Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1996 Fréttir Hæstaréttardómararnir fimm sem dæmdu í Geirfinnsmálinu. Fá dæmi er að finna í íslandssögunni um rannsókn og réttarhöld sem spönnuðu jafn langan tíma - rúm fjögur ár. < i i I i sagt annað en að mér fmnst sú saga ósennileg. Mér finnst það þótt ég geti ekkert um hana fullyrt. Játn- ingarnar eru hins vegar algjör markleysa enda var miklu meira játað en þörf var á fyrir sakfelling- ar. Kristján Viðar játaði á sig fleiri morð en í Guðmundar- og Geir- fínnsmálinu. Hann áttf einnig að hafa ráðið Færeyingi bana. Þarna voru líka óviðkomandi menn til- nefndir - þetta var endalaust rugl. Á endanum vinsuðu rannsóknaraðilar það úr sem hentaði þeim,“ sagði Hlynur Þór. Fundum ekkert á Geirfinn John Hill var einn af þeim lög- reglumönnum í Keflavík sem rann- sökuðu hvarf Geirfinns - tæpum tveimur árum áður en fjórmenning- amir voru handteknir: „Við vorum með rannsókn á hvarfmu. Síðan fjaraði það út sem óupplýst mál. Ég var Hauki Guð- mundssyni til liðs, hann var minn yfirmaður, og Valtýr Sigurðsson var fulltrúi sýslumanns. „Það kom aldrei neitt upp í okkar rannsókn sem tengdi Geirfinn við eitt eða neitt misjafnt. Við grand- skoðuðum allan hans feril og yfir- heyrðum vinnufélaga. Hann virtist óskaplega sómakær maður og stundaði sína vinnu vel. Það eina sem var vitað var að Geirfinnur hafði ætlað að hitta einhvern mann kvöldið sem hann hvarf. En við komum aldrei nálægt málinu gagn- vart þessum fjórmenningum sem komu fram tæpum tveimur árum síðar. Þá var kallað eftir öllum gögnum hér,“ sagði John. Hann kvað það vera mjög af hinu góða ef málið yrði endurupptekið. Fyrrum Gestapómaður í rannsókn á Islandi? „Það var vafasamt af dómsmála- ráðherra að sækja gamlan nasista- foringja í þetta mál. Schútz byrjaði á Ítalíu að yfirheyra ítalska skæru- liða og var á stríðsárunum í þjón- ustu hjá Gestapó á Ítalíu," sagði Guðjón Skarphéðinsson, einn sak- borninganna úr Geirfinnsmálinu. Hann hefur verið búsettur í Dan- mörku en hefur nú verið kosinn sóknarprestur á Staðastað á Snæ- fellsnesi þar sem hann byrjar brátt að þjóna. „Ég hafði engan áhuga á að lesa hæstaréttardóminn í Geirfinnsmál- inu,“ segir Guðjón. „Mér var alltaf fullkunnugt um það fyrir fram hvernig hann yrði. Ætiunin var aldrei að taka mark á því sem sak- bomingar sögðu - þeirra frásagnir skiptu engu máli. Það var því tíma- eyðsla að lesa forsendurnar yfir. Minn framburður var ekki sjálf- stæður heldur passaði hann inn í hjá hinum. Ég þurfti ekkert að segja heldur einungis að taka undir - að þetta gæti hafa verið svona eða hinsegin," sagði Guðjón. Guðjón segir að fyrir sér sé mál- inu lokið með dóminum og afplánun á sínum tíma. Hann segir að Sævar hafi hringt í sig að jafnaði einu sinni á ári: „Ég verð að segja Sæv- ari til hróss að hann er ótrúlega duglegur og harðvítugur í þessum slag.“ Um það að hann hafi dregið játn- ingu sína til baka í nýlegu viðtali í þættinum Þriðji maðurinn hjá RÚV, sagði Guðjón: „Ég hef ekki dregið játningu til baka enda hef ég aldrei haft til þess lögfræðilegt svigrúm. Núna finnst mönnum þetta merkilegt, það hefur enginn spurt mig að þessu. Frétta- stofa Útvarpsins virðist hafa sett þetta svona fram. Ég hef hins vegar sagt þetta allan tímann. Hitt er svo annað mál hvort aðrir segja að ég hafi verið að draga til baka,“ sagði Guðjón. Mig vantaði fjarvistarsönnun - Guðjón, var farið illa með þig í fangelsinu? „Nei, ég var ekki píndur til sagna. Mér var hins vegar sagt hvers kon- ar þjóðþrifamál það væri að fá mál- ið uppýst." - Hver var afstaða þín til sakar- efnanna þegar lögreglan spurði þig? „Af minni hálfu var þessu tekið fjarri fyrstu 10-12 dagana. Síðan lin- aðist maður einhvern veginn í ein- angruninni. Ég hafði enga fjarvist- arsönnun enda voru liðin tvö ár frá hinum meinta atburði og allt heldur óljóst.“ - Þekktir þú Geirfinn? „Ég hitti Geirfinn aldrei, ekki veit ég til þess. Ég kannast ekki við það meira en hver annar blaðales- andi. Við vitum ekki hvað varð um manninn og heldur ekki Hæstirétt- ur. Það var ekki einu sinni hægt að leggja fram dánarvottorð. Ég gekk einhvern veginn inn í þessa sögu og síðan var ekki hægt að draga í land. Að minu mati heldur dómurinn ekki vatni. Þetta voru bara getgátur með sögum og slúðri," sagði Guð- jón. Vorum farin að blátrúa vitleysunni Guðjón segir að frásögn sem Karl Schútz kynnti á sögufrægum blaða- mannafundi, þegar málið taldist upplýst, sé allt önnur en sú sem sak- borningarnir greindu frá. „Við vorum með allt aðra sögu í undirrétti. Síðan kom önnur saga sem saksóknari lagði fyrir Hæsta- rétt. Ég efast um að nokkurt okkar hafi séð Geirfinn. Get þó ekki svar- að fyrir aðra. Mér finnst það lykta einkennilega að fjölskyldufaðir úr Keflavik hafi verið að bjóða strákum úr Reykja- vík bílfarm af sprútti og stefna síð- an sæg af fólki til sín til að ná í það. Hvað ætiuðu þeir að gera við öll þessi ósköp af sprútti? Ég átti að hafa ekið bílnum en síðan var ekki gerð minnsta tilraun til að sanna hvaðan hann kom eða hvort sá á honum og svo framvegis. Mér fannst þetta skondin saga. Þetta var raunar eins og í Guðmundarmálinu þar sem menn áttu að hafa farið með plastpoka út um allar þorpa- grundir. Þessu vorum við farin að blátrúa." Hef ekki séð Kristán Viðar Eins og fyrr segir kvartar Guðjón ekki undan meðferðinni í einangr- unarvistinni en segir að öðru máli kunni að gegna um Sævar og Kristj- án Viðar. „Það var taugaóstyrkt fólk sem hafði gæslu með höndum. Ég kann- aðist lítillega við Sævar en Kristján Viðar hef ég ekki séð. - Fórst þú í hina meintu for tti Keflavíkur með Sævari, Kristjáni og Erlu? „Það held ég ekki, ég man ekki eftir neinni Keflavíkurferð. Þetta var eins og sá sjúklegi þankagangur sem tröllríður þessari þjóð þegar hún kemst í galdrabrennuhúmor- inn. Það er ekki hægt að ferðast með lík í marga klukkutíma og vita svo ekki hvar þau eru. Þar er ég al- veg gersamlega svarlaus. Ég hef ekki hugmynd um hvar Geirfinnur er, ekki frekar en drengirnir sem hurfu á Suðurnesjum í fyrravor," sagði Guðjón Skarphéðinsson. Hver verður framvinda Geirfinnsmálsins nú? Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmaður sagði í samtali við DV að vissulega væri hann eingöngu með mál og beiðni Sævars Ciesi- elskis um endurupptöku. Hann vildi ekkert fullyrða um hvort mál hinna yrðu einnig tekin upp. Hins vegar má ljóst vera að í máli þar sem a.m.k. fjórir eru sakfelldir fyrir eins eða sams konar brot er erfitt að ímynda sér endurupptekinn mála- rekstur án allra málsaðtia. Þessi at- riði eiga þó öll eftir að skýrast og vissulega er ekkert hægt að fullyrða um þau að svo stöddu. Fyrir rúmu ári sótti Sævar um endurupptöku á málinu og sam- kvæmt reglum ber ríkissaksóknara að veita umsögn um beiðnina áður en Hæstiréttur tekur afstöðu. Hall- varður Einvarðsson ríkissaksókn- ari var vanhæfur í málinu vegna þess að hann kom sjálfur að rann- sókn Geirfinnsmálsins á sínum tíma. Ragnar Hall var þá skipaður umsagnaraðtii en hann ákvað síðan eftir skoðun á málinu að mæla ekki með endurupptöku. í kjölfar þess ákvað Hæstiréttur hins vegar að gefa Sævari kost á aðstoð löglærðs talsmanns við að koma endurupp- tökubeiðninni á framfæri. Ragnar Aðalsteinsson var valinn til þess starfa og þegar hann hefur lokið sinni gagnaöflun og skoðun mun Hæstiréttur meta hvort ný gögn muni geta breytt niðurstöðu dómsins. Það sem er tti athugunar er hvort brotið hafi verið á rétti sak- bornings meðan á málsmeðferð stóð á lögreglu- og dómsstigi. - En geta ný gögn orðið til þess að löngu dæmt mál verði tekið upp að nýju? „Já, já, við erum með eigin reglur og það er enn frekar kveðið á um þetta í alþjóðlegum sáttmálum. Það má einnig geta þess að mannrétt- indanefnd Sameinuðu þjóðanna hef- ur gert athugasemdir við það þegar íslenskir dómstólar hafa verið með , ólöglega fengin sönnunargögn, sam- anber yfirheyrsluaðferðir," sagði Ragnar. Ragnar segist munu leggja fram ný gögn en of snemmt sé að greina frá því hver þau verða. Hann bend- ir þó á að fyrir löngu sé fram kom- ið viðtal við Hlyn fangavörð og margir muni eftir Morgunblaðs- grein séra Jóns Bjarmans. „Erla og Guðjón segja einnig í viðtölum að framburðir þeirra sem á var byggt séu ekki réttir. Síðan er margt annað sem ég vti ekki tala mikið um núna. Það er langt í að ég skili og mikið verk að ná tökum á flókinni málsmeðferð og raða sam- an. Það geta líka komið fram ný sönnunargögn. Varðandi það hvern- ig framburður í Geirfinnsmálinu var fenginn fram sagði Ragnar að sér hefði verið sagt að svokallaðir Klúbbmenn, sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í Geirfinnsmálinu, hafi verið að því komnir að játa. „Það hlýtur að vera rosalegur þrýst- ingur og mikill léttir að játa, sér- staklega út frá kaþólska sjónarmið- inu,“ sagði Ragnar og átti við Karl Schútz. Hér er í stuttu máli það sem fram undan er í Geirfinnsmálinu: „Þegar Ragnar lýkur sínum at- hugunum gerir hann grein fyrir þeim þréflega. Taki Hæstiréttur nei- kvæða afstöðu mun málinu annað hvort ljúka á því stigi eða að fleiri gagna verður aflað og reynt aftur. Taki dómurinn jákvæða afstöðu mun saksóknara verða falið að leggja málið fyrir að nýju. Þá þarf að sanna ákæruatriðin upp á nýtt. Dæmt í Guðmundar- og Geirfinnsmálum 3. október 1977. Frá vinstri sjást dómararnir Ármann Kristinsson, Gunnlaugur Briem og Haraldur Henrysson. Dráttarbrautin í Keflavík þar sem Geirfinni átti að hafa verið ráðinn bani.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.