Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1996 25 Menrnng Trio Nordica hjá Kammer- músíkklúbbnum Biblían í skinnbandi. Biblían í geita- skinnbandi Biblían er komin á markaðinn í handunnu skinnbandi. Bók- bandið er unnið af þeim Eggerti ísólfssyni og Hallsteini Magnús- syni bókbindurum. Notuð er út- gáfa Hins íslenska biblíufélags af Biblíunni. Um er að ræða sérlega vandað handunnið band. Eitt besta skinn sem fáanlegt er, geitaskinn af Oasis- gerð, hefur verið valiö í bandið sem er upphleypt á kili. Kross og biblíuáletrun að framan eru einnig upphleypt. Utan um bókina er askja sem klædd er flaueli að innan og skinnklædd á ölliun brúnum. Boðið er upp á tvo liti á bandi bókarinnar, svart og rautt. Biblían fæst í Kirkju- húsinu og helstu bókaverslunum. Dreifíngu annast íslensk bóka- dreifmg. Síðustu forvöð hjá Þorvaldi Háskólaút- gáfan hefur sent frá sér bókina Síð- ustu forvöð eftir Þorvald Gylfason pró- fessor. Þar fjallar höf- undur um efnahagsógöngur ís- lendinga undanfarin ár og setur þær í samhengi við ýmsar veilur í Innviðum efnahagslífsins, hag- stjóm og hagstjórnarfari heima fyrir og einnig við efnahagsþróun í öðrum löndum. Þorvaldur legg- ur brennandi spurningar fyrir lesandann og svarar þeim fyrir sitt leyti. Þorvaldur hefur áður sent frá sér þrjár bækur; Almannahagur (1990), Hagfræði, stjórnmál og menning (1991) og Hagkvæmni og réttlæti (1993). Hann skrifaði einnig bókina Markaðsbúskapur (1994) ásamt tveimur öðrum nor- rænum prófessorum. Sú bók hef- ur birst á 17 tungumálum. Að auki hefur Þorvaldur birt fjöl- margar ritgerðir um hagfræði og efnahagsmál á alþjóðavettvangi. Trio Nordica mun um næstu helgi koma fram á tónleikum í Bústaðakirkju á vegum Kamm- ermúsikklúbbsins. Tónleikarnir verða sunnudaginn 10. mars og hefjast kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir Felix Mendelssohn og Tchaikovsky. Trio Nordica skipa sem kunnugt er Mona Sandström, Auður Hafsteinsdótt- ir og Bryndís Halla Gylfadóttir. Kammermúsíkklúbburinn hef- ur samið áætlun um tónleika næsta starfsárs, þess fertugasta veturinn 1996-1997. Meðal þeirra sem þar koma fram eru Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari, Blásarakvintett Reykjavíkur, Sig- rún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Tríó Reykjavíkur og Bernardel- kvartettinn. -bjb Trio Nordica. íslenski dansflokkurinn í fjárhagsvanda og á hrakhólum með húsnæði: Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra skipaði nýlega þriggja manna stjóm Islenska dansflokksins sam- kvæmt nýju skipulagi stjórnar. Áður voru tilnefndir fimm í stjóm. Nýrri stjóm er ætlað að leysa úr fjárhags- og húsnæðisvanda dans- áokksins innan ramma fjárlaga. Um helgina var auglýst eftir húsnæði en leigusamningur í húsnæði við Engjateig rennur út í haust. Að sögn Áslaugar Magnúsdóttur, lögfræðings og nýs stjórnarfor- manns, er vandinn mikill þar sem uppsafnaður rekstrarhalli síðustu ára sé nálægt 12 milljónum króna, eða frá þvi dansflokkurinn var að- skilinn fjárhagslega frá Þjóðleikhús- inu árið 1990 og fékk sérstök fram- lög á fjárlögum. Á síðasta ári fékk flokkurinn 45 milljónir á fjárlögum og er með svipaða upphæð í ár. Gríðarlegur húsaleigukostnaður er flokknum einkum fjötur um fót. Á síðasta ári fóm alls um 8 milljónir 'króna í leigu í húsnæðinu við Engjateig sem nú er í eigu Tónskóla Sigursveins en var áður í eigu Slát- urfélags Suðurlands. Ásamt Áslaugu skipa stjómina þau Viðar Eggertsson, verðandi leikhússtjóri Leikfélags Reykjavík- ur, og Lovísa Árnadóttir. Áslaug sagði það ekki liggja fyrir hvernig tekið yrði á fjárhagsvandanum, stjórnin myndi kynna sínar fyrstu tUlögur um næstu mánaðamót. Að- spurð hvort gripið yrði til uppsagna starfsmanna sagði Áslaug að engar slíkar ákvarðanir lægju fyrir. Tekið yrði á starfsmannamálum sem öðr- um við uppstokkun rekstrarins. „Okkur hefur verið falið að finna framtíðarlausn fyrir flokkinn. Hann er að missa húsnæði og að ýmsu þarf að huga. Allir möguleikar eru opnir í dag. Hugsanlega þarf að breyta fyrirkomulagi á flokknum. Þetta á allt eftir að koma í ljós,“ sagði Áslaug. í dag em 11 ballettdansarar á samningi hjá Islenska dansflokkn- um, flestir af íslensku bergi brotnir. Með stjómendum og ööm starfs- fólki eru alls 15 stöðugildi við dans- flokkinn. Staða listdansstjóra, sem María Gisladóttir hefur gegnt, hefur verið auglýst laus til umsóknar þar sem ráðningarsamningur hennar rennur út í haust. Búist er við að María sæki um endurráðningu. Samkvæmt fjárlögum hefur Is- lenski dansflokkurinn svigrúm til að setja upp 2-3 sýningar á ári. Vilji er fyrir því innan flokksins að fjölga uppfærslum og nýta krafta dansar- anna betur. -bjb □ o o é||| iHf l|||/ 1 ‘ : É ili' ' . 11 Wm I II /II I f a(sl, at iiltiim siikiiiadladiaAi (|« fiietravAiTi til liiimard, 9. inars fy Wl §■§ . mm Dagamunur með Vigdísi Svokallaðir opnir dagar fóru fram hjá nemendum Menntaskólans á Laugar- vatni nýlega. Að Laugarvatni nefnast þessir dagar „Dagamunur“. Nemend- •ur og kennarar gefa hefðbundnum lærdómi frí og taka til við frjáls verkefni á ýmsum sviðum. Laugvetningar urðu þess heiðurs aðnjótandi að forseti ís- lands, Vigdís Finnbogadóttir, heimsótti þá á Dagamun og hér sést undirbún- ingsnefndin taka á móti henni áður en henni var boðið upp á kaffi og kökur sem nemendur bökuðu. Síðar um daginn var Vigdís viðstödd æfingu á leik- ritinu Ég vil auðga mitt land eftir þá Matthildinga Davíð, Hrafn og Þórarinn. Heimsókn Vigdísar tókst með ágætum og fór hún lofsamlegum orðum um starf menntskælinga og ekki síst leikritið. Mynd: Rannveig Pálsdóttir <‘l‘ <llljS*Tl líkt \,tll(l.ul silkí ( I islífsilt'j* ILÍIilírtlp-fK'lllí ilh.tlill ||ílj;tivl ýjol vio till l.ckll.i ll ‘lltiitlsala •Smásala •l’ósísenfliiiji \ilas(i« 10 • Sínií J{ 4í> I Ríkisstjórnin: Stefnan í mennta- og menningar- málum Menntamálaráðuneytið hefur sent frá sér bækling þar sem tíund- uð er stefna ríkisstjórnarinar í mennta- og menningarmálum. Bæklingurinn ber yfirskriftina Menning og menntun - forsenda framtíðar. I stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar segir að vegur menntunar og rannsókna verði aukinn en það sé forsenda nýsköpunar í atvinnulíf- inu. Standa eigi vörð um íslenska tungu og þjóðmenningu og stuðla eins og kostur er að öflugu lista- og menningarlífi sem aðgengilegt sé öllum landsmönnum. -bjb Skemmtileg umfjöllun á fimmtudögum! l> Dagskrá, kvikmyndir og myndbönd Litrík umfjöllun um allt sem er að gerast T heimi kvikmynda og myndbanda, ásamt dagskrá Ijósvakamiðlanna í heila viku. Meðal efnis finnur þú myndbandalista vikunnar, stjörnugjafir og dóma um nýjustu myndirnar T kvikmyndahúsunum og á myndbandaleigunum o.fl. o.fl. -fjölbreytt útgáfa alla dagafyrir þig! Ný stjórn glímir við 12 miljjóna halla - gríðarleg húsaleiga flokknum fjötur um fót

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.