Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 14
14 veran ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1996 Reynum að hafa áhrif á þunglyndiseinkenni - segir Þorsteinn Blöndal læknir „Viö sem erum að fást við þetta höfum lengi tekið eftir því að eitt af því sem gerir það að verkum að fólk byrjar aftur að reykja er að þung- lyndiseinkenni aukast hjá því. Síð- an gengur það þannig að dagarnir líða og allt er orðið grátt í kringum það. Svo brestur úthaldið, fólk fer að reykja aftur og þá fer landið að rísa á ný. Þetta þekkja margir og við þessu erum við að reyna að bregðast með því að byrgja brunn- inn,“ segir Þorsteinn Blöndal lækn- ir, en hann vinnur að rannsókn með hóp fólks sem er nýhætt að reykja. Hækka geðslagið Þorsteinn segir hópnum vera skipt í tvennt. Annar hlutinn fái lyf 15 dögum áður en hann hættir til þess að reyna að hækka geðslagið en hinn hlutinn fær lyfleysu, efni sem inniheldur sykur eða óvirkt efni. Báðir hóparnir fá nikótín- munnstykki með patrónum og þannig geta þeir andað að sér nikó- tíni. Stykkið er í laginu eins og sí- garetta og er þvi gott fyrir þá sem hafa ríka þörf fyrir að hafa eitthvað í höndunum í stað pípu eða sígar- ettu. „Þessi tilraun tekur hálft tU eitt ár, annar hópurinn fær eina með- ferð en hinn tvær. Vinnutilgáta okk- ar er sú að enginn munur sé á hóp- unum en ef það sýnir sig að þeim farnist betur sem fá tvær meðferðir þá höfum við hrakið hana. Hvor niðurstaðan um sig er mikUvæg því ef enginn munur reynist á hópun- um þá get ég látið kollega mína vita að engin ástæða sé að nota þetta geðlyf og þannig getum við sparað peninga. Ef þetta hins vegar gagnast reykingamönnunum þá hafa þeir fengið verðmæta viðbót sem hjálp við að hætta að reykja,“ segir Þor- steinn Blöndal. -sv 711 að auðvelda fólki að hætta að reykja: „Maður dregur nikótínið ofan í lungu og síðan blæs maður frá sér eins og venjulega en nú kemur enginn reykur,” segir Marta Guðjónsdóttir. Hún er ein þeirra sem eru í tilraunahópnum hjá Þorsteini Blöndal og féllst á að sýna stykkið í notkun. Plaststykkið er með nikótínpatrónu og Marta segir að gott sé að hafa eitthvað í höndunum í stað pípu eða sígarettu. DV-mynd S Jóna Jóhannsdóttir Dreymir sígarettur og á mjög erfitt „Þetta er búið að vera stríð og mér finnst munnstykkið ekki gefa mér nóg. Tyggjóið og plásturinn gefa meira en munnstykkið hjálpar þó að því leyti að maður er alltaf með eitthvað í höndun- um. Ég held enda dauðahaldi í það,“ segir Jóna Jó- hannsdóttir. Hún segist ekki sammála öllu sem komi fram í hóp- vinnunni og segist t.d. ekki geta séð hvernig reykingamenn eigi að geta hætt að reykja á viljanum einum saman. „Það er vísindalega sannað að reyk- ingamenn hafa mjög lítinn vilja- styrk. Mér finnst þetta djöfullegt því mig dreymir sígarettur á nóttunni og ég á erfitt með mig.“ Jóna segir það ýta undir viljann að heyra hvað hinum gangi þetta vel. Hún hafi tekið nokkra smóka á föstudags- kvöldið fyrir rúmri viku og daginn eftir hafi hún þurft að svara sjálfri sér því hvað hún ætlaði að gera. „Kannski er gott að fá erf- iðleikana strax og vonandi verður þetta auðveld- ara með tímanum. Ef ég næ að hætta þá verður það ekki á viljanum heldur hroka,“ segir Jóna. Hún segist ekki reyna að flýja löngunina með því að fara að gera eitthvað annað, hlaupa hringinn í kringum húsið t.d., eins og Þorsteinn mæli með, heldur setjist hún niður og spyrji sjálfa sig hvað sígarettan myndi gera henni. „Ég veit ég færi strax að reykja aftur pakka á dag. Fyrsta sígarettan myndi veita mér einhverja fullnægju en síðan kannski bara fjórar af hverj- um tuttugu. Lyktin er vond, hóstinn er staðreynd og þetta er dýrt. Mitt er valið og ég verð að passa mig á því að sannfæra sjálfa mig ekki um að kannski hafi þetta ekki verið svo slæmt.“ -sv Helga Þóra Jakobsdóttir: Hélt ég fengi dauðadóminn Steingrímur Felixson: Er léttari og hreinni „Ég er fæddur snemma á öldinni og hef reykt frá ferm- ingu. Ég hef hætt þrisvar eða fjórum sinnum en alltaf fallið. Nú gengur þetta mjög vel og mér finnst munnstykkið með nikótíninu friða mig. Ég reykti smávindla og með munnstykkið finnst mér bara eins og ég hafi skipt um teg- und,“ segir Stein- grímur Felixson. Steingrímur segist lengi hafa fundið hjá sér ríka þörf til þess að hætta að reykja og hann sé ákveð- inn að láta það ganga í þetta skipti. „Mér líður miklu betur þótt ekki sé lang- ur tími liðinn. Ég er allur einhvern veginn miklu léttari og hreinni," segir Stein- grímur. „Ég hef reykt í um 40 ár og mér fannst að annað hvort þyrfti ég að hætta eða bara líða út af. Þegar ég þurfti að fara í lungnarann- sókn á dögunum var ég viss um að þar með fengi ég dauðadóm- inn. Þegar svo reyndist ekki vera hét ég sjálfri mér því að hætta að reykja," segir Helga Þóra Jakobsdóttir, ein þeirra sem tekur þátt í hóprannsókn Þorsteins Blöndals læknis. „Ég hélt að ég gæti aldrei hætt en þótt þetta hafi ekki verið eintóm sæla hefur þetta gengið vel. Við fáum mikinn stuðning hvert af ööru og ég tek bara einn dag fyrir í einu í þessu.“ Helga segist hafa ver- ið farin að mæðast mjög mikið en þegar blaða- maður DV talaði við hana í síðustu viku var hún nýkomin úr hálftíma göngutúr. „Það hefði ég ekki getað fyrir þremur vikum,“ segir Helga Þóra og bætir við að fólk erði að vilja hætta að reykja til þess að það geti gengið. -sv Reykingar: Ekki einn og einn smók Krabbameinsfélagið hefur gefiö út bækling sem heitir Út úr kófinu, ráð til að hætta að reykja. Þar segir að í langflest- um tilvikum komi alls ekki til greina aö fólk taki smók við og við. Tóbak verði að vera forboð- in vara frá því að það hætti að reykja. Ein og ein sígaretta leið- ir yfirleitt til þess að menn fara að reykja að nýju og þá i flest- um tilvikum jafti mikið eða meira en áður. Þó ekki væri nema ein sígaretta, vindill eða pípa þá er líklegt aö það gæti orðið fólki að falli. Tjóneftir reykingar Sumir velta því fyrir sér hversu mikinn tíma það taki mann að ná sér eftir það tjón sem reykingar hafa valdið. Allt er þetta þó háð því hversu mikl- ar skemmdimar eru þegar hætt er. Menn eru umsvifadaust íaus- ir við frekari mengun af tjöru, kolsýrlingi og öðrum óþverra sem reykingum þeirra fylgir og líkaminn tekur að losa sig við hann. Innan fárra daga er and- inn orðinn frískari og tennum- ar hreinni. ■ ■ Ondunin batnar Öndunin ætti að batna á nokkrum dögum eða vikum. Dregið getur úr blóðrásarörð- ugleikum á skömmum tima. Hættan á aö fjá hjartasjúkdóm minnkar ört. Jafnt og þétt dreg- ur úr líkunum á að fá lungna- krabbamein og eftir tíu til fimmtán ár eru þær ekki orðn- ar stórum meiri en hjá þeim sem aldrei hafa reykt. Sama er að segja um ýmsa þá sjúkdóma sem reykingar valda. Alvörumál Þær em margar skopsögum- ar sem sagðar eru um fólk sem hætti að reykja og þú færð ef- laust að heyra einhverjar þeirra þegar þú hættir. Gleymdu samt ekki hversu mikið alvörumál er hér á ferð. Lasleiki, sjúkdómar og dauðs- fóll af völdum reykinga eru tíð- ari en flesta grunar. Oftast eru áhrifin svo hægvirk aö sam- hengið liggur ekki í augum uppi. Sé dýpra skyggnst dylst það þó ekki fremur en hrukk- urnar sem tóbakið markar smátt og smátt í andlit reyk- ingamanna. Það er ekki alltaf auðvelt að hætta að reykja. Takist það er ávinningurinn ótvíræður, jafnvel stórkostleg- ur. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.