Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 15
B ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1996
Wveran u
Þegar nýir skór byrja að brosa:
Bleytan er mesta meinsemdin
„Byltingin í viðgerðunum
varð um 1960 með tilkomu
límsins og um líkt leyti fóru að
koma botnar úr ýmsum gervi-
efnum. Nú eru allir skór límdir
og mesta meinsemd þeirra er
bleytan. Það er tiltölulega auðvelt
fyrir okkur að gera við skó sem
bila svona en fólk heldur oft að slík-
ir skór séu ónýtir. Verslanir eru með
útsölu á skóm allt árið og því flnnst
fólki oft varla borga sig að gera við
ódýra skó,“ segir Gísli Ferdinands-
son sem verið hefur skósmiður í
Lækjargötu í 40 ár á þessu ári.
Berið á skóna
Gisli segir að vatnið fari
illa í límið og nái leðrið að
blotna í gegn sé hætta á því
að yfirleðrið losni frá sólan-
um. Nauðsynlegt sé því að
verja leðrið með sílikoni,
minkolíu, leðurfeiti og öðrum
slíkum efnum. Best sé að bera
eða úða þunnu lagi á skóna í
einu en gera það frekar oft.
„Þetta er eins og að mála vegg-
heima hjá þér. Þú skvettir ekki
úr dósunum á veggina en berð þunnt
lag á í einu og ferð frekar fleiri umferðir.
Nauðsynlegt er líka að bursta skóna vel, bæði
er það til prýði og svo ver það skóna vel.“
Hugsa um fæturna
Skór sem blotna í gegn
fara á límingunum. Eng-
in ástæða er þó til að
henda þeim. Auðvelt er
að setja nýja sóla á
skóna.
Hsli segir að fólk hugsi oft á tíðum ekki nægi-
icga vel um fæturna. Það fari í leikhús og myndi t.d.
aldrei láta sér koma til hugar að láta gúmmí- eða
plasthanska á hendurnar en síðan gildi allt öðru máli
með fæturna. Þeim bjóði fólk oft hvaða gúmmírusl
sem er.
„Það er slæmt fyrir fæturna að vera alltaf að ganga
til skó og þess vegna er gott að hafa þá vandaða. Þetta
- segir Gísli Ferdinandsson Skósmiður
Gísli Ferdinandsson hefur verið skósmiður í Lækjar-
götu í 40 ár á þessu ári. Hér pússar hann skó sem
voru farnir að brosa heldur breitt. DV-myndir GS
er eins og með reykjarpípuna. Hún er langbest þegar
búið er að reykja hana svolítið til,“ segir GIsli. Hann
segir fólk oft vera að vinna að forvörnum á líkama
sínum með því að ganga í betri skóm því þeir hafi
áhrif á fætur og bak.
-sv
Dansskórnir sólaðir.
Kolbeinn Gíslason stoðtækjasmiður:
Þetta er eins og að
jafnvægisstilla bíl
„Við höfum sérstaklega hjálpað
fólki sem verið hefur bakveikt í
mörg ár. Við mælum hæð þess og
síðan fer það í göngugreiningu þar
sem við tökum upp myndir af fótum
viðkomandi þar sem hann gengur á
göngubretti. Á myndbandinu sjáum
U If
Fólk bregður sér í göngutúr á brett-
inu, allt er tekið upp og síðan skoð-
að nákvæmleqa. DV-myndi GS
við svo þá skekkju sem um gæti ver-
ið að ræða. Með innleggjum náum
við svo að rétta þessa skekkju," seg-
ir Kolbeinn Gíslason stoðtækja-
smiður, hjá Stoðtækni Gísla Ferdin-
andssonar. Tilveruna langaði til að
forvitnast aðeins um hvað hægt
væri að gera fyrir fólk með innleggj-
um.
Jafnvægisstilling
Kolbeinn segist líta á þetta eins
og jafnvægisstillingu á bíl. Fólk
þjösnast ekki áfram á bílnum sínum
án þess að láta jafnvægisstillá hann
en þegar það sjálft á í hlut veit það
oft á tíðum ekki hvar vandans ber
að leita. í mörgum tilvikum er nóg
að setja örlítið undir annan fótinn
því það er geysialgengt að annar fót-
ur fólks sé styttri en hinn. Ef
skrokkurinn er ekki í jafnvægi fara
að myndast álagspunktar í líkaman-
um og þeir geta síðan skemmt út frá
sér.“
Aldrei of seint
Kolbeinn segir aðspurður hvort
ekki sé of seint að ætla að stilla lík-
amann Eif eftir áratugi að það sé
aldrei of seint. Hann segir að vita-
skuld geti þeir ekki læknað það sem
þegar hafi skemmst enda geri lækn-
arnir það. Góð samvinna sé meðal
lækna og stoðtækjasmiða og þeir
síðarnefndu geti síðan reynt að
koma í veg fyrir að meinið komi aft-
ur.
Kolbeinn Gíslason við sjónvarpsskjáinn sem hann notar við greininguna.
„Þetta er mjög stór hópur sem
kemur í greiningu til okkar, ungt
fólk jafnt sem gamalt, og sumir fá
innlegg, einhverjum dugir að fá hlíf
eða spelku en síðan sérsmíðum við
skó fyrir suma,“ segir Kolbeinn
Gíslason.
-sv
staðgreitl
■ -> • 'SlB'S. -
fWlfl TLl
1 V
ORMSSON
©
VISÁ í
Fullkomin fjarstýring meS öllum aSgerSum á skjá. íslenskt fextavarp (Uppjýsingar á skjá).
Myndllampi (BLACK MATRIX) flatur. • HljóSmagnari Nicam víSóma (STERIÓ)
2x15W eSa 30W. Tveir hátalarar eru í tækinu.
Hægt er aS tengja heyrnartól og auka hátalarasett viS tækiS.
Beint inntengi (SCART) sem gerir mynd frá myndbandstæki og/eSa afruglara mun skarpari.'
Umbodsmenn um allt land
24 mánuSi 3.790,- (pr. mánuS)
EURO í 36 mánuSi 2.685,- (pr. mánuð)
Reykjavfk: Heimskringlan, Kringlunni.Raftækjaverslun íslands. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Vestfiröir: Geirseyrarbúöin,
Patreksfiröi. Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafiröi. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð.Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga,
Húsavík. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstöðum. Stál, Seyöisfirði. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúösfiröi. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás,
Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík.