Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1996
Spurningin
Hvað er kynferðisleg
áreitni?
Sverrir Þorleifsson ellilifeyris-
þegi: Svívirðing.
Ásta Valdimarsdóttir förðunar-
fræðingur: Það er klúr kjaftur og ef
einhver er sífellt að áreita einhvern
gegn vilja hans.
Kjartan Scheving sölumaður: Er
ekki nóg að brosa til þess?
fólk áreitir hvað annað.
Lárus Hauksson fasteignasali:
Eitthvað sem gagnaðila finnst
óþægilegt.
Ragnheiður Þórdís Stefánsdóttir
nemi: Þegar gamlir karlar eru utan
í manni og að klappa manni án þess
að maður vilji og þegar menn spyrja
nærgöngulla spurninga.
Lesendur
Félagslegar eignar-
íbúðir frábærar
Rosalegt frelsi að vera á frjálsa markaðinum - eða hvað?
G.H. skrifar:
Fyrir 8 árum festi ég kaup á eldri
íbúð í félagslega kerfinu. íbúðin var
frekar ódýr og þurfti ég að greiða
20% í útborgun. - Mig langar til að
lýsa ánægju minni með íbúðina.
Hún er í fullkomnu standi og ég
greiði rúmlega 14 þúsund kr. á mán-
uði í húsnæðislán. Önnur íbúð, í
sama húsi og nákvæmlega eins, er á
almennum markaði og greiðir fjöl-
skyldan þar 27 þúsund kr. á mánuði
í húsbréf - eða um helmingi meira.
Ef fólkið selur íbúðina getur það
vissulega komið út í gróða því það
er ekki bundið af kaupverðinu eins
og ég. Það getur einnig tapað miklu
því það er enginn kominn til með að
segja að gömul íbúð hækki endilega
í verði nema miklar endurbætur
hafi verið gerðar á henni. Mín íbúð
er alltaf stöðug í verði, hækkar sam-
kvæmt vísitölu og fymist um eitt
prósent á ári. Hún er í góðu standi,
með tvöföldu gleri, nýjum gólfefn-
um, eldhúsinnréttingu og góðum
fataskápum.
Almenna íbúðin er í upprunalegu
ástandi; engir fataskápar, lekir
gluggar o.þ.h. því fólkið í henni hef-
ur ekki efni á að gera hana upp.
Rosalegt frelsi að vera á frjálsa
markaðnum - eða hvað?
Það gleymist oft að taka með í
reikninginn að fólk í félagslegu hús-
næði býr við niðurgreidda véxti og
örugga endursölu. Sumir fárast yfir
fyrningum íbúða, einu prósenti á
ári, en mætti ég spyrja; eldast ekki
félagslegar íbúðir eins og aðrar?
Ég hvorki get né nenni að hlusta
á eða sjá þessa neikvæðu og villandi
umfjöllun í fjölmiðlum um félagsleg-
ar eignaribúðir. Vandræðin úti á
landi með félagslegu íbúðirnar eru
skiljanleg. Er ekki fólk að greiða
þetta 15-20 þúsund kr. á mánuði,
einungis í hitakostnað? Það hækkar
húsnæðiskostnaðinn mikið. Svo er
sífellt verið að skerða vaxtabætur
hjá öllum. Hvað kemur þetta félags-
legu húsnæðislánunum við?
Ég vildi biðja fólk að kynna sér
betur kosti þessara íbúða áður en
það dæmir þær óhæfan kost. Grein-
ar í blöðum undanfarið gefa ranga
mynd af þeim og hef ég heyrt að fólk
flýi þetta kerfi af hræðslu við að það
sé að tapa svo miklu. Meira að segja
félagsmálaráðherra hefur ekkert
gert til að verja þetta íbúðarform.
Ég er hæstánægð í litlu íbúðinni
minni og finnst ég stórgræða á því
að búa í henni.
Sjónvarpsmarkaðurinn
H.J.G. skrifar:
Þetta er í fyrsta sinn sem ég áræði
að senda dagblaði línur en ástæðan
er sú að mér fannst ég einfaldlega
þurfa að koma frá mér athugasemd-
um sem fylltu hugann er ég horfði á
þáttinn „Sjónvarpsmarkaðinn“ fyr-
ir nokkru. Vona ég að hlutaðeigandi
taki það ekki illa upp. Þeir senda þá
frá sér athugasemd, sjái þeir ástæðu
til og sé farið með rangt mál.
Þarna var m.a. verið að auglýsa svo-
kallaðan „heilsukodda“ (sem er
sannmæli að minum dómi). Verðið
er sérlega hagstætt að mati auglýs-
andans, að mig minnir kr. 2.200. Ég
var svo stödd í Danmörku fyrir
nokkrum dögum og sé þá sams kon-
ar kodda auglýstan (reyndar tvo
saman) á kr. 100 danskar sem gerir
um 1.165 kr. íslenskar.
Annað dæmi var auglýsing á rif-
jámi (ég man ekki lengur hvaða
nafni það nefndist í ayglýsingunni)
sem er mjög gott tæki, rífur, sker og
sneiðir grænmeti. Þetta tæki var-
sagt vera á mjög hagstæðu verði, kr.
1.800. í Danmörku var þetta tæki
selt á dkr. 89 eða um 1.040 kr. ís-
lenskar.
Þarna er um mjög mikinn verömun
að ræða og leyfi ég mér að flokka
þetta undir okur þar sem hér er um
nákvæmlega sömu vörur að ræða.
Það hefur sýnt sig í alltof mörgum
tilvikum að verðlag hér er allt ann-
að og hærra en gengur og gerist í
nágrannalöndunum. Það er þVí ekk-
ert óeðlilegt að íslenskir ferðalang-
ar skuli enn reyna hvað þeir geta til
að kaupa eins mikið og þeir geta
þegar þeir eiga erindi til útlanda.
Við emm enn á gamla verðbólgu-
stiginu hvað þetta varðar.
Árshátíðum íslenskra fyrirtækja erlendis
- fer sífellt jQölgandi
Já, þetta er kannski eitthvað meira afslappandi þarna ytra.
Sigríður Björnsdóttir skrifar:
Það hefur færst í vöxt að fyrirtæki
hér á landi bjóði starfsmönnum sin-
um til stuttrar ferðar til útlanda þar
sem árshátíð fyrirtækisins er hald-
in. Þetta er afar vinsælt innan fyrir-
tækjanna og kærkomin afslöppun.
Þarna fer starfsmaðurinn e.t.v.
ásamt maka sínum í helgarferð til
útlanda, ferð sem hann hefði
kannski ekki átt kost á að fara ella.
Dæmi eru um að sama fyrirtækið
geri þetta árlega og telji sig samt
spara, miðað við að halda upp á
svipaðan atburð hérlendis.
Það er ekki einleikið ef svo er kom-
ið að heilu hópamir, heilu fyrirtæk-
in, skuli sjá þann kost vænni að
koma saman til ánægju og afslöpp-
unar á erlendri grund fremur en
hér heima. En þegar dæmið er skoð-
að kemur sannleikurinn í ljós.
Bæði er það að veisluföng eru afar
dýr hér, ef um eitthvað umfram
venjulegan viðurgjörning er að
ræða (að ekki sé nú talað um mar-
grétta máltíð með vínum), og svo
hitt að andrúmsloftið erlendis er
mun afslappaðra og óþvingaðra en
hér á landi. Og þá er ég komin að
öðm og alvarlegra máli. - Getur það
verið að andrúmsloftið I íslensku
samfélagi sé orðið svo þrúgað og yf-
irþyrmandi af spennu, vinnuálagi,
áhyggjum af afkomu og öðru skyldu
að menn fagni hverju tækifæri til
að komast í burtu frá því? - Að
ógleymdu illmælgi og slúðri sem fá-
mennið skapar umfram fjölmennari
landsvæði.
DV
Fjármagnstekju-
skattur
Gísli Óskarsson skrifar:
Efast verður stórlega um að
fjármálaráðherra fái 10% fjár-
magnsskattinn sinn af, öllum
þessum milljörðum sem ekki em
gefnar upp á skattframtölum.
Einhverjum krónun nær hann,
mest af hinum almennu ellilíf-
eyrisþegum. Þeir geta þessara
eigna og vaxtatekna undantekn-
ingarlítið í skattaskýrslum sín-
um. En eigendur milljarðanna
láta ekki snúa á sig. Þeir munu
annað hvort ávaxta fé sitt er-
lendis eða lána féð beint til
þeirra sem í dag fá bankalán.
Ekkert verður gefið upp og báðir
aðliar hágnast, lánveitandinn
fær meiri ávöxtun og lánþeginn
lægri vaxtagjöld. Niðurstaðan:
Bankinn hverfur sem milliliður
og ríkið tapar.
íslendingafélög
i verstöðvum
I.G. hringdi:
Við sem vinnum við sjávarafl-
ann, loðnuna og hvað annað sem
berst að landi erum mjög efins
um að atvinnuleysi sé að nokkru
marki í landinu. Víðast hvar í
sjávarþorpum og verstöðvum
eru útlendingar orðnir svo fjöl-
mennir að það hefur komið til
tals að stofna íslendingafélag á
staðnum til að ná sambandi og
halda í innlendar hefðir í leik og
starfi.
Lífeyrismálin
óútkljáð
Hjörleifur hringdi:
í þættinum Almannarómi sl.
fimmtudagskvöld voru lífeyris-
mál til umræðu. Eins og fyrri
daginn kom ekki nokkur skapað-
ur hlutur fram sem skipti okkur
launþegana máli þrátt fýrir rögg-
semi þáttarstjórnanda. Menn töl-
uðu hver upp í annan og enginn
snerti það sem heitast brennur á
mörgum; að geta hætt störfum
fyrr en nú er, segjum t.d. 64 eða
65 ára á fullum réttindum. Um
þetta ætti fólk a.m.k. að geta val-
ið. Lífeyrismálin eru því enn
óútkljáð hvað þetta varðar.
Sjálfkjörið
til forseta?
Sigurjón skrifar:
Mér finnst ekki koma til
greina að fólk fái ekki að kjósa
um hvort það vill fá þann eina
frambjóðanda sem í kjöri verður
til forseta, fari svo sem nú horf-
ir, að aðeins einn frambjóðandi
verði í kjöri. Menn fimbulfamba
um það verði þá „sjálfkjörið“,
hvernig sem menn geta rökstutt
það. Auðvitað á engu að síður að
ganga til kosninga til að fólk geti
séð með hve miklu atkvæöa-
magni viðkomandi frambjóðandi
kemst í embættið. Annað eru
ólög. Annað mál er þótt forseti,
sem situr í embætti, sé „sjálf-
kjörinn" fari enginn á móti hon-
um því hann var kosinn upphaf-
lega með þekktu atkvæðamagni
úr hópi fleiri frambjóðenda. En
að forseti fari inn án staðfests at-
kvæðafylgis - út í hött!
Frúin fari
sína leið
P.Á. skrifar:
Ég, sem er neydd til að borga
áskrift að RÚV og hef ekki ráð á
að kaupa mér aðgang að annarri
sjónvarpsstöð, legg hér með fram
kvörtun á því dagskrárefhi sem
nú er boðið upp á. Um þverbak
keyrir þó nýr dagskrárliður sem
hófst nýlega, þýski þátturinn
„Frúin fer sína leið“. Ég þekki
fjölda manna sem lögðust í þung-
lyndi og fylltust örvæntingu eft-
ir að hafa séö fyrsta þáttinn.
Skyldi Sjónvarpið virkilega ætla
aö bjóða fólki upp á þennan
ófógnuð í fleiri vikur?