Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1996 Fréttir Sameiginlegt framboð á norðanverðum Vestfjörðum: Þessi tilraun er alls ekkert búin að vera - kratar þurfa bara að taka til hjá sér, segir Bryndís Friðgeirsdóttir „Því fer fjarri aö þessi tilraun til sameiginlegs framboðs í sveitar- stjórnarkosningunum hér á norðan- verðum Vestfjörðum sé búin að vera. Kratarnir fóru út úr þessu vegna innbyrðisdeilna. Ég veit að margir þeirra hafa áhuga á að halda tilrauninni áfram og þaö sem þeir þurfa að gera er að taka til heima hjá sér og koma svo. Við í Alþýðu- bandalaginu, Kvennalistinn og óháðir munum halda áfram undir- búningi að sameiginlegu framboði," sagði Bryndís Friðgeirsdóttir, full- trúi Alþýðubandalagsins, í viðræð- unum um sameiginlegt framboð fyr- ir vestan. „Ég get nú ekki sagt mikið á þess- ari stundu annað en að ég vona að menn sjái að sér í þessu máli og við getum aftur komið inn í undirbún- inginn að sameiginlegu framboði,“ sagði Bjöm Hafberg, skólastjóri á Flateyri. Hann hefur verið helsti talsmaður krata í þessum samein- ingarviðræðum og helsti arkitekt- inn að því að farið var út í þessa til- raun. Það var fólk úr Alþýðuflokknum sem átti hugmyndina að því að fé- lagshyggjuflokkarnir byðu fram sameiginlega í nýja sveitarfélaginu á Vestfjörðum. Þeir rituðu hinum flokkunum bréf á sínum tíma og óskuðu eftir viðræðum um málið. Það voru svo þeir sem drógu sig út úr viðræðunum um helgina vegna innbyrðisdeilna um menn en ekki málefni. Samkvæmt heimildum DV hefur yngra fólkið í Alþýðuflokknum áhuga á að halda þessari tilraun áfram en þeir eldri eru sagðir lifa lifa of mikið i fortíðinni. -S.dór Framadagar í Háskóla og Þjóðarbókhlöðu: Brúa bil milli at- vinnu og skóla „Markmið Framadaga er að brúa bilið á milli háskólanema og at- vinnulífsins. Víða erlendis koma stórfyrirtæki inn í skólana og ráða til sín starfsfólk. Tölvufyrirtækið Nýherji ætlar að gera tilraun til mannaráðninga á þennan hátt,“ seg- ir Ingþór Karl Eiríksson, markaðs- stjóri Framadaga, atvinnulífsdaga í Háskóla íslands, sem hófust í dag með hádegisfundi í Lögbergi. Framadagar voru haldnir í fyrsta sinn hér á landi í fyrra á vegum við- skipta- og hagfræðideildar og verk- fræðideildar Háskóla íslands. Da- garnir heppnuðust framar vonum og nú hafa nemar í lögfræði, efna- fræði og matvælafræði bæst í hóp- inn. Þátttakendur í Framadögum eru fyrirtæki, stúdentar og Háskóli íslands. Markmiðið er að þátttak- endur komi saman til skoðana- skipta um námið, þarfir fyrirtækj- anna og framtíðina. Til að kynna Framadaga sem best verða haldnir hádegisfundir 5., 6. og 7. mars um ýmis málefni. í dag verða möguleikar á námi erlendis kynntir í Lögbergi. Á morgun verð- ur fyrirlestur um starfsumsóknir í Odda. í Lögbergi verður fundur um stofnun og rekstur á lögmannsstofu. í VRII verður fyrirlestur um út- flutning á íslensku hugviti og fram- leiðslu. Á fimmtudag verður fýrir- lestur um markaðssetningu á ís- lensku hugviti. Fulltrúar frá Oz hf. segja frá fyrirtækinu í Odda. í Lög- bergi verður fjallað um störf lög- fræðinga á alþjóðavettvangi. Framadagar ná hámarki sínu á fostudag í Þjóðarbókhlöðunni. Þar mæta fulltrúar 42 framsækinna fyr- irtækja í íslensku atvinnulífi og verða með kynningarbása þar sem starfsemi sérhvers fyrirtækis er kynnt fyrir nemendum. Þarna gefst nemendum kostur á aö spyrja þeirra spurninga er brenna á vörum þeirra í sambandi við starfsemi ein- stakra fyrirtækja. -em Salmonellan á Landspítalanum: Skaðvaldurinn ófundinn - flnnst vonandi í dag, segir Karl Kristinsson á Landspítala „Við grunum ákveðinn rétt sterklega að hafa valdið sýkingunni en sá grunur byggist eingöngu á lík- um,“ segir Karl Kristinsson, sér- fræðingur á Landspítalanum. Hann segir að ræktanir séu nú í gangi sem hugsanlega geti þrengt hring- inn enn frekar og styrkt grun manna um orsakavaldinn. Niður- stöðu úr þessum ræktunum er að vænta í dag. í gær hafðist upp á 11 til viðbótar við þá 45 sem áður var vitað um að hefðu sýkst. Það er því ljóst að mik- ið umstang og kostnaður hefur hlot- ist af þessari hópsýkingu að frátöld- um þjáningum þeirra sem sýktust. Karl segir að full staðfesting muni aldrei liggja fyrir um hvaða réttur það var sem breiddi sýking- una út þar sem hann sé uppurinn og því ekki hægt að rækta sýni úr hon- um sjálfum og bera saman við sýni frá þeim sem sýktust. Hins vegar hafa verið ræktuð sýni úr hráefhinu sem notað var í réttinn. Þorvaldur vildi ekki nefna hvaða hráefni væri um að ræða en sagði að það væri ekki í umferð úti í þjóðfélaginu þannig að almenningur þyrfti ekk- ert að óttast. -SÁ Fegurðarsamkeppnin í Reykjavík verður haldin eftir nokkrar vikur. Þátttak- endur í keppninni fengu ágæta æfingu í framkomu og sýningarstörfum þeg- ar keppt var til úrslita í þolfimi í fyrrakvöld. Hér sýnir ein stúlknannna, Berg- Ijót Þorsteinsdóttir, undirföt. DV-mynd JAK Stuttar fréttir dv Skýrmæltust Félagið Heymarhjálp útnefndi í gær fréttamennina Brodda Broddason og Ólöfu Rún Skúla- dóttur skýrmæltustu fjölmiðla- mennina. Alls voru 25 frétta- menn ljósvakamiðlanna tilnefnd- ir. Samningur í Odda Starfsmenn Slippstöðvarinnar Odda á Akureyri greiða atkvæði í dag um nýjan kjarasamning sem undirritaður var nýlega. Samkvæmt RÚV hækka laun um 6 prósent á einu ári gegn breyt- ingum á vaktakerfi. Tvöföldun í frystingu Tvöfalt meira var fryst af loönu á þessari vertíð en í fyrra. Verðmætið nemur tæpum 4 milljörðum króna. Úrelt útgáfa Að mati Ólafs Nilssonar end- urskoðanda er útgáfa svokall- aðra jöfnunarhlutabréfa hjá hlutafélögum orðin úrelt. RÚV greindi frá þessu. Fundað meö Emerald Kristinn Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri flugfélagsins Em- erald Air, fundaði með stjórn Líf- eyrissjóðs bænda um helgina. Fundarefnið er lán félagsins hjá sjóðnum sem enn er ógreitt. Fóöurtollur af Formaður Bændasamtakanna á von á því að fóðurtollurinn svokallaði verði lagður niður í núverandi mynd. Stöð 2 greindi frá þessu. 5 ára neyöaráætlun Fimm ára neyðaráætlun hefur verið sett í gang til að koma fjár- hag Reykhólahrepps á réttan kjöl. Þetta kom fram á Stöð 2. Áreitni á Alþingi Lítill hugur er í þingmönnum að ræða kynferðislega áreitni á Alþingi ef marka má frétt Al- þýðublaðsins en Guðný Guð- björnsdóttir Kvennalistakona hefur sem kunnugt er farið fram á umræðuna. Úr hörðustu átt Innflytjandi Camparis segir ásökun forstjóra ÁTVR um ein- okun koma úr hörðustu átt en ÁTVR íhugar aö kæra innflytj- andann tO Samkeppnisráðs eða Eftirlitsstofhunar EFTA. Stöð 2 greindi frá þessu. Milljónasparnaöur Spara mætti tugi milljóna króna í heilbrigðiskerfinu með því aö efla sérstaka fæðingar- þjónustu á kvennadeild Lands- spítalans sem nefnist MFS, Með- ganga, fæðing, sængurlega. Þetta kom fram á Ríkissjónvarpinu. Ný skrúfuþota íslandsflug hefur keypt skrúfúþotu til vöru- og fólks- flutninga. Samkvæmt frétt Ríkis- sjónvarpsins getur þotan tekið 46 farþega. 115 endurkröfur Á síðasta ári voru samþykktar 115 endurkröfur til tryggingarfé- laganna vegna tjóna af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Sam- kvæmt Mbl. námu kröfurnar 18,6 milljónum króna. Grandagróöi Grandi skilaði 223 milljóna króna hagnaði af rekstri síðasta árs. Afkoman batnaði um 70 milljónir frá árinu 1994. F]ölgun í Danmörku íslendingum í Danmörku fjölg- aði um 1.060 á síðasta ári á með- an þeim fjölgaði á íslándi um 700. Þetta mátti lesa í Tímanum. Nýjung á Vellinum Flugleiðir hafa sett á stofh tvær nýjar deildir á Keflavíkur- flugvelli, hlaðdeild og ræstideild. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.