Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 13 Rangtúlkanir um vetrarræktun í leiðaraskrifum DV þann 27.1. síðastliðinn koma fram það miklar rangtúlkanir um vetarræktun tómata og gúrkna hér á landi að Ola verður við unað. í leiðaranum eru settar fram ýmsar fullyrðingar sem eru einfaldlega rangar því þær byggja á röngum forsendum. Talað er um „haustak landbún- aðarins á þjóðinni“ og að „land- búnaðarkerfið" muni sjá um að hindra samkeppni vetrargúrkna og -tómata við innflutta vöru. Bent skal á að hér gildir sk. EES-samn- ingur, sem veldur m.a. því að hingað til lands er opið fyrir inn- flutning tómata, gúrkna og ýmissa fleiri garðyrkjuafurða yflr vetrar- tímann á 0% tolli. Með öðrum orð- um verða vetrargúrkurnar og - tómatarnir að standast þessa sam- keppni án nokkurrar innflutnings- verndar sem þessar tegundir og gera í dag. Állar þær tilraunir sem unnið er að taka mið af þessu markaðsumhverfi og það er hreinn og beinn öfugsnúningur að halda öðru fram eða gefa í skyn. í leiðaranum kemur réttilega fram að unnið er hér á landi mark- visst að því innan garðyrkjunnar, með víðtækri samvinnu við utan- aðkomandi aðila, að ná tökum á ræktun grænmetis að vetri með aðstoð raflýsingar. Sá . árangur sem nú þegar hefur náðst lofar góðu og við getum með réttu verið stolt af honum. Þessi góði árangur er ekki hvað síst að þakka mikilli ræktunarfærni íslenskra garð- yrkjubænda. Reynt að sverta ávinning í leiðaranum er markvisst reynt að sverta þann ávinning sem gæti falist í vetrarræktuninni. Hins vegar hafa allir þeir sem ég hef Kjallarinn Garðar R. Árnason garðyrkjuráðunautur Bændasam- taka íslands rætt við og sem hafa kynnt sér málið séð þennan ávinning, ekki bara fyrir stöku garðyrkjubændur heldur fyrir þjóðina í heild sinni. Ef tilraunirnar skila þeim ávinn- ingi sem vonir standa til, gæti ávinningurinn í örstuttu máli m.a. falist í: Betri nýtingu á þeirri miklu íjárfestingu sem bundin er í gróðurhúsunum (sem myndi skila sér í lækkuðu vöruverði); jafnara vinnuálagi innan stöðvanna og fjölgun ársverka í garðyrkju, þ.e.a.s. aukinn fjöldi heilsársstarfa í stað árstíðabundinna (augljós ávinningur fyrir launþega, garð- yrkjubændur, ýmsa þjónustuaðila og hið opinbera); aukinni raforku- notkun ásamt bættri nýtingu orkuframleiðslunnar með aukinni lýsingu á þeim tímum sólai hrings- ins sem álagið er sem minnst á rafmagnskerfinu (raforkan er sameign þjóðarinnar og bætt nýt- ing hennar er því i þágu þjóðar- innar). Fögnum framförum Hvaða tilgangi þjónar það að ala á tortryggni á milli manna? I framangreindum leiðaraskrifum er reynt að skapa garðyrkjubænd- um þá ímynd að hér séu á ferðinni ósvífnir eiginhagsmunaseggir sem hugsi bara um eigin hag og „stundi hreina og beina útgerð á vasa neytenda". Jafnframt því var fagnað að garðyrkjubændur hafi ekki náð það langt að geta ræktað ávexti í gróðurhúsum, því fari svo' „myndum við ekki njóta ódýrra ávaxta frá útlöndum". Ef garð- yrkjubændur væru álíka óprúttnir og látið er í veðri vaka gætu þeir svo sem fyrir löngu hafa unnið að því að þetta gengi eftir því við höf- um búið yfir nægilegri þekkingu til að rækta fjölmargar tegundir ávaxta í gróðurhúsum. Álíka mis- beiting hefur einfaldlega aldrei hvarflað að nokkrum manni innan garðyrkjunnar né „kerfisins" því shk ræktun væri allt of dýr. Ýmislegt fleira orkar tvímælis í fyrrnefndum leiðara en hér skal látið staðar numið að sinni. Sam- andregið þá er með öllu ástæðu- laust að líta á þróun vetrarrækt- unar sem „uggvænlegar framfar- ir“. Þvert á móti ættum við öll að fagna þessum framförum og vera stolt af hinni miklu ræktunar- færni og kunnáttu sem íslensk garðyrkja býr yfir og hvetja hana til frekari dáða en láta af álíka niö- urrifi eins og birtist í leiðara DV 27.1. sem engum er til framdráttar. Garðar R. Árnason „Bent skal á að hér gildir sk. EES-samn- ingur sem veldur m.a. því að hingað til lands er opið fyrir innflutning tómata, gúrkna og ýmissa fleiri garðyrkjuafurða yfir vetrartímann á 0% tolli.“ „Sá árangur sem nú þegar hefur náðst lofar góðu og við getum með réttu verið stolt af honum. Þessi góði árangur er ekki hvað síst að þakka mik- illi ræktunarfærni íslenskra garðyrkjubænda." Enn um pólitíska ábyrgð I flestum vestrænum velferðar- ríkjum hefur samtryggingin orðið ofan á við fjármögnun heilbrigöis- kerfa. Almenningur og stjórnmál- in hafa talið að greiður aðgangur allra að heilbrigðisþjónustu sé grundvallarmannréttindi og hluti þeirra lífsgæða sem krafist er í dag. Hið opinbera hefur því tekið frumkvæðið og tryggt öllum að- gang að þeirri þjónustu með ann- aðhvort stofnun almannatrygg- inga eða með beinni fjármögnun úr sameiginlegum sjóðum. í þessari stefnu liggur hin sam- félagslega og pólitíska ábyrgð í heilbrigðismálum. Ábyrgð stjórn- valda er mikil, því þau hafa tekið frumkvæðið, forustuna og það starf að tryggja aðgang að heil- brigðisþjónustu. Ef stjórnvöld geta hins vegar ekki axlað þá ábyrgð sem þessu fylgir er heiðarlegast, og í raun bæði siðferðileg og sam- félagsleg krafa, að þau viðurkenni þá staðreynd og skapi svigrúm fyr- ir önnur form sem tryggt geta nauðsynlegan og æskilegan að- gang að heilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld geta með öðrum orðum ekki einokað stóran hluta heil- brigðisþjónustunnar og skammtað hana. Ef horft verður fram á það á næstu árum að heilbrigðisþjónust- an verði skömmtuð í ríkum mæli, þ.e.a.s. að sjúklingar fái ekki þá bestu þjónustu sem læknavísindin Kjallarinn Jóhann Rúnar Björgvinsson hagfræðingur vilji fyrst og fremst að heilbrigöis- kerfið sé vel rekið. Að rétt hvatn- ing sé til staðar í kerfinu þannig að fjármunir séu skynsamlega not- aðir og á hagkvæman hátt. Al- menningur vill eiga aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu hvört sem það er með skattgreiðslum, tryggingagjöldum eða beinum greiðslum. Hlutverk stjórnmála- heilbrigðiskerfinu í því augnamiði að virkja hvatningu rekstraraðila til skynsamlegra og hagkvæmra nota á fjármunum. Þau hafa að- skilið heilbrigðisþjónustuna frá fjármögnun hennar. Gert rekstr- areiningar sjálfstæðar og ábyrgar fyrir starfseminni. í kjölfarið hafa fylgt útboð- og kaupsamningar milli þessara aðila. Hagræðing „Niðurskurður á útgjöldum til heilbrigðis- mála leiðir ekki sjálfkrafa til sparnaðar eða hagræðingar. Reynsla annarra þjóða er sú að niðurskurður dregur úr fram- leiðni, þjónustustigi og þjónustulund við almenning.“ geta boðið upp á, eða að þeir þurfi að bíða eftir þjónustunni svo mán- uðum eða árum skiptir í biðröð- um, þá hefur hin samfélagslega og pólitíska ábyrgð í þessum mála- flokki brugðist. Vilji almennings í heilbrigðisumræðunni hefur ekkert komið fram um vilja al- mennings í þessum málum. Vill hann í raun niðurskurð á heil- brigðisþjónustunni og vill hann langar biðraðir? Ég hef ekki trú á að svo sé, frekar að almenningur manna í þessu samhengi er meðal annars að tryggja rétta umgjörð svo að slíkur aðgangur sé mögu- legur. Formbreyting Niðurskurður á útgjöldum til heilbrigðismála leiðir ekki sjálf- krafa til sparnaðar eða hagræðing- ar. Reynsla annarra þjóða er sú að niðurskurður dregur úr fram- leiðni, þjónustustigi og þjónustu- lund við almenning. Margar þeirra hafa því snúið af þessari braut og ráðist í formbreytinga á hefur því fylgt sem eðlilegur hluti við slik rekstrarskilyrði. Aðkallandi er að heilbrigðis- stefna stjórnvalda liggi ljós fyrir. Varla getur það verið meiningin að langir varánlegir biðlistar verði hluti kerfisins. Fjárlagagat eða hagfræðiklisjan um vaxta- lækkun er engin haldbær skýring á stefnuleysi í þessum málaflokki. Þær fjárhæðir sem á vantar nú til að draga úr biðlistum er á engan hátt íþyngjandi í þessu samhengi. Jóhann Runar Björgvinsson Með og á móti Ríkið reki fæðingardeild f Fæðingarheimilinu Eðlilegt „Mér finnst eðlilegt að rík- ið reki Fæð- ingarheimili Reykjavíkur áfram þar sem ég tel að þörf sé á öðrum fæðingarstað en fæðingar- deild Land- dóttir Uósmóðir. spítalans. Þeir fimm mánuðir sem Fæðing- arheimilið var opið í síðustu lotu gefa mjög takmarkaðar upp- lýsingar um það hver kostnaður við svona rekstur er þegar til lengri tíma er litið. Hins vegar er ekki víst að heppilegast sé að FæðingarheimOi Reykjavíkur heyri undir Ríkisspítala eða önn- ur stór sjúkrahús. Bæði er ekki fagleg sátt um það hvernig standa á að þjónustu fyrir konur kringum barneign og svo þegar á að spara þá er þetta fyrsti stað- urinn sem mönnum dettur í hug að loka. Ef til vill væri mögu- leiki á því að ljósmæður ynnu á Fæðingarheimilinu en fengju laun sín greidd gegnum Trygg- ingastofnun ríkisins. Líka mætti hugsa sér að ljósmæöur, sem sinna mæðravernd, gætu haft þar aðstöðu til að taka á móti börnum. Það fyrirkomulag er til dæmis þekkt frá Bretlandi. Ljós- mæður hafa margar þá skoðun að hátæknisjúkrahús sé ekki heppilegur staður fyrir allar konur að fæða á. Þannig hafa rannsóknir ekki sýnt að örugg- ara sé fyrir heilbrigðar konur með eðlilega meðgöngu að baki að fæða á sjúkrahúsi fremur en litlu fæðingarheimili.“ Konur hafa val „Fæðingar- heimilið er lokað núna og því verður haldið lokuðu út árið. Það var samning- ur milli Reykjavikur- borgar og Ríkisspítala sem hljóðaði upp á það að við myndum fá húsnæðið ef við myndum reka það í sama formi og það var áður. Þessi sanining- ur er enn í gildi. Núna hefur komið í ljós að kvenlækninga- deildin getur sinnt öllum fæöing- um og síðan kom þessi MFS-hóp- ur þannig að konur hafa val í dag en auðvitað hefðum við gjarnan viljað reka Fæðingar- heimUið áfram ef við hefðum haft til þess fjárveitingu. Ríkisspítalar eru á fastri íjár- veitingu. Þegar fjárlög eru af- greidd á Alþingi fyrir jólin sjá- um við hvað við fáum mikla pen- inga til að reka spítalann. Við eigum að vera innan fjárlaga og því verðum við að velja og hafna. Samkvæmt fjárlögum átt- um við að spara 400 mUljónir á þessu ári. Við urðum að loka á öllum sviðum og völdum Fæð- ingarheimilið á kvenlækninga- sviði því að það kom betur út en að loka einhverri deild inni á kvenlækningadeild. Það er ekki þar með sagt að við séum að loka alveg fyrir starfsemi Fæðingar- heimUisins. Við erum ekki að taka neina ákvöröun fyrir fram- tíðina.“ Vigdís Magnúsdótt- ir, forstjóri Ríkis- spítalanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.