Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1996
13
Lifandi fjölmiðlar, er standa
vilja undir nafni, endurspegla
styrk sinn og staðfesta lýðræðið í
umræðunni. Þannig hafa Bylgjan,
Stöð tvö og Ríkisútvarpið reifað
Geirfinns- og Guðmundarmálið
hið nýja, bæði í fréttum og hefð-
bundinni dagskrá. Bjami Dagur
hefur átt löng lofsverð viðtöl við
Sævar Ciesielski, eins hefur þjóð-
arsálin á rás 2 gefið fólki kost á að
tjá sig um málið.
Ef menn hafa tekið fullstórt upp
í sig hefur stjórnandi þjóðarsálar
beðið um rök eða farið fram á að
fullyrðingar væru teknar til baka.
En venjulega hefur næsti maður
varpað nýju ljósi á umræðuna.
Þannig hefur hún bæði upplýst og
þroskað þá er hlustuðu eða tóku
þátt í henni.
Lífleg umræða
styrkir lýðræðið
Þjóðarsálin á rás 2 með góðum
stjórnanda sýnir að skynsamleg
þjóðfélagsumræða styrkir lýðræð-
ið og öryggi þeirra er þar búa.
Sum blöð hafa birt greinar lesenda
og hugleiðingar ritstjóra um málið
en önnur hafa aðeins birt
harðsoðnar gamlar fréttir um
Geirfinnsmálið.
Fullyrða má að virðing fyrir
breskum fjölmiðlum og lýðræði
hafi nýlega forðað breskum sjó-
manni frá að verða fórnarlamb
óréttláts dóms- og rannsóknar-
valds. Hins vegar fengu sjómenn-
irnir frá Georgiu að dúsa í ein-
angrunarfangelsi í svipuðu máli.
Sluppu með skrekkinn. Rússnesk
blöð og óburðugt lýðræði var víðs
fjarri.
Talið er að um. 20% uppkveð-
inna dóma í lýðræðisríkjum séu
byggð á röngum sakargiftum. Mis-
beitingu rannsóknarvalds eða
mannlegum afglöpum lögfræð-
inga, dómara og þeirra er áttu að
framfylgja réttlætinu. Spyrja má
hvort það sé ásættanlegt eða á að
reyna að þróa nýjar leiðir til
meira réttaröryggis. En umræðan
heldur áfarm.
Nýlega hefur fangavörður í
Síðumúlafangelsinu fullyrt að
honum hafi verið fyrirskipað að
koma sér í mjúkinn hjá sakbom-
ingum. Bjarki Elíasson, fyrrver-
andi yfirlögregluþjónn, hefur
Kjallarinn
Sigurður Antonsson
framkvæmdastjóri
gagnrýnt aðferðir rannsóknarlög-
reglu. „Þeir gáfu sér forsendur og
rannsökuðu síðan.“ Öfugt við það
sem lögreglumönnum var kennt.
Hreinskilnisleg yfirlýsing farsæls
lögreglumanns.
minna um að byggja upp einstak-
linga er hafna vímu og vilja lifa
heilbrigðu og eðlilegu lífi.
Geirfinns- og Guðmundarmálið
snerist allt um vímuefnaneytend-
ur og dreifingu dóps. En líka um
finns- og Guðmundarmálsins. Ný
blóm úr hrauninu. Þeir ættu að
fara í skóla til Kjarvals. Meistara
hraunblóma.
Sigurður Antonsson
„Geirfinns- og Guðmundarmálið snerist allt um vímuefnaneytendur og dreifingu dóps en líka um svefnleysi,
lyfjagjöf og yfirvinnu", segir m.a. í greininni. - Við dómsúrskurð í Hæstarétti 1980.
Háskaleg umræða
Þegar vímuefnaumræðan geng-
ur einungis út á að koma í veg fyr-
ir ólögmæta dreifíngu er hún kom-
in á vafasamar brautir. Hún ýtir
undir óhóflega yfirvinnu, löggæslu
og rannsóknarvald sem aldrei
verður fullkomið. En hugsar
svefnleysi, lyfjagjöf og yfirvinnu.
Það upphófst með því að Sævar
var ásakaður um að hafa keypt
sterkt áfengi af Geirfínni í Slippn-
um í Keflavík. Það splramál end-
aöi allt úti í hrauni.
Enn eru þeir til sem trúa því að
fræ geti ekki spírað í hrauninu.
Þeir vilja ekki endurupptöku Geir-
„Talið er að um 20% uppkveðinna dóma í
lýðræðisríkjum séu byggð á röngum sak-
argiftum. Misbeitingu rannsóknarvalds
eða mannlegum afglöpum lögfræðinga,
dómara og þeirra er áttu að framfylgja
réttlætinu."
Blóm í hrauninu
Undirstaða
dreifbýlisins
tonn. Það er ekki nóg með þetta
heldur hefur græðgin í fisk frá
dragnótabátum í Breiðafirði verið
slík að gnmur leikur á að þar hafi
krókabátar sokkið vegna ofhleðslu
með dragnótabátafiski. Svona er
reynslukvótinn fenginn.
Einhver verður að þora
Það ætla ég að gera. Þegar ég
hef lokið við afgreislu á seinasta
Pálsson eða aðrir skammsýnir
menn ráða við.
Ég vona að menn verði það
skynsamir að átta sig í tæka tíð
áður en til þess kemur. Það er
ekki á neinn hátt hægt að rök-
styðja það að það sé þjóðarnauð-
syn að stöðva veiðar með krók
sem hangir neðan í nælonspotta
þegar trolla má yfir sama svæði
með mörg þúsund hestöflum og 50
„Ég spyr; eru það 10 tonna mennirnir
sem sprengdu aflaþakið, 21 þús. tonnin?
Af hverju skal gera þá eignalausa? Það
sanna er að vegna gammanna eru allir
meðalmenn hundeltir og gerðir upp.“
Landsbyggðin lifir á smáútgerð.
Allir viðurkenna þá staðreynd.
Með aflatopp 10 tonn á stærð-
artonnið færu atvinnuhjólin að
snúast án þess að höggvið væri
nærri fiskistofnum. Það er greini-
legt að hagsmunaklikan LÍÚ er í
fyrirrúmi hjá Framsóknarflokkn-
um enda er kvótakerfið uppbyggt
af leiðtoga þeirra. Þeir ættu að
sýna manndóm sinn, grípa tæki-
færið og fylgja tillögunni um
aflatopp vel eftir vegna þess að þá
væri unnt að standa við kosninga-
loforð það sem gefið var án þess að
hafa minnstu hugmynd um hvern-
ig ætti að efha það. Lofað var
12.000 störfum fyrir aldamót. Ég
tel fulla ástæðu til að prófá
aflatoppinn í eitt ár. Þá væri stig-
ið gæfuspor.
Smáútgerðarmenn
standi saman
Forysta smáútgerðarmanna er
með slíkum eindæmum að þar
vega menn hver annan í bakið
brosandi, samanber að þegar 10
tonna aflatoppurinn sigraði á aðal-
fundinum í haust þá skutu litlu
Jónarnir upp kollinum og kröfð-
ust þess að þeir sem fiskuðu
minna en 10 tonn á árinu skyldu
verða gerðir eignalausir í refsing-
arskyni. Ég spyr; eru það 10 tonna
mennimir sem sprengdu aflaþak-
Kjallarinn
Garðar Björgvinsson
útgerðarmaður og bátasmiður
ið, 21 þús. tonnin? Af hverju skal
gera þá eignalausa? Það sanna er
að vegna gammanna eru allir með-
almenn hundeltir og gerðir upp.
Athugið, bátar sem era í raun inn-
an við 6 tonn veiddu 14 þúsund
tonn, bátar sem mældir eru 6 tonn
samkvæmt mælingareglu sem gilti
til áramóta 1990-1991 en eru í raun
7-16 tonn veiddu 11 þús. tonn. Bát-
ar á aflamarki lönduðu inn á
krókakerfíð 10 þús. tonnum. Þess
vegna fór toppurinn upp í 36 þús.
bátnum, sem verður smíðaður á
íslandi í bili, mun ég róa hvað sem
hver segir. Ég ræ alla daga þegar
viðrar til þess nema á sunnudög-
um. Ég reyni að ná toppnum mín-
um ef ég get á færinu. Ég veit að
fiskiráðuneytið, eins og Önundur
nefnir apparatið, hvolfist við en
ákvörðun mín er, eins og allir
vita, í samræmi við þann rétt sem
stjórnarskráin segir okkur. Hafi
stjórnvöld eitthvað við gerðir mín-
ar að athuga þá mun hefjast at-
burðarás sem hvorki Þorsteinn
tonna trollveiðarfæri aftan í.
Allir vita að við getum ekki lif-
að á því að vinna einn og hálfan
dag í viku. Látum það ekki sann-
ast að við séum vesalingar sem
þorum ekkert annað en að rífa
kjaft á bryggjunni heima.
Ég vil að lokum þakka Önundi
Ásgeirssyni allan þann stuðning
sem hann hefur með skrifum sín-
um veitt hinum hrjáðu smábáta-
sjómönnum.
GarðarBjörgvinsson
Með og á
móti
10 prósenta hækkun
húsaleigu hjá borginni
Ekki ósann-
gjarnt
„Það hefur
verið hugað að
hækkun í
mörg ár. Þessi
leiga er ekki í
nokkru sam-
ræmi við þann
raunveruleika
sem er á leigu-
markaðnum.
Þó að fólk sé í
ódýrri leigu
með húsaleigu-
bótum greiðir
enginn jafii lága leigu og þeir
sem eru hjá Reykjavíkurborg.
Þessar íbúðir hjá okkur er rekn-
ar með gríöarlegu tapi. Við
greiðum með þeim milljónir á
ári. Núna erum við að skoða allt
leigukerfið, til dæmis með því að
gera leigusamninga til styttri
tíma því það er engin hreyfing
þótt tekjur fólks taukist mjög.
Það er gert til að íbúðimar nýt-
ist þeim sem eru verst staddir á
hverjum tíma. Sem betur fer
vænkast hagur fólks og það er
um að gera að skapa hreyfingu á
milli leiguíbúða hjá okkur og
hins félagslega húsnæðiskerfis.
Við erum sannfærð um að neyt-
endum fmnst þetta á engan hátt
ósanngjarnt eða að það sé vikið
að þeim á nokkurn hátt. Ef við
skoðum leigumarkaðinn hjá Ör-
yrkjabandalaginu og öðrum sam-
tökum fatlaðra þá er leigan hjá
þeim talsvert hærri fyrir minna
rými en hjá Reykjavíkurborg."
Þekkja lítið til
fólksins
„Ég hef enn
ekki séð rökin
fyrir þessari
hækkun en
það er grund-
vallaratriði
varðandi
samninga að
annar aðilinn
getur ekki
breytt þeim
einhliða. Tals-
vert hefur bor-
ið á því að síðustu árum að sveit-
arstjómir hafa brotið lög á fólki
sem leigir á þeirra vegum og á
það við um fólk í starfsmannaí-
búðum, íbúðum fyrir aldraða og
fleiri. Núverandi ráðamenn
Reykjavíkurborgar hafa áður
sýnt leigjendum hjá borginni
litla tillitssemi. Til dæmis var
fólki sem bjó í leiguíbúðum í
Tjarnargötu nánast kynnt í sjón-
varpi sem afbrotamenn fyrir það
eitt að búa þama. Þá hefiir borg-
in krafist þess að leigjendur
hennar undirrituðu nýja leigu-
samninga með ákvæðum sem
ekki vora í eldri samningi. Það
er álitamál hvort það telst lög-
legt en siðlaust verður það að
kallast. Núverandi ráðamenn
borgarinnar virðast ekki þekkja
mikið til þess fólks sem í leiguí-
búðunum býr og hafa um það
undarlegar hugmyndir. Þetta
fólk hefur yfirleitt ekki fengið
niðurgreidd lán eða aðra fyrir-
greiðslu samfélagsins sem íbúð-
areigendur hafa fengið. Það býr
gjaman við vandamál sem ekki
koma fram í bókhaldi. Núver-
andi ráðamenn voru kosnir út á
félagshyggju en mér þykir sú fé-
lagshyggja, sem þarna birtist,
ansi skrýtin. Það er stundum
eins og enginn megi búa við eðli-
legan húsriæðiskostnað og að
rétt sé að plokka þar sem þægi-
legast er. Eflaust má breyta
þarna einhverju en það ætti þá
að gera í samráði við fólkið.“
-IBS
Jón Kjartansson,
formaður Leigj-
endasamtakanna.