Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 Spurningin Hve margir heldur þú að for- setaframbjóðendurnir verði að lokum? Steinunn Ferdinandsdóttir, vinn- ur á Skálatúni: Svona átta. Steinunn Guðmundsdóttir þroskaþjálfi: Ég held að þeir verði sex til að byrja með en fækki síðan. Jóhanna Geirsdóttir: Sex eða tíu. Eyjólfur Vestmann nemi: Tutt- ugu. Einar Björnsson nemi: Svona fimmtán. Lesendur Ofbeldið meðal unga fólksins „Ráðherrarnir kórónuðu svo allt saman með því að mæta báðir við hátíðlega athöfn í eitt af kvikmyndahúsum borgarinnar sem sérstakir heiðursgestir við „frumsýningu" James Bond á íslandi eins og um stórmerkan menningarvið- burð væri að ræða.“ Ástþór Magnússon skrifar: Landlæknir bendir réttilega á það í svari sínu við lesendabréfi DV, „Bull um ofbeldi í sjónvarpi", að of- beldisverkum hefur farið fjölgandi meðal ungs fólks á undanförnum árum. Það er merkilegt að lesandi blaðsins, sem skrifar undir duinefn- inu E.B.K., skuli halda því fram aö ofbeldi í sjónvarpi hafi ekki haft áhrif á þessa þróun. Lesandinn held- ur því fram að ofbeldishneigðin eigi eingöngu rætur að rekja til félags- legra aðstæðna og þar komi sjónvarp ekki málinu við. Ég vil benda á að samkvæmt könnun, sem gerð var í Bretlandi á síðasta ári, inniheldur 81% af því efni sem sýnt er á „Movie Channel" ofbeldisverk. Næst þar á'eftir kemur efni sem sýnt er á „SKY“ með 79%. Báðar þessar stöðvar sýna að mestu bandarískt efni en samkvæmt könn- uninni framleiða Bandaríkjamenn stærstan hluta þess efnis sem inni- heldur ofbeldi. Sjaldnast er sú sorg og skaði sem ofbeldisverk valda fjöl- skyldum og börnum fórnarlambanna með í skemmtuninni. Á síðustu árum hefur orðið gífur- leg aukning í eiturlyfjaneyslu og of- beldi meðal unglinga. Einnig á þess- um vettvangi má sjá þetta fyrst þró- ast að einhverju marki í Bandaríkj- unum. í dag er talið að ofbeldi og glæpir kosti bandarísku þjóðina 425 milljarða Bandaríkjadala á hverju ári. Stórkostleg vandamál hafa skap- ast í skólum landsins þar sem víða hafa myndast glæpaklíkur ungs fólks og morð hafa verð framin í skólum. Þessi þróun virðist einnig vera að hefja innreið sína í Evrópu. Það er. nokkuð Ijóst að aukið fram- boð sjónvarps mun hafa veruleg áhrif á þjóðina og ungt fólk hérlend- is. Eftirlæti ráðherrans Ég vona að ráðamenn þjóðarinnar veiti þessu máli verðskuldaða at- hygli. Það hefur valdið mér nokkrum áhyggjum að menntamála- ráðherra þjóðarinnar lýsti því yfir í blaðaviðtali á síðasta ári að eftirlæt- iskvikmyndir hans væru Die Hard en þessi flokkur kvikmynda er með- al mestu ofbeldismynda sem fram- leiddar eru. Þó svo að ráðherrann eigi að sjálfsögðu að hafa rétt á því að sitja yfir sora kvikmyndaiðnaðar- ins sem honum lystir hæfir það ekki embættinu að lýsa dálæti á slíkri framleiðslu. Einnig fannst mér það ekki hæfa virðulegum menntamála- ráðherra að opna með pompi og prakt sjónvarpsstöðina SÝN, sem að- eins sýnir erlent efni, á degi íslensku tungunnar, afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar. Né fannst mér það hæfa virðulegum forsætisráðherra að fylgja þessu fordæmi eftir með því að opna Stöð 3 sem eins og SÝN sendir inn á heimili landsins bland- aða erlenda dagskrá, að mestu byggða á annars eða þriðja flokks framhaldsþáttum og öðru misgóðu erlendu efni. Ráðherrarnir kórón- uðu svo allt saman með því að mæta báðir við hátíðlega athöfn í eitt af kvikmyndahúsum borgarinnar sem sérstakir heiðursgestir við „frum- sýningu" James Bond á íslandi eins og um stórmerkan menningarvið- burð væri að ræða. Þess má geta að Gandhistofnunin í Bandaríkjunum er meðal þeirra að- ila sem hafa gert tilraunir með frið- arkennslu fyrir ungt fólk. Flestar slíkar tilraunir hafa gefist mjög vel. Leiðinlegur vinargreiði Gestur Traustason skrifar: Einu sinni kynntist ég góðum dreng sem síðar varð vinur minn, við skulum bara kaOa hann Nonna. Síðan lágu leiðir okkar í sundur eins og oft vill verða þar eð ég nam er- lendis. En fyrir nokkrum árum hitt- umst við Nonni aftur og var það mjög ánægjulegt. Við vorum í góðu sambandi hvor við annan, hittumst við og við eins og gengur og gerist á milli vina. Á þeim tíma átti ég mjög fallegan bíl sem ég þurfti að selja og varð úr að Nonni vinur minn keypti bílinn og fékk hann á mjög góðu verði að sjálfsögðu. BUlinn greiddist á skulda- bréfi sem Nonni hafði fengið „Sigga“ vin sinn til að ábyrgjast. Ég sel síðan bréfið og gerist þá sjálfkrafa ábyrgð- armaður líka. Ekkert mál, ég treysti vini mínum fullkomlega. Síðan eru liðin nokkur ár, lánið aUt í vanskilum, bréf frá lögfræðing- um, bankanum og maður kominn á svartan lista. í dag borgum við Siggi þetta lán fyrir Nonna. Hvað skyldi þetta kallast? Jú, auð- vitað þetta kallast vinargreiði en það veit guð að þetta er sá leiðinlegasti vinargreiði sem ég héf lagt á mig. Ég held ekki að ég geti kallað hann Nonna vin minn í dag. Ég er búinn að þurfa að leggja á mig mikið vesen til að standa í skilum fyrir Nonna fyrrverandi vin minn. Það sem er kannski verst í þessu öllu saman er að vita til þess að hann Nonni á þrjú myndarleg börn. Ég vona að börn hans taki hann sér ekki tU fyrirmyndar hvað fjármál snertir. Að svíkja vin sinn er það ljótasta sem maður getur gert. Að eiga vin er dýrmætt, sennUega dýr- mætara en flestir gera sér grein fyr- ir. Ég vona að sem fæstir eigi eftir að lenda í svona lífreynslu, hún er óskemmtileg. Göng undir Hvalfjörð óráð Konráð-Friðfinnsson skrifar: Til stendur að gera göng undir Hvalijörð, þau fyrstu sinnar tegund- ar á íslandi. Göngin munu stytta hringveginn um nokkra kUómetra komist þau á annað borð til fram- kvæmda. Framkvæmdin er ekki á vegum hins opinbera heldur er hér einkaframtak á ferðinni, Spölur hf. þjónusta „Búið er að eyða tugmilljónum í að gera núverandi vegarstæði um Hvalfjörð brúkhæft." Ríkið hefur að vísu lofað að ábyrgj- ast eitthvað af þeim lánum sem ætl- unin er að taka tU að verkið geti hcifist. En spurningin er hvort göng und- ir Hvalfjörð séu yfirhöfuð nauðsyn- leg. Verkið vekur einnig upp ýmsar aðrar spurningar. Verður tU að mynda veginum fyrir Hvalfjörð haldið við? Og hvað mun þetta ferðalag fólksins undir sjóinn kosta það? Ég tel altént brýnt að halda nú- verandi vegi um Hvaltjörð við vegna þess að ekki munu aUir treysta sér til að fara svo djúpt ofan í jörðina né svo langt undir haíflöt- inn þótt það kunni að stytta ferða- tima þess um hálfa eða einá klukku- stund. AUt er hægt en ekki er allt gagn- legt. Og ég verð nú að segja það i fullri hreinskilni að mér finnst þetta umrædda verk vera óráð og ekkert annað. Og í raun sé ég held- ur enga þörf vera á því. Búið er að eyða tugmilljónum í að gera núver- andi vegarstæði um Hvalljörð brúk- hæft. Ég tel þar af leiðandi enga raun fyrir neinn þó vegfarendur, ís- lenskir sem erlendir, noti hann áfram sem hingað tU. I>V Sumarbústaði úr torfi og grjóti S.M.J. hringdi: Mig langar að koma með tiUögu í sambandi við byggingu sum- arbústaða. Það eru allir að kepp- ast við að reisa dýra og Uotta sum- arbústaði sem passa ekki inn í náttúruna og eyðUeggja útsýnið. Það væri nær að byggja sumarbú- staði úr torfi og grjóti sem eru efni sem koma frá jörðinni. Torfbú- staðir myndu faUa betur inn í landslagið. Flott sumarhús eru heldur ekki afslappandi. Það er ekki afslappandi að hafa öU nú- timaþægindi þegar farið er út í náttúruna. Flott hús eru eyðUegg- ing á náttúrunni. Fæstar kennslu- stundir á íslandi Bergþóra hringdi: Það væri gaman að vita hvern- ig íslenskir grunnskólanemendur standa sig í hinum ýmsu greinum miðað við jafnaldra sína erlendis. Nú hafa borist fregnir um það að á íslandi séu fæstar kennslustund- ir í grunnskóla þegar við erum borin saman við 16 önnur ríki ESB og EES. Gætum við ekki látið okkar böm reyna við ýmis próf sem jafhaldrar þeirra í hinum löndunum taka tU að sjá hvernig ástandið er? Lítiö að marka hjal pólitíkusa Ingi hringdi: Þeir skreyta sig með fallegum fjöðrum, pólitíkusarnir, þegar þeir eru að hjala um fikniefnavandann og forvarnir. Þegar kemur að því að greiða atkvæði um fjárveiting- ar tU forvarna segja þeir nei. Það gerðist að minnsta kosti í Reykja- nesbæ um daginn þegar meirihlut- inn felldi tUlögu um 4,7 mUljóna króna fjárveitingu. Hafa þeir reiknað út hvað afleiðingar vímu- efnanotkunar kosta? Enga knatt- spyrnuhöll, takkl S.G. hringdi: Nú væla menn yfir tapinu gegn Slóvenum í knattspyrnu og vekja athygli á því að okkar strákar geti ekki æft frá október og fram í mars. Þess vegna þurfi að reisa knattspyrnuhöll handa strákun- um okkar fil að þeir geti staðið jafnfætis landsliðum annarra þjóða. Mér og mörgum öðrum er skít- sama þó við stöndum ekki jafnfæt- is öðrum þjóðum í knattspymu og er ekki tilbúinn að greiða fyrir slíka höU með mínum skattpen- ingum. Það mætti gera ýmislegt þarfara fyrir skattpeningana en að byggja einhverja tuðruhöU handa sparkstrákum. Vanþróaður háskóli Hulda hringdi: Það koma sífeUt fram fleiri og fleiri ábendingar um að námið í Háskólanum verði varla lengi til viðbótar samkeppnishæft við nám í erlendum háskólum vegna skorts á fé. Mennt er máttur og hingað tU höfum við getað hrósað okkur af því að geta staðið jafnfæt- is öðrum á því sviði. Hvemig fer fyrir hugvitinu sem við ætluðum að flytja út og græða á? Og sjávar- útvegurinn hefði örugglega ekki verra af því að fá menn og konur með sérþekkingu frá Háskólanum til liðs við sig. Það er heldur ekki undarlegt að ekki fáist kennarar tU starfa i Háskólanum þegar þeir heyra hvað launin eru lág. Kenn- aramir sem fyrir eru þurfa sjálf- sagt að vera með fuUt af aukabit- lingum tU að komast af og líklega hefur það áhrif á kennsluna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.