RKÍ, Herdís Storgaard, SVFÍ, Ingibjörg Pálmadóttir, Gunnhildur Siguröardóttir, RKl', Esther Guömundsdóttir, SVFÍ, og Helgi Daníelsson, fulltrúi Barnaheilla. Akranes: Nafnleynd ekki leyfð DV| Akranesi: Bæjarstjórn Akranes samþykkti nýlega samhljóða að setja sér sömu reglur um starfsumsóknir og ríkið er að taka upp. Akranes er fyrsta sveitarfélag á landinu sem setur sér þessar reglur. Þær kveða á um að Akraneskaup- staður, og stofnanir hans, skuli ekki bundinn því að umsækjendur áskilji sér nafnleynd gagnvart almenningi. Ef til dæmis umsækjandi bindur umsókn sína skilyrði um nafnleynd verður honum gert viðvart og að það sé skylt ef þess er óskað að veita almenningi aðgang að upplýsingum um nafn, starfs- eða stöðuheiti um- sækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn. -DÓ I>V Kennarar og leikskólakennarar: Gegn ofbeldi I sjónvarpi Kennarasamband íslands tekur undir með umboðsmanni barna um að lagt verði bann við birt- ingu auglýsinga frá kvikmynda- húsum í sjónvarpi og kvikmynda- húsunum sjálfum sem og á mynd- böndum þegar um er að ræða of- beldiskvikmyndir sem ekki eru ætlaðar börnum 12 ára og yngri. Kennarasambandið skorar á sjón- varpsstöðvar að fara þegar að til- mælum umboðsmanns bama. Þá vill Kennarasambandið vekja athygli á því að Stöð 2 er að hefja endursýningar á kvikmynd- um fyrir fullorðna alla virka daga vikunnar klukkan 14. „í febrúarmánuði eru fjórar af þessum kvikmyndum stranglega bannaðar börnum yngri en 16 ára. Þar sem börn og unglingar eru oft ein og eftirlitslaus á þessum tima dags er augljóst aö erfitt er að koma í veg fyrir að þau horfi á þessar kvikmyndir," segir i álykt- un til Stöðvar 2. Kennarasambandið skorar á forsvarsmenn Stöðvar 2 að endur- skoða auglýsta dagskrá og velja þessum kvikmyndum annan sýn- ingartíma. Stjórn Félags íslenskra leik- skólakennara hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hún skorar á dagskrárstjóra fjölmiðla að sýna metnað sinn í vönduðu efnisvali og að sjá til þess að dag- skrá sé laus við ofbeldi þann tíma sem vitað er að börn horfa mikið á sjónvarp. Enn fremur vill stjórnin vísa til ábyrgðar foreldra og hvetja þá til að setja mörk varðandi það á hvað börn þeirra horfa á. „Stjórn Félags íslenskra leik- skólakennara hvetur opinbera að- ila, samtök og alla sem málið varðar að taka höndum saman, sporna við þessari óheillaþróun og standa stöðugt vörð um velferð bama,“ segir í fréttatilkynning- unni. -ÞK Samtökin Barnaheill: Gegn þátttöku barna í skafmiðaleik Samtökin Barnaheill hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir andúð á þátttöku barna í skafmiða- leik í þætti Happdrættis Háskólans, Happ í hendi í Sjónvarpinu. Minnt er á ákvæði laga um bann við þátt- töku barna og unglinga í fjárhættu- spilum. Að mati Barnaheilla er ósæmilegt að Happdræti Háskólans og sjón- varp allra landsmanna skuli fara út á þessa braut. Verið sé að nýta sér áhrifagirni barna með því að gera þau að markhópi í happdrætti og hvetja þau til þátttöku í leik þar sem meiri þroska er krafist en þau hafa yfir að ráða. Þar er, að mati samtakanna, ekki um saklausan leik að ræða heldur markvissa fjár- öflunarstarfsemi gagnvart börnum. Þá telja samtökin nauðsynlegt að vernda börn fyrir neyslutilboðum og setja skýrar reglur um ábyrgð þeirra aðila sem höfða vilja til barna og unglinga með vörur sínar og þjónustu. í þessu sambandi er sérstaklega bent á sjónvarpsauglýs- ingar kvikmyndahúsanna, tilraunir til að virkja börn til þátttöku í fjár- hættuspilum og happdrættum og of- beldisfulla tölvuleiki. Hjá HÍ fengust þær upplýsingar í gær að Ragnar Ingimarsson, for- stjóri happdrættisins, væri væntan- legur til landsins og gæfi þá svar við gagnrýninni. -ÞK Smáauglýsingar - Sími 550 5000 Þverholti 11 Viöskiptamiölun - bókhaldsþiónusta. Getum bætt við okkur bókhalas verk- efeum og skattframtalsgerð. Upplýsingar í síma 568 9510. Ódýr aöstoö viö skattframtaliö! Einfóld framtöl kr. 3.000, flóknari kr. 5.000+. Miðlun og ráðgjöf, Austurstræti lOa, sími 511 2345. 0 Þjónusta Til þjónustu reiöubúinn! Tökum að okkur allt sem lýtur að málningar- vinnu. Áratugareynsla. Gerum tilboð þér að kostaðarlausu. Fag- og snyrti- mennska í hávegum. Sími 554 2804. Tökum aö okkur alla trésmíöavinnu, úti og inni. Tilboð eða tímavinna. Visa/Euro. Símar 552 0702 og 896 0211. Snjómokstur allan sólarhrlnginn. Tilboð eða tímavinna. Uppl. í síma 892 1858. TV 7?/ bygginga Stigar og handriö, íslensk framleiösla úr massífe tré. 20 ára reynsla. Gerum verðtilboð. Sími 551 5108 (símsvari). Vélar - verkfæri Tilboö á Telwin tækium: • Argonsuðuvél, Maxmic 170: Verð áður 45.536 kr., verð nú 39.000 kr. • Rafsuðutransari, Nordica 2160: Verð áður 13.409 kr., verð nú 9.900 kr. • Starthleðslutæki, Dynamic 320: Verð áður 15.981 kr., verð nú 12.900 kr. Dynamic 420: verð áður 18.297 kr., verð nú 14.500 kr. Dynamic 520: Verð áður 25.708 kr., verð nú 19.900 kr. • Hleðslutæki 12/24 V. Nevada 15: Verð áður 4.950 kr., verð nú 2.900 kr. Alpina 30: Verð áður 10.214 kr., verð nú 7.300 kr. Olísbúðin, Vagnhöfða 13, símar 515 1130 og 515 1100. Bútsög > óskast. Upplýsingar í vinnusími 553 7131 eða heimasíma 554 0526. Jóhannes. Sabb dfsilvél, árg. ‘87, 102 kw, til sölu, keyrð 9.200 tíma. Uppl. í síma 451 3238. Gisting Gisting I Reykjavik. Vetrartilboö í 1 og 2 manna herb. með eldunarað- stöðu. Verð 1.250 á mann á sólarhr. Gistiheimilið Bólstaðarhlíð, 552 2822. £ Spákonur Spái i spil og bolla, ræö drauma alla daga vikunnar, fortíð, nútið og framtíð, gef góð ráð. Tímapantanir í síma 551 3732. Stella. 77/ sölu Lazy-boy hægindastóllinn er hreint ótnilega þægilegur. Með einu handtaki er skemill dreginn út og maður líður aflur í hvíldarstöðu. Komdu og prófaðu þennan frábæra hægindastól. Lazy- boy stóllinn er með harðviðargrind og heilsteyptum svampi (ekki kurli). Hús- gagnahöllin, s. 587 1199. Tómstundahúsiö auglýsir: Úrval grímu- búninga, hárkollna, hatta, grímna, lita, byssna, sverða o.fl. Gott verð. Póst- sendum, s. 588 1901. Opið daglega kl. 10-18, laugard. kl. 10-14. Tómstunda- Sólbaðsstofa Höfum opnaö glæsilega sólbaösstofu að Stórhöfða 15 (sama hús og Bitahöll- in). Erum með 10 og 20 mín. bekki. Glæsilegt opnunartilboð. Opið alla daga kl. 10-22. Sími 567 4290. Útsala á vönduöum skíöa- og farangurskössum á bflinn. Verð frá 21.000 kr. með vsk. Glerið sf., Bfldshöfða 16, sími 587 6510. Verslun yaiciiui iuoaiuayui. Ástin mín, gjöf til þín. Corselett, kr. 2.890. Nærbuxur frá kr. 390. Sokkar, kr. 590. Cos, Glæsibæ, s. 588 5575. Sendum í póstkröfú. Hitaveitur, vatnsveitur: Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís s/f, símar 567 1130, 566 7418 og 853 6270. M Bilartilsölu BMW 735ÍA, árg. ‘87, sjálfsk., 4ra dyra, ljósgrár, ek. 187.000, 211 hö., álfelgur, topplúga, 4 hauspúðar, rafdr. rúður, armpúðar, geislasp. Verð 1.890.000. Bifreiðar og landbúnaðarvélar, Suðurlandsbr. 14, 568 1200 og 581 4060. Ford Bronco ‘79, skoðaður ‘97, vél 351- V8, 3” lyfta á fjöðrum, 2-faldir demparar að framan, no spin, QMI vöm í vél. Verð 230.000 staðgreitt. Upplýsingar i sima 553 5306. Golf 1,8, árgerö ‘92, til sölu, dökkblár. Uppl. í síma 551 4637 (símsvari).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.