Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1996 37 Hluti myndlistarkvennanna sem sýna í Gallerí Úmbru. Fjórtán Lang- brækur Þessa dagana stendur yfir í Gallerí Úmbru á Bernhöftstorf- unni sýning á verkum eftir íjórtán Langbrækur en húsnæði Úmbru er einmitt það sama og hýsti Gallerí Langbrók lengst af. Langbrækur voru hópur lista- kvenna sem áttu merkan þátt i menningarlifí borgarinnar árum saman. Þær stofhuðu Gall- erí Langbrók sumarið 1978. í hópnum voru upphaflega tólf konur en þeim átti eftir að fjölga um tíu áður en Langbrókin var lögð niður 1986. Þær sem sýna nú i Úmbru eru: Ásrún Kristjánsdóttir, El- ísabet Haraldsdóttir, Eva Vil- helmsdóttir, Guðný Mágnúsdótt- ir, Guðrún Auöunsdóttir, Guð- rún Gunnarsdóttir, Guðrún Marinósdóttir, Jóhanna Þórðar- dóttir, Kolbrún Björgólfsdóttir, Ragna Róbertsdóttir, Sigrún Eldjám, Sigrún Guðmundsdótt- Sýningar ir, Steinunn Bergsteinsdóttir og Þorbjörg Þórðardótth'. Galleri Langbrók var fyrst til húsa aö Vitastíg 12 en síðan varð Langbrók fyrst til að hefja starfsemi á Bernhöftstorfunni eftir að endurreisn húsanna þar hófst. Þær opnuðu síðan fyrstu sýninguna í júní 1980. Sýningin í Gallerí Úmbru stendur til 13. mars. Norræn vika í Vitanum Vikuna 5.-12. mars verður Norræn vika í Félagsmiðstöö- inni Vitanum í Hafnarfirði. Til- gangurinn er að efla áhuga ungs fólks á Norðurlöndum. í dag er norskur dagur og fer þá lista- samkeppni í gang, lopapeysu- keppni og sýning verður á norskum útbúnaði til göngu- skíðaiðkunar. Kl. 16.00 verður svo sýnd kvikmyndin Den sidste Fleksnes. Fjallkonur Aðalfundur verður í kvöld í safnaðarheimili Fella- og Hóla- kirkju. Vilborg Guðnadóttir kemur og talar um mannrækt. Kaffiveitingar. Allar konur vel- komnar. Samkomur Rabb um rannsóknir og kvennafræði í dag kl. 12.00-13.00 verður rabb á vegum Rannsóknarstofu í kvennafræðum í stofu 202 í Odda: Þær Guðbjörg Linda Rafhsdóttir og Stefania Trausta- dóttir munu gera grein fyrir að- draganda og framkvæmd könn- unar um kynferðislega áreitni á vinnustað. Dansæfing í Risinu Á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík verður dansæfing í Risinu kl. 20.00 í kvöld. Sigvaldi stjórnar. Tvímenningur Bridsdeild Félags eldri borg- ara í Kópavogi verður með tví- menning í kvöld kl. 19.00 að Gjá- bakka, Fannborg 8. í kvöld verða söngtónleikar í Borgarleikhúsinu. Þessir tónleik- ar eru í tónleikaröð Leikfélags Reykjavíkur á þriðjudögum. Fjór- ir einsöngvarar, Hanna Dóra Sturludóttir, Ingveldur Ýr Jóns- dóttir, Gunnar Guðbjömsson og Siguröur S. Steingrímsson, koma fram á tónleikum þessum og syngja fjölþætta efnisskrá úr óper- um eftir Verdi, Puccini, Donizetti, Skemmtanir Bizet, Gounod, Mozart og Beet- hoven. Undirleik annast Jónas Ingimundarson og kynnir er Krist- inn Hallson. Hanna Dóra Sturludóttir, sópr- an, hefur tekið þátt í tónlistar- flutningi af ýmsu tagi og unnið til verðlauna í söngvakeppnum. Hún hefur komist í nám hjá Dietrich Fisher-Diskau sem valdi hana til þátttöku á tónleikum Filharmóní- unnar í Prag. Ingveldur Ýr Jónsdóttir, messó- • Borgarleikhúsið: Söngveisla sópran, starfar í Lyon í Frakklandi, en þangað fluttist hún eftir að hafa unniö hér heima í tvö ár. í Lyon hefur hún sungið í ýmsum sýningum og farið á vegum óperunnar sem gestur til að syngja iBastillunni i París. Gunnar Guð- bjömsson, tenór, er eins og Ingveldur Ýr við óperuna í Lyon Gunnar Guðbjörnsson er einn söngvaranna sem en áður starfaði koma fram á tónleikunum í kvöld. Hann er á mynd- hann við óperuna i inni asamt Jónasi Ingimundarsyni sem leikur und- Wiesbaden. Um þess- ir hÍá söngvurunum. ar mundir er Gunnar að syngja að- íslensku óperunni og tekið þátt í alhlutverkin í Töfraflautu Mozarts og Ástardrykknum eftir Donizetti þar sem hann syngur til skiptis á móti hinum umtalaða Alagna. Sigurður Skagfjörð Steingríms- son, bassbarítón, hefur starfað hér heima og sungið ýmis hlutverk í tónleikum með kómm o.fl. Tónleikarnir, sem hefjast kl. 20.30, byija á kvartett úr Fidelio eftir Beethoven og enda á kvartett- inum 'úr óperunni Rígólettó eftir Verdi. Hálka á Hellis- heiði og í Þrengslum Allir helstu þjóðvegir landsins eru færir. Nokkur hálka er á Hellis- heiði og í Þrengslum, einnig á Holtavörðuheiði. Á Suðurlandi em Færð á vegum bílstjórar beðnir að sýna aðgát þeg- ar ekið er um Skálholtsveg en þar er verið að lagfæra veginn. Á Vest- fjörðum er ófært vegna snjóa um Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði og á leiðinni Kollafjörður - Flóka- lundur. Á Norðaustur- og Austur- landi er Öxafjarðarheiöi ófær vegna snjóa og einnig Hellisheiði eystri og Mjóafjarðarheiði. Ástand vega E) Hálka og snjór S Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir Q) LokaörSt°ÖU ® Þungfært (g) Fært fjallabílum Tvíburarnir Halldóra og Helga Anna Litlu tvíburarnir á myndinni em stúlkur og hafa fengið nöfnin Hall- dóra og Helga Anna. Þær fæddust á fæðingardeild Landspitalans 16. febrúar, önnur kl. 23.46 og var sú Barn dagsins 3.200 grömm að þyngd og hin kl. 23.47 og var hún 2.500 grömm. For- eldrar þeirra em Guðbjörg Jens- dóttir og Ragnar Antonsson. Tví- buramir eiga tvo bræður, Kjartan, sem er sjö ára, og Egil sem er fimm ára. Cindy Crawford og William Bald- win eru á flótta undan glæpa- mönnum í Fair Game. Á flótta í Miami Fair Game, sem Sam-bióin sýna um þessar mundir, er fyrsta kvikmyndin sem fyrirsæt- an þekkta, Cindy Crawford, leik- ur í. Hún leikur lögfræðinginn Kate McQueen í Miami sem óvænt verður skotmark at- vinnumorðingja. Hún leitar á náðir lögreglumannsins Max Kirkpatricks (William Baldwin) sem hafði kynnst henni þegar skotið var á hana, að því er virt- ist fyrir tilviljun. Hann fer að trúa að ekki sé allt með felldu þegar hann heimsækir hana í annað sinn og verður vitni að því að sprengja springur í íbúð hennar. Kirkpatrick þarf því að gera ráðstafanir til að vernda hana um leið og hann fer að graf- ast fyrir um af hverju hún virð- ist vera skotmark fyrrum KGB- manna. Kvikmyndir Leikstjóri Fair Game er Andrew Sipes sem þrátt fyrir ungan aldur er búinn að vera lengi í kvikmyndabransanum, hefur aðallega starfað sem hand- ritshöfundur og leikstjóri sjón- varpsmynda. Fair Game er fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir. Nýjar myndir Háskólabíó: Casino Háskólabíó: Svíta 16 Laugarásbíó: Skólaferðalagið Saga-bíó: Dumbo-aðgerðin Bíóhöllin: Bréfberinn Bíóborgin: Heat Regnboginn: Forboðin ást Stjörnubíó: Jumanji Gengið Almennt gem ai LÍ nr. 47 5. mars 199( 3 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 66,320 66,660 65,900þþ Pund 101,200 101,720 101,370þþ Kan. dollar 48,420 48,720 47,990þþ Dönsk kr. 11,5940 11,6550 11,721Öþ Norsk kr. 10,2870 10,3430 10,391 Oþ Sænsk kr. 9,6900 9,7430 9,9070þ Fi. mark 14,4590 14,5450 14,6760þ Fra. franki 13,0690 13,1440 13,21 lOþ Belg. franki 2,1771 2,1902 2,2035þ Sviss. franki 55,0500 55,3500 55,6300þ Holl. gyllini 39,9600 40,2000 40,4700þ Þýskt mark 44,7600 44,9900 45,3000þ ít. líra 0,04272 0,04298 0,04275 Aust. sch. 6,3620 6,4010 6,4450þ Port. escudo 0,4315 0,4341 0,4364þ Spá. peseti 0,5299 0,5331 0,5384þ Jap.yen 0,63010 0,63390 0,63330 írskt pund 104,060 104,710 104,520þþ SDR 96,89000 97,47000 97,18000 ECU 83,0500 83,5500 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan r T' 3 f * $ rr ii /X rr rr w~ nT j 1 lo i3 n t w 57“ □ Lárétt: 1 skipa, 5 haf, 7 gleymdi, 9 am- boð, 11 tarfur, 12 flóknari, 14 stólpi, 16 hlóðir, 18 fæddur, 20 flas, 21 hærra, 22 utan. Lóðrétt: 1 glampa, 2 málmur, 3 kvæði, 4 hraða, 5 steypibaðið, 6 ákafi, 8 spyrja, 10 geðvondi, 13 fifl, 15 varg, 17 ofn, 19 átt. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 polki, 6 lá, 7 efja, 8 ljá, 10 sló, 11 plóg, 12 tærast, 14 stillan, 15 ein, 16 söng, 17 mána, 18 kái. Lóðrétt: 1 pest, 2 oflæti, 3 ljórinn, 4 kapal, 5 ill, 6 ljótan, 9 ágengi, 13 slök, 14 sem, 16 sa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.