Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 28
32
ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996
Sviðsljós
Michael Jackson eins og heima hjá sér í fátækrahverfi Rio:
íbúar tóku að sér öryggisgæslu, og
var hverfinu nánast lokað.
Einn aðdáandinn komst þó í tæri
við Michael.
„Ég gaf honum skyrtubol með
nafni kirkjunnar minnar á. Hann
brosti þegar hann tók við honum,“
sagði Marcelo Francisco, með
stjömur í augunum.
Heimsókn Michaels Jacksons,
leikstjórans Spikes Lees og sam-
verkamanna til Rio olli töluverðum
deilum þar í síðustu viku og um
tíma leit út fyrir að ekkert yrði af
kvikmyndatökunni, m.a. vegna þess
að dómari bannaði hana. Hann
skipti þó um skoðun og leyfði hana
að nýju. Mörgum þótti sem poppar-
inn væri að gera út á eymdina í Rio.
Hann mun þó ætla að láta fé af
hendi rakna til ýmissa þjóðþrifa-
mála í hverfinu.
En ekki voru allir jafn ánægðir
með umstangið. „Er hann farinn?
Guði sé lof að lífið fer nú aftur í
sinn vanagang," sagði einn íbúanna
þar sem hann var að þvo á sér hár-
ið við tröppurnar sem liggja upp í
hverfið.
Arnold reynir
hattardans
Arnoldi Schwarzenegger er
margt til lista lagt. Um helgina
reyndi hann t.d. fyrir sér við
mexíkóskan hattardans, við
mikla hrifningu viðstaddra.
Hann var nefnilega að opna þrí-
tugasta Planet Hollywood veit-
ingastaðinn, að þessu sinni við
þann yndisfagra stað Riverwalk
í San Antonio í Texas. Félagi
Arnolds, Bruce Willis, var
einnig mættur tO leiks og öskr-
aði eins og kúreki. Tugþúsundir
aðdáenda fylgdust með látunum
í þeim félögum.
skítinn og skolpið.
„Koma Michaels var mjög hríf-
andi. Hann lenti í þyrlu, rykið þyrl-
aðist um allt, hann var ekki með
grímu eða hanska og allir viðstadd-
ir öskruðu nafnið hans,“ sagði José
Luiz de Oliveira, formaður íbúa-
samtaka Dona Marta fátækrahverf-
isins þar sem myndatakan fór fram.
Hverfisbúar hyggjast setja á lag-
girnar sérstakt safn helgað Jackson
í húsinu þar sem myndbandið var
tekið upp. „Við ætlum að nota aUt
sem hann notaði á meðan hann var
hérna. Við viljum líka að hann
skUji eftir sig ummerki, til dæmis
handarfar," sagði de Oliveira.
Þeir eru ekki margir utanaðkom-
andi mennirnir sem hætta sér inn í
fátækrahverfin í Rio en þau þykja
með þeim svakalegustu í heimi. Of-
beldi þar er mikið og sömuleiðis
neysla og verslun með ólögleg fikni-
efni. Það er því ekkert undarlegt
þótt miklar öryggisráðstafanir hafi
verið viðhafðar við komu Michaels
Jacksons og fylgdarliðs hans.
Fimmtán hundruð lögregluþjónar
voru á vakt, auk þess sem fimmtíu
Kjöthleifur krefst
milljóna dollara
Man einhver eftir Kjöthleifi? Æ,
þarna, feita popparanum sem söng
um leðurblökuna úr helvíti. Já,
einmitt, jú, jú. Nú er Kjöthleifur aft-
ur kominn i fréttirnar, að þessu
sinni vegna skaðabótamáls sem
hann hefur höfðað á hendur Sony
útgáfufyrirtækinu. Popparinn
krefst fjórtán milljóna dollara af
þeim 100 milljónum dollara sem
hann segir að Sony, og fyrirrennari
þess, CBS, hafi grætt á tónlist sinni.
Kjöthleifur segir í stefnu sinni að
fyrirtækin tvö hafi ekki látið hann
fá þær höfundarréttargreiðslur sem
honum bar vegna sölu þriggja
hljómplatna. Þar á meðal er hin
fræga Bat out of Hell, fyrsta plata
Kjöthleifur í gamla daga.
söngvarans, sem er einhver mest
selda plata frá upphafi.
Þessir grímuklæddu herramenn, eða i mascherati eins og þeir heita á
ítölsku, létu sig ekki vanta við upphaf kjötkveðjuhátíðarinnar í Feneyjum um
helgina. Hátíðin stendur yfir f 12 daga og verður margt sér til gamans gert.
Símamynd Reuter
Michael Jackson lét eins og hann
væri heima hjá sér, svo afslappaður
var hann, þegar hann tók upp tón-
listarmyndbandið umdeilda í einu
af fátækrahverfum Rio de Janeiro í
Brasilíu um helgina. Poppgoðið
brosti og veifaði í allar áttir til
æstra aðdáenda sinna og var hvorki
með grímu fyrir andlitinu né
hanska á höndum, þrátt fyrir allan
Travolta í nýrri
Woo-mynd
John Travolta kunni svo vel
við að leika undir stjórn hasar-
myndaleikstjórans Johns Woos í
Brotnu örinni að hann hefur
fallist á að slást í lið með honum
einu sinni enn. Það verður i
hasarmyndinni, hvað annað?,
Face Off sem segir frá
leynilöggu sem skiptir á andliti
við hryðjuverkamann til að geta
sinnt starfinu sómasamlega.
Blökkusöngvarinn Michael Jackson greip til kloftaksins fræga þegar hann
dansaði, með fráflakandi skyrtuna svo skein í náföla bringuna, við tökur á
umdeildu tónlistarmyndbandi í Rio de Janeiro um helgina.
Símamynd Reuter
Miðvikudaginn 13. mars mun
hin sívinsæla FERMINGARGJAFA-
HANDBÓK fylgja DV
Híin er hugsuð sem handbók fyrir lesendur
sem eru í leit að fermingargjöfum. Þetta
finnst mörgum þægilegt nú, á dögum tíma-
leysis, og af reynslunni þekkjiun við að hand-
bækur DV hafa verið vinsælar.
Skilafrestur auglýsinga er til 5. mars en með
tilliti til reynslu undanfarinna ára er
auglýsendum bent á að hafa samband við
Selmu Rut Magnúsdóttur, auglýsingadeild
DV, hið fyrsta í síma 550-5728 svo að unnt
reynist að veita öllum sem hesta þjónustu.
Auglýsingar
Sími 550 5000, bréfasími 550-5727.
Lét sko skít og skolp
ekki nein áhrif hafa